Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1987, Page 4
Dr. Franz Mixa: „Ég varð að semja þriðja þáttinn í Fjalla-Eyvindi fyrst."
„Þá þyrsti í þekkingu
og drukku í sig allt
sem ég gat veitt þeim“
K
omdu sæl og gjörðu svo vel,“ sagði dr. Franz
Mixa, glaðhlakkalegur á íslensku, og tók á
móti mér á tröppunum eins og gömlum fjöl-
skylduvini. Hertha Töpper, seinni konan hans,
beið í forstofunni og spurði strax hvort ég
DR. FRANZ MIXA höf-
undur óperunnar Fjalla-
Eyvindar, sem Sinfóníu-
hljómsveit íslands flytur
í konsertformi 9. apríl,
segir frá komu sinni til
íslands í október 1929,
veru sinni hér og þátt-
töku í að leggja grundvöll
að tónlistarmenningu
landsins. Hann býr nú í
Múnchen og höfundur
viðtalsins ræddi við
hann þar.
EFTIR ÖNNU
BJARNADÓTTUR
væri svöng. Ég viðurkenndi það svo hún fór
að sækja sætabrauð en Mixa dreif mig í
stofu. „Þetta er Islandshomið mitt,“ sagði
hann, á þýsku í þetta sinn, og benti hróðug-
ur á vatnslitamynd eftir Ásgrím Jónsson.
„Ég fékk hana fyrir að stjóma tónlistamnd-
irbúningnum fyrir Alþingishátíðina 1930.“
Myndin hangir á besta stað í stofunni.
„Þökk fyrir góða samvinnu 1930. Hljóm-
sveit og Lúðrasveit Reykjavíkur“, stendur
greypt í rammann. „Ég bjó um tíma í næsta
húsi við Ásgrím. Já, á Bergstaðastrætinu,"
sagði Mixa. „íslendingar ættu að kynna
málarana sína miklu betur. Ég er héma
með bækur með verkum eftir Ásgrím, Jón
Stefánsson og Kjarval. Þeir standa aust-
urrískum og þýskum málumm svo sannar-
lega ekki að baki, síður en svo. Það ætti
að halda sýningar með verkum þeirra á
meginlandinu. Hann Helmut Neumann,
formaður Austurrísk-íslenska félagsins, —
ég er reyndar heiðursfélagi þess — hefur
svo góð sambönd. Það ætti að fá hann til
að undirbúa íslenska máiverkasýningu."
En ég var ek.ki komin til Miinchen til að
tala um íslenska málaralist. Sinfóníuhljóm-
sveit íslands mun flytja ópemna Fjalla-
Eyvind, eftir dr. Franz Mixa, á fímmtudags-
kvöld og mér lék hugur á að vita hvemig
það kom til að hann samdi verkið. Og hvem-
ig á þvi yfírleitt stóð að hann var fenginn
27 ára gamall alla leið frá Austurríki til að
Hertha Töpper og Franz Mixa á heim-
Ui sínu íMUnchen í Vestur-Þýskalandi.
stjóma tónlistarflutningi á þúsund ára af-
mælishátíð Alþingis norður á íslandi.
*
„Það er hérna Is-
lendingnr að leita
að stjórnanda“
Mixa fæddist í Vínarborg árið 1902.
Fimmtán ára gamall var hann farinn að
vinna fyrir sér sem tónlistarmaður. Hann
spilaði á píanó, lék kammermúsík og aðstoð-
aði söngvara við æfingar. Hann gekk í
tónlistarskóla Vínarborgar eftir stúdents-
próf og útskrifaðist þaðan sem hljómsveitar-
stjóri árið 1927. „Þetta vom erfíðir tímar,“
sagði hann. „Tónlistarmenningin í Aust-
urríki var hátt skrifuð og tónlistarfólk kom
alls staðar að til að læra í tónlistarskólanum
í Vín, eins og það gerir reyndar enn. Fræg-
ir kennarar kenndu við skólann og nemendur
þaðan vom skipaðir í bestu stöður í helstu
borgum gamla keisaradæmisins. Hljóm-
sveitarstjórar og skólastjórar tónlistarskól-
anna í Prag, Tríest, Búdapest, Graz og víðar
höfðu allir lært í Vín. Og þeir sátu sem
fastast. Það vom sárafá tækifæri í boði.
Ég ákvað því að skrifa doktorsritgerð við
háskólann, þótt ég ætlaði mér ekki að verða
tónfræðingur og varð það heldur aldrei, og
lauk henni á tæpum tveimur ámm.
Ég var að leita að starfi í apríl 1929
þegar góður vinur minn sagði við mig:
„Heyrðu Franzi, það er hérna íslendingur
að leita að stjómanda fyrir afmælishátíð
Alþingis." „Og hvað með það?“ spurði ég.
„Ja, mér datt í hug að það gæti verið eitt-
hvað fyrir þig.“ Ég fékk heimilisfangið hjá
þessum íslendingi, skrifaði og sótti um starf-
ið.“
Ég greip fram í og spurði hvaða íslending-
ur þetta væri. „Það var hann Sigfús
Einarsson, orgelleikari í Dómkirkjunni,"
ságði Mixa. „Þú manst ekki eftir honum.
Hann samdi ágæt sönglög." Og þau hjónin
tóku lagið, sungu angurblítt nokkrar laglín-
ur úr Sofna Lóa. „Gullfallegt lag,“ sagði
Hertha Töpper. Hún söng við ópemna í
Miinchen í þijátíu ár og hefur þrisvar, 1957,
1967 og 1970, haldið tónleika í Reykjavík.
„En ég hitti Sigfús ekki í Austurríki,"
sagði Mixa. „Ég sendi honum umsóknina,
sagði deili á mér og hvað ég hefði lært.
Hann skrifaði heim til íslands og mælti með
mér. Mig minnir að það hafí 27 eða 29
sótt um stöðuna. Ég fékk hana, fór til ís-
lands í október og hitti íslending í fyrsta
skipti þegar þangað kom.“
Setti stofnun tónlistarskóla
sem skilyrði
Mixa sá fljótt að tónlistarmenning íslend-
inga var ekki upp á marga físka. „Þeir
skrifuðu mér að ég ætti að stjóma hljóm-
sveit, en það var eiginlega engin hljómsveit,"
sagði hann. „Eitt hið fyrsta sem forveri
hans sagði honum," skaut Töpper inn í,
„var að þetta væri allt saman alveg ágætt
en hann yrði að venja sig við óstundvísi
hljómsveitarmannanna, þeir byijuðu aldrei
á réttum tíma. En Franz vandi þá fljótt af
því,“ sagði hún hlæjandi, og sá atburðinn
fyrir sér.
„Fyrsta æfingin hjá mér átti að hefjast
klukkan átta að kvöldi," sagði Mixa. „Ég
mætti fimmtán mínútum fyrir átta en þá
voru bara nokkrir mættir. Nótumar vora
fyrir framan hvem stól og á slaginu átta
hóf ég æfínguna. Þeir fáu sem vora mættir
horfðu undrandi á mig en byijuðu þó að
spila. Eftir fimm mínútur kom fíðluleikari
inn. Ég gerði hlé á æfíngunni, en leit ekki
á hann. Grafarhljóð ríkti á meðan hann tók
fíðluna upp og stillti. Allir fylgdust með
honum. Ég beið rólegur. Þegar hann var
tilbúinn sló ég í nótnagrindina og byijaði
aftur að stjóma. Þá kom klarinettuleikarinn
inn,“ og Mixa hló dátt við endurminning-
una. „Eg hætti strax að stjóma, leit ekki á
hann en beið á meðan hann kom sér í sæt-
ið, tók upp klarínettuna, blés í munnstykkið
og setti hljóðfærið saman. Allra athygli
beindist að honum. Ég beið grafalvarlegur.
Þetta var hræðilega óþægilegt fyrir þá sem
komu of seint. En eftir þetta gat ég líka
hafíð æfíngar á réttum tíma.
Páll Isólfsson samdi kantötu sem ég út-
setti fyrir hljómsveit og var flutt á Alþingis-
hátíðinni sumarið 1930. Ég var ráðinn til
landsins sem hljómsveitarstjóri og hefði
getað farið fram á að stjóma flutningi verks-
ins en við Páll komum okkur saman um að
hann skyldi stjóma kantötunni á Þingvöll-
um. Ég skildi vel að hann vildi stjóma eigin
verki. Við fengum ellefu tónlistarmenn úr
konunglegu hljómsveitinni í Kaupmanna-
höfn til að fylla sætin í hljómsveitinni á
hátíðinni. Ég stjómaði lúðrasveitinni á Þing-
völlum og stjómaði síðan hljómsveitinni á
hátíðartónleikum í Gamla bíói.
Eftir hátíðina var þess farið á leit við
mig að ég yrði áfram á íslandi. Ragnar
Jónsson í Smára sagði að ég yrði að vera
4