Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1986, Blaðsíða 13
Elfilahólar
VIÐEY
Hjallasker
,2* \ \\ rV
Bæjarske\"%
Hjallasker á Viðeyjarsundi þar sem kútter Ingvar
fórst. Staðurinn þar sem akkerið fannst er merktur
með pílu á kortinu.
Kútter Ingvar var í eigu Duusverzlunar í Reykjavík. Myndin er tekin í Kaupmannahöfn,
1
i 1 I \& ! § 1.
*
Er akkerið fundið
af kútter Ingvari?
í mannskaðaveðrinu
mikla í apríl 1906 fórst
kútter Ingvar á Hjalla-
skeri við Viðey. Nú hefur
við köfun fundizt akkeri
af sömu stærð og talið
er að hafi verið á Ingvari
og án þess að því sé sleg-
ið föstu má líídegt telja
að þetta sé akkerið sem
festist í botni og varð til
þess að skipið lamdist
við skerið.
Samantektin sem hér
fylgir um Ingvarsslysið
er eftir Steinar J. Lúð-
víksson
yrir nokkru var greint frá því í Morgunblaðinu
að miklar líkur væru á því að akkeri úr skút-
unni Ingvari, er strandaði við Viðey árið 1906,
væri fundið og því náð á land. Það var Örlygur
Hálfdánarson bókaútgefandi sem hafði for-
göngu um leit að akkerinu. Hefur komið
fram sú hugmynd að koma því fyrir í Viðey
og setja á það minningarskjöld. Væri það
vel til fallið nú þar sem í ár eru liðin 80 ár
frá þessú sorglega slysi sem varð svo að
segja við bæjardyr Reykvíkinga og í augsýn
þeirra. Skiptir í raun ekki öllu máli hvort
akkerið sem fannst nýlega er úr Ingvari eða
einhverju öðru skipi.
Með kútter Ingvari fórust tuttugu menn
en þennan sama dag, 7. apríl 1906, fórust
tvær aðrar skútur við Mýrar. Voru það skút-
umar Emilie, eign Th. Thorsteinssonar í
Reykjavík, og Sophia Wheatly, sem var eign
Thors Jensens og fleiri. Fannst sundurmolað
brak úr báðum skipunum rekið á fjörur.
Með Emilie og Sophia Wheatly fórust 48
menn, þannig að alls fórust 68 með skipun-
um þremur þennan örlagaríka dag. Var það
mikil blóðtaka. Allir mennimir sem fómst
með skipunum vom í blóma lífsins — flestir
innan við þrítugt.
Sjóskaðar þessir urðu til þess að opna
augu manna fyrir nauðsyn skipulagðra
slysavama. Um alllangt skeið höfðu ein-
'staklingar barist harðri baráttu fyrir fram-
gangi þeirra mála en talað fyrir ótrúlega
'daufum eymm og lítið sem ekkert hafði
verið gert til slysavama. Eftir Ingvarsslysið
var t.d. rætt um nauðsyn þess að kaupa
björgunarbát sem hafður væri til taks í
Reykjavíkurhöfn og einnig að útvega ný
björgunartæki sem vom að koma til sögunn-
ar — fluglínubjörgunartækin. Þótt ekki yrði
af stofnun Slysavamafélags íslands fyrr en
röskum tuttugu ámm síðar, eða árið 1928,
má fullyrða að augu manna opnuðust fyrir
skipulögðum slysavörnum og margir þeirra
sem síðar komu mikið við sögu björgunar-
mála hérlendis vora menn sem horfðu á
Ingvarsslysið með eigin augum.
Nokkuð hefur verið fjallað um Ingvars-
slysið á prenti og er m.a. frásögn í 12. bindi
bókaflokksins „Þrautgóðir á raunastund"
eftir Steinar J. Lúðvíksson. Þar segir m.a.
svo frá siysinu:
Laust fyrir hádegi veittu menn í Reykja-
vík því athygli að skip var á siglingu fyrir
utan eyjar og átti það greinilega í erfiðleik-
um. Hafði það uppi aftursegl og stagfokku
og þegar skipið nálagaðist sást að það
myndi hafa orðið fyrir áföllum og skemmd-
um. Greindu menn t.d. að gaffallinn á stór-
seglinu var brotinn. Skip þetta, sem menn
sáu brátt að var kútter Ingvar, eign Duus-
verslunarinnar í Reykjavík, treysti sér
greinilega ekki til þess að sigla inn á höfn-
ina eftir venjulegri skipaleið, vegna þess hve
vindáttin var óhagstæð, heldur sigldi fyrir
norðan Engey og síðan áleiðis inn á Viðeyj-
arsund. Mönnum í landi, sem fylgdust með
Ingvari, þótti líklegt að skipstjórinn ætlaði
sér að leggja skipinu einhvers staðar á
svæðinu milli Viðeyjar og lands, eða inni
við Klepp. Fyrst í stað virtist sem þetta
ætlaði að takast, en þegar skipið var komið
inn á móts við Eiðið við Viðey, þar sem
leiðin þrengdist, var sem skipstjórinn hætti
við að halda áfram, sennilega af ótta við
að sigla skipinu í strand. Hins vegar varð
ekki aftur snúið, og var því eina úrræðið
að draga niður seglin og varpa akkeri. Úr
landi að sjá var sem akkerið fengi festu,
þar sem skipið snerist og varð vindrétt.
Þegar þetta gerðist mun klukkan hafa
verið tólf á hádegi. Þá var veðurofsinn enn
að magnast, og varð hvassviðrið nú sunnan-
stæðara en verið hafði fyrst um morguninn.
Brim jókst að sama skapi mikið á skammri
stundu og varð fljótlega meira en elstu
menn myndu að hefði fyrr gert við Reykja-
vík. Var höfnin eitt ijúkandi löður yfir að
líta. Hvarf Ingvar oft í særokið, en þess á
milli grilltu menn í skipið og öllum til mikill-
ar skelfingar sást að það hafði snúið sér
og flatrak nú undan veðri í áttina að skeijun-
um við Viðey.
Laust fyrir klukkan hálfeitt mun Ingvar
hafa strandað á skeri sem var nokkuð frá
landi. Var erfítt fyrir mannfjölda þann sem
safnast hafði saman við Reykjavíkurhöfn
og fylgdist þaðan með skipinu að greina
hvort það var strandað eða ekki, en hins
vegar sást vel frá Laugamesi hveiju fram
fór. Sími var kominn í spítalann í Laugar-
nesi og hringdi Hermann Jónasson, spítala-
ráðsmaður þar, til Reykjavíkur og greindi
frá því að Ingvar væri strandaður. Sagði
Örlygur Hálfdanarson bókaútgefandi
frá Viðey stóð fyrir því að kafað væri í
nánd við slysstaðinn. Myndin er tekin
þegar akkerið var híft upp.
hann frá þvi að svo virtist sem flestir skip-
vetjanna hefðu raðað sér í reiðann. Engin
björgunartæki vom við höndina inni í Laug-
amesi, og var það aðalerindi Hermanns að
hvetja til þess að farið yrði á bát út að
Viðey. Taldi hann það gerlegt, þótt óveðrið
væri magnað og sjólag illt.
Fyrst í stað höfðust menn lítið að, en
þegar fréttist um ástandið á strandstað fóra
menn að hugsa sér til hreyfíngs. Meðal
þeirra sem komnir vom niður að höfninni
vom nokkrir ráðamenn þjóðarinnar og
bæjarins. í þeim hópi vom Hannes Hafstein,
ráðherra, Páll Einarsson, bæjarfógeti,
Tryggvi Gunnarsson, bankastjóri, og Ditlev
Thomsen, kaupmaður, maðurinn sem á
margan hátt má telja einn af brautryðjend-
um slysavamastarfsins á íslandi. Þeir félag-
ar hétu á menn til hjálpar og skomðu á þá
að fá sér bát og fara um borð í eitthvert
þeirra sex gufuskipa sem lágu á Reykjavík-
urhöfn, biðja þau að fara á vettvang og
freista þess að bjarga áhöfn Ingvars.
Nú bmgðust menn vel og skjótt við. Hinn
kunni skipstjóri Geir Sigurðsson og Helgi
Teitsson hafnsögumaður gáfu sig þegar
fram og fengu menn til liðs við sig. Skotið
var út fjögurra manna fari sem Thomsen
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5.APRIL1986 13