Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1987, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1987, Blaðsíða 11
Loksins á réttri hillu — og byggir á 5 þusund ám gamalli aðferð Elly Vilhjálms ræðir við HREFNU MARKAN íþróttakennara og nuddkonu í Kópavogi sem tekist hefur að lina kvalir hjá fólki þótt meðöl og aðrar aðferðir dygðu ekki til þess naut hún þess að liggja á milli þúfna og láta sig dreyma um himininn, guð og allt fólkið á jörðinni. Hún trúði því í þá daga, að ef hún dæi myndi hún fara langt upp í himininn og þá sæi hún hvað allt fullorðna fólkið væri að gera. „Mér fannst veröldin svo yfirfull af leyndarmálum sem ég mátti ekki vita um og þess vegna bað ég guð um að leyfa mér að deyja, því þá fengi ég að vita allt. En þegar ég var í svona hugleiðing- um var ég glöð, eiginlega í sæluvímu." En Hrefnu varð ekki að ósk sinni og eftir á að hyggja er hún fegin að guð skyldi hafa haft vit fyrir henni. En af hveiju var Hrefna í sveit sjö ára? „Ég var í sveit til sextán ára aldurs. Það kpm upp sú staða á heimili mínu í Skeija- firðinum, að mamma mín, sem hét Guðrún Guðlaugsdóttir, veiktist þegar ég var fimm eða sex ára og varð að fara á sjúkrahús. Þessi sjúkdómur sem að henni gekk var geðrænn og ég veit núna, að hefði þetta gerst í dag hefði verið hægt að hjálpa henni, en þá var það ekki hægt. Þetta var hræðilegt áfall og ekki bætti eðli sjúk- dómsins úr skák. Fólk er nefnilega haldið skilningsleysi og fordómum gagnvart því.“ Hrefna Markan - „Maður á að Ieggja rækt við sjálfan sig, bæði andlega og Iíkamlega“. Svo er margt sinnið sem skinnið er stundum sagt og svo mun rétt vera. Öll höfum við samt sem áður sameiginlegar frumþarfir sem hver og einn reynir eftir fremsta megni að uppfylla. Og öll leitum við eftir vellíðan í einu formi eða öðru í Kópavoginum starf- rækir Hrefna Markan Heilsuræktina. Það er haft fyrir satt, að þang- að sæki fólk bót meina sinna svo og orku sem Hrefna virðist geta miðlað skjólstæðingum sínum. í þessum pistli segir Hrefna Markan frá ýmsu sem á daga hennar hefur drifið, en á ýmsu hefur gengið í lífi hennar. Samt á hún orku aflögu handa öðru fólki. og þá virðist grundvallaratriði að jafnvægi sé á milli hinnar andlegu líðan og þeirrar líkamlegu. A undanförnum árum hafa skotið upp kollinum svonefndar heilsuræktarstöðvar, þar sem fólk getur byggt upp líkama sinn og öðlast við það aukið þrek, en það eru ekki ýkja mörg ár síðan þetta var næsta fátítt fyrirbrigði hér á landi. I Kópavogi rekur Hrefna Markan Heilsu- ræktina og ræður þar ein ríkjum. Hún þykir afbragðs góður nuddari, enda vel menntuð í sinni grein. En þeir sem reynt hafa, telja hana gefa talsvert miklu meira en venjulegt nudd, hennar nudd er nefnilega ekki venju- legt nudd. Og meira að segja nái ýmsir bata við hinum og þessum kvillum eða batni til muna eftir að hafa notið meðferðar hjá Hrefnu. Við erum staddar á heimili Hrefnu í Kópa- voginum og ég stari hálf undrandi á þessa smávöxnu konu tipla um gólfið berfætta, kallandi til mín, því hávaðinn í tónlistinni er óskaplegur. Þegar ég er sest spyr ég hana hvað fólkið á efri hæðinni segi við þessum mikla hávaða. „Ó, það er nú svo yndislegt fólk í þessu húsi. Það segir bara að ég spili góða og fallega tónlist. Um dag- inn spilaði ég t.d. Dvorák fram undir morgun. Ég veit að maður á ekki að gera svona, en það var nú Rostropovich sem var að spila og ég var ekki búin að fá nóg fyrr en þetta. Mér er nautn að því að fá að spila dálítið hátt.“ Ég heyri lítið af því sem Hrefna segir því ég er svo upptekin við að virða hana fýrir mér. Hún er unglingsleg í vextinum og mér dettur í hug Ijósálfur innan um allan gróður- inn, en hún hefur feiknin öll af blómum í stofunni sinni, öll í góðri rækt. Speglar, margir saman, setja einnig sérstakan blæ á umhverfið. fær Kraft Frá Blómunum Ég spyr Hrefnu um kraftinn sem streymi frá henni og sem fólki sem hafi farið í nudd til hennar hafi orðið tíðrætt um. Hún brosir dálítið tvíræðu brosi, en segir svo ofur eðli- lega: „Auðvitað þreytist ég eins og annað fólk, ég missi hleðslu. En ég fæ óhemju kraft frá blómunum mínum. Stundum vinn ég allt upp í ijórtán til sextán tíma og myndi sjálfsagt sofa á vinnustað öðru hveiju ef ekki væru blómin sem þyrftu mín með. En það að hugsa um þau og sjá þau dafna gefur mér gífurlega orku og hún er fljóttek- in. Ég nýt þess og fyllist innri gleði. Svo er það líka tónlistin, hún gefur mér orku og hleður mig. Ég þrífst ekki án tónlistar." Hrefna segist alltaf hafa haft yndi af gróðri og fögru umhverfi og sem sjö ára stelpa í sveitinni norður í Húnavatnssýslu í FÓSTRIHJÁ GÓÐU FÓLKI „Við vorum sex systkinin og vitaskuld var þetta hrikalega erfitt. Ég var þriðja elst í röðinni og faðir minn, Hörður Markan, tók það ráð að koma mér í sveit til Sigurlaugar Friðriksdóttur og Jóhanns Sigvaldasonar á Brekkulæk í Miðfirði. Þetta voru mestu sómahjón sem reyndust mér vel. Skólaganga mín var heldur glompótt fýrstu árin, en það kom ekki að sök, því að ég lærði heilmikið hjá fóstra mínum. Hann var mikill bókamaður, eins og sagt var. Ég man að við lásum saman Snorra-Eddu í hádeginu gegnum langa tíð og það þótti mér óhemju skemmtilegt. Upphaflega átti ég víst að vera eitt sumar á Brekkulæk, en það fór nú öðruvísi, eins og ég sagði áðan.“ Þegar Hrefna var sextán ára fór hún á Reykjaskóla í Hrútafirði og þá fann hún hversu gott veganesti hún hafði fengið hjá fóstra sínum, því hún stóð öðrum nemendum fyllilega á sporði í náminu og þá sérstaklega hvað varðaði bókmenntir og íslenskt mál. Fljótt bar á kraftinum sem einkennir Hrefnu, því nítján ára gömul útskrifast hún sem íþróttakennari frá Iþróttakennaraskól- anum á Laugarvatni. Og hún var ekki að tvínóna við það, heldur hélt til Stykkishólms og hóf kennslu í íþróttum. „Ég kenndi líka aðrar greinar, bæði í barnaskólanum og grunnskólanum, ef svo bar undir. Mér fannst og finnst óskaplega gaman að fá að kenna, fá að miðla öðrum einhveiju sem ég á, gefa dálítið af sjálfri mér. Það er svo stórkost- legt að fýlgjast með ungmennum vaxa og þroskast. Þetta er eins og með blómin, þau veita manni ómælda ánægju þegar vel er um þau hugsað." ÉG ÓSAMBÚÐARHÆF - HANN Með Geislabaug „í Stykkishólmi átti ég heima í tuttugu og þijú ár. Eignaðist mann og þijú yndisleg börn. En þar sem ég viðurkenni fúslega að ég var ósambúðarhæf með öllu, en hann fæddur með geislabaug, þá gat þetta ekki endað nemá á einn veg, að ég færi mína leið. Auðvitað var það hræðilega erfíð ák- vörðun, þrátt fyrir allt. Æ, ég get ekki farið svo náið út í það, enda hefur það ekkert upp á sig. Ég geri engum greiða með því. En mig grunaði strax að hjónaband ætti ekki vel við mig. Það kann ekki góðri lukku að stýra þegar nýgift kona verður strax gagnrýnin á hlutverkið sem eiginkona. Jesús minn, hugsaði ég þegar ég bjó um hjónarúm- ið í fyrsta skipti. Þarf ég að búa um þetta rúm á hverjum degi um alla eilífð? Af hverju á ég að búa um hans rúm? Mér fannst þetta erfitt verk, en svo var nú einhver svo vin- samlegur að kenna mér réttu handtökin við þessi ósköp og ég sætti mig við það, að einhveiju leyti að minnsta kosti. Þú sérð, að þetta var ekki glæsileg byrjun. Ég hlýt að vera svona óstjórnlega eigingjöm eða hvað? Nei annars, ég er bara ósambúðar- hæf. Það er lóðið. Hugsaðu þér t.d. með skyrturnar eiginmannsins, mér þótti reglu- lega ánægjulegt að strauja þær fyrstu fímm árin, en svo ekki meir. í sannleika sagt, þá þótti mér ákaflega vænt um manninn minn, að minnsta kosti allan þann tíma sem ég naut þess að strauja skyrtumar hans. Og við áttum saman marga yndislega stund. En staðreyndin er sú að við uxum hvort frá öðru, enda með afbrigðum ólíkar persónur." Hrefna er ótrúlega mælsk og ég finn að þessi ákvörðun hennar, að yfírgefa heimili sitt eftir tuttugu og þijú ár, hefur markað djúp spor í huga hennar. Það þarf kjark og áræði til að slíta af sér hömlur og vissulega var henni legið á hálsi fyrir það. Svona LES8ÓK MORGUNBLAÐSINS 28. MARZ 1987 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.