Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1986, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1986, Page 7
flotið uppá Kirkjusandinn og strandað mjúk- lega þar án þess að mannskaði yrði. Um þetta vafaatriði með akkerið sagði Ingibjörg; „Ég byggi þetta á skoðun manna, sem þekktu skeijagarðinn hér fyrir utan eins og hendurnar á sér. Þar vil ég fyrstan nefna tengdafoður minn, Jón Samúelsson á Hof- stöðum, sem fæddur var og uppalinn í Knarramesi á Mýrum. Hann stundaði lengi sjóróðra þaðan og var gerkunnugur hveiju skeri. Hann taldi alveg mega slá því föstu, að skipið hefði flotið eða kastast yfir Hnokkaflöguna, ef skipveijar hefðu ekki varpað út akkeri. Guðjón í Straumfirði, sem einnig var gerkunnugur þessum slóðum, var alveg á sama máli. Það er svo annað mál og kemur ekki akkerinu við, að ranglega stendur á minnisvarða um strandið á Há- skólalóðinni í Reykjavík, að skipið hafi farizt á Þormóðsskeri. Þar var síðar reistur viti, sem blasir við víða af Mýmm og á áletruð- um skildi á vitanum er sama fjarstæðan endurtekin." Opinber Skýrsla Um Strandið Eftir að ég heimsótti Ingibjörgu á Hof- stöðum barst mér í hendur opinbert plagg frá Frakklandi, útgefið í tilefni þess að 50 ár em liðin frá strandi Pourquoi Pas?. Þetta var Bulletin Officiel frá franska siglinga- klúbbnum Yacht Club de France og þar er leitast við að segja nákvæmlega frá síðustu siglingu og strandi Pourquoi Pas?. Þar kem- Gonidec farinn að hressast og situr fyrir ásamt Ingibjörgu á Hofstöð- um, tii vinstri, og Þórdísi húsfreyju í Straumfirði. „Þennan dag var margt um manninn í Straumfirði og ég gizka á, að ekki færri en 40 hafi borðað hádegismat," segir Ingi- björg. „Það var ekki auðvelt og Þórdís á mikinn heiður skilið, en yfirleitt hefur lítið verið minnst á hennar hlut. Hún fór út til að mjólka kýrnar þegar aðrir gengu til náða eftir þennan erfiða dag og á eftir fór hún niður í kjallara til þess að gera brauð. Eftir nútímamælikvarða vom allar aðstæður fmmstæðar; þó var til eitthvað af niðursuðu- vömm, sem kom sér vel daginn eftir. Ég átti eitthvað af slíku heima á Hofstöðum og hringdi uppeftir og bað um það það yrði sent, því ég var þar um nóttina. En það vom til nógar kartöflur og við bjuggum til rabarbaragraut í tvær stórar fötur. Af skipbrotsmanninum Gonidee er það að segja, að reynt var að færa hann úr sjó- blautum fötunum, en hann streittist á móti. Enginn talaði orð í frönsku og því varð ekki um neitt samtal við hann að ræða. En það var stór eldavél í eldhúsinu og þangað var farið með hann. Þar var vel hlýtt. Þórdís vermdi fötin, sem honum voru ætl- uð, í ofninum og hélt síðan volgri skyrtu við vanga hans. Þá gaf hann eftir og var færður í föt af Guðjóni bónda, sem var Magnús í Straumfirði á rekaviðarbúti við Hölluvarir, þar sem Con- idec barstað landi. Ljósmynd: Finnbogi Rútur Valdemarsson. Björgunarmenn huga að braki úr skipinu daginn eftir strandið. miklu stærri maður. Þau vom talsvert of stór honum, en síðan brá svo við, að hann vildi ekki sjá sín eigin föt eftir að búið var að þurrka þau og svo fór, að hann hélt suður til Reykjavíkur í fotunum af Guðjóni. ALLTÍEINU fékk HannKraft Fyrst eftir að Gonidec var bjargað, var hann ákaflega þrekaður og mglaður. Augu hans voru bólgin og blóðhlaupin vegna selt- unnar, en þegar hann var kominn í þurr föt sofnaði hann á bekk í eldhúsinu og vildi síðan helzt ekki fara þaðan. Og erfiðlega gekk að koma í hann einhverri næringu. Hann varð þó fljótlega málhress og ræddi við franska ræðismanninn og blaðamennina, þegar þeir komu á staðinn. Eitt atvik er mér sérstaklega minnisstætt. Okkur þótti gott að hann var í eldhúsinu, því þaðan sást ekki til sjávar, þar sem menn vom í óða önn að draga líkin á land. Allt í einu varð honum gengið fram í dyrnar og þá blasti við, að lík var að berast að landi þar sem heitir Kirkjusandur og stóðu þrír menn þar, maðurinn minn þar á meðal, og biðu færis að ná í það. Um leið og Gonidec sá þetta var eins og hann fylltist krafti; hann tók sprettinn ofan túnið og stökk fram af sandbakka, sem þar var þá og niður í fjör- una. Hann var að reyna að segja eitthvað og vitaskuld skildi enginn hvað það var. Síðar vissi ég, að hann vildi segja þeim að toga þyrfti tunguna út úr líkinu til þess að hægt væri að hella sjónum uppúr því. En það var auðvitað langt um seinan að reyna lífgunartilraunir; enginn kunni heldur neitt slíkt. Það kom í minn hlut að taka undir handlegginn á Gonidec og leiða hann heim aftur og þá skjögraði hann og virtist ætla að detta í hveiju spori." í frásögn Gonidecs af strandinu, sem ég hef tekið upp eftir Arna Óla, minnist hann ekki einu orði á, að þeir hafi varpað út. akkeri. En Ingibjörg talar um það eins og staðreynd, að hefðu þeir ekki varpað út akkeri, þegar skipið strandaði á Hnokka- flögunni, hefði skipið' nokkuA. ömgglega ur óvænt staðfesting á skoðun hinna reyndu sjósóknara uppi á Mýram: Akkeram var varpað út; tveimur fremur en einu. í þýð- ingu Eddu Regínu Harðardóttur, sem er löggiltur skjalaþýðandi úr frönsku, hljóðar frásögnin af sjálfu strandinu svo: „Kl. 5:15 rekst Pourquoi Pas? tvisvar harkalega á klettasnös. Skipið hallast á stjórnborða, feikilega stór alda flæðir yfír dekkið og brýtur björgunarbátana, kastar skipinu til hafs og tekur með sér verkstjór- ann Le Guen, skipið fer yfir klettasnösina aftur án þess að fá á sig gat, og hefur nú snúist stafnanna á milli. Við höggið hefur kyndivélin gliðnað í sundur og gufan streymir út; vélin stöðv- ast. Pourquoi Pas? heldur áfram að reka stjórnlaust á milli klettanna. í skyndi eru undin upp fremra stagsegl og toppsegl. Stefnan er nú á land en þangað sést öðru hvoru í einnar og hálfrar mílu fjarlægð. Á þessari stundu hyggst skipstjórinn sennilega reyna að komast út af klettarifinu með þess- um seglum. En hann gerir sér svo að segja strax Ijóst að þessi tilraun er gagnslaus til að koma í vcg fyrir að skipið kastist á enn aðra kletta, ákveður hann að kasta akkeri beggja vegna skipsins. Akkerum er kastað en áður en þau ná botni rekst Pourquoi Pas? á klett, kjölurinn fer af, skipið fer aft- ur yfír klettinn og sekkur innan við 2 mílur frá ströndinni á minna en hálftíma þegar geysilega stór alda gengur yfir það. Nokkrum dögum seinna var kafað niður að flakinu og var þá hægt að sjá hvernig skipið hafði eyðilagst. Þegar kjölurinn fór afgliðnaði botninn ísundur. Vélin ogkyndi- vélin féllu fyrst. Stjórnborðshliðin festist við klettana og rifnaði frá í einu lagi næstum að endilöngu og lagðist síðan á botninn, úthliðin upp á við. Bakborðshliðin sporð- reistist, losnaði líka frá skipinu og lagðist á botninn, innri hliðin upp á við. Dekkið losnaði frá skutnum og möstrin, sem höfðu nú enga stoð lengur, lögðust í kross. Dekk- ið lagðist lárétt á botninn rétt fyrir aftan stafnhlutann sem hafði lagst gjörsamlega á bakborðshlið og var haldið uftur aftveimur strekktum keðjum LESBÓK MORGUNBLAÐSÍNS 13. SÉPTe’mBER 1986

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.