Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1986, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1986, Blaðsíða 11
Hópurínn við eina af sviffiugvélum félagsins. Talið frá vinstrí: Fannar Sverrisson, Benedikt Ragnarsson, Þórarinn Sverris- son, Sverrir Thoríáksson, Þorgeir L. Arnason, formaður félagsins, Sigurður Benediktsson, Magnús I. Óskarsson og Stefán Þorgeirsson. Og síðan er svifið um loftin eins og fuglinn ftjáls. fyrstu flugtilraun. Þeir smíðuðu síðan aðra betri en henni flaug Agnar fyrstur manna. í dag á Svifflugfélag íslands átta vélar, ennfremur á félagið fasteignir á Sand- skeiði, flugskýli og félagsheimili, allt byggt í sjálfboðavinnu og með framlögum félags- manna. Þá hefur félagið aðgang að skýli í Nauthólsvík í Reykjavík og hefur fengið úthlutað þar lóð sem það hyggst byggja á skýli til endumýjunar og viðhalds véla sinna. I Svifflugfélagi íslands eru um eitt hundrað félagsmenn og sagði Þorgeir að sú tala hefði haldist nokkuð í gegnum árin, auðvit- að með nokkrum tilfærslum, en reglulega kæmu um það bil 30 til 40 manns upp á Sandskeið á góðviðrisdögum og um helgar. Úr landi Seltjarnarnes- hrepps hins forna Nokkrar deilur hafa verið um hvaða sveit- arfélagi Sandskeiðið tilheyrir og víst er að Svifflugfélagið greiðir ekki fasteignagjöld til eins eða neins, þó svo eitt sveitarfélag- anna á höfuðborgarsvæðinu hafi reynt að fá svæðið viðurkennt sem sitt. Seltjarnar- neshreppur hinn fomi úthlutaði félaginu landinu fyrir 49 ámm, en í dag er það ekki viðurkennt sem eign þess kaupstaðar. Þetta kemur ekki að sök, að sögn þeirra svifflug- manna. Þeir annast allt sjálfir á svæðinu, þar með talda uppgræðslu. Slátt og annan búskap stunda þeir því jafnhliða fluginu og sögðu aðspurðir að árangur væri verulegur síðustu fimm árin við stöðvun uppblásturs og á sama tíma hefðu þeir tvöfaldað lending- arsvæðið. Þeir sögðust líta á Sandskeiðið eins og Bláfjöllin: Almannaeign til notkunar fyrir alla þá sem viðkomandi íþróttagreinar stunda, þ.e. skíði í Bláfjöllum og svifflug á Sandskeiði. Svifflugfélagið heldur íslandsmeistara- mót annað hvert ár, nú síðast á Hellu fyrr í sumar. Reyndar er mótið haldið í nafni Flugmálafélagsins, en Svifflugfélagið stend- ur að öllum undirbúningi. En er svifflug dýrt sport? Þorgeir segir svo ekki vera, miðað við aðrar íþróttir. Það kosti u.þ.b. tuttugu þúsund krónur að læra svifflugið, en aftur á móti sé gífurleg vinna að stunda þetta, því mikið starf fylgi fluginu, við það sem að framan greinir. Rollur þeirra Reyk- víkinga erfiðar — En er þetta ekki svolítið glæfralegt, að láta draga sig upp í loftið í lítilli svifflug- vél og sleppa á kannski um 190 kílómetra hraða í eitt þúsund metra hæð og engin vél eða neitt til að treysta á? Þorgeir varð fyrir svörum og sagði svo alls ekki vera. Reyndar var að skilja á hon- um, að öryggi væri meira í svifflugi en í öðru flugi, því svifflugmenn færu aldrei lengra en svo, að þeir hefðu lendingarstað öruggan út frá 200 til 250 metra hæð, ef þeir misstu uppvind. Þeir þyrftu ekki langa lendingarbraut, 100 til 150 metra langt tún nægði til dæmis og mætti það vera þó nokk- uð þýft. Þorgeir var spurður, hvað væri helst á dagskrá hjá þeim í næstu framtíð. Hann sagði ræktunarmálin hvað mest brennandi. Þeir hefðu gert tilraunir með lúpínurækt og fleira til að stöðva uppblástur, en rollurn- ar þeirra Reykvíkinga væru þeim erfiðar. Þeir hefðu nú girt af stórt svæði og ætluðu að halda tilraunum áfram. Þá væru bygg- ingarframkvæmdir við skýli í Reykjavík á döfínni. Kom inn á síðustu „vinddropunum“ Þeir félagar sögðu samband við erlenda svifflugmenn gott. Þekktur bandarískur svifflugmaður, Thomas S. Knauff, reyndar heimsmethafinn í langflugi, hefur komið reglulega til landsins og þjálfað hérlenda kennara. Bækur eftir hann eru ennfremur notaðar hér og hafa þær meira að segja verið prentaðar á ensku hérlendis. Þá hafa myndast mjög góð vináttutengsl, enda svif- flugmenn ekki margir í heiminum. Svifflug- mannsskírteini veita ekki bein alþjóðarétt- indi. Sá háttur er á hafður, að ef erlendur svifflugmaður kemur og vill fljúga er fyrst farið með hann í reynsluferð með kennara til að kanna hæfni hans. Ef hann reynist standast það próf fær hann að fljúga. Hið sama er gert erlendis. Til að fá skírteini endurnýjað þarf flugmaður að hafa flogið a.m.k. 5-6 flug árlega. Flugmálastjórn gerir heilbrigðiskröfur til svifflugmanna eins og annarra flugmanna og er krafist læknisvott- orðs. Fljótlega eftir komu okkar á Sandskeiðið lenti sviffluga sem var að koma ofan úr Borgarfírði. Flugmaðurinn, Magnús I. Oskarsson, sagði að hann hefði flogið sam- tals 130 kilómetra og það tekið hann þijár klukkustundir. Hann kom mjög lágt inn, eins og þeir kölluðu það félagar hans, en það þýddi að hann var á síðustu „vinddrop- unum“. Félagi hans, sem fór í loftið um leið og hann, varð að lenda í Borgarfírði og var ekki kominn til baka, þegar við yfir- gáfúm Sandskeiðið síðar um kvöldið, nokkru fróðari um tilfinninguna að fljúga um loftin eins og fuglinn frjáls. Texti: Fríða Proppé. Ljósm.: Þorkell Þorkelsson. Bráð- smitandi flug- baktería Ég held að flugbakterían blundi í flest- um mönnuni, sagði Hálfdán Ingólfsson flugmaður á Isafirði í spjalli við Morgun- blaðið, en allir bræður hans og faðir hafa smitast af bakteríunni og eru nú allir komnir með einkaflugmannspróf. Móðir strákanna hefur svo ýtt undir m.a. með þvi að sauma dúkinn á heima- smíðaðan svifdreka sem Hálfdán hannaði eftir viský-auglýsingu eins og hann segir. Hálfdán byijaði að læra flug 1972 hjá Herði Guðmundssyni á ísafirði. Hann starf- aði svo áfram hjá Herði sem atvinnuflug- maður bæði í sjúkra- og áætlunarflugi. En Hálfdán varð strax illa haldinn af flug- bakteríunni og því var það að þegar hann sá viský-auglýsinguna í Playboy 1974, þar sem svifdreki var uppistaðan í myndinni, ákvað hann að smíða sér slíkan dreka og styðjast við myndina. Þegar hann var búinn að skoða, mæla og skilgreina auglýsinguna fór hann út í búð og keypti rör. Jafnframt setti hann móður sína í gang við að sauma dúkinn. Tveim mánuðum seinna var hann kominn með drekann upp á Seljalandsdal. Fór upp með skíðalyftunni og skíðaði síðan með drekann á bakinu fram af næstu brekku og lét sig svo svífa til himins. Bræður hans, Hörður og Ragnar, fengu svo að prófa og síðan Ingólfur, faðir þeirra, og þegar svo var komið heimtaði móðirin, Herborg Vern- harðsdóttir, að prófa líka og fór Hálfdán með hana í flug af syllu efst í Eyrarfjalli. Flugið tókst vel að sögn Herborgar þótt gleymst hefði að kenna henni öll undirstöðu- atriði flugsins. Fjórði bróðirinn, Öm, var í I.júsn.. Úlfar Ájfústsson Feðgarnir ásamt eiginkonu og móður við vél þeirra á ísafjarðarflugvelli. tækninámi úti í Danmörku meðan svif- drekaævintýrið stóð í blóma, en þegar hann kom heim 1976 byijaði hann að fljúga með Hálfdáni bróður sínum á Islander-vél um Vestfirði og taldi sig vera kominn með um 100 flugtíma þar þegar hefðbundið flugnám hófst hjá honum. Örn og Ragnar, yngsti bróðirinn, byijuðu svo flugnám 1977 og keyptu með öðrum fjiigurra sæta flugvél TF ÖND sem þeir flugu töluvert. Fyrir fimm árum byijaði Ingólfur Eggertsson, faðir þeirra, að læra, þá 53 ára. Hann tók einkaflugmannspróf tveimur árum seinna og var þá hæstur á prófinu, en það var einmitt hann sem lenti vél þeirra svo snilldarlega á Reykjavíkur- flugvelli fyrir skömmu á tveimur hjólum. Ingólfur sagði að líklega væri flugbakterian alveg sérlega smitandi, þess vegna hefði hann byijað í þessu með strákunum. Nú fyrir skömmu tók svo sá síðasti þeirra, Hörður, einkaflugmannsprófíð. Þeir feðgarnir eiga sex sæta flugvél, TF PQL, ásamt Pólnum hf. og Þórði Júlíussyni á ísafirði. Þeir feðgamir vinna allir hjá Pólnum og dótturfyrirtæki hans og nota þeir flugvélina mikið til að ferðast um landið til eftirlits með tölvuvogakerfúm þeim sem fyrirtækin framleiða og eru nú í frystihúsum um allt land. Þegar móðirin, Herborg Vemharðsdóttir, var spurð hvort hún ætlaði að halda áfram í fluginu, eftir að hafa prófað svifdrekana sagðist hún varla nenna að eiga við það. En hana langaði mikið til að prófa sjóskíði, svo e.t.v. má sjá þessa lífsglöðu ömmu margra barna svífa um Pollinn á ísafirði á sjóskíðum á góðviðrisdögum. Úlfar LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. ÁGÚST 1986 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.