Tíminn - 17.11.1966, Side 1
Gerizt áskrifendur að
Tímanum.
Hringið í síma 12323
Auglýsing f Tímanum
kemur daglega fyrir augu
80—100 þúsund lesenda.
263. tbl. — Fimmtudagur 17. nóvember 1966 — 50. árg.
í handritamálinu í dag:
ÍSLENDINGAR BJARTSYNIR A URSLITIN
IGÞ-Reykj avík, miSvikudag.
Forseti Hæstaréttar Dan
merkur mun í fyrramálið
kveða upp dóminn í handrita-
málinu. Er dómsins beðið með
mikilli eftirvæntingu bæði á
íslandi og í Danmörku. Hefur
jafnvel komið til mála að leyfa
myndatökur í réttarsalnum á
ineðan dómsorðið er lesið og
mun það vera algjört nýmæli.
Það er skoðun manna í Kaup
mannahöfn, sem Tíminn hafði
samband við í kvöld, að dóm-
ur hæstaréttar verði staðfesting
á dómi undirréttar. Hafði Tím
inn m.a. tal af Stefáni Karls-
syni, magister, starfsmanni
Árnasafns, og sagði hann að
svo vintist sem enginn ágrein-
ingur hefði orðið um dóms-
niðurstöðuna. Sönnun fyrir því
er sú staðreynd að dómurinn
er kveðinn upp skömmu eftir
að málflutningi lýkur. Hið
sama sagði Magnús Bjarnfreðs
son, fréttamaður sjónvarpsins,'
í þætti frá Kaupmannahöfn í
kvöld.
Þótt þannig horfi vænl^ga
um úrslit, bíða íslendingar með
mikilli eftirvæntingu eftir nið
urstöðu dómsins. Dómurinn í
hæstarétti hefur átt sér lang-
an aðdraganda. Margir mætir
menn hafa um málið fjallað og
sitt sýnzt hverjum. Drengileg
afstaða dönskuN stjórnarinnar
og manna úr öðrum flokkum
í handritamálinu hefur fært
ís'lendingum heim sanninn um
bróðurhug dönsku þjóðarinnar.
Von ís'lendinga í þessu ’ máli
er aðeis ein. Hún er sú að
handritin komi heim. Dómur
hæstaréttar mun skera úr um
þetta. Og fslendingar eru bjart
sýnir á úrslitin.
Innflutningur fóðurvöru gefinn frjáls
Fóöurvaran lækkar
í veröi næsta ár
Myndin var tekin af Heath á einum af mörgum blaðamannafundum íhaldsflokksins fyrir brezku kosningarnar
f vor.
(Tímamynd: Kári)
Edward Heath heiðurs-
gestur á Pressuballinu
EJ-Reykjawík, miðvikudag.
Blaðamannafélagi íslands barzt
í dag tilkynning um, að Edward
Heath, formaður brezka íhalds-
flokksins, myndi taka boði félags-
ins um að vera heiðursgestur á
Prressuballinu næsta ár. Mun
Heath koma hingað til lands 17.
marz n.k., en ballið verður baldið
þá um kvöldið.
Edward Richard George Heath,
P.C., M.BE.., er fæddur árið 1916.
Hann hlaut menntun sína í Ohat-
ham House School í Ramsgate og
síðar í Balliol College í Oxford
í síðari heimsstyrjöldinni
gegndi hann herþjónustu í stór-
skotaliðinu, og var sæmdur her-
foringjatign. Að stríðinu loknu
gerðist hann opinber embættis
maður og gegndi því starfi til 1947
Sjðan tók hann þátt í stjórnmál-
um og var árið 1950 kjörinn á
þing fyrir Bexley.
Hann náði skjótlega frama inn
an Íhaldsflokksins, og 1959—1960
var hann atvinnumálaráðiherra, en
1960—1963 var hann aðstoðar-1 Bretlands að Efnahagsbandalagi
utanrfkisráðherra" og á þeim Evrópu. Var hann formaður
árum starfaði hann aðaRega að brezku sendinefndarinnar, en
því að reyna að semja um aðildl Framhald á bls. 15.
KJ-Reykjavík, miðvikudag.
1 dag barst Tímanum fréttatil-
kynning frá Viðskiptamálaráðu-
neytinu þess efnis að fóðurvöru-
innflutningur hefur verið gefinn
frjáls frá og með 1. jan. n.k. Þetta
hefur í för með sér að fóðurvöru-
innflutningur hingað til lands verð
ur framvegis frá Evrópu en ekki
Bandaríkjunum eins og um mörg
undanfarin ár. Lækkar verð á
fóðurvörum allverulega við þetta.
Hér fer á eftir fréttatilkynning
f rá Viðskiptamálaráðuneytinu:
„Ríkisstjórnin hefur ákveðið að
frá oig með 1. janúar 1967 verði
heimilt að flytja inn fóðurvörur
frá hvaða landi sem er. En með
auglýsingu frá 31. mai 1960 var
ábveðið, að binda kaup á vörum
þessum við Bandaríkin vegna sér
stakra samninga, eftir því sem við
væri kornið. Hafa fóðurvömr að
mestu verið fluttar inn frá Banda-
ríkjunum siðan. Rétt er að vekja
athygli á því, að ebki verða veitt-
ar gjaldeyrisheimildir til fóður-
vörukaupa frá Evrópu fyrr en eft-
ir áramót.“
Af þessu tilefni hafði blaðið
samband við Helga Þorsteinsson
framkvæmdasitjóra Innflutnings-
deildar SÍS, og spurði hann hvaða
áhrif þessi ábvörðun myndi hafa:
— Eins og kom fram í viðtali
við mig í Tímanum fyrir nokkru
þá hefur þetta í för með sér að
verð á innfluttum' fóðurvörum
mun lækka allveru'lega, þegar við-
NEYZLUMJOLK FLUTT AD NORDAN
FB-Reykjavik, miðvikudag.
Daglega eru fluttir milli 2000
og þrjú þúsund Iítrar af neyzlu-
mjólk norðan úr landi hingað suð
ur á mjólkursvæði Mjólkursamsöl-
unnar í Reykjavík. Ástæðan er sú
að heldur lítið er nú af neyzlu-
mjólk hér sunnanlands fyrir mark
aðinn, og stafar það aðallega af
því, að mikið hefur vérið skorið
niður af nautgripum í sumar og
haust, fram yfir það sem gert hef
ur verið undanfarin haust.
Svæði Mjólkursamsölunnar í
Reykjavdk nær frá Akranesi að
norðan og allt austur að Vík í
Mýrdal. Á þessu svæði er nýmjólk
urneyzlan dag hvern um 95 þús-
und lítrar, svo segja má, að ebki
sé mikil hætta á að mjólkurskort-
ur verði hér, enda þótt vegir
teppist um skamma stund, en
lokist leiðin norður langan tíma,
eru alltaf möguleikar á að flytja
mjólkina með skipum, að því er
Oddur Helgason sölustjóri Mjólk-
ursamsölunnar sagði í dag.
Bæði skyr og rjómi eru nú flutt
eingöngu að norðan, þar sem
mjólkurbúin hér hafa ekkert af-
lögu í slíka framleiðslu. Skyr
skiptin færast yfir á Evrópu. Mun
þessi læbkun nema allt að tvö þús
und krónum á tonnið. Frá Ev-
rópu verður bæði um að ræða inn-
flutning á heilum förmum af ómöl
uðu og ósekkjuðu korni, og eins
fóðurblöndu í pokum sem flutt
verður af okkur beint frá Evrópu
á hafnir úti á landi, og losnum
vð þá við umskipun í Reykjavík
sem kostar peninga.
0RYGGISL0G-
REGLA VIÐIIPP-
SKURÐINN
NTB-Bethesda, Maryland,
miðvikudag.
Johnson, Bandarskjaforseti
gekkst í dag undir tvær niinni
háttar skurðaðgerðir í hersjúkra
húsinu í Betliesda, og sögðu lækn
Framhald a bls. 14
og rjómi korna hingað á hverjum
degi með bflum að norðan, og
munu samtails vera flutt hingað
18 til 20 tonn af skyri á viku
og 12 tonn af rjóma.
— AHlangt er síðan mjólkur-
magnið komst jafn langt niður og
það er bomið nú, en mjólkin
minnkar varla meira að þessu
sinni, og fer úr þessu að mjak-
ast aftur upp á við, sagði sölu-
stjóri Mjólkursamsölunnar, — og
því ekþi ástæða fyrir neytendurl
að óttast að ebki verði næg mjólk|
í boði framvegis eins og hingað
til.
Þessi teiknimynd birtist í nýúh
komnu eintaki af Newsweek, og er
gerð eftir þeirri frægu Ijósmynd af
Johnson, er hann fletti sig klæð
um að framan eftir uppskurðinn (
fyrrahaust og sýndi hvar skorið
hafði verið. Inn á myndina er nú
teiknað kort af Bandaríkjunum, og
á það er ritað á ensku: „Sigrar repú
blíkanar i fulitrúadeildarkosningun-
um“. Þeir unnu svo sem kunnugt
er víða um landið samtals 47 full-
trúadeildarmenn. Undir myndinni
setti blaðið eftirfarandi orð John-
sons: — „Verkurinn byrjar hér og
nær hér þvert yfir . . •*,l