Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1986, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1986, Blaðsíða 3
USBOE Hlel H ® S! 1111E ® ffl 11GD H ffl Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvstj.: Harakkir Sveinsson. Ritstjórar: Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð- arritstjóri: Bjöm Bjarnason. Ritstjómarfulltr.: Gisli Sigurðsson. Augtýsingar: Bakfvin Jóns- son. Ritstjóm: Aðalstræti 6. Simi 691100. Forsíðan er vatnslitamynd eftir franskan listamann og er af rannsóknaskipinu Pourquoi Pas? í tilefni samantekt- ar um strandið fyrir 50 árum. Þess er minnst nú, að eftirþrjá daga eru liðin 50 ár frá strandi franska rannsóknaskipsins Pourquoi Pas? við Mýrar, þarsem allir skipvcrjar fórust utan einn. Þará meðal var leiðangvrsstjórinn, Dr. Charcot, heimskunnur vísindamaður, ogþað varumfram allt hans vegna, að atburðurinn vará forsíðum blaða um allan heim. Margir núlifandi íslendingar munavel eftir hinni áhrifamiklu kveðjuathöfn íReykjavík, en aðcins fjögureru eftirlif- andi afþeim, sem voru fStraumfirði daginn eftir strandið. Lesbókin hefur hitt þau öll að máli. [r! ía] [b! [b! FAGUR FISKUR í SJÓ Ifávisku minni hefur mig lengi undrað hvernig fiskifræðingar standi að því að áætla af slíkri nákvæmni sem tölur þeirra bera með sér stærð hrygn- ingarstofna nytjafiska í sjónum við ísland. Stærð haf- svæðisins sem um er að ræða er þó ekki minna en sem svarar stærð alis landsins og dýpið allt út á 200 metra. Auk þess eru fiskar á stöðugri hreyfingu, ýmist í ætisleit eða vegna haf- strauma, mismunandi hita sjávar eða annars breytileika hafsins. Það er líka mála sannast að ýmsir reyndir sjómenn hafa látið í Ijósi nokkrar efasemdir út af upjilýsingum fískifræðinganna um bágt ástand helstu fiski- stofna og hafa bent á þá reynslu að löngum hafí skipst á tímabil mokafla og ördeyðu og allt þar á milli, er þorskfískar frjósamir með eindæmum. Sem alger leikmaður á þessu sviði vefengi ég að sjálfsögðu ekki þörfina á þeim takmörkunum á veiðum sem ákveðnar hafa verið. Þvert á móti álít ég að þörf sé á að hafa stjórn á veiðun- um, jafnvel þó að þorskstofn- inn væri það stór, að ekki þyrfti að hafa miklar áhyggj- ur af því að gengið væri of nærri honum. íslendingar hafa þá sérstöðu meðal „velferðarþjóðfélaga" á Vesturlöndum að vera fyrst og fremst fískimenn, sem sitja að gjöfulli náttúru samfara stöðug- um skorti á góðfiski á mörkuðum sínum. Aðrar þjóðir á Vestur- löndum eru hinsvegar allar fyrst og fremst iðnaðarþjóðir sem segja má að taki allt hjá sjálfum sér og eigi sitt fyrst og fremst undir yfirburðum á markaðnum. Af þessari sérstöðu okkar og ein- hæfni í tekjuöflun leiðir að mjög misjafn afli frá ári til árs hættir til að misvægi skapist í efna- hagslífinu á sama hátt og gerir breytilegt verðlag. Gott aflaár með hækkandi þjóðartekjum leiðir gjaman til hækkaðs kauji- gjalds og annars tilkostnaðar. Þegar svo næsta ár slær í bak- seglið með aflaleysi er ekki lengur hægt að standa undir til- kostnaði, og krónan okkar bilar. Ég held að stjórn á veiðum með úthlutun veiðileyfa til að halda sem jöfnustum afla frá ári til árs, bæði til að ofbjóða ekki fiskistofnunum og eins til að forðast óheppilegar sveiflur í þjóðartekjum, sé hagkvæm og vegna þess síðasttalda betri lausn heldur en aflatryggingar- sjóðir til að gegna því mikilvæga hlutverki að jafna milli ára það sem útvegurinn ber úr býtum. En fleira er áhugavert um fískana í sjónum heldur en það sem hér hefur verið drepið á: I bók Bjarna Sæmundssonar fískifræðings, Fiskarnir, segir: „að árið 1905 var af aflanum í Suðuramtinu 84%lx>rskur— 16%smáfiskur í Vesturamtinu 40%þorskur— 60%smáfiskur í Norðuramtinu 38% þorskur— 62% smáfiskur í Austuramtinu 34% þorskur— 66% smáfiskur og svipað mun hlutfallið vera enn, þótt skýrslur séu eigi til um það.“ (Bók Bjarna Sæmundsson- ar er frá 1926). Bjarni hefur það jafnframt eftir hagskýrslum að árið 1905 hafi þorskafli íslendinga verið, talið í þúsundum físka: Þorskur ............ 5.490 Smáfiskur .......... 5.774 Samtals ............ 11.264 Samkvæmt hagskýrslum hef- ur þessi afli vegið 42.900 tonn. Einhveijum kann að þykja þessar tilvitnanir komnar óþarf- lega til ára sinna. En ekki eru tök á miklu nýrri tölum þar sem talningu afla mun snemma hafa verið hætt. Kunnugir telja hins vegar að ekki sé minna af smá- físki í aflanum nú en áður var. Hitt er svo augljóst, og það skipt- ir hér öllu máli, að þessar gömlu talningar eru réttari viðmiðun um hvar smáfiskurinn fyrst og fremst elst upj) og er veiddur, heldur en nýrri aflatölur væru, þar sem allar veiðar á fyrstu árum aldarinnar voru stundaðar á smáum skipum sem sóttu allan afla á heimamið. Þetta breyttist svo smám saman með tilkomu stærri skipa sem líka sækja afla á fjarlæg mið, og segja því land- anir þessara skijia nú ekkert til um, hvert aflinn er sóttur. Þorskurinn er að jafnaði miðl- ungsstór fiskur, 70-100 sm langur og 5-7 kg þungur. Fiskui- vex örar í hlýja sjónum fyrir sunnan land heldur en í kalda sjónum fyrir norðan, og munar einu til tveimur árum eða meir á þroska og stærð. Hrygningarstöðvar þorsksins eru frá Eystra-Horni til Straum- ness, fyrst og fremst milli Dyrhólaeyjar og Reykjaness. Líklegt er að hrygning annars- staðar komi ekki að gagni vegna kulda í sjónum. Uppeldisstöðvar þorsksins eru hinsvegar fyrst og fremst utan aðalhrygningastöðv- anna, eins og fram kemur í tilvitnunum hér á undan um löndun aflans. Allt er þetta fróð- leikur úr bók Bjarna Sæmunds- sonar. En hvað má svo lesa út úr nefndum tölum í bók Bjama Sæmundssonar fiskifræðings: Ef margfölduð er tála veiddra þorska, 5.490.000, með áætluð- um meðalþunga hvers físks, 6 kg., verður þessi afli samtals 32.940 tonn. Hinsvegar verður útkoman á smáfískinum, 5.774.000 fískum með meðal- þunga 1,75 kg. hvers físks, aðeins samtals 10.105 tonn, en til samans verða þetta sem næst 42.900 tonn, eins og segir í hag- skýrslum. Ef við höldum áfram þessum bollaleggingum og gefum okkur að jafnan hefðu verið tök á að „geyma" í svo sem 3 ár að veiða það af smáfiskinum, sem er umfram 16% af heildaraflanum, eins og var í Suðuramtinu, og hefðum veitt hann að þeim tíma loknum sem kynþroska fisk, þá hefði aflinn árið 1905 orðið alis 59.900 tonn, eða 40% meiri en þau 42.900 tonn sem raun varð á. Og ef við heimfærum þessi hlutfoll til botnfiskafla ársins 1983 sem var 602 þúsund tonn, en færum verðlagningu hans til samræmis við það sem var árið 1985, til að nálgast meir núver- andi verð, var verðmæti aflans 7600 milljónir króna. Þá hefði verðmætisaukning með 40% við- bót á þunga aflans orðið 3040 milljónir króna, vel að merkja miðað við verð upp úr sjó, sem er innan við helming endanlegs verðmætis til útflutnings. Þessar vangaveltur eru að sjálfsögðu aðeins leikur með töl- ur, settar fram til gamans. En, eins og þar stendur, öllu gamni fylgir nokkur alvara. BJÖRN steffensen Stephan G. Stephansson Kveld — brot — I rökkrinu, þegar ég orðinn er einn og af mér hef reiðingnum velt og jörðin vor hefur sjálfa sig frá sól inn í skuggana elt og mælginni sjálfri sígur í brjóst og sofnar við hundanna gelt —- En lífsönnin dottandi í dyrnar er setzt, sem daglengis vörður minn er, sem styggði upp léttfleygu ljóðin mín öll, svo liðu þau sönglaust frá mér, sem vængbraut þá hugsun, sem hóf sig á loft og himininn ætlaði sér — Hve sárfeginn gleymdi eg og sættist við allt, ef sjálfráður mætti ég þá í kyrrðinni og dimmunni dreyma það land, sem dagsljósið skein ekki á, þar æ upp af skipreika skolast hún von og skáldanna reikula þrá — Það landið, sem ekki með o’nálag hátt í upphæðum neitt getur bætzt, þar einskis manns velferð er volæði hins, né valdið er takmarkið hæst, og sigurinn aldrei er sársauki neins, en sanngirni er boðorðið æðst. En þá birtist andvakan ferleg og föl og fælir burt hvíld mína og ró, og glötuðu sálirnar sækja að mér, sem sviku það gott í þeim bjó, og útburðir mannlífsins ýlfra þá hátt — það atgervi, er hirðulaust dó. Og þá sé ég opnast það eymdanna djúp, þar erfiðið liggur á knjám, en iðjulaust fjársafn á féleysi elst sem fúinn í lifandi trjám, en hugstola mannfjöldans vitund og vild er villt um og stjórnað af fám. Þar jafnan eins vafasöm viðskipti öll og vinarþel mannanna er sem einliðans, dagaða uppi um kveld hjá útlögztum ræningja her, sem hlustar með lokuðum augunum á, að óvinir læðast að sér. Stephan G. Stephansson fæddist á Kirkjubóli i Seylu- hreppi í Skagafirði 1858, en fluttist til Vesturheims tvítugur og nam þar land á þremur stöðum, síðast hjá Markerville í Alberta-fylki. Þó hann væri einyrki, var hann i hópi stórvirkustu ljóðskálda þjóðarinnar og alþýða manna nefndi hann Klettafjallaskáldið. Hann dó 1927. LESBÓK MORGUN8LAÐSINS 13. SEPTEMBER 1986 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.