Tíminn - 17.11.1966, Side 9
FIMMTUDAGUR 17. nóvember 1966
TÍMINN
OðK'l
ÓÍafur Guðmundson tilraunastjóri á Hvanneyri við siáttuþyrluna semer sláttuvél og var prófuð í sumar með góðum árangri. (Tímamynd KJ)
TÍMINN HEIMSÆKIR HVANNEYRI. ■ 3. GREIN
EF SNIilD ER STRAX EfTIR SlATT MÁ
HIRÐAI SliGMIRRKUN AO KVOlDI
Á liverju sumri eni fram-
kvæmdar prófanir og tilraunir
með landbúnaðarvélar og verk
færi á Hvanneyri, og má segja
að næstum öll tæki tilheyrandi
landbúnaðinum séu prófuð þar
áður en almennur innflutningur
á þeim hefst. Prófanir þessar
eru framkvæmdar af Rannsókn
arstofnun landbúnaðarins, sem
svo er nefnd nú, en áður hafði
Verkfæranefnd ríkisins þær með
höndum.
Þegar blaðamenn Tímans
voru á Hvanneyri fyrir nokkru
hittum við Ólaf Guðmundsson
er hefur með þessar tilraunir
að gera, og báðum hann að
segja lesendum blaðsins frá
starfsemi þessari.
— Eru öll ný landbúnaðar-
tæki prófuð hér Ólafur, áður
en þau eru sett á almennan
markað?
— Innflytjendur eða fram-
leiðendur geta sent tæki sín
hingað til prófunar, og eru
síðan gefnar út skýrslur um
niðurstöðurnar. í þessum nið
urstöðum er greint frá nota
gildi viðkomandi tækis, hvem
ig það hefur reynzt hjá okkur,
afköstum þess og endingu.
— Hvað gildir þetta fyrir
innflytjandann?
— Ef vélin fær 'riæman dóm
kemur hún ekki á markaðinn,
og höfum við það yfirleitt þann
ig að birta skýrslur um vélar
og tæki sem koma á markaðinn,
en sleppum birtingu ef vélin
kemur ekki á markaðinn. Skýrsl
urnar eru gefnar út í sérstök
um bæklingum hjá okkur, og
kemur út eitt hefti á ári um
niðurstöður frá liðnu sumri.
— Nú er það vitað að vélar
erlendis eru gerðar fyrir gróf-
ara hey, og aðrar aðstæður en
eru hér. Eru gerðar nokkrar
sérstakar breytingar á vélum
fyrir íslenzkan markað?
— Nei, það er nú yfirieitt
ekki. Þó er það þannig með
sláttuvélar að þær eru pantaðar
með greiðum, þar sem styttra
bil er á milli fingra, eða þétt
fingraðar greiður, sem yfirleitt
eru ekki notaðar erlendis. Aft-
ur á móti eru t. d. notaðar
sömu tegundir og gerðir af
rakstrarvélum og snúningsvél-
um hér og erlendis.
— Væri ekki æskilegt að
smíðaðar yrðu sérstakar gerð
ir af heyvinnuvélum fyrir ís-
lenzkan markað, þar sem að-
stæður hér eru nokkuð sér-
stakar?
— Þvi gæti ég trúað, þar sem
landið er oft svo ójafnt, tún
in óslétt, en núna á síðustu ár
um hafa komið vélar, sem henta
vel íslenzkum staðháttum, og
má þar nefna snúningsvélar og
múgavélar.
— Hefur álitsgerð frá ykk
ur komið í veg fyrir að ákveð
ið óhentugt tæki yrði flutt til
landsins?
— Já, já, mjög oft.
— En það er ekki skylda að
senda tæki hingað til prófun
ar?
— Nei, innflytjendur ráða
þvi, og reynslan er sú að all-
ir ábyrgir innflytjendur senda
tæki sín hingað til prófunar,
áður en innflutningur er haf
inn á þeim fyrir alvöru.
— Vita bændur um það, er
þeir kaupa vélar eða tæki,
hvort það er prófað eða ekki?
— Það er nú ekki víst að
þeir viti það, en allavega á
bóndinn að geta fengið upplýs
ingar um bað. Svo koma stund
um vélar á markaðinn á vorin,
sem ekki er búið að prófa, og
geta verið góðar vélar og
hentugar.
— Hafið þið prófað margar
vélar í sumar, Ólafur?
— Já, nokkuð, upp undir
tuttugu tæki.
— Hafa orðið einhverjar
breytingar á starfseminni ný-
lega?
— Prófanir fóru áður fram á
vegum Verkfæranefndar ríkis
ins, en nú heyrir þessi stofnun
undir Rannsóknarstofnun land
búnaðarins, og er varla búið
að velja þessari deild starfs
heiti enn, en starfsemin er í
sömu skorðum.
— Fara prófanirnar fram á
Hvanneyrarbúinu sjálfu?
— Að mestu leyti má segja,
en í einstöku tilfellum fáum
við aðstöðu á næstu bæjum
til prófananna.
— Og bændurnir hér í ná
grenninu njóta þá góðs af
vélunum sem þið eruð að prófa
í það og það sinnið?
— Já, já, þeir njóta góðs
af þeim í einstöku tilfellum.
— Fjaliið þið um öryggis
hæfni vélanna að einhverju
leyti eða er það vinnsluhæfn
in eingöngu sem þið athugið?
— Aðallega er það nú
vinnsluhæfnin, sem við athug
um, en aftur á móti þá get
um við um það í niðurstöðum
okkar, ef eitthvað er sérstak
lega athugaveri við vélina,
hvað öryggi snertir.
— Vitið þið til þess að mik
ið verði af slysum í sambandi
við landbúnaðarvélar erlendis?
— Já, það er þó nokkuð um
það, svo við vitum. Hins vegar
vitum við til þess i Svíþjóð,
þar sem skylda hefur verið að
hafa öryggishús eða grindur á
dráttarvélum undanfarin ár, að
þar hafa ekki orðið slys á
dráttarvélum, sem hafa verið
með öryggishúsum eða grind
um.
— Og nú er búið að innleiða
þetta hér?
— Já, það er skylda núna
að hafa grindur á öllum drátt
arvélum sem eru keyptar til
landsins, og má innflytjandinn
ekki afhenda tækið, nema hús
eða grind sé á því. Hins vegar
er ekki skylda að setja örygg
isgrindur eða hús á eldri
dráttarvélar.
— En þið hafið ekkert með
þessa hiið málsins að gera?
— Nei, það höfum við ekki,
heldur er það Bifreiðaeftirlit
ið sem sér um þetta. Erlendis
víða er það aftur á móti sam-
svarandi stofnun og okkar,
sem prófar slík hús, hvori þau
séu örugg og nothæf.
— Væri ekki hagkvæmara að
þessu yrði slegið eitthvað sam
an hér, þannig að þið mynduð
annast um prófanir og fleira
í sambandi við þessi hús, i
samvinnu við Bifreiðaeftirlitið?
— Jú, það gæti verið að
mörgu leyti æskilegt, því það
er, margt fleira i sambandi við
þfessi hús sem athuga þarf, en
aðeins öryggið. T. d. hvernig
sé að koma vinnutækjum á
dráttarvélina pegar þessi hus
eða grindur eru fyrir hendi
því það er ekki gott ef húsið
er þannig úr garði ger* að
vont sé að koma vinnutækium
jafnframt fyrir Væri þvi
æskilegt að iafnframt ör.vgg
inu, væri notagildið haft í
huga, þvi borið hefur á þvi
að þetta tvennt fari ekki sam
an.
— Lítur þú ekki svo é Ólafur,
að prófunin á tækjunum fari
fram bar sem eitthvað er fyrir
slík tæki að gera?
— Jú. það er algjöri skil
yrði að mínu áliti og jafnfram'
tel ég gott að hafa þessa stari
semi í sambandi við bunaðar
skóla. Þá þarf staðurin.1 sem
prófanir og tilraunir sem þess
ar fara fram að vera í fjöl-
hæfu landbúnaðariiéraði, svo
hægt sé að leita tii bænda í
næsta nágrenni þar sem væri
kannski einhver sérstaða fyrir
hendi, ef á þyrfti að halda
til sérstakra prófana. Og meira
að segja búið hérna á staðnum
er of lítið í sumum tilfelium fyr
ir prófanirnar, og verður að
leita til nágrannabændanna ti'
að fá næga notkun á vélarnar
Við höfum líka verið með
tilraunir hér í sambandi við
súgþurrkun og votheysgerð og
einnig við heyþurrkun út'. Það
er kannski athyglisverð isr serr
komið hefur fram í samband
við þurrkunina úti á túninu að
tilraunirnar hafa sýnt að þýð
ingarmikið er að snú.i heyiuu
strax eftir slátt- Þetta byggist
á því að þegar grasið er sleg
ið, leggst það nokkuð þétt i
þessa sláttuvélaskára, og þá
er mjög æskilegt að hreyfa það
sem fyrst til að hleypa !ofti að
því, ef á annað borð sr þurrk
ur. Það er mjög nauðsynleg'
að loftið geti náð að leika
sem bezt um heyið.
— Þetta er þá alveg gagn
stætt gömlu kenningunni um,
að nauðsynlegt sé að láta þorna
á, áður en farið er að hreyfa
við heyinu. En geturðu þá
sagt mér hvað þetta getur
munað miklu við venjulegar
aðstæður?
— Það er nú kannski erfitt
að segja um það, því þetta fer
eftir þvi við hvað er miðað.
En þetta getur munað um
hálfan til einn þurrkdag eða
jafnvel meira, ef slegið et
snemma að morgni i góðum
þurrki, er jafnvel hægt að
fá heyið nægilega þurrt að
kyöldi til að setja það
súgþurrkun. ef þvi er snúið
strax eftir slátt og aftur emu
sinni eða tvisvar yfir daginn
en þetta er miðað við bezta
þurrk.
í sambandi við súgþurrkun
höfum við gert tilraunir með
að hita upp loftið sem biásið
er, eða velgja það í 8—12 gráð
ur, og hefur það sýnt sig. að
mikill munur er á því hvi
fljótara er að þurrka með heitu
lofti. Er allt að því helmingi
fljótara að þurrka með , heitu
lofti en köldu.
— Er þetta þá ekki dýrt aö
koma þessari upphitun við
við blásturinn?
— Miðað við að nota oliu við
upphitunina, er kostnaðurinn
10—15 krónur á hestburð, þ. e
a.s. reksturskostnaðurinn, stofn
kostnaðurinn við útbúnaðino ei
að auki. En þetta munar miklu
á tíma, að nota volgt loft.
— Fæst betra hey með þvi
að nota volgt loft við súg-
þurrkun.
— Já, að öðru jöfnu er þaö
nú.
— Segðu mér að lokum, er
ornað hey þá ekki eins gott-
til fóðurs, þótt svo virðist sem
skepnum líki það betur?
— Nei, það eru mmni eggja
hvítuefni í því, en aftur á
móti virðist skepnum líka það
betur- Margir bændur láta þvi
líka hitna aðeins í hlöðunum
hjá sér. og setja síðan súg-
þurrkimina á, og fá með því
omunarblæ á heyið.
Og með þessu tali um orn-
un í heyi, ljúkum við spjallinu
við Ólaf Guðmundsson, nl-
raunastjóra á Hvanneyri.