Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1987, Blaðsíða 16
áttina. Ég held að erfitt sé að fá það betra.
Strengnum má ekki sleppa á milli. Þetta
væri ekki eins fallegt ef tvær raðir lægju
eins og næstu tvær sem lægju öfugt. Það
verður fallegast svona sitt á hvað og ég
held að veggurinn verið líka traustastur
svona.“
Byggt á Alda-
GAMALLIREYNSLU
Jóhannes Arason úr Gufudalssveit er einn
hinna vönu hleðslumanna. Aðspurður um
slíka menn fyrr á árum segir hann svo:
„Þeir voru kallaðir byggingamenn og
voru í nokkru áliti á þeirra tíma mæli-
kvarða. Ég man eftir mörgum snillingum í
faginu. Ég hef tekið eftir því að útlendingar
hafa gaman af að skoða þennan gamla
byggingarstíl þjóðarinnar. Þetta var bygg-
ingarefnið öldum saman.
Að hlaða vegg úr gijóti er erfitt verk og
maður má eiginlega aldrei geta vitleysu ef
vel á að vera. Maður verður að vera svo
gætinn, leggja alltaf steinana rétt. Einn
steinn getur sett ljótan svip á vegginn. Það
er mín reynsla, að maður verður að horfa
á vegginn í heild, því ekki er gott að bæta
hann eftir á.
Ég efast um að ný hleðsluaðferð eigi eft-
ir að fínnast. Þetta er allt byggt á eldgamalli
reynslu og verður varla á betra kosið. Ég
geri ráð fyrir að gömlu mennirnir hafi verið
búnir að prófa sig áfram og reyna þetta frá
öllum hliðum.
Grasvöxtur á vegg er fremur til styrktar.
Ræturnar flækjast um allt og það er til
bóta. Ég legg áherslu á það að veggirnir
fái að gróa.“
Að lokum hefur orðið Sveinn Einarsson
frá Hrjót, kunnur hleðslumaður. Hann segir:
„Aður var ákveðinn tími til byggingar —
frá lokum sauðburðar þar til sláttur byij-
aði, eða frá byijun júní og fram undir júlílok.
Ef byggja átti baðstofu varð að ljúka því á
þessum tíma.
Rétt hlaðinn veggur á að vera með litlum
Gamalt og nýtt: Efri myndin: Borghlaðið torfhús í Vatnsmýrinni. Vegginn hefur
Tryggvi Hansen hlaðið, en Einar Þorsteinn Ásgeirsson hönnuður er skrifaður
fyrir yfirgerðinni. Neðri myndin: Gaflar á Laufásbænum íEyjafirði, fallega hlað-
inn klömbruhnaus með sérkennilegum hvítum rákum.
Torflistamaðurinn Trygggvi Hansen leggur ekki aðeins áherzlu á að endurlífga - og kenna - hleðslutæknina, heldur býr
hann til listaverk úr tofi, svo sem andlitið í miðju. Lengst til hægri: Tehús í Hafnarfirði, sem Tryggvi hlóð fyrir Steingrím
Gaut Kristjánsson borgardómara.
völl svo það fúni ekki.
Reiðingstorf sem þornar vel blotnar ekki
nema það sé lagt í bleyti. Fommenn vöfðu
reiðingstorfu um þá dauðu og þær eru víst
ekki allar fúnar enn ef þær eru í þurmm
jarðvegi. I ytra þak og milli steinaraða í
vegg má nota hvað sem er, sem er heillegt
og rifnar ekki í meðförum."
fláa fyrst, síðan í lóð en efst með skúta.
Myndast þá lítilsháttar sveigja í veggnum
en flestir veggir leita út um miðju. Vanda
skal undirstöðu og þjappa vel bak við
hleðslu. Besta bæjarstæðið er á lágum hól
eða ávölum ás þar sem hallar frá og vatn
stendur ekki uppi, byggingarefni nærtækt
og vatnsból.
Helstu sérkenni austfírskrar hleðslu er
strengurinn sem ýmist var hafður milli grjót-
laga eða eingöngu. Kvíahnaus var líka
algengur, þá stunginn á staðnum og borinn
í vegg. Strengurinn þótti bestur þurrkaður
og var þá fluttur berbakt á hestum.
Klambran var lítið notuð enda mjög erfið í
flutningi.
Besta hleðslugijótið er með slétta fleti
og auðvelt að laga til. Blágrýti mjög fín-
komótt, næstum svart að lit, brotnar
auðveldlega eins og gler. Auðveldasta gijo-
tið í hleðslu er vatnsnúið eða sæbarið, þó
ekki það hnöttótta. Vont gijót er það sem
brotnar óreglulega, grófkornóttir kristallar.
Besta torf sem fáanlegt er er hið svokallaða
reiðingstorf, þ.e. torf sem skorið er í vot-
lendi þar sem vaxa klógresi, ljósalykkja og
reiðingsgras. Torfinu þarf að koma á þurrk-
Hlaðið úr torfi
Gamalt og nýtt: Að ofan: Leifar af hlöðnum vegg í Hörgárdal. Fagurkerum í
torfhleðslu þykir til lýta, að hér hafa hnausarnir verið látnir hallast eins í tveim-
ur lögum. Neðri mynd: Þjóðveldisbærinn í Þjórsárdal.