Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1986, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1986, Page 6
Strikið í Kaupmannahöfn ergamalgróið oghlýlegt og dregur til sín fjölda fólks. Miðborg New Orieans er eflaust líflegust bandarískra miðborga, enda er umhverfið þar einkaraðlaðandi. Myndin erúrFranska hverfinu. nalda miðborgum lifandi þessari þriðju og síðustu grein minni um miðborgir fjalla ég um nauðsynlegar aðgerðir hins opinbera til að halda lífi í miðborgum. Skipta má viðfangsefn- inu í tvennt, annars vegar það sem snýr að upp- byggingu miðborganna sjálfra og hins vegar það 3. grein eftir Bjarka Jóhannesson arkitekt og skipulagsfrœÖing sem snýr að notendum þeirra. Til að byrja með er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir hvaða starfsemi á í raun heima í miðborginni og hvers vegna. í kjarna miðborganna þrífast best sérverslanir og sérhæfð þjónusta sem fólk þarfnast tiltölulega sjaldan en þar sem velta miðuð við stærð húsnæðis getur orðið mikil. Þar má til dæmis nefna fata- og skartgripaverslanir, snyrtistofur og annað í þeim dúr. Fólk vill hins vegar gjama eiga styttri og greiðfærari leið í matvöru- verslanir, og húsgagnaverslanir eru full stórar til að rúmast í þröngu og dýru hús- næði í miðborgunum. Fjármálastarfsemi, skrifstofur og stjómsýsla þrífast einnig best í miðborginni, en oftast skiptir starfsemin sér eftir hverfum innan miðborgarkjamans. Talað er um verslunargötur, íjármálahverfí og stjómsýslukjama. ÁHERSLA MILLIHLEMMS OgLækjartorgs Glöggur má sjá vísi að þessari skiptingu í miðborg Reykjavíkur. Aðal verslunargöt- umar em Laugavegur og Skólavörðustígur, fjármálahverfíð er í Austurstræti og Banka- stræti, stjómsýslukjaminn er við Austurvöll og skrifstofumar inn með Suðurlandsbraut. Að sjálfsögðu em þessi skil þó ekki skörp. Miðborgum er bestur greiði gerður með því að styrkja þetta mynstur, þannig að verslunargötumar hafi upp á reglulega mikið að bjóða, en ekki sé reynt að dreifa verslunum inn í önnur hverfí þannig að úr verði hvorki fugl né fískur. í Reykjavík ber þannig að leggja mesta áherslu á upp- byggingu verslunar og þjónustu milli Hlemms og Lækjartorgs. Bankamir í Aust- urstrætinu em staðreynd, þeir eiga heima í miðborginni og þeir taka upp mestalla norðurhlið götunnar hvort sem okkur líkar betur eða verr. Austurstrætið er því síður hentugt sem verslunargata, þótt það geti myndað sæmilega heild ásamt Hafnarstræt- inu og þessar götur megi gjama taka við þegar ekki rúmast meira við Laugaveginn. Eins og ég gat um áður er eðlilegt að þétt íbúðabyggð sé næst miðborginni. Mið- borgimar em yfírleitt langþéttustu atvinnu- svæðin og það sparar fólki bæði fé og tíma að geta búið nálægt þeim. Utan miðborg- anna, en í góðum tengslum við þær, er svo gjama dreifðari þjónustuiðnaður, skrifstofur og plássfrekari sérverslanir. Dæmi um þetta er svæðið inn með Suðurlandsbraut og þar í kring. Mjög þétt íbúðabyggð er við götum- ar kringum Laugaveginn og nú er fyrir- hugað að byggja þétta íbúðarbyggð í svo- nefndu Skuggahverfi í miðborg Reykjavík- ur. Þetta er rökréttur staður fyrir þétta byggð að sama skapi og Breiðholtið er rangur staður. Húsastærðir Innan VissraMarka Deiliskipulag hverfa bindur m.a. þéttleika og hæð húsa. Eðlilegt er að í miðborgum sé þétt byggð og þar með tiltölulega há. Þó verður að gæta þess að hérlendis er sól yfírleitt lágt á lofti, og skuggsælar götur em ekki aðlaðandi. Þótt byggðin sé há ber Líkan sem sýnir fyrirhugaða íbúðarbyggð íSkuggahverfinu. Séðfrá sjónum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.