Tíminn - 17.11.1966, Qupperneq 3
FIMMTUDAGUR 17. nóvember 1966
TÍMINN
Lfkan af „'Hamburg", 95 milljón marka lystiskipinu, sem samskot meðal farþega hjáipa til aS smiSa.
Samskot meðal farþeganna
tíl að smíða nýtt lystískip
Lesendur Tímans munu minn
ast þess, að í fyrrasumar birt-
ist hér í blaðinu frásögn af
þýzka skemmtiferðaskipinu,
Hanseatic og viðtal við eigand-
ann, Axel Bitsch-Christensen,
sem tók sér far með skipi
sínu í annarri ferð þess til ís-
lands. Eins og nafn mannsins
bendir til, er hann danskur,
var áður barnakennari í Kaup-
mannahöfn, fluttist síðar til
Hamborgar með svo að segja
tvær hendur tómar, en innan
tíðar stofnaði hann lystiskipa-
félagið Hamburg-Atlantic Lin
ie, það var fyrir réttum tíu
árum, og hann keypti lystiskip
ið „Empress of Scotland" sem
Skotar létu smíða 1929, og
skírði það „Hanseatic." Það
kom hingað ffjórum sinnum,
tvisvar í fyrra og aftur tvisvar
í sumar, á vegum ferðaskrif-
st. Geirs H. Zoega. En það skip
fer ekki fleiri ferðir til ís-
lands. Seinni ferðin hingað í
sumar var ein síðasta ferð skips
ins, því að skömmu síðar brann
það í höfninni í New York.
En Axel Bitsch - Christensen
er ekki af baki dottinn með
lys-tiskipaútgerð. Hann er bú
inn að panta nýtt. skip hjá
skipasmiðjunni Deutscihe Werft
í Hamborg. Það á að verða
635 fet á lengd, 23 þúsund
brúttólestir, á að taka 8Ö0 far
þega í Norður - Atlantshaís
ferðum á að heita „Hamburg'1
og fer væntanlega jómfrúar-
ferðina vorið 1969, að þvi er
Geir H. Zoega tjáð ifrétta-
manni TÍmans. En þetta skip
á að kosta 95 milljónjr marka
og það þykir tíðindum sæta
. hvernig Bitsch - Chriscensen
fer að aura saman fyrir þess
ari nýju fleytu. Frá því segir
í blaðinu Lubecker Naohrioht
en nýlega, og er þar talin ein-
stök fjáröflunaraðferð útgerð
armanns í sinni röð. Axel
Bitsoh-Ohristensen leitaði sam
skota meðal fyrrverandi far-
þega á Hanseatic, sem margir
eru víst allvel fjáðir. Bitsch
Christensen hætti ekki fyir en
240 fyrrverandi farþegar hans
höfðu tjáð sig fúsa til að
leggja fram þrjátíu og fimm
þúsundir marka í nýja skipið
Ekki er það samt nema rösk-
lega þriðjungur skipsverðsins,
en það sem á vantar fær hann
að láni hjá ríkinu og trygginga
félaginu.
HEIMA OG HEIMAN
Teiknar á rítvélina
sína mannamyndir
Axel Bitsch.Christensen, barna-
kennarinn danski, sem gerSist
lystiskipaútgerSarmaSur I Ham-
borg. Tímamynd.
Josef Abel í Frankfurt á trú
lega ekki marga keppinauta í
sinni sérgrein. Hvernig ætli
hann fari að því að gera and-
litsmynd af Brigitte Bardot
með því að slá fjórtán
þúsund slög á einn staf í rit-
vélinni sinni, og raunar með
sínu lagi, sem víst enginn landi
hans leikur eftir, og myndin
er nauðalík fyrirmyndinni. Það
fer ekki á milli mála, að þvi
er blöð þar í landi herma.
Þessi maður, sem sumir
mundu kalla listamann á ritvél
er rösklega fimmtugur Hann
var áður tízkuteiknari. En
þennan árangur, sem hann hef
ur náð í ritvélarleikni, þakkar
hann þrjátíu ára æfingu. Og
hann er I hæsta máta ánaegður
með árangurinn, sem marka
má af því, að 'Sophia Loren,
Walt Disney, hljómsveitar-
stjórinn frægi, Herbert von
Karajan, forsetarnir Lubke og
Jobnson og Harold Wilson for
sætisráðherra, hafa sent honum
þakkarbréf fyrir vélrituðu
myndirnar, sem Abel hefur
gert af þeim.
Josef Abel „teiknar" beint
á vélina eftir ljósmyndun’.
Hann notar ekki liti til að
skyggja með og þarf ekKi á
strokleðri að halda eða öðrum
hjálpartækjum. Eini bókstaf-
urinn, sem hann notar, er „m“
finnst sá stafur fylla bezt út í
mynd. Hann fær missterka
sgugga í myndinnia með því að
endurtaka m-ið nokkrum sinn
um og snúa valsinum um leið.
„Það mætti kannski líkja þessu
við höggmyndagerð", segir Ab
el og bætir því við, að það
þurfi sérstaka tilfinningu fyr
ir áslætti, og þetta krefjist
mikillar þjálfunar. Það sé t-d.
Framhald á bls. 12
Og þannig lítur Mona Lisa út,
þegar hún kemur úr ritvéiinni
hans Josefs Abels.
Ritvélarmynd af
Hlldegard Knef.
leikkonunni
Nýtt hótel í jarðskjálftaborginni
sem er í laginu eins og opin bók
Öllum eru í fersku minni,
jarðskjálftarnir, sem hófust >
borginni Taschkent í suðaust
urhomi Sovétríkjanna snemma
í vor, sem héldu áfram með
nokkru millibili fram eftir
sumri. Tugþúsundir fjölskvldna
urðu að flýja heimili sín, os
stjórnarvöldin voru um tíma
með það á prjónunum að leggja
niður byggð á borgarsvæðinu
flytja borgina á annan stað. Þn
var horfið frá því ráði. Reist
ar voru tjaldbúðir handa tieim
ilislausum borgarbúum og haf
'in endubygging borgarinnar
íbúatala borgarinnar er nú
ein milljó nog tvö hundruð
þúsund, mun hærri en áður en
jarðskjálftarnir hófust, og þeir
gera jafnvel enn vart við sig.
Fjórar. nýjar jarðskjálftamæl
ingastöðvar hafa verið settar
upp í borginni, jarðborar
hafa verið í gangi til að gera
nýjar borholur til að fylgjasj
með heyfingum bergs djúpt
í jörðu niðri.
Borgarstjórinn, Kusnut
din Asamoff, hefur gefið þær
upplýsingar að meira en níu
tíu þúsund íbúðir hafi ger-
eyðilagzt af völdum 673 jarð
skjálfta, sem orðið hafa á
borgarsvæðinu síðan i apríl-
mánuði. Að uppbyggingunm
hafa unnið fimmtíu þúsund
hyggingarverkamenn úr rík-
Inu, en það nægði ekki til að
Ijúka verkinu á þessum tíma.
Þrjátíu búsund byggingamenn
voru fengnir að láni frá
Moskvu. Leningrad og fleiri
stöðum Sovétríkjanna. Eitt
stærsta nýja íbúðahverfið
út frá borginni nefnist Chii-
anzar. Það er í fréttir fært.
að nýtt sautján hæða hótelbakn
hafi verið byggt á þessum tima
og það er þannig í laginu. að
ekki er laust við það það minni
nokkuð á byggingalag sums
staðar i Ameríku, t.d. i Kali
forníu, þar sem veitingastað-
ir sumir eru eins og hatt.ai 1.
í laginu eða jafnvel dýrateg-'
undir. En þetta nýja hótel í
Taschkent er í laginu eins og
opin bók, og sumir þar i landi
eru nokkuð upp með sér yfir
þessu uppátæki.
Á VÍÐAVANGI
Bí, bí og blaka.
Dagur á Akureyri segir ný.
lega svo í smápistladálki:
„Þegar Jóhann Hafstein iðn-
aðarmálaráðherra flutti laga-
frumvarp stjómarinnar um að
leggja skatt á veiðarfæri, sauð
upp úr í Sjálfstæðisflokknum.
Tveir af þingmönnum flokks-
ins lýstu í heyranda hljóði yfir
andstöðu við frumvarpið. Mur.
nú í ráði, að svæfa það í neind.
Ráðherrann lagði til, að því
yrði vísað til iðnaðarnefndar,
en uppreisnarmennirnir tveir
vildu vísa því til sjávarútvegs-
nefndar. Málinu var síðan frest-
að í tvo daga á meðan ráðheira
og uppreisnarmenn leiddu sam-
an hesta sína á flokksfundum
út af nefndinni. Fór þar eins og
í fornri sögu segir, að „báðurn
veitti verr og hvorugum bet-
ur“. Sú varð niðurstaðan, að
stjórnarliðið samþykkti á þing.
fundi að kjósa sérstaka „veiða-
færanefnd“, sem hvergi er
nefnd í þingsköpum, til að
svæfa málið. Heldur þótti þetta
vandræðalegt og hcntu menn
gaman að“.
Meiri bísniss, minni
tryggingar.
Morgunblaðið birti í fyrradag
forystugrein frá hjartanu .og
fjasaði um það, að „velferðar-
ríkið“ værí nú orðið meira en
nógu gott, og athugandi væri,
hvort ekki væri þegar lagt
óþarflega mikið í tryggingar
handa þeim, sem standa höllum
fæti í þjóðfélaginu, og lét að
því Iiggja með fínum orðum, að
betra væri að leggja féð í bisn
iss eða „eigin framkvæmdir“.
eins og blaðið sagði.
Alþýðublaðið tekur þetta
óstinnt upp, sem því bar skvlda
til og segir í leiðara í gær:
„Morgunblaðið telur rétt að
auka ekki frekar ellilaun, ör-
orkubætur, fjölskyldubætur og
sambærílégar greiðslur, en
setja meira af fé þjóðarinnar í
bisniss.
Það er misskilningur hjá
Morgunblaðinu, að hin mikla
fjáröflun frá fyrírtækjum og
einstaklingum til velferðar-
kcrfisins og greiðslur til fólks-
ins á sama fé, sé „gífurleg yfir-
bygging" i þjóðfélaginu. Þverr ,-i
móti er þetta kerfi undirstaða,
traust undirstaða undir jainari
lífskjörum og réttlátara þjóðfé
lagi en ella væri. Og ekki má
gleyma þvi, að þetta kerfi veit
ir þúsundum einstaklinga aus-
inn kaupmátt, sem beínist til
smákaupmanna og kaupfrlaSa
til framleiðenda matvæla og
annarfa nauðsynja, til landbún.
aðar, neyzluiðnaðar og ótal
annarra fyrirtækja. Á þennar
hátt er velferðarkerfið irygg
stoð undir veigamiklum þáttum
efnahagslífsins".
„Hryggilegt"
„Að sjálfsögðu verður að
gæta varúðar við uppbyggingu
velferðárkerfis og stíga skref
fyrir skref eftir þvi sem fjár-
hagsaðstæður leyfa. Erfiðleik-
ar eins og verðbólga og afla-
Ieysi tefja framgang málsins og
hefur þvi tekið tíma að koma
kerfinu á. Þetta gerír Alþvðu-
flokkurinn sér ljóst, en nann
hefur samt reynt að þoka bess-
um málum fram við hvert r.æki
færí og náð í þeim efnum mikl
um árangrí, ekki sízt í núver
andi stjórnarsamstarfi. Þess
vegna er hryggilegt að lesa
Framhald á bls. 15