Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1986, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1986, Blaðsíða 3
USBOK HHHSSHfflHHEfflESlS] Útgefandi: Hf. Árvakur, Reyicjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð- arritstjóri: Bjöm Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Stgurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Rrtstjóm: AÖalstrœti 6. Sími 691100. Óbirtu börnin hans Jóns Trausta nefnist grein eftir Jón B. Guðlaugsson. Þar er fjallað um ljóð af léttara taginu frá árum skáldsins á Seyðis- firði. Forsíðan Um þessar mundir eru 50 ár liðin frá stofn- un Flugmálafélags íslands. Forsíða Les- bókar um þessa helgi á að minna á afmælið. Hún er af félögum í Fallhlífaklúbbi Reykja- víkur svífandi í háloftunum í nágrenni höfuðborgarinnar með Esju í baksýn. Mynd- ina tók Sigurður Baldursson. I Lesbókinni birtast einnig greinar um marg- háttaða starfsemi aðildarfélaga Flugmálafé- lagsins, s.s. Fallhlífaklúbbs Reykjavíkur, Svifflugfélags íslands og Svifdrekanefndar Flugmálafélagsins og rakin er saga félags- ins í stórum dráttum. Tónskáldið Tjækovský og ekkjan Nadjeschda Meck stóðu í sérkennilegu ástarsambandi í meira en áratug. Frá því segir í þýddri grein sem er samantekt úr bók um Tjækovský eftir Kurt Phalen og er þetta fyrri hluti þýðingar- innar. Jorge-Luis Borges: Og kastið hinum ónýta þjóni út í myrkrið fyrir utan. Þar mun vera grátur og gnístran tanna. Mattheus, 25. kap., 30. vers (Thor Vilhjálmsson sneri á íslenzku) Fyrsta þrúin í Constitucion, og mér við tær dynur lesta sem mynda völundarhús úr jámi. Reykur og eimblístrur gusu upp í nóttina sem snögglega var orðin að dómsdegi. Frá óséðum sjóndeildarhringnum og frá djúpum míns eðlis hrópaði rödd þessa hluti (þessa hluti, ekki þessi orð sem eru fánýt veraldleg þýðing á einu einasta orði): — Stjömur, brauð, austurlenzk og vesturlenzk bókasöfn, mannspil, skákborð, gangaríhúsum,þakg!uggarogkjaIlari. Mannslíkami til að geta eigrað um jörðina, neglur sem vaxa um nótt, í dauðanum, skuggar til þess að gleyma, önnum kafnir speglar sem margfalda, tónasveiflur, tillátast allra forma tímans, landamæri brasilíu og úrúguay, hestar og morgnar, koparvog og eintak af Grettissögu, algebra og eldur, árásin á Júnín í minningu blóðs þíns, þéttbýlli dagar en Balzac, ilmur af hunángsblómum, ást og dagur á undan ást og óbærilegar minningar, draumurinn um djásn í haugi, gæfan, og minnið sjálft sem maðurinn skoðar ekki án svima, allt þetta hefurþér hlotnazt og aukþess hin foma næring ætluð hetjum, svik, ósigur, auðmýking. Til einskis var höfunum á þig sóað, til einskis sólinni sem undrandi augu Whitmans litu. Þú hefur kastað árunum á glæ, og ennþá, ennþá hefurðu ekki skrifað Ijóðið. Argentínsku skáldið Jörge-Luis Borges lézt á þessu ári, eitt af höfuðskáldum heimsins og mikill að- dáandi íslenskra fornbókmennta. Að taka helgina snemma Allir vita hvemig fór fyrir laugardeginum. Roskið fólk er alið upp við að vinna laugardaginn ekki síður en aðra daga; ungt fólk og gleðigjamt tók kannski helgina snemma, en það var þá á laugardagskvöldi. Hitt er þó í ferskara minni að venjulegri vinnuviku lauk um hádegi á laugardögum. Þannig var búið að lengja helgina til nokkurra muna, og virðist engum manni hafa komið i hug að lengja hana í hinn endann, til hádegis á mánudögum, sem þó hefði frá vissu sjónar- miði ekki verið órökrétt. Viðleitnin er alltaf sú að taka helgina snemma. Alveg eins þegar hún var aftur lengd um hálfan dag: þá var það fyrri hluti laugardags, ekki mánudags, sem tekinn var út af vinnu- vikunni. Að taka helgina snemma hefur síðan verið geit á föstudagskvöldum. En hvert stefnir um afganginn af föstu- deginum? Hann er nú í sömu stöðu og laugardagurinn var fyrir nokkrum áratug- um. Og óhjákvæmilega er hann líka undir þá sök seldur að menn vilja gjarna taka helgina fyrr og fyrr. Það er ekki bara föstu- dagskvöldið. Langt er síðan það komst á að eftirvinna sé miklu síður unnin á föstu- dögum en aðra daga, og síst á sumrin; jafnvel að fólk fái að vinna af sér síðustu dagvinnutíma hásumarföstudaganna. Og í agalítilli vinnu grasséra mannhvörf, frá- skreppur og snemmhættur á föstudögum öðrum dögum fremur. Eiginlega er um tvær leiðir að velja gagn- vart þessum vanda föstudagsins, nokkuð dæmigerðar fyrir hugsanleg viðbrögð í mjög mörgum mannlífsvanda: að spyrna við fót- um eða fljóta með straumi. Að öðru jöfnu er skynsamlegra að fljóta með straumi, ef þannig er unnt að ná með þægilegra móti þeim árangri sem að er stefnt. Og gagnvart föstudagsvandanum legg ég eindregið til að sú leiðin sé valin. Að við bara sættum okkur við það að helg- in leggist yfir með sívaxandi þunga eftir því sem líður á föstudagssíðdegið, þannig að innan skamms verði hinn virki föstudag- ur meira eða minna liðinn undir lok um kaffileytið og gleðigjarnt fólk farið að taka helgina snemma löngu fyrir kvöldmat. Nú veit ég alveg hveiju þeir bera við sem í hveiju máli hneigjast til að spyma við fótum fremur en berast með straumi. „Ef hér er látið undan,“ hugsa þeir, „og föstu- deginum fórnað eftir kaffi, hvenær kemur þá röðin að föstudeginum frá hádegi og fram að kaffi? Og föstudagsmorgninum?“ Eg hef svarið á reiðum höndum: „Jú, mikil ósköp, auðvitað . kemur að þessu líka; við sáum bara hvernig fór fyrir laugardeginum, og sjálfsagt endar föstudagurinn þannig líka, fyrr eða síðar.“ „Þama sérðu,“ hugsa þeir þá, „einhvers staðar verður að spyrna við fótum, svo að helgin flæði ekki yfir endilanga vikuna, og því fyrr því betra.“ „Neineinei," svara ég, „ekki ef unnt er með þægilegra móti að ná þeim árangri sem að er stefnt.“ Og það er nefnilega unnt í þessu máli. Sko, fólk vill taka helgina snemma. Alveg endilega. En það er ekki endilega eins áfjáð í að hafa hana neitt óskaplega langa. Það er jafnvel hægt að verða hálfleiður á helg- inni, svona í hinn endann. Þess vegna er þægilegri lausnin sú að láta undan með föstudaginn, svona smátt og smátt, en færa líka upphaf vinnuvikunnar smátt og smátt fram á sunnudaginn. Hafa helgina kannski frá hádegi á föstudegi til hádegis á sunnu- dag. Og síðan allan föstudag og laugardag; kannski verður þá orðið tímabært að stytta vinnuvikuna enn og halda áfram að hafa frí á sunnudagsmorgnum. Svo kemur auðvitað roðin að fimmtudeg- inum líka, en það er langt þangað til, og þá má líka hugsa fyrir því að gera laugar- daginn að einhveiju leyti að vinnudegi. Eina vemlega vandamálið er auðvitað sunnudagshelgin, ég meina trúarleg helgi sunnudagsins. Fljótt á litið útilokar hún þessa lausn. En athugum það nú betur: Fólk af ýmsum trúarbrögðum hefur allt aðra helgidaga og hefur þó bjargað sér sæmilega í kristnum löndum þar sem vinnu- vikan er stíluð upp á sunnudagshelgi. Flest fólk stundar vinnu sem í sjálfu sér er ekkert ókristilegri (og glepur huga þess ekkert miklu meira frá trúarlegum efnum) en það sem það hefur fyrir stafni um helgar. Þeir fáu núverandi frídagar, sem ekki eru helgidagar, einkum 17. júní, nýtast alveg sæmilega til kristilegs helgihalds, og um föstu og aðventu tíðkast líka messur á virk- um dögum; þannig mætti líka einhvem veginn dreifa helgihaldinu á frídaga í miðri viku og sunnudaga sem væru vinnudagar. Loks er þess að gæta, að þótt helgarfrí vinnuvikunnar og kristileg sunnudagshelgi gengju þannig á misvíxl (alveg eins og ég held það sé orðið aðkallandi að aðskilja páskafrí vinnuársins og páskahelgi kirkj- unnar), þá kæmi að því fyrr eða síðar að það væri ekki aðeins fimmtudagurinn sem deilt hefði örlögum með laugardegi og föstu- degi, heldur miðvikudagurinn líka, þriðju- dagurinn, mánudagurinn og sjálfur sunnudagurinn. Vikan væri komin hring- inn, helgin komin heim, sunnudagurinn frídagur á ný. Ef reynslan þætti slæm væri óþarfi að endurtaka hana; þá væri tíma- bært að prófa hina leiðina, spyrna við fótum. HELGl SKÚLI KJARTANSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. ÁGÚST 1986 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.