Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1986, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1986, Blaðsíða 12
 rnu ‘»?69 Heimili Tjækovskýs í Klin, sem nú hefur verið gert að safni. sálarlega jafnvægi, sem hún hélt sig um árabil hafa notið. Nýjar og ókunnar tilfinn- ingar gerðu vart við sig. Það var eins og fossandi lækir hefðu runnið um sál hennar og rutt nýju ljósi braut. Nikolai Rubinstein var með bestu píanóleikurum síns tíma. Þegar hann lauk leik sínum, hafði hann ekki hugmynd um það „Óveður", sem um huga frú Meck hafði farið. Þegar hún hafði náð ró sinni aftur féllst hún á að veita umbeðinn styrk. Nikolai hraðaði sér á fund Tjækovskys til að segja honum tíðindin. Enginn þeirra, sem viðstaddir voru þetta kvöld, hafði hugmynd um það, sem á eftir kom. Líf frú Meck fékk nýjan og sannan tilgang, en tónskáldið losnaði úr viðjum hins daglega strits. Nikolai, sem þá var skóla- stjóri tónlistarháskólans, missti sinn besta kennara. Og fyrir óþekktum tónfræðikenn- ara opnuðust nú hlið frægðar og frama . . . „EF EIN MANNESKJA Af MILLJÓN ER ElNS OG ÞÉR“ Guð minn góður, að það skulu ennþá vera til svo undursamlegar öðlingssálir á jörðinni! Þegar maður kynnist mann- eskju eins og yður, á þyrnum stráðum Óvenjuleg ástarsaga vona hófst fyrsta bréfíð sem ekkjan Nadjeschda Meck skrifaði Tjækovsky. Bréfasamband þeirra átti eftir að standa yfír í næstum 14 ár og verða eitt hið innihaldsríkasta, fegursta og áhugaverð- asta í allri tónlistarsögunni. Þegar hér var komið Tónskáldið Tjækovský og ekkjan Nadjeschada Meck stóðu í ástarsam- bandi á meira en áratug. Það var byggt á gagnkvæmu samkomu- lagi um að sjást aldrei — samband þeirra varð aldrei öðruvísi en með sendibréfum. SAMANTEKT ÚR BÓK- INNI „TJÆKOVSKÝ“ EFTIR KURT PAHLEN. GUÐRÚN JÓNSDÓTT- IR ÞÝDDI FYRRI HLUTI sögu var Tjækovský iítið þekkt tónskáld og kenndi tónfræði við tónlistarháskólann í Moskvu. Nadjeschda Meck var ein auðug- asta kona Moskvuborgar, og meðal auðug- ustu kvenna Evrópu. Hún var ekkja eftir jámbrautarverkfræðing, og ellefu bama móðir. Tjækovský var 36 ára að aldri, frú Meck 9 ámm eldri. Tónskáldið svaraði þessu bréfi svohljóðandi: „Moskvu, 30. des. 1876. Háæruverðuga N. Philaretowna! Ég á yður þakkir að gjalda fyrir þau vinalegu viðurkenningarorð, sem þér skrifuðuð mér. Fyrir tónlistarmann, sem svo oft verður að horfast í augu við vonbrigði og lítinn árangur, er það huggun að vita, að til eru manneskjur eins og þér, sem elska list okkar af trúfesti og inni- leika..." Þannig byrjuðu bréfaskiptin. Hundruð bréfa áttu eftir að bera vitni um þessa sjaldgæfu og nánu vináttu. En er vinátta rétta orðið? Fleiri rök benda til þess, að réttara væri að tala um ást. Samband þetta verður ekki skilgreint nánar án nákvæmrar sálfræðilegrar rannsóknar. Þó verður lesanda þessa kannski mögu- legt að dæma sjálfum um það, þegar lestri er lokið. Tónskáldið og velgjörðarmanneskja þess stóðu aldrei augliti til auglitis hvort við annað. Nægir sú staðreynd til að útiloka hugtakið ást? Sannarlega ekki. Því að ástin er sönn í þrenns konar merkingu, hvað varðar sálina, andann og líkamann. Báðir bréfritarar okkar neituðu sér af ftjálsum vilja um það síðastnefnda. Um það einkenni- lega atriði verður fjallað síðar. Ást þeirra varð ekki til við fyrstu sýn. Mörg ár liðu þangað til að þau sáu hvort annað, og þá aðeins í flaustri og úr nokkurri fjarlægð. Þetta var því ást við fyrsta tón, ef svo má að orði komast. Tveir vinir og samheijar Tjækovskys sögðu ekkjunni auðugu frá harðri lífsbaráttu hans, og báðu hana um að leggja þessum tónlistarmanni lið í erfiðleikum hans. Líkleg- ast hefur það verið fiðluleikarinn Kotek, sem var nemandi og vinur Tjækovskys, sem fyrstur varð til að benda á þennan niögu- leika. Hann spilaði á listakvöldum í höll frú Mecks, en þau kvöld voru frábrugðin <k3rum slíkum að því leyti, að þar var höfuðáherslan lögð á tónlistina. Einn slíkan eftirmiðdag hlutu orð Koteks óvenjulegan hljómgrunn. Þennan dag var Nikolai Rubinstein, sem þá var títt umtalaður í tónlistarlífi Moskvu- borgar, viðstaddur. Hann settist við einn hinna glæsilegu flygla og lék píanóútsetn- inguna af „Óveðrinu“ eftir Tjækovsky. Frú Meck vissi lítið sem ekkert um höfund verks- ins, sem þá var kennari við tónlistarháskól- ann. En hljómarnir gripu hana föstum tök- um. Hún sá einnig fyrir sér harða lífsbaráttu þessa manns. Tónlistin hratt henni úr því vegi lífsins, þá skilst manni, að mennirnir eru ekki eins hjartalausir og eigingjarnir og svartsýnismenn vilja vera láta. Það eru til dásamlegar undantekningar, sem virðast vera fullkomnun kraftaverksins sjálfs. Ef ein manneskja af milljón er eins og þér, þá nægir það til að viðhalda trúnni á mannkynið. “ Tjækovsky til frú Meck sumarið 1877. Þegar fyrsta bréfið er skrifað er frú Meck 45 ára. í þá daga fannst konu á þeim aldri hún vera orðin gömul, og ævikvöldið að hefjast. Mynd sú, sem til er af frú Meck frá þessum tíma, sýnir okkur konu, sem enn er mikið varið í, konu með sítt hár og dökk augu. Andlitið ber vott um sambland af aga og feimni. Augnaráðið er dreymandi, en það er eins og hún vilji ekki viðurkenna það. Það kemur á óvart, hve eðlileg myndin er, miðað við þær stífu uppstillingar, sem tiðk- uðust á þessum tíma. Hún var í báðar ættir af aðalsfólki komin. Þegar hún var 17 ára giftist hún þýskættaða aðalsmanninum elskaði böm sín. Samt fjarlægðist hún þau að vissu marki eftir dauða föður þeirra, þar sem bamfóstrur sáu um uppeldi þeirra, og móðir þeirra gaf sig æ meir á vald ástríðu sinni, sem var tónlistin. Hún fjarlægðist samkvæmislífið. Nú var feimni ekki aðalástæðan eins og svo oft áður, heldur höfðu nánari kynni hennar við fólk kennt henni að fyrirlíta það. Hún dró sig æ meir til baka. Það, sem hún hafði farið á mis við í lífínu, svo sem ást og blíðu, einnig bældar ástríður og óuppfylltar óskir; allt þetta fann hún í tónlistinni. Þessar stundir í rökkrinu urðu þunga- miðja lífs hennar. Hún var sjálf góður píanó- leikari og hafði auk þess úrvals listamenn í þjónustu sinni. Dagamir flugu hjá við óma tónlistarinnar. Þeir leiddu hana inn í ríki hamingjunnar, nokkuð sem milljónimar hennar höfðu aldrei getað veitt henni, þótt þær annars væru mikils megnugar. „Ég elska tónlistina af ástríðu. Þegar ég hlusta get ég ekki um neitt annað hugsað, og yfír mig færist líkamleg vellíðan. Þetta er ekki draumaástand, en svo dásamleg hamingjutilfínning, að það er sárt að vakna til veruleikans aftur. Það er undarlegt og óútskýranlegt, að streyma svona inn í hið óþekkta, en það er jafnframt svo dásamlegt, að í þvíástandi vildi égdeyja. “ Líf hennar var tónlistin. Dagarnir líða í eftirvæntingu eftir listakvöldunum og ferðir hennar liggja til nýrra ópemhúsa eða tón- leikasala. Hún á nær eingöngu bréfaskipti við tónlistarfólk og útgefendur, innanlands og utan. Aðeins tónlistarflytjendur og unn- endur eru gestir í húsi hennar, og vekja aðeins áhuga hennar sem slíkir. Og á einu slíku listakvöldi birtist í húsi ekkjunnar frú Meck, eins konar ný mannsímynd. Frúin hafði fullyrt, að hún hefði hætt að láta sig dreyma þegar hún var 17 ára, en nú sekkur hún sér niður í dýpstu drauma lífs síns. Hún opnar faðminn fyrir nýjum guði, sem fyrir kraftaverk er kominn í hús hennar. Og þótt þessi nýi guð beri jarðnesk nöfn, verður hann, eins og aðrir guðir, fjarlægur og ósýnilegur, og aðeins þekkjanlegur í verkum sínum ... ÞrjárKonur! LÍFITÓN SKÁLDSIN S „Þérsjáið, mín kæra vinkona, aðþrátt fyrir nokkum aldur samanstend ég af mótsögnum, og órólegvr hugvr minn getur hvorki fundið ró í trúarbrögðum né heimspeki. Ef tónlistinni væri ekki fyrir að fara, gengi maður af vitinu ..." Þetta em meira en aðeins orð í munni Tjækovskys. Þetta er sár reynsla ótal skap- andi sálna, sem hafa rambað á barmi ör- Moskvu, 30. desember 1876. Háæruverðugi Pjotr Iljitsch! Leyfið mér að færa yður mínar innilegustu þakkir fyrir það, hve fljótt þér urðuð við bón minni. Mér finnst ekki við hæfi að tjá yður hrifningu mína yfir verkum yðar, þér eruð örugglega vanir öðruvísi lofi, svo að virðingjafn lítillar manneskju og ég er í heimi tónlistarinnar hlýtur að koma yður hlægilega fyrir sjónir. En mér er gleði mín svo dýrmæt, að hún má engum virðast skopleg. Þess vegna vil ég aðeins biðja yður að trúa mér þegar ég segi, að tónlist yðar geri lífið auðveldara og þægilegra fyrir manneskjur eins ogmig. Karli Georg Otto von Meck. Þar með hófust tímar mikillar baráttu. Því þótt Meck væri frábær verkfræðingur var hann alls ekki framkvæmdasamur maður. Hann hafði þá framsýni til að bera, að hann sá öld jám- brautanna fyrir, ogdreymdi um járnbrautar- teina um Rússland þvert og endilangt. En það kom í hlut konu hans að gera honum Ijóst, að hann gæti sjálfur orðið til þess að gera draum sinn að vemleika. Til að geta helgað sig því varð hann að segja upp stöðu sinni, sem hafði tryggt lífsviður- væri þeirra, þó lítil væri. Þetta þýddi óvissu, oig stundum jafnvel neyð. Frú Meck tók fjármál heimilisins í sínar hendur, örvaði mann sinn til vinnu við hugðarefni sín, og sá til þess, að hann sýndi réttum aðilum hugmyndir sínar. Innan fárra ára var helm- ingur allra járnbrauta Rússlands í höndum Mecks. Þegar frúin missti mann sinn var hún ein erfingi gífurlegra auðæfa. TÓNLISTINVAR ástríðaHennar Hún var orðin ein voldugasta og auðug- asta kona í Evrópu. Sem eiginkona hafði hún einnig rækt skyldur sínar, og eignast eitt barn á ári. Þau elstu fæddust í bág- bornum húsakynnum, en þau yngri í glæsi- legri höll í besta hverfí Moskvuborgar. Frúin væntingarinnar. Aðeins eitt skref dygði til að útiloka afturhvarf til hins svokallaða eðlilega lífs. Vitfírringin gerir vart við sig, hinsta, en jafnframt eina athvarfíð í óendan- legum þjáningum. Schumann, Donizetti, Smetana, Duparc, Hugo Wolf... Það er mikið erfiðara að lýsa persónu Tjækovskys en frú Meck. Sál hans er ótrú- lega tilfínninganæm, viðkvæm og blíð. Allt, sem gerist í lífí hans, skilur eftir spor sín í henni. Og hún er svo veikbyggð, að hún hefur ekki þann kraft, sem til þarf til að veija sig. Sál hans er kvenleg sál. Kannski er þar að fínna skýringu á verkum hans og ævi. í lífínu dróst Tjækovsky ekki að konum, heldur að karlmönnum. Það var eins og sál hans hefði lent í karllíkama fyrir mistök. Það var grimmur leikur náttúrunnar og hörmuleg mistök í veröld, sem ofsótti þá, er þannig voru úr garði gerðir. Þeir voru þvingaðir í felur, með særandi at- hugasemdum og jafnvel með laganna bók- staf, svo þeir forðuðust samskipti við annað fólk. En getur tónlist verið karl- eða kven- legs eðlis? Þessi spurning kann að virðast hjákátleg við fyrstu sýn. En er ekki allt hér á jörðu tvíkynja? Enginn karlmaður er 100% karlmaður, og engin kona 100% kona. Manneskjan er flókin og óskiljanleg sköpun- arvera, sem byggir á eðli beggja kynja, í mismunandi hlutfalli. Af hveiju skyldi ekki 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.