Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1986, Qupperneq 14

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1986, Qupperneq 14
köfunarinnar: Frá vinstri: Hjördís Þórisdóttir, Stefán S. Skúlason kafari og aðstoð- Þau unnu að undirbúningi og framkvæmd armaður hans, Óttar Sigurðsson. átti og lánaði til ferðarinnar. Hér var vissu- Iega teflt á tvær hættur en menn létu það ekki á sig fá. Bátnum var hrundið á flot og mannfjöldinn fylgdist með honum út höfnina. Gekk allgreiðlega að ná til strand- ferðaskipsins Reykjavíkur sem lá næst landi. Öll áhöfn skipsins var um borð og höfðu þeir Geir og Helgi tal af skipstjóranum. Svaraði hann þeim að bragði og sagði að hann væri alls ekki fær um að veita hjálp í slíku veðri. Skip sitt vantaði næga kjöl- festu, og það væri aðeins líklegt að hann tefldi því og áhöfn sinni í hættu ef hann gerði tilraun til þess að fara út að Viðey. Ekki gáfust menn upp við svo búið en brutust út að gufuskipinu Súlunni sem lá þama skammt frá og hafði dregið upp neyðarmerki. Ekkert var þó þar að um borð, heldur hafði neyðarmerkið verið gefið til þess að láta vita um slysið við Viðey. Hjá skipsstjómarmönnum á Súlunni fengu bát- sveijar sömu svör og á Reykjavík. Vonlaust væri að reyna björgun. Héldu þeir við svo búið að botnvörpungi Þorvalds á Þorvalds- eyri, Seagull, en þar var einnig sömu svör að hafa, og bátsveijar urðu frá að hverfa við svo búið. Skammt frá Seagull lá gufuskipið Cam- betta, sem komið hafði til Reykjavíkur skömmu áður með vörufarm til verslunar Ásgeirs Sigurðssonar. Hafði skip þetta nú dregið upp leiðsögumerki og börðu bátsveij- ar að því. Lýsti skipstjóri sig þegar reiðubú- inn að gera tilraun til björgunar og var þegar farið að undirbúa skipið. Meðan þessu fór fram fylgdust menn með Ingvari í brimgarðinum við Viðey. Frá Reykjavík sást lítið til skipsins annað en masturstoppamir sem þó virtust hverfa í sjó öðm hveiju. Páll Einarsson bæjarfógeti gekk enn manna á milli og skoraði á þá að koma til hjálpar áður en það yrði um seinan. En nú var veðurhæðin orðin slík að björgunarferð virtist í flestra augum óðs manns æði. Meðal þeirra sem þama bar að var Matthías Þórðarson frá Móum á Kjalar- nesi og fyrir orð Páls og Tryggva Gunnars- sonar tókst honum loks að fá átta menn til þess að fara með sér á traustum sexæringi sem þama var til taks. Var ætlunin að fara hina sömu leið og hinn báturinn hafði farið — leita til gufuskipanna sem lágu á höfn- inni, en þau höfðu enn ekki sýnt neitt farar- snið og þótti mönnum það dragast furðulega í tímann. Náði þessi bátur aðeins til þess skips sem lá grynnst á höfninni, en þegar afsvar fékkst þar var haldið til lands aftur og komst báturinn þangað við illan leik, þóftufullur af ágjöfínni. Um svipað leyti kom hinn báturinn einnig að og skýrðu menn frá málalokum. Sást líka að Gambetta létti akkerum en ekki hafði skipið farið nema nokkur hundmð faðma í átt til Viðeyjar þegar það sneri aftur og lagðist síðan við báðar festar sínar. Þar með var sýnt að ekki yrði unnt að koma áhöfninni á Ingvari til aðstoðar. Nú vom liðnar um þijár klukku- stundir frá því að skipið strandaði, og virtist skipið vera brotið í spón og möstrin komin í sjó, þannig að líklegt þótti að allir mennim- ir hefðu þegar farist. Nú víkur sögunni til Viðeyjar en þar bjó þá Eggert Briem. Heimafólk í Viðey fylgdist með siglingu Ingvars og strax eftir strand skipsins fór það á strandstaðinn. Vom aðstæður til björgunar eins slæmar og hugsast gat. Ihgvar sat fastur á skeri um 150 faðma frá landi og Iagðist fljótlega á hliðina. Sá fólkið í Viðey að þá tók strax út einn mann, sem verið hafði aftur á skipinu, en aðrir röðuðu sér í reiðann á frammastrinu og héldu sér þar. Sjó braut í sífellu yfir skipið og færðist það hvað eftir annað í kaf. Furðuðu menn sig á því að Ingvari skyldi ekki skola yfir skerið, en skýringin mun hafa verið sú að akkerisfesti skipsins hefur haldið og það því tjóðrað fast á sker- inu. Góður og traustur bátur var til í Viðey, en hann var langt frá strandstaðnum. Hljóp heimafólk samt til og dró bátinn eftir strönd- 'inni langa leið að strandstað, ef vera kynni að unnt væri að fara út mönnunum til bjargar. En svo var ekki. Brimrótið var ægilegt, meira en nokkur mundi til að orðið hefði á þessum stað. Ekki leið á löngu uns Ingvar tók að liðast í sundur í rótinu. Möstrin tóku sjó og munu þá allmargir skipvetjar hafa fallið útbyrðis. Aðrir komust að öldustokknum sjávarmegin, þar sem þeir héldust við stutta stund, en síðan slitnuðu þeir þaðan einn af öðmm og hurfu í brimrótið. Nokkrir mannanna bámst með brimrót- inu upp að ströndinni en enginn þeirra náð- ist áður en útsogið hreif þá aftur með sér af ægihraða út að skipsflakinu. Var aðeins kurl úr skipinu sem barst á land, svo og nokkur mölbrotin koffort skipveija. Það var ekki fyrr en nokkmm klukkustundum síðar að fyrsta líkið náðist úr sjónum. Það var borið heim í Viðeyjarkirkju og lagt þar á gólfið. Áður en dagur var að kveldi kominn, hafði 11 rík rekið í Viðey, mörg illa útleikin eftir að hafa velkst í brimrótinu. Þau vom öll borin í kirkjuna og raðað þar hlið við hlið. Þessi dagur var mörgum Reykvíkingi langur og svartur. Þegar ljóst mátti vera að enginn myndi bjargast af áhöfn Ingvars fóm menn að tínast heim frá Reykjavíkur- höfn, hljóðir, niðurlútir og harmi slegnir. Flestir þekktu einhveija skipveija sem verið höfðu á Ingvari og hugur flestra mun hafa reikað til ættingja og ástvina þessara manna. Atburðurinn grópaðist fastur í vit- und manna og setti jafnvel mark sitt á líf þeirra eftir það. Þannig hefur Siguijón Á. Olafsson, sem síðar varð kunnur verkalýðs- leiðtogi, lýst áhrifum slyssins á hann í við- tali sem birtist mörgum ámm síðar. Var Siguijón við nám í Sjómannaskólanum er þetta gerðist. „En síðari veturinn minn þar, þegar ég var að taka próf, varð atburður hér, sem aldrei hefur liðið mér úr minni. Held ég, að enginn einn atburður hafi nokkm sinni haft önnur eins áhrif á mig og grópast eins í sál mína. Ég hygg, að hann hafi spunnið meginþráðinn í lífsskoðun mína og þegar á allt er litið ráðið því, hvemig lífsstarf mitt varð. Það var 7. apríl 1906. Þennan dag sátum við skólapiltamir uppi á lofti í Sjó- mannaskólanum og vomm að vinna að próf- verkefnum okkar í reikningi. Yfir okkur sat Magnús Magnússon skipstjóri og annar maður með honum. Veður var ægilegt og Ingvar var að farast hér á sundunum. Við piltamir máttum ekki líta upp frá verkefninu og grúfðum okkur yflr það, þó að hugurinn muni hins vegar fremur hafa verið úti á sjónum hjá stéttarbræðmm okkar, sem börðust þar við fárviðri og öldumar. Magn- ús og félagi hans vom við og við að líta út um gluggann og gátu þeir séð úr honum baráttu skipsins og skipveijanna. í hvert skipti sem þeir litu út um glugga, höfðu þeir orð um þennan hryllilega örlagaleik. Þessi dagur og orð þeirra kennaranna hafa aldrei liðið mér úr minni." ú R M 1 1 r !l 1 Nllull 1 z o R N 1 Listgreina- og makaval Kæri Magnúz — læri- meistari ungdómsins á austurlandi. Ég bæti þessum titli aftan við nafn þitt með snerti af spottsku glotti. Mér fínnst þú sjálfur vera ungur Reykjavíkurpiltur, þrátt fyrir stúdentsprófíð og nokkra forfröm- un í Danmörku. Synir mínir þrír, sem ég þó byijaði ekki að eignast fyrr en eftir þrítugt, em allir eldri enþú. Póstkortið með skrautlegri heimatilbúinni vatnslitamynd á forsíðu, og þínar venjulegu spum- artóns athugasemdir um lífíð og tilvemna á bakinu, ýttu við sam- visku minni. Ég var búinn að lofa að svara skilmerkilega nokkmm áhugaverðum spumingum þínum, og ég er vanur að gera samvisku minni einhveija úrlausn fyrr eða síðar. Ef ég dregst á að gera eitthvað, sem ég veit að einhveiju máli skiptir að ekki sé svikið, reyni ég fyrr eða síðar að sýna einhveija mynd á efndum. Ég er ekki búinn að gleyma þér. Þú átt líka sannarlega hönk upp í bakið á mér fyrir alla fyrir- greiðslu í Hafnarvist okkar hjóna hérna um árið, og fyrir hjálpsemi í Bókasafni Kópavogs á meðan þú sinntir þar starfí. En sumar spumingar þínar em erfíðar. Og ég hef satt að segja litla trú á því, að þér komi að miklu gagni þótt ég strái nokkmm vísdómsorðum gamals manns á veg þinn. Ég þarf áreiðanlega ekki að segja þér, að leiðbeiningar frá manni af allt annarri kynslóð koma helst að notum, ef hann tjáir þær ekki með orðum heldur með langri viðkynningu. Ósjálfrátt tökum við heist mark á þeim, sem okkur verður einhverra óskiljan- legra hluta vegna hlýtt til. Við mettumst af skynsemi þeirra, óskilgreinanlegum mannkostum, og líka af vanköntum. Þegar við emm ungir og óömggir getur það verið okkur dýrmætt að uppgötva, að þeir sem við höldum að við getum lært af, em ekki fullkomn- ir. FjölbreytniList- GÁFNA Þú veltir fyrir þér athugasemd- um mínum um fjölbreyttar og margskonar listgáfur. Ég skal nefna þér tvo æskuvini mína, sem báðum var margt til lista lagt. Jón E. Guðmundsson og Kristján Davíðsson. Við emm allir þrír vaxnir úr grasi á Patreks- flrði. Jón er komin nokkuð yfir sjö- tugt. Hann var einn þeirra, sem allt lék í höndunum á. Hann skar út, málaði og teiknaði. Hann afl- aði sér kennaramenntunar í handavinnu og varð fmmkvöðull brúðuleikhúss á íslandi. Hann gefur leikendum sínum skapnað, klæði og rödd. Auk þess er hann listmálari og útskurðarmeistari. En fyrst og fremst er hann farsæll maður og geislandi af lífsorku og smitandi hamingju. Við Kristján emm svo að segja jafnaldra. Hann var tröllsterkur í æsku og gerðist snemma vemdari minn, því ég átti í vök að veijast í bardögum við jafnaldra, stríðinn en máttlaus. Einn kost hafði ég þó, sem kom mér oft að haldi: frár á fæti og ótrúlega laginn að losa mig, ef ég var kominn í klípu. en ég gat skákað í skjóli Kristjáns, ef hann var nærri, gott að eiga að jámgreipar handa hans. Ég gat síðar goldið honum hjálpina með ýmsu móti. Við vomm saman tvo vetur á Núpsskóla og leigðum saman herbergi fyrstu árin í Reykjavík. ÞrírMenn Kristján var listateiknari, út- skurðarmaður, gipsmótari, en fyrst og fremst litameistari. En hann var líka söngvari, hljómlist- armaður á öll hugsanleg tæki og tónskáld. En umfram allt þetta var hann mikill lífsnautnamaður. Hann tók snemma þá stefnu að njóta allra lista, sem og ann- arra heimskosta, en leggja sig mest fram á einu sviði. Allt annað en málaralistina hefur hann látið sitja á haka, nema að vera njót- andi í tónlist. Hann lærði að vera málari. Þar nýtur hann virðingar smekkmanna heima og erlendis, gengi hans mun fara vaxandi. Um sjálfan mig ætla ég ekki að tala mikið í þessu bréfi. Það hefði vel verið hægt fyrir mig að lifa á ritstörfum á íslandi, blaða- mennsku og skáldskap. Ég þykist vera sæmilega ritfær. En lífs- framfæri mitt hef ég haft af bók- sölu og bókasafnsvinnu. Skáld- skapurinn hefur verið ómagi, margir ómagar. Með sparsemi, nýtni og nísku, sem mér sjálfum þykir þó skemmtilegra að kalla hagsýni, hefur mér tekist að vera nokkumveginn sjálfbjarga borg- ari. Ég hef hvergi átt heima í flokki, ekki til lengdar. Magnúz minn. Þú hefur fjöl- hæfar gáfur. Kannski verðurðu hamingjusamastur, ef þú sinnir öllum þínum listum. En ef þú vilt hljóta frægð og viðurkenningu, er kannski ráðlegast að gera upp á milli þeirra, hafa eina að við- haldi, ásamt góðri jarðneskri konu. Bið að heilsa þinni. Myndina þína set ég í ramma. JÓNÚRVÖR

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.