Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1986, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1986, Blaðsíða 4
Vaagen (t.v.) við festar á Akureyrarhöfn. piltur norðan úr Þingeyjarsýslu þreifaði fyrir sér hjá Skapta Jósepssyni, þegar áhugi vaknaði hjá honum til að leggja fyrir sig prentiðnina. Væntanlega hefur Skapta einn- ig litist bærilega á piltinn, því árið 1893 hefur nýr prentnemi bætst í hirðsveit Austra, Guðmundur Magnússon að nafni. Ekki sker nafn þessa tæplega tvítgua pilts sig að neinu leyti úr fjöldanum, og vart hafa Seyðfirðingar þess tíma þekkt hann undir öðrum nöfnum, enda Jón Trausti ekki tekinn að gera garðinn frægan svo árla. En vel hafa þeir mátt vita um skáldgáfu Guðmundar, því Skapti virðist skjótt hafa komist á snoðir um hæfileika iðnsveinsins, og dró ekki af sér við að þrykkja ýmsu því á síður Austra sem frá penna Guðmund- ar kom. Er efni þetta eflaust með því fyrsta er birtist á prenti af hugsmíðum Jóns Trausta. VÍSNAKONAN GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR Vísur þær, sem hér birtast hafa varðveist fyrir ótrúlegt minni konu nokkurar sem nam þær og geymdi í huga sér í rúm 70 ár. Guðrún Gísladóttir hét hún, þessi heiðurs- kona, og er mér í bamsminni; lágvaxin, gömul kona á peysufötum, ræðin og hvik í hreyfíngum. Hún var þremur árum yngri Óbirtu bömin hans Jóns Trausta Sú var tíð, hér fyrrum, að íjolmiðlun var ekki bundin við höfuðstaðinn einan, heldur mátti heita að hver fjórðungur landsins væri íbúum sínum sjálfbirgur um fréttaflutning. Þannig gátu Vestfírðingar sótt visku sína til Þjóðvilja Skúla Ýms ljóð af léttara taginu frá árunum á Seyðisflrði EFTIR JÓN B. GUÐLAUGSSON Thoroddsen, meðan Sunnlendingar lásu sinn Þjóðólf, ísafold eða Fjallkonuna. Norðlend- ingar voru heldur ekki á flæðiskeri staddir, heldur flettu Norðra, Norðanfara og fleiri þjóðlífsblöðum, sér til glöggvunar um gang mála í París, Berlín, London, New York eða Istanbúl. Og ekki vom Austfírðingar landsmanna verst í sveit settir, enda Iágu þeir best við samgöngum við hina stóra Evrópu, og fengu síðan símasamband við umheiminn, fyrstir landsmanna, árið 1906. Austur á Seyðisfírði blómstraði blaðaútgáfan, og bar þar einna hæst Bjarka, blað þeirra góðskáldanna Þorsteins Erlingssonar og Þorsteins Gísla- sonar, og þó einkum og sér í lagi Austra, er Skapti Jósepsson ritstýrði. Einn heisti framkvöðull þessa umfangsmikla og langlífa vikublaðs var enginn annar en Ottó Wathne, athafnamaðurinn mikli, sem hóf Seyðisfjörð, og reyndar Austurland allt, til hins mesta atvinnu- og menningarappgangs á síðari hluta hinnar nítjándu aldar. Fyrir atbeina Wathne varð bærinn að mikilli Mekka í þjóð- lífinu, og var gengi hans S þann tíð með slíkum hætti, að næsta torvelt er fyrir hvem þann, er heimsækir staðinn nú á tímum, að gera sér í hugarlund þann virðingarsess sem kaupstaðurinn skipaði áður. Og eitt var það, sem allur landslýður vissi um Seyðis- fjörð: Þar var Austri gefinn út. AustriOgSkapti JÓSEFSSON Austri mun ekki vera vSða til nú, en eigi að síður var hann eitt af skærustu stimum íslenskrar blaðaútgáfu á sSnum tSma. Blaðið kom fyrst út á áranum 1884—88, en lognað- ist svo útaf til 1891, er Ottó Wathne blés í hann nýju lifi, reisti prentsmiðjuna úr öskustó og réði til ritstjórastarfans Skapta Jósepsson, þann er fyrr var nefndur; at- kvæðamikinn menntamann sem stærsta heiðurinn á af útgáfunni. Austri átti einnig eftir að búa vel að fyrstu gerð, og hélt hann áfram að koma út austur þar, allar götur til ársins 1917, eða alls 27 ár. Þá var prentsmiðja Austra með hinum umsvifa- mestu á landinu, og prentaði fjölda bóka og bæklinga, sem eflaust leymast enn vfða í bókahillum. Kona Skapta, Sigríður Þor- steinsdóttir, og dóttir þeirra, Ingibjörg, létu heldur ekki sitt eftir liggja, og gáfu út um árabil blaðið Framsókn, sem telja verður fyrsta kvennablaðið á íslandi. Er framtakssemi þessi er höfð í huga, verður að teljast næsta eðlilegt að ungur en Guðmundur Magnússon, fædd 1876, og starfaði ókjörin öll að hinum ýimsu félags- málum á langri ævi, enda sæmd Fálkaorð- unni fyrir framlag sitt á því sviði. Hún hafði þekkt Guðmund Magnússon á Seyðisfjarð- aráram hans, og mundi hann vel, auk þess sem hún kunni nokkrar vísur eftir hann, sem ekki lágu á lausu hjá öðram. Foreldrar mínir vora tíðir gestir á heimili Guðrúnar í Gíslahúsinu svonefnda, sem hiklaust má telja eitt af glæsilegustu gömlu húsunum í kaupstaðnum. Faðir minn, Guð- laugur Jónsson, hafði þekkt Guðrúnu um áratuga skeið, og var honum því vel kunnugt um „hin óbirtu böm“ Jóns Trausta. Var það að undirlagi hans, sem móðir mín, Erla Magnúsdóttir, tók sig til, fyrir einum tutt- ugu áram síðan, og skrifaði þessar vísur niður eftir gömlu konunni. Var það reyndar ekki vonum seinna, því Guðrún lést nokkra síðar, þá kominá tíræðisaldur. Það er þessi uppritun móður minnar sem liggur til grand- vallar skrifum þessum, og hafa vísumar ekki komið fyrir almenningssjónir áður, að því er best er vitað. Að sjálfsögðu er ekki unnt að ganga að því sem tryggu, að kveð- skapur sá, er Guðrún fór með fyrir móður mína árið 1965 sé í einu og öllu sem þá, er Guðmundur Magnússon setti hann sam- an, á góðum stundum milli 1893—1895. Nær framtextanum verður þó vart komist, og skal því hafa það sem hendi er næst, en hugsa ekki um það sem ekki fæst, svo sem segir í ævintýrinu. En lítum þá á ljóðmælin sjálf. Fyrstan gefur að líta kveðju- og ámaðarbrag til handa ungum skólapilti úr Reykjavíkur- skóla, Tómasi Skúlasyni að nafni. Tómas þessi hefur verið um seytján ára aldurinn er þetta var; fæddur 1877. Dvalið hefur hann sumarlangt á Seyðisfírði og orðið þar vel til vina að best verður séð, því þá er líður að hausti, og hann býst suður á ný til að setjast á skólabekk, halda vinir hans eystra honum skilnaðarhóf. Prentneminn hagyrti, Guðmundur Magnússon, hefur fyllt þennan flokkinn, og því ekki nema sjálfsagt að viðstaddir fóluðu hjá honum vísu, Tómasi til faramestis. Samkvæminu hefur greini- lega verið í mun að pilturinn færi ekki braglaus af þess fundi, því Guðmundi var heitið 25 auram í skáldalaun fyrir hveija vísu. í þennan tíma vora auramir aðrir og meiri en nú, og því eftir nokkra að slægjast fyrir félítinn prentnemann. Sumarsins blíðu ei núerað njóta náttúran daglega bliknandi fer, haustvindar næðandi hvarvetna þjóta helkaldan vetur aðgarðinum ber. Grösin siggrúfa fuglar burt fljúga, fyrrum sem sungu á laufguðum meið, vinir með haustinu héðan burt snúa hjá oss sem dvöldu um miðsumars skeið. Vinur, þín lengi við sárt munum sakna ísíðasta skipti við gleðjumst með þér, oft skal þín minningá meðal vor vakna meðan í fjarlægðþinn bústaðurer. Fráþérívetur lesum viðletur, líka, efóskarðu, skrifum viðþér, kannski með vorinu komiðþú getur kærasti gesturþú verður oss hér. Þessi tækifærisskáldskapur hefur unnið tvíþætt gagn: Aflað höfundi sínum einnar krónu í listamannalaun, og vermt skólapilt- inum Tómasi um hjartarætur á skilnaðar- stundu. Tómas þessi varð síðar meir lög- fræðingur í Danmörku, og lést þar árið 1906, langt fyrir aldur fram. En það mun önnur saga. Næst verður fyrir okkur óður til söng- félagsins Freyju. Ekkert finnst á prenti um söngfélag þetta, en eflaust hefur Guðrún sjálf átt þar aðild að, og því hefur kvæði Guðmundar orðið henni minnisstætt. Vísur þessar hafa augsýnilega verið felldar að einhverri laglínu, þar eð gert er ráð fyrir viðlagi, en óvíst er nú með öllu hvaða tón- smíð hefur átt þar í hlut. Geta lesendur spreytt sig á að fínna hana, út frá hrynjand- inni, þó lítil von sé um árangur. En svo orti þá Guðmundur Magnússon til Freyjufé- laga nítjándu aldar: Guðrún Gísladóttir 85 ára. Myndin er tekin 1961. Nú gægist ég á glugga oggaman er úrskugga að sjá það söngfélag, afgremju get égsprungið h ve glannalega er sungið það segist syngja vel (viðlag): það segist syngja vel, halló, halló, halló; það segist syngja vel. Heillséþér, Freyja, hrós þér vaxi nýtt, sveina ogmeyja söngfélagið fritt, láttu söngsins Ijúfa mál lífga bæði hugogsál, meðan köldu klakaföldu blómin sjá ei sól (viðlag). Ættjarðar tunga enn er snjöll sem stál’ söngröddin unga, sjá, þitt englamál þýðir gödduð grenyutár, græðir hjartans voðasár, veitirnýja helga, hlýja von um lífogljós (viðlag). ' Ath.: Trúlegt er, að Guðrúnu hafi hér misminnt, þar eð ekki er líkiegt að Jón Trausti flaski svo á stuðla- reglum. Umsaminn Texti Úr Nei-inu Annað kvæði úr fóram Guðrúnar er einnig sprottið úr jarðvegi félagslífsins, sem á þessum tíma og lengi síðan var með lífleg- asta móti. Tilefnið var uppfærsla á dönskum „vaudeville", eða leikriti með léttum söngv- um; „Nei“ eftir J.L. Heyberg. Heyberg og kona hans höfðu staðið framarlega í dönsku Ieikhúslífí nítjándu aldar, og allmikið af verkum þeirra var þýtt á sínum tíma. „Nei“ þótti með vinsælli verkum til uppfærslu á íslenskum leikfjölum, þótt ekki hafði það

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.