Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1986, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1986, Page 8
 Strandstaðurinn. Myndin er tekin af Höllubjarginu og sér næst á myndinni yfir Straumfjarðarröstina, en nesið fyrir handan er Kóranes. Orin bendir á skerið Hnokka, en talið er fulivíst, að Pourquoi Pas? hafi strandað á Hnokkaflögu, lægrí skerjarana út frá Hnokka. Blaðamenn Og Ræðismað- ur Frakka Fara Uppeftir í ritgerð sinni í Erli og ferli blaðamanns segir Ami Ola svo frá: „Þegar ég var nýkominn á skrifstofu Morgunblaðsins á miðvikudagsmorgun kem- ur ritstjórinn til mín og segir: „Pourquoi Pas? fórst í nótt út af Mýrum. Franski ræðis- maðurinn fer þangað uppeftir. Þú verður að fara með honum. Hann leggur á stað eftir hálftíma." Blaðamenn þurfa oft að vera viðbragðs- fljótir, en naumari undirbúningstíma tii að leggja af stað í langferð hefi ég aldrei haft. Og í óðagotinu gleymdi ég myndavélinni minni. Mér tókst þó að fara heim og hafa fataskipti og vera kominn í bústað franska ræðismannsins á Skáiholtsstíg 6 á tilskildum tíma. Þar var fólk dapurlegt í bragði og mátti sjá að því var mjög brugðið, enda hafði það þá fengið fregnir um að aðeins einn maður hefði bjargast af skipinu. Zarzecki ræðis- maður var hinn alúðlegasti, en þögull og horfði löngum í gaupnir sér... Viðstaðan var stutt. Bíllinn kom rétt á eftir og við stigum á hann fjórir, ræðismaðurinn, Pétur Þ.J. Gunnarsson kaupmaður, Finnbogi Rút- ur Valdemarsson ritstjóri og ég. Og svo var lagt af stað í þessa eftirminnilegu ferð.“ Árni Óla segir síðan frá ferðinni uppeft- ir, sem tók talsvert lengri tíma en nú og broslegu atviki í Borgamesi, þegar franski ræðismaðurinn hélt að ekki gæti gengið að Iáta þá Áma og Finnboga Rút sofa í sama herberginu í hótelinu í Borgamesi vegna pólitísks skoðanamunar þeirra. „Já, Islend- ingar eru einkenniiegir rnenn," sagði hann og brosti í eina skiptið í ferðinni, þegar hann komst að raun um, að auðvitað var þeim sama þótt þeir svæfu í sama herbergi. Ingibjörg á Hofstöðum virðir fyrir sér svið at- burðanna í Straumfirði. Þeir lögðu snemma af stað frá Borgar- nesi morguninn eftir; komust á bíl út að Urriðaá, en þar biðu þeirra hestar og var nú riðið sem leið liggur fram á Mýrar, fram hjá Leirulæk og síðan að kirkjustaðnum Álftanesi. Þaðan héldu þeir ferðinni áfram vestur með ströndinni og var þeim þá bent á skerið Hnokka, en Ámi tekur fram, að þar hafi þá ekkert verið að sjá; Pourquoi Pas? var gersamlega horfið. Árni segir síðan: „Fyrir norðan Nóntanga fómm við að sjá allskonar rekaid á fjörunni, spýtnabrot úr skipinu og fleira. Og eftir því sem lengra dró varð rekinn meiri, þangað til hann var orðinn að einni breiðri og samfelldri röst um alla fjöruna, en úti á sjónum mátti alls staðar sjá eitthvert rekald á floti. Þarna ,gaf að líta viðurstyggð eyðilegg- ingarinnar. Þarna ægði öllu saman. Þarna voru flekar úr þilfari skipsins, brotnir bjálk- ar og þiljur, tunnur, kassar og kistlar, brot úr húsgögnum, svo sem skápum, borðum, stólum og skrifborðum, en sumt þó heil- legt. Innan um þetta var dreift björgunar- beltum, svæflum, dýnum og hænsnaritjum, úttroðnum fuglahömum, brotum úr allskon- ar vísindaáhöldum, glösum, flöskum, matarílátum, borðbúnaði. Víða sáust stígvél

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.