Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1986, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1986, Síða 8
hvern liátt gnæfa yfir meðalmennskuna og þýlyndið. Frægð Neizvestny barst víða og 1973 buðu pólskir áhrifamenn í kommúnista- flokknum honum til Póllands eftir að hafa lesið hugleiðingar hans um orsakarökleiðsl- umar í listinni. Hann verður fyrir miklum áhrifum í Póllandi. Á langar viðræður við presta og munka, sem bjóða honum í elsta klaustur í Kraká. Hér fær hann verkefni, en er neitað um leyfi til að útfæra þau og hér sjá menn ástæðu til að tortryggja ferða- lag hans og ásaka hann um of náið samband við kirkjunnar menn, sem séu í beinu sam- bandi við páfann í Róm og leyniþjónustu hans. Þetta ferðalag verður Neizvestny örlaga- ríkt, því að nú er hann settur í ferðabann, og einmitt þegar boð streyma frá vestrinu um sýningahald, jafnvel nútímalistasafninu í París. En hann fékk að haida áfram og gerir m.a. minnisvarðann um Krúsjeff árið 1974. Hann gerir lágmynd úr steinsteypu á vegg aðalstöðvar kommúnistaflokksins í Sovétlýðveldinu Túrmenkistan í stfl, er gat minnt á foma mexíkanska minnisvarðalist. Konulíkneski, sænsktgranít 1949. í heildarmyndinni má sjá greinilega móta fyrir krossformi. Það þótti fáheyrt að setja kross á fram- hlið aðalstöðvar kommúnistaflokks og menn voru yfir sig hneykslaðir. Flokksmaðurinn Leonid Bresnéff, sem átti að vígja flokks- bygginguna, lét sig vanta. Á svipuðum tíma náðu ofsóknir gegn Alexander Solsjenitsyn hámarki og um nýárið 1974 var honum vísað úr landi. Þá lét einn hinna óopinberu listamanna, Oscar Rabin, hafa það eftir sér, að nú eftir að yfirvöldin hefðu losað sig við Solsjenitsyn, myndu þau snúast gegn frelsinu í myndlist- inni — og hann hafði rétt fyrir sér. Hér var að sjálfsögðu Emst Neizvestny eitt af fómardýrunum, því að hann hafði jafnan verið undir stöðugri pressu, listrænni sem hugmyndafræðilegri, við útfærslu verka sinna. I marsmánuði árið 1974 kallaði hann á erlenda blaðamenn til fundar og tilkynnti þeim, að hann hefði á síðustu tíu ámm fengið yfir fimmtíu neitanir um ferðaleyfi til Vesturlanda til að kynnast list og lista- mönnum þar. Við þetta tækifæri opinberaði hann í fyrsta skipti hugmyndina um „Tré lífsins", sem hann hafði unnið að í fímmtán ár. Neizvestny ásamt sjálfsmynd. Grafíkmynd eftir Neizvestny: Úrmynd- röð við Víti Dantes. það fullljóst, enda létu afleiðingamar ekki á sér standa. Hann fékk ekki að þróa list sína, svo sem hann vildi, og við það bættist að ráðist var á hann fýrir utan Moskvu, en hann var svo lánsamur að sleppa lifandi og óbrotinn. En aðvömnin var greinileg og mælirinn fullur. Nú var víturlegast að falla að fótum veitenda útflytjendaleyfanna. Það höfðu verið gerðar tilraunir til að taka af honum vinnustofuna og svipta hann atvinnumögu-' leikum. Nú gafst Neizvestny upp og sótti um leyfí til að flytjast úr landi og fékk það loks í mars 1976, árið sem hann varð fimmtugur. Að baki átti hann stutt hjónaband og eina dóttur, sem nú er málari, en frá þeim þætti segir lítið. En er hann vildi fara, kom fyrr- verandi kona hans á vettvang og reyndi að halda aftur af honum. Hún vildi, að hann, líkt og Solsenitsyn og aðrir gáfaðir Rússar, þraukaði sem lengst til hags fyrir föður- landið. Hún var mjög trúuð kona og leitaði til prestsins síns, sem sagði: „Ég er eingöngu einfaldur prestur. Emst er í senn afvega- leiddur og heilagur. Hann verður að hlíta örlögum sínum. Láttu hann fara ...“ Samsetning, 1949-50. Þetta er eitt af fáum myndverkum er Ernst Neizvestnygerði í óhlutlægum myndstíl á námsárum sínum. Myndverkiðgerði hann eftir nákvæmar rannsóknirá verkum fyrstu rússnesku módernistanna / hirzlum listasafna Moskvu- borgar. Hér setti hann sig í mikla hættu, og var (Niðurlag í næsta blaði.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.