Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1986, Side 16

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1986, Side 16
Rútuferðir um Mið-og Austur-Evrópu og hringferð um Norðurlönd ' Hringferð um Norðurlönd í sumar efnir Úrval til tveggja 12 daga hring- ferða um Norðurlönd. Megináhersla er lögð á að kynnast höfuðborgun- um fjórum; Osló, Stokk- hólmi, Helsinki og Kaup- mannahöfn. Brottfarir Fyrri ferðin stendur yfir frá 24/6 til 5/7 og sú síðari ' frá 15/7 til 26/7. Gott skipulag - íslenskur farar- stjóri Þessar ferðir hefjast með flugi til Oslóar. Þaðan liggur leiðin með lest tll Stokkhólms, síðan með ferju til Helsinki og afturtil Stokkhólms. Þaðan er farið með lest til Kaup- mannahafnar. Alls staðar verðurfarið I skipulagðar skoðunarferðir, gist á fyrsta flokks gististöðum og góðurtlmi gefinn til að kíkja í verslanir. fslenskur fararstjóri sem öllum hnútum er kunnugur sér um að allt gangi eins og í sögu. Verð pr. mann: (þrfbýli: 38.875,- kr. Ítvíbyli: 39.675,- kr. í einbýli: 44.000,- kr. Innifalið: Flug, lestar-og ferjuferðir, hótelgisting í 9 nætur, ferjugisting I 2 nætur, morgunverður í 11 daga, skoðunarferðir, íslensk fararstjórn og akstur frá og að flugvelli úti. Rútuferðir Úrvals til Mið- og Austur- Evrópu njóta sífellt vaxandi vinsælda - og skyldi engan undra. í sumar bjóðum við tvær slíkar ferðir. í báðum ferðunum er boðið uppá einstaklega fyrirhafnar- lausan ferðamáta til margra vfðfrægra staða. Farkostir og gististaðir eru fyrsta flokks og skipulagið pottþétt undir öruggri fararstjórn Friðriks G. Friðriks- sonar. Mið-Evrópa Við bjóðum 15 daga ferð um Þýskaland, Sviss, Frakkland, Austurríki og Lúxemborg. Brottför er 6. ágúst og komið heim þann 20. Ferðatilhögun Flogið er til Lúxemborg- ar. Þar bíður þín loftkældur, mjög þægi- legur langferðabíll. Ferðin hefst á skoðunar- ferð um Lúxemborg og um kvöldið er haldið tii Trier í Þýskalandi. Þaðan liggur leiðin suður Móseldalinn, vínræktar- héruð skoðuð og vínkjallari heimsóttur. Á þriðja degi er farið í bátsferð á Rín og næstu viðkomustaðir eru Rudesheim, Mainz, Heidelberg og Baden Baden. Á sjötta degi er komið til Freiburg, þeirrar fornfrægu borgar, og Svartiskógur rannsakað- ur. Síðan er haldið til Basel í Svlss. Þar heimsækjum við m.a. heimsfrægan dýragarð. Frá Sviss liggur leiðin til Frakklands og síðan aftur til Freiburg. Þar verðurslappað af í heilan dag og kíkt í verslanir. Munchen er næsti áningarstaður og þaðan brunum við til Austumkis og njótum Alpaloftsins. Að lokum er aftur haldið til Trier. Þar hvílumst við í einn dag - í Trier er verðlag sérstaklega hagstætt. Á 15. degi er á ný haldið til Lúxemborgar og þaðan er flogið heim. Verð pr. mann: [ þríbýli: 50.442,-kr. (tvíbýli: 51.562,-kr. (einbýli: 59.262,-kr. Innifalið: Flug, gisting í 14 nætur á fyrsta flokks hótelum - öll herbergi eru með sér baðherbergi, 14 morgunverðir, 11 kvöld- verðir, allur akstur og skoðunarferðir, aðgangur að söfnum, köstulum, skemmtigörðum, vln- kjöllurum o.fl., sigling á Rín og þaulkunnugur ís- lenskur fararstjóri. Austur og suður fyrir Alpafjöll Við bjóðum einnig 16 daga heillandi rútuferð um Austurríki, Ungverja- land, Júgóslavíu og Ítalíu. ( þessari ferð er sórstök áhersla lögð á menning- ar- og listaborgirnar Vín og Salzburg. Brottför er 21. maí og komið heim 5. júní. Meðal viðkomustaða eru Salzburg, Vínarborg, Budapest, Plitvice, Portoroze, Feneyjar, Innsbruck og Múnchen. Siglt er á Dóná, farið upp í sjónvarpsturninn í Vín, legið á fyrirmyndar sólarströnd, ítölsk matargerðarlist könnuð, Ólympíuleikvangurinn I Munchen skoðaður og ferðast með skfðakláfi í Innsbruck - svo nokkuð sé nefnt. Verð pr. mann: (þríbýli: 53.545,- kr. Ítvíbýli: 54.745,-kr. íeinbýli: 62.815,-kr. Innifallö: Flug, gisting í 15 nætur á fyrsta flokks hótelum, morgunverður alla daga, kvöldverður 11 daga, allur akstur, skoð- unarferðir og örugg far- arstjórn Friðriks G. Friörlkssonar. Allar nánari upplýsingar veita sölu- og umboðs- menn okkar um land allt. Munið að panta tíman- lega. Það borgar sig að bóka sem fyrst. FtRDfiSKimrOaN ÚMU. Ferðaskrifstofan Úrval v/Austurvöll. Sími (91) 26900. mr 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.