Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1987, Page 2
AUSTAN U M HEIÐl
Yíðförli eftir þúsund ár
Arin 1981 og 1986 var þess að minnast, að tíu
aldir voru liðnar frá kristniboði þeirra Þorvald-
ar Konráðssonar og Friðreks biskups hins
saxneska. Starf þeirra varð upphaf mikillar
sögu, eins og kunnugt er. Þorvaldur hefur
Kirkjuleg íslenzk þjóð-
menning er í ýmsu
tilliti órofin um aldir,
þrátt fyrir tvenna tíma.
Hér hefur e.t.v. lengst
af öðru fremur verið
„íslenzk kirkja“, þótt
henni bærust misjafn-
lega góðar gjafir úr
ýmsum áttum. Svo er
enn. Þetta skiptir
miklu, hvernig sem á
það er litið, bæði fyrir
kirkju og þjóð.
EFTIR SÉRA HEIMI
STEINSSON
orðið íslendingum hugstæður fyrir margra
hluta sakir. Viðurnefni hans, hinn „víðförli",
er á kreiki í blöðum 20. aldar. Gunnar Gunn-
arsson skáld gerir Þorvaldi skemmtileg skil
í bók sinni Hvítikristur og nefnir þennan
þjóðsagnakennda kristniboða iðulega ein-
ungis „Víðförla", — með stórum staf, eins
og um nafn væri að ræða. Um miðja öldina
kom út tímaritið „Víðförli", er um margt
olli þáttaskilum í íslenzkri kirkjusögu
síðustu tíma. Nýlega barst um landið febrú-
arhefti sjötta árgangs annars tímarits, er
ber sama nafn. Útgáfan Skálholt stendur
að síðast greindu efni, en ritstjóri er séra
Bemharður Guðmundsson fréttafulltrúi
Þjóðkirkjunnar.
Víðförli hinn nýi er einkar þekkilegt rit,
og hefur í flestu tilliti vel til tekizt um bún-
að þess og innihald. Um er að ræða málgagn
íslensku kirkjunnar. Kirkjustjómin gengur
þar að staðaldri fram á sviðið í þættinum
„Frá borði biskups“. Þessu sinni fjallar bisk-
up fímlega um efni, sem verið hafa til
umræðu undanfama mánuði, þ.e.a.s. við-
horf kirkjunnar til ýmissa þjóðmála. Ritstjóri
ræðir að sínu leyti um viðbrögð íslendinga,
þegar erlenda flóttamenn ber að garði. I
því tilviki talar fulltrúi kirkjunnar opinskátt
og skilmerkilega, en þó áreitnilaust, um við-
kvæmt mál, sem örðugt kynni að vera að
ná samstöðu um, en varðar alla landsmenn
jafnt.
Að öðm leyti er febrúarhefti Víðförla að
verulegum hluta helgað Kaj Munk. Mun
öllum ljóst, hvers vegna það efni er á baugi.
Fjölmargt annað er í ritinu, svo sem viðtal
við dr. Bjama Sigurðsson frá Mosfelli, en
hann hefur lokið samantekt gildandi laga
og reglna um kirkjumál og með þeim hætti
vendilega unnið hið mesta nauðsynjaverk,
sem vert er að bera lofí í alla staði. Annað
viðtal er þama að finna við norska gesti frá
Modum Bad-sjúkrahúsinu við Oslófjörð. Þar
hefur séra Jón Dalbú Hróbjartsson dvalið
við framhaldsnám í sálgæzlu og starfað sem
sjúkrahúsprestur. Undirrituðum em minnis-
stæðir tveir dagar á þeim bæ fyrir fáum
árum, meðan séra Jón bjó þar ásamt fjöl-
skyldu sinni: Alkyrr vetrarskógurinn
umhverfis hlýlegar byggingar, búnar öllum
nauðsynjum, er til þurfti að hafa, og staður-
inn þmnginn friði, sem sálin þarfnast, en
flísalagðar og hvítlakkaðar stofnanir fá ekki
alltaf veitt. Þessu sinni birtir Víðförli einnig
þátt um kristniboð í Konsó og hugþekka
opnu úr fómm söngmálastjóra Þjóðkirkj-
unnar, auk innlendra og erlendra frétta af
sundurleitasta tagi.
Víðförli kemur út tíu sinnum á ári og er
prentaður í fjögur þúsund eintökum. fastir
áskrifendur em á fjórða þúsund. Stærri
söfnuðir kaupa vemlegan eintakafjölda hver
um sig, til dreifingar. Þannig fer „Víðförli"
um land allt, engu síður en nafni hans fyr-
ir þúsund ámm. Þó er fyllsta ástæða til að
hvetja áhugamenn um íslenzka kristni og
menningu til að bjóða gestinn velkominn
víðar. Enginn er svikinn af Víðförla hinum
nýja fremur en af Þorvaldi Koðránssyni
forðum.
ÞjóðOgKirkja
Á Kristnitökuafivíæli
Umræðu um fyrirhuguð hátíðahöld á
kristnitökuafmæli sér stað í Víðförla þessu
sinni. Dr. Hjalti Hugason birtir grein með
yfirskriftinni „Opinber stofnun um andleg
mál“. Þetta er annar þáttur höfundar. Hinn
síðasti er í vændum, og er gott góðs að
bíða. Dr. Hjalti gerir úttekt á stöðu íslenzku
kirkjunnar nú á dögum. Hann er hressilegur
í máli og leikur ýmsum sverðum. Þó er orð-
ræðan öll við hóf, en hlýtur að vekja menn
til umhugsunar og frekari skoðanaskipta.
Samskipti ríkis og kirkju — og þó öllu
heldur þjóðar og kirkju — em dr. Hjalta
hugleikin. Þessu sinni setur hann spurning-
armerki við predikanir veraldlegra fyrir-
manna af stólum kirkjunnar, með sérstakri
skírskotun til Marteins Lúthers. Vel má
vera, að þær athugagreinar styðjist við
guðfræðileg rök, þótt örðugt sé að koma
auga á nokkum háska, er að kirkjunni
steðji vegna þessa atferlis.
Litlu síðar fjallar höfundur um það, sem
hann nefnir „sögulega og menningarlega
hátíðahyggju". Þar kemur niður tali hans,
að hreyft er við minningu kristnitökunnar.
Farast dr. Hjalta orð á þessa leið um það
efni:
„I sambandi við fyrirhugað kristnitökuaf-
mæli er einnig gjaman talað um kristnitök-
una sem gmndvallandi atburð í sögu
alþingis. Á þennan hátt er hátíðarhaldið
notað í markvissum tilgangi til að leggja
áherslu á einingu kirkju og þjóðar, kristni
og íslenzkrar menningarhefðar og svo fram-
vegis. Auðvitað á þetta við viss rök að
styðjast. Spumingin er aðeins: Af hvaða
ástæðum er áherslan lögð á þessi atriði?
Gerir kirkjan það í ljósi sjálfsvitundar sinnar
sem evangelísk-lúthersk kirkja eða er það
hin opinbera stofnun samfélagsins um hin
trúarlegu mál, sem hér er að verki.“
Ánægjulegt er, að þessar spumingar hafa
nú verið bomar fram á opinbemm vett-
vangi með þeim hætti, sem dr. Hjalti gerir.
Biýnt er að ræða kristnitökuafmælið frá
öllum hliðum. Undirbúningur af kirkjunnar
hálfu hefur hingað til farið fram undir kjör-
orðinu „Vakning til trúar“. Öll einlæg og
sanngjöm umfjöllun verður til eflingar þeirri
vakningu, sem að er stefnt. Einlægni er
reyndar forsenda vakningarinnar — ef vakn-
ingin á nokkm sinni að verða annað en
hermileikur.
Af sjálfu leiðir, að eðlilegt er að bregðast
við orðum dr. Hjalta, þótt það verði einung-
is gert í stuttu máli á þessum vettvangi.
Öll orðræða kristinna manna um guð-
fræði, trú og kirkju snýst öðru fremur um
mismunandi áherzlur. Meginþættir máls em
öllum að jafnaði í þeim mæli sameiginlegir,
að sjaldnast er tekizt á um hymingarsteina
eða grundvöllinn sjálfan. Hér em áherzlur
að vanda gerðar að álitum. Dr. Hjalti spyr,
hvers vegna eining kirkju og þjóðar hafi
orðið þungamiðja umræðunnar til þessa.
Spumingunni mætti svara á einfaldan hátt
með annarri spumingu: Hvers vegna ekki?
— Er eitthvað athugavert við að leggja
áherzlu á það, sem sameinar kirkju og þjóð?
Er e.t.v. ástæða til að feitletra hitt, sem
sundrar? Ef svo er að dómi dr. Hjalta kynni
einhver að vilja spyija á ný: Hvers vegna?
Það er rétt, að sjálfsvitund kirkjunnar
skiptir hér mestu. En er ekki ástæða til að
ætla, að sjálfsvitund kirkju og þjóðar sé í
veigamiklum efnum hin sama? Hugtök á
borð við „evangelísk-lúthersk kirkja“ og
„hin opinbera stofnun samfélagsins um trú-
arleg mál“ þarfnast skilgreiningar einmitt
í þessu samhengi, — ýtarlegrar og endumýj-
aðrar skilgreiningar. Alls ekki er víst, að
þau hugtök séu hvert öðm andstæð né held-
ur að þau skírskoti til tvenns konar vem-
leika, er ekki verði samþættur á Islandi nú
á dögum. Enda fullyrðir dr. Hjalti ekki, að
um andstæður sé að ræða. Hann bendir
hins vegar á álitamál, sem brýnt er að ræða
ýtarlega og víða. Sú ábending er þörf —
og hið mesta þakkarefni.
Til bráðabirgða mætti varpa fram þeirri
spumingu, hvort kirkja Islands sé ekki í
jafn ríkum mæli „íslenzk kirkja" og „evang-
elísk-lúthersk kirkja". Vissulega stendur
lútherskur arfur hér styrkum rótum. En
gildustu rætumar em rammíslenzkar — og
nægir að nefna Passíusálma því til stað-
festingar. Þeir em óaðfinnanlegur ávöxtur
lútherskrar orþódoxíu, en jafnframt ein dýr-
asta arfleifð íslendinga — og kirkju og þjóð
trúlega hugleiknari sem alíslenzk gersemi
en sem lúthersk guðfræði. Passíusálmar í
hugskoti íslendinga em snar þáttur í sjálfs-
vitund kirkju og þjóðar. Vafasamt væri að
kljúfa þá vitund með of nærgöngulum at-
hugasemdum.
I annan stað mætti spyija, hvort miðalda-
kirkjan á íslandi væri ekki jafnvel í enn
ríkari mæli „íslenzk kirkja" en „rómversk-
kaþólsk kirkja". Margt bendir til þess, þótt
ekki verði það talið fram að sinni.
Kirkjuleg íslenzk þjóðmenning er í ýmsu
tilliti órofín um aldir, þrátt fyrir tvenna tíma.
Hér hefur e.t.v. lengst af öðm fremur verið
„íslenzk kirkja", þótt henni bærast misjafn-
lega góðar gjafir úr ýmsum áttum. Svo er
enn. Þetta skiptir miklu, hvemig sem á það
er litið, bæði fyrir kirkju og þjóð.
Gild rök þarf að færa fram af okkar
hálfu og í okkar hóp, kirlq'unnar manna,
ef við hyggjumst framkvæma áherzlubreyt-
ingar í þessu efni. Þar með er ekki sagt,
að þau rök sé hvergi að fínna. Þess vegna
verður fróðlegt að fylgjast með frekari
umræðu um þetta efni — og vonandi gaman
að leggja orð í belg.
Þorvaldur víðförli var vissulega ekki
þjónn evangelísk-lútherskrar kirkju, af góð-
um og gildum ástæðum reyndar! Nútíma-
menn líta tæpast á hann sem sérlegan
sendiboða rómversk-kaþólskrar kristni að
heldur. Notkun Þjóðkirkjunnar á viðumefni
Þorvaldar þúsund áram eftir hans dag er
skemmtilegt dæmi um samhengið í lífi
íslenzkrar þjóðar og kirkju.
Hötundurinn er prestur og þjóögarðsvörður á
Þingvöllum.
Samkomustaður þjóðarinnar um aldir.
Hérkemurfólk tilkirkju að Mælifelli í
Skagafirði árið 1836. Ein af íslands-
myndum Mayers.