Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1985, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1985, Side 10
ingar, því að þær lausnir sem við finnum í dag, byggðar á lausnum gærdagsins, eru nýjar lausnir, mótaðar af nýjum heimi. Af hinum þjóðlegu listamönnum má læra nokkuð, þó heildin sé litlaus. Það eru mörg tilbrigði í list þeirra sem geta skipt máli í sambandi við, og rennt stoðum und- ir, sameiginlega arfleifð. Meira er þó að læra af þeim heimslegu, af tilraunum þeirra til að setja þessa sam- eiginlegu arfleifð í breiðara samhengi. Verk þessara verður að skoða í saman- burði við það sem var að gerast annars staðar í heiminum og mótaði afstöðu þeirra. Svanborg: Endurnýjun er nauðsynleg í allri list, en ef verið er að eltast við nýjungar bara til að vera frumlegur, eins og töluvert hefur verið gert, er hætt við að útkoman verði innantóm og merkingarlaus, og það er tvímælalaust hægt að læra margt af eldri listamönnum. Þorvaldur: Ég er á móti nýjungum — nýj- unganna vegna. Við getum mikið lært af forverum okkar með því að kynnast verk- um þeirra með opnum huga. Þannig leggj- um við sterkari grunn að eigin túlkunar- leið og verðum e.t.v. hæfari til að greina hismið frá kjarnanum þegar erlendar holskeflur lemja landið. Með endurtekningu, beint og óbeint, á því sem vel hefur verið gert hér heima og erlendis getur maður smám saman nálgast það sem manni er eiginlegt og sannast. Þannig geta nýjungar skapast úr hráefni reynslunnar. Ekkert skapast af engu. Daníel: Endurtekning er aldrei eins. Leifur: Ég held að sé maður á annað borð einlægur í list sinni þurfi maður ekki að vera hræddur við að notfæra sér reynslu genginna kynslóða. Sérstaklega finnst mér að á meðan listamaður er ómótaður og leitandi, skuli hann prófa sem mest. Ég álít einnig, að það liggi ekkert á því að kanna nýjar leiðir fyrr en maður þekkir þær gömlu. Ingileif: Hræðsla við endurtekningu er óþörf. Þjóðfélag okkar og lifnaðarhættir breytast ört og við nýjar aðstæður hefur endurtekið efni allt aðra þýðingu. Við hljótum að geta lært mikið af fyrirrennur- um okkar, bæði af því góða sem þeir hafa gert og eins af því sem okkur þykir síðra. Það er líka lærdómur að skilja hvað maður vill ekki gera sjálfur. Grafík: Það eru ákveðnir hlutir sem ávallt endurtaka sig, sama hvert er litið svo að við erum ekki hrædd við endurtekningar, en við teljum að hver og einn þurfi að fara sínar eigin leiðir og svo lengi sem hann er einlægur þá ber að virða það. Asgerður: Endurtekning er endurtekning er endurtekning er aldrei eins ... Álítið þið að þið getið lært mikið af því að skoða listasöfn og almennar sýningar? Ásgerður: Þær eru sjaldnast skaðvaldar og listasöfn þarf jú að byggja. Leifun Ég er í engum vafa um það. Grafík: Já. Karl: Já mjög mikið. Það er hluti af nám- inu. Ingileif: Já. Hlynun Listamanni er nauðsynlegt að skoða söfnin og sýningarnar. Listasöfnin sýna okkur hvað fortíðin skilur eftir sig okkur til fróðleiks, og sýningarnar sýna okkur hvernig aðrir leysa vandamál tim- ans, okkur til glöggvunar. Þorvaldur: Vissulega — því meira sem maður skoðar því betra. Maður má aldrei gleyma að skoða með augun opin. Svanborg: Já tvímælalaust. Daníel: Jájá. Er það ekki sjálfgefið? Liggur það ekki í hlutarins eðli? Leiðrétting í greininni „íslenskur brúðarbúningur", sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins 6. júlí síðastl., eru tvær villur sem hér eru leið- réttar og biðst Lesbók velvirðingar á mis- tökunum. Samkvæmt handriti átti eftirfarandi málsgrein að skrifast þannig: „Er Jörundur hundadagakonungur kom til íslands í síðara skiptið í júní 1809, var með í förinni grasafræðingur, William Ho- oker, er seinna varó þekktur maður í Bret- landi og um skeið velgjörðarmaður Jör- undar eftir íslandsferðina." Feitletruðu orðin féllu niður í greininni. Rétt ártal í eftirfarandi málsgrein skal vera 1869 en ekki 1895 eins og misritað var: „Sonur W.J. Hookers, Joseph, mun hafa erft búninginn og selt hann Viktoríu og Alberts-safninu (árið 1869). Þá láðist að geta þess að svart/hvítu myndirnar tvær sem fylgdu greininni voru fengnar úr tímariti en ljósmyndari er Gísli Gestsson. Oðru hverju rekast vísindamenn á stað- reynd eða fyrirbæri, sem virðist leysa eina af ráðgátum vísindanna á einni nóttu. Slíkar óvæntar uppgötvanir eru sjaldgæf- ar. Og þegar þær gerast, komast vísinda- menn í mikið uppnám. En uppnám er ekki heppilegasta loftvog- in þegar segja skal til um vísindalegt gildi. Adam Smith sagði eitthvað á þá leið, að vísindin ættu að vera hið mikla varnarlyf gegn sótthita eldmóðs og uppljómunar. Utrýming eða aldauði risaeðlanna er glöggt dæmi um það, að vísindi eru ekki byggð á staðreyndum einvörðungu. Túlkun staðreyndanna er jafnvel enn mikilvægari. Allir vita, að risaeðlurnar hurfu fyrir 65 milljónum ára. Hið skyndilega hvarf þeirra gæti bent til þess, að einhverjar náttúruhamfarir hafi gengið af þeim dauðum. En hvers konar ógnir gætu hafa dunið yfir? Halastjarna Eða Smástirni Einn möguleikinn er sá, að stjarna hafi sprungið og um jörðina hafi dreifzt ban- vænar agnir og geislar. Einnig er hugsan- legt, að halastjarna hafi rekizt á jörðina. Og í þriðja lagi gæti það hafa gerzt, að smástirni hafi lent á jörðunni. Kenningin um smástirnið er sennilegri en hinar, því að mörg smástirni eru á brautum, sem iiggja um braut jarðar. Sum þessara smá- stirna eru allstór og það kemur fyrir endr- um og eins, að eitt af þessum smástirnum rekist á jörðina. Eyðing jarðlaga, svörfun, og hraunrennsli afmá með tímanum verksummerki eftir slíka árekstra á jörðu, þó að þau séu mörg greinileg á tunglinu, þar sem hliðstæðir atburðir hafa gerzt. Það er einfalt reikningsdæmi að sýna fram á, að smástirni í stærra lagi rekist á ^jörðina einu sinni á hundrað milljón árum að meðaltali. Það munaði ekki miklu, að það gerðist árið 1937, þegar Hermes, klett- ur á stærð við Manhattaneyju, komst í innan við 650.000 km fjarlægð frá jörðu eða eins nálægt og hægt er, án þess að af árekstri verði í slíku tilfelli. Árekstur við smástirniö hefði orðið skelfilegur. Hefði Hermes lent í hafi hefðu geigvænlegar flóðöldur risið og fært í kaf strandsvæði margra meginlanda. Hefði hann lent á landi, hefðu afleiðingarnar orðið hrika- legir jarðskjálftar. Ryk af völdum árekst- ursins hefði myrkvað himininn mánuðum saman, drepið gróður og valdið margs kyns óáran. Mannfellir hefði orðið mikill. Hugmyndin er góð út af fyrir sig og hefur skotið upp kollinum annað veifið. En gallinn við hana sem skýringu á útrým- ingu risaeðlanna er sá, að árekstur við smástirni hefur verið hreint hugarfóstur. Enginn hefur getað fundið sönnur þess, að slíkur árekstur hafi raunverulega átt sér stað. 65 MlLUÓN ÁRA SETLAG Menn geta því ímyndað sér undrun vís- indamanna um heim allan, er það spurðist, að Luis Alvarez, Nóbelsverðlaunahafi í eð- lisfræði, hefði lýst því yfir, að hann hefði fundið eðlisfræðilega sönnun — og hana reyndar áþreifanlega — fyrir því, að heil- mikið smástirni hafi rekizt á jörðina fyrir nákvæmlega 65 milljónum ára. Þetta kom furðu vel heim og saman. Prófessor Alvar- ez yirtist hafa fundið rjúkandi byssuna. En hverjar voru hinar nýju sannanir? Alvarez og samstarfsmenn hans höfðu efnagreint hluta úr gömlum berglögum, sem lágu á hafsbotni fyrir mörgum millj- ónum ára. Þetta berg varð til við hörðnun laga, sem myndast af smáögnum og leifum ógrynnis dauðra lífvera, sem safnast á botn sjávar. Mest af þessum berglögum er grafið djúpt undir núverandi hafsbotni, en á nokkrum stöðum á jörðunni hefur hið gamla berg Iyfzt með ýmsum hætti, þann- ig að setlögin hafa komið í ljós. Á þessum stöðum eru lögin í hinum forna sjávar- botni augsýnilega eins og lög í tertu. Alvarez valdi sérstakt setlag í berginu, sem vitað var að væri um 64 milljónir ára gamalt, til rannsóknar. Það hafði sem sagt myndazt úr leðju, sem var á hafsbotni ein- mitt um það leyti, sem risaeðlurnar hurfu af sjónarsviðinu. Og hann komst að raun um, að þetta lag hefði að geyma óvenju- lega mikið magn af sjaldgæfum málmi, sem kallast irridium. Myrkvun Mánuðum Saman En hvað var merkilegt við þá uppgötv- un? Alvarez og samstarfsmenn hans áttu svar við því. Irridium er 100.000 sinnum algengara í loftsteinum en í bergi jarð- skorpunnar. Hafi smástirni rekizt á jörð- ina fyrir 65 millj. ára, hefði rykskýið, sem myndaðist af völdum árekstursins, átt að vera óvenju ríkt af irridium. Rykskýið hefði myrkvað himininn mánuðum saman og valdið dauða margra jurtategunda og ef til vill alls jurtagróðurs. Af þeim sökum hefðu þær risaeðlur, sem voru jurtaætur, brátt orðið hungurmorða. Og þær risaeðl- ur, sem voru kjötætur og lifðu á jurtaæt- unum, hefðu fljótlega fylgt þeim inn í ei- lífðina. Lag af irridium-ríku ryki, sem setzt hefði á sjávarbotn, hefði á sinn hátt skráð þessa sögu. Og þar hafði hún verið geymd, hert í bergi, unz þeir Alvarez og félagar lásu leyndardóminn, sem þar var falinn. Kenningu Alvarez var vel tekið af hálfu vísindamanna víða um heim. Hin eðlis- fræðilega skýring var sannfærandi og rök- semdafærslan hrein og bein eins og eðlis- fræðinga er von og vísa. En satt að segja tók rakavefur Alvarez að rakna nær undir- eins á vissum stöðum. Ef smástirni útrýmdi í raun og veru risaeðlunum og öðrum lífverum, ættu steingervingar að leiða þá staðreynd í ljós. í bergtegundum ætti að koma fram, að á vissum tíma hverfi leifar margra jurta og dýra snögglega og samtímis um heim all- an. En hver er raunin? Leo Hickney, sér- fræðingur í fornri grasafræði, benti á, að margar jurtategundir hefðu dáið út um svipað leyti og dauða risaeðlanna bar að, en þær hefðu horfið smám saman og verið að því í milljónir ára. Ennfremur hurfu jurtirnar á mismunandi tímum á ýmsum stöðum. Þetta gerðist því á allt annan hátt en þann, sem hugmyndin um skelfilegan atburð fyrir jörðina alla gefur til kynna og hefði átt að drepa jurtir hvarvetna nær samtímis. Hægfara Eyðing Rannsóknir á því, hvernig önnur dýr hafi dáið út, sýna, að flestar dýrategundir hafa einnig horfið samám saman fremur en skyndilega. Hið sama virðist einnig eiga við um risaeðlurnar. Þessi stórfeng- legu dýr reikuðu einu sinni um þurrlendi jarðar, en um það leyti sem hinn meinti árekstur við smástirnið á að hafa átt sér stað, hafði tegundum þeirra fækkað niður í 20 og þær höfðust við í Norður-Ameríku meðfram ströndum grunns sjávar, sem huldi það land, þar sem nú eru norðvest- urríki Bandaríkjanna. Svo virðist sem risaeðlurnar hafi verið á hnignunarstigi þegar fyrir 65 millj. ára, þannig að hið eina, sem smástirnið gat hafa gert, var að ganga frá hinum síðustu dauðum í Norð- ur-Ameríku. Andstaða steingervingafræðinga gegn kenningu Alvarez setti hann í vanda. Eitt sinn sagði hann: „Ég fæ ekki skilið, af hverju steingervingafræðingar sumir neita því, að lífverur hafi dáið út af völd- Ef rísaeðlumar hefðu ekki horfiö, kynnu þær aö hafa oröiö tvífætt dýr með stóran heila og litiö út eitthvaö þessu líkt, segir Dale Russell, steingervingafræðingur. Þessi skríðdýr í mannsmynd heföu sennilega gegnt þeirrí stöðu í heiminum, sem mað- urínn hefur nú. Efnilegust í slikrí þróun hefði veríð risa- eölan Stenonychosaurus inequalus, sem var þrír metrar á hæð og hafði heila, sem var hlutfallslega nærrí jafn stór og í frumstæðu spendýrí miöaö við skrokk. um ægilegra náttúruhamfara." Alvarez áleit skýringuna að hluta vera þá, að þeir kynnu ekki að beita tölvutækninni. Hvað sig sjálfan snerti, sagði hann, að á sviði gagnavinnslu hefði hann mikla reynslu. Alvarez átti þar við það verk, sem hann fékk Nóbelsverðlaunin fyrir. Það var á sviði eðlisfræði og varðaði beinar tilraunir með kjarnorkuhraðal, en til útreikninga var notuðu öflug tölva. Slík aðferð ætti einnig að koma að haldi á öðrum sviðum, og reyndar fengu vísindamenn, sem unnu fyrir Alvarez, aðgang að umfangsmiklum tölvuforritum hjá Lawrence-geislarann- sóknastöðinni vegna útreikning á afleið- ingum árekstursins við smástirnið. Alvar- ez sagði, að „öðrum eins tölvuútreikningi hefur aldrei verið beitt við vandamál, sem steingervingafræðingar hafa áhuga á, að 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.