Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1986, Síða 6
var eftirminnileg upplifun og mér þótti mik-
ils virði, að hún sá sér fært að líta upp frá
húsmóðurstörfum á Hofstöðum og koma
með mér niður í Straumfjörð ásamt Jóni
syni sínum, sem býr á Hofstöðum, og Magn-
úsi Guðbjarnasyni, sem telst bóndi í Straum-
firði og á jörðina ásamt systur sinni.
Á leiðinni niður í Straumfjörð sagði Ingi-
björg, að ég skyldi ekki búast við miklu af
sér, þar sem hún væri fæddur þorpari —
hún er fædd í Borgamesi — en alin upp
„hjá vondu fólki" í umdæmi séra Áma Þór-
arinssonar. Ung að ámm átti hún heima á
Ytri-Rauðamel í Eyjahreppi, en giftist um
tvítugt bóndasyni á Hofstöðum í Álftanes-
hreppi, Friðjóni Jónssyni, og þar bjuggu þau
síðan. Friðjón er nú látinn.
Ég spurði Ingibjörgu hvort hún vissi ná-
kvæmiega hver hefði orðið var við það
þennan örlagaríka morgun, 16. september
1936, að skip væri strandað. Ég spurði
vegna þess að einhvers staðar las ég að
strandið hefði líkiega sést fyrst frá Alfta-
nesi og að þaðan hafi verið símað og gert
viðvart í Straumfjörð.
Ingibjörg sagði þetta af og frá og að það
lægi alveg ijóst fyrir hver það var, sem sá
í fyrstu skímu dagsins, að skip var strand-
að. I Straumfirði bjuggu þá fullorðin hjón,
Þórdís Jónasdóttir og Guðjón Sigurðsson, sem
Ingibjörg þekkti frá barnæsku. Hjá þeim
vom til heimiiis fullorðin kona og ungur
maður, Kristján Þórólfsson, sem var fóstur-
sonur þeirra.
„Fólkinu í Straumfirði varð ekki svefn-
samt þessa nótt,“ sagði Ingibjörg. „Það
hafði skollið á aftakaveður og þegar enn
var dimmt af nóttu fór Guðjón bóndi út til
að huga að húsum og kveikti þá ljós. Síðar
kom í ljós, að skipbrotsmaðurinn sem bjarg-
aðist, sá ljósið og það gaf honum von um
björgun. Eftir einhveija stund úti kom Guð-
jón inn í bæ og bað Þórdísi að vekja Kristján
fósturson þeirra og biðja hann að koma sér
til hjálpar, því þá vom útihús í hættu; veðr-
ið farið að rífa þakpappa.
„... Það Er Strandað SKIP“
Þeir Guðjón og Kristján vom um stund
að baksa við útihúsin og fór þá ögn að skíma
af degi. Þá kom Kristján aftur inn í bæ til
að sækja nagla. Þegar hann kom fram í
dyrnar á útleið hefur hann farið að rýna í
sortann. Allt í einu sneri hann inn aftur og
sagði við fóstm sína: „Guð hjálpi mér, það
er strandað skip á honum Hnokka." Kristján
hljóp út og sagði fóstra sínum tíðindin, en
fyrst um sinn var ekki hægt að kalla á
hjálp, því símstöðin á Arnarstapa var ekki
opnuð fyrr en klukkan 9. Þeir Guðjón og
Kristján fóm hinsvegar þegar í stað að líta
eftir því, sem kynni að berast á land. Enda
þótt Kristjáni sýndist í fyrstu, að skips-
strandið væri á Hnokka, þá var það mál
kunnugra manna síðar meir, að Pourquoi
Pas? hefði strandað á svonefndri Hnokka-
flögu, sem er lægri skerjarani út frá
Hnokka. En það er alveg víst, að það var
Kristján Þórólfsson, sem fyrstur sá strand-
ið.“
Hin skarpa eftirtekt Kristjáns í morg-
unskímunni hefur án efa orðið til þess að
Gonidec stýrimanni var bjargað. Hann hefur
víst ekki verið feigur, því margt lagðist á
eitt tii að stuðla að björgun hans og hefði
þó enginn hlekkur í þeirri keðju mátt bregð-
ast.
í fyrsta lagi var Gonidec svo heppinn að
rekast á landganginn í brimrótinu og í öðm
lagi svo athugull að halda sér undir honum
í stað þess að klifra upp á hann. Með land-
ganginum rak hann upp að klettóttri strönd
framan við Straumnesbæinn. Þar heita
Hölluvarir, kenndar við Straumfjarðar-
Höllu, sem þjóðsögur greina frá og var
fjölkunnug, enda systir Sæmundar fróða.
Þegar brimaldan skolaði landganginum uppí
eina vörina, sem raunar er þröng kletta-
skora, missti Gonidec loks takið og hefði
lamizt utan í klettana, ef Kristján Þórólfs-
son hefði ekki einmitt verið staddur þar.
Hann hafði verið á gangi þarna á leið
fram í nesið, þegar hann kom auga á rekald
í sjónum og sá ekki betur en eitthvað væri
hangandi á því. Kristján sá við nánari at-
hugun að þetta var maður; hann óð útí til
að ná honum og gat með erfiðismunum
haldið honum þar til Guðjón bóndi kom þar
að og hjálpaði honum að draga manninn á
land. Svo þrekaður var skipbrotsmaðurinn,
að hann gat naumast staðið í fætuma og
urðu þeir Guðjón og Kristján að ganga und-
ir honum spölinn heim í bæ.
Af Kristjáni Þóróifssyni er það að segja,
að hann er nú iátinn. Fyrir um það bil aldar-
fjórðungi birtist samtal í Morgunblaðinu,
sem Matthías Johannessen átti við hann.
Þeir fóru saman upp í Straumfjörð og með
Landgöngubrúin úr Pourquoi
Pas? komin á þurrt land við
Hölluvarir. Skipbrotsmaðurinn
Gonidec hékk viðhana írúma
þrjá tíma í sjónum.
þeim í för var Andri Heiðberg kafari. Hann
kafaði þá niður að fiakinu og náði m.a.
mynd af skipsbjöllunni og sást á henni hiuti
af nafni skipsins: Pas.
FÓLKIÐ AF BÆJUNUM
KomTilHjálpar
Ég spurði Ingibjörgu, hvernig staðið hafi
á því að hún frétti um strandið og fór til
hjálpar fram í Straumfjörð. Hún sagði:
„Það hafði verið óróleg nótt, því nálega
var orðið óstætt fyrir veðurofsa um mið-
nættið. Um morguninn fór ég að huga að
kartöflum, sem ég hafði látið í járnpott við
húshornið. Hann hafði hreinlega tekizt á
loft og skoilið niður með þeim afleiðingum,
að hann brotnaði. Ég var að tína upp kart-
öflumar, þegar mér heyrðist hringt og fór
í símann. Það var þá Guðjón í Straumfirði
að tala við Sigmund símstöðvarstjóra á
Amarstapa og biðja hann að koma skilaboð-
um til Slysavamafélagsins. Ég heyrði hann
segja: „Það hafa líklega farið nokkur
mannslífin í sjóinn í nótt.“
Ég hringdi undir eins á eftir niður í
Straumfjörð og Þórdís staðfesti, að það
væri strandað skip. Jafnframt tók hún fram,
að nú væm þeir Guðjón og Kristján að koma
heim með mann. Þá var klukkan rúmlega
9 og hafí skipið strandað stundarfjórðungi
fýrir kl. 6, eins og fram kom hjá skipbrots-
manninum síðar, hefur hann verið búinn að
vera í sjónum í rúma þijá klukkutíma."
Ingibjörg og Friðjón á Hofstöðum ákváðu
að ríða í skyndi ofan í Straumfjörð. Hús-
freyjan átti þó ekki vel heimangengt, því
hún var með þijú ung böm, sitt á hveiju
árinu. En kona, sem þar var, tók að sér að
gæta bamanna og innan lítiliar stundar
vom þau hjón komin ofan í Straumfjörð.
Þá kom þar einnig fólk af öðmm nágranna-
bæjum. Veðrið var þá byijað að ganga niður
og það er misskilningur, segir Ingibjörg,
að það hafi verið óvenjulegt brimrót. „Það
var stormsjór, sem er allt annað en brimrót
og lægir að mestu um leið og vindinn,“
sagði hún.
Gonidec, sá einisem bjargaðist
afskipinu er hér til hægri
ásamt björgunarmanni sínum,
Kristjáni Þórólfsyni í Straum-
firði. Finnbogi Rútur Valdi-
marsson tók myndina.