Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1987, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1987, Síða 6
ANNA S. BJÖRNSDÓTTIR Tangó Eg vil dansa við þig tangó í tunglsljósi. Við tvó í takt niðri í fjiiru í tunglsljósi, með heila hljómsveit og rósir í hárinu í tangó í tunglsljósi. Rósir í sandinum og við í takt í fjörunni í sandinum í rósunum. Að vera Við tölum þvert um huga okkar, þegar við þorum ekki að vera við sjálf. Stundum er of sárt að vera maður q'álfur. Stundum næstum óbærilegt að vera það ekki. Höfundurinn er kennari í Hlíöaskóla í Reykjavík. MAXIMTANK Bréf til hermála- fulltrúans Félagi hermálafulltrúi! Ég er skáld. Hliðstætt verk ég hef að vinna og hermenn þeir sem aðeins sinna aftengingu vftisvéla, svo verði aftur líft á jörð, inni í borg, við flöll og Qörð. Leynt hvem dag ég letra á húsvegg, líka á trjástofn, vegi, skýin: Vinir hér sér mæli mót, verði brúðkaup haldið héma, hljómi söngur, dans sé stíginn, iðkuð bliðust ástariiót, hús sé byggt og böm hér fæðist, blundað, dreymt, er sól er hnigin. Þótt mig sprengja í tætlur tætí, tak ei nafn mitt burt af lista þeirra er lifa, Ijóð mín skulu lýðum vísa í rétta átt: veginn fram í friði og sátt Maxim Tank er þjóöskáld Hvíta-Rúss- lands, fæddur 1919, býr í Minsk. Jerzy Wielunski, Póllandi, HansLompolo, Svíþjóö, og Guömundur Daníelsson, Is- landi, stuöluöu í sameiningu að þvi aö ofanskráö Ijóð birtist í sænskri og íslenskri býöingu. ÆVAR ÖRN JÓSEPSSON Ófullgert ástarljóð % heyri óminn af rödd þinni berast með hægum aftanblænum og hjarta mitt tekur kipp í bijóstí mínu. Eg heyri hlátur þinn bergmála f draumórum mínum og hugur minn leitar leiðarinnar að hjarta þinu. Hún er lokuð. í húsi Sibeliusar EFTIR SIGURJÓN GUÐJÓNSSON Hús Sibeliusar, Ainola, ereitt afþví sem ferðamenn íFinnl- andi fýsir að sjá. Skammtfrá húsdyrunum er Sibelius graf- inn ogkona hans einnig. Á neðri myndinni sést bókaher- bergi tónskáldsins ogruggu- stóllinn, þarsem hann sat löngum og reykti digra vindla. Væri það svo fráleitt að fara í bæjarflakk í dag? Ekki spillir veðrið. Glampandi sólskin og 25 stiga hiti. Bíll til reiðu. Hvernig væri að heimsækja þá Sibelius, Halonen og Kivi, þó að þeir hafi fyrir löngu safnast til feðra sinna. En sú er trú mín, að andi þeirra svífí yfír bústöðum þeirra og náttúrunni í kring- um þá. Engar vöflur. Eftir nokkrar mínútur er ekið af stað til norðus, til Ainola. Sú ferð, um fjörutíu kílómetrar, tekur skamman tíma á malbikuðum vegi og fyrr en varir er lent. Náttúran er einkar vinaleg, skógi vaxnar lágar hæðir. Það er sungið í sérhverjum runni, enda júnímánuður. Eg ætla að heilsa upp á setrið Ainola þar sem tónskáldið Jean Sibelius átti heima meira en helming sinnar löngu ævi og gaf því þetta nafn eftir Aino, konu sinni. Húsið er tvær hæðir. Veggir hvítmálaðir og tígulsteinsþak rautt. Það var teiknað af einum kunnasta húsameistara Finnlands á sínum tíma, Lars Sonck, er var góðvinur Sibeliusar. Landeign Ainola var ekki stór til að byija með, aðeins einn hektari, en síðar fékk tónskáldið aukið hana í fjóra hektara, sem eru að mestu skógi vaxnir. En áður en lengra er baldið, skal farið nokkrum orðum um helztu æviatriði tón- skáldsins. Jean Sibelius fæddist í bænum Tavaste- hus 1865. Hann var kominn af merkum foreldrum, sem bjuggu við allgóð efni. Tón- listargáfan sagði fljótt til sín, og komungur lærði hann að leika á fíðlu. í Tavastehus er lítið minjasafn um Sibelius, í húsinu þar sem hann fæddist og ólst upp. Em þar varð- veitt fyrstu hljóðfærin, sem hann lék á. Stúdentsprófí lauk hann í heimabæ sínum tvítugur að aldri og ritaðist þá inn í lögfræði- deild háskólans í Helsingfors. Úr laganámi varð þó ekki mikið, þar eð tónlistin tók hug hans fanginn. Næstu ár naut hann tónlistar- kennslu í borginni og spáðu kennarar hans honum mikils frama á þessari braut. Hann hélt áfram námi í Berlín og Vínarborg á ámnum 1889—1891, kom heim sem há- menntaður tónlistarmaður og vakti brátt athygli með tónverkum sínum. Úm þessar mundir trúlofaðist hann glæsi- legri og gáfaðri stúlku, af aðalsætt, Aino Jámfelt, sem var lífsfömnautur hans í hálf- an sjöunda áratug, og kvæntist henni árið 1892. Listhneigð var rík í ætt Aino og þrír bræð- ur hennar urðu kunnir listsköpuðir: Arvid var rithöfundur, Armas tónskáld og Eero málari. í nágrenni Ainola myndaðist listamanna- nýlenda, í útjaðri smábæjarins Járvenpáá. Þar höfðu reist sér bústaði m.a. Eero Jáme- felt og rithöfundurinn Juhani Aho. Sibelius heimsótti þar um og upp úr aldamótunum væntanlegan mág sinn, Eero. Hann hreifst af náttúmnni á þessum slóðum og gengu þeir mikið á skíðum, er Sibelius var á ferð. Eero átti hugmjmdina að því, að mágur hans settist þama að og byggði Ainola. Húsbyggingin hófst 1902, og tveim ámm seinna gat Sibelius flutt inn ásamt konu sinni, þó að endanlegum frágangi á efri hæð hússins væri ekki lokið fyrr en nokkmm ámm síðar. Þar festu ungu hjónin yndi og áttu heima í Ainola til dauðadags. Ekki hætti ég mér, ósöngfróður maður, að ræða um tónlist Sibeliusar. En hitt veit ég, að fyrir hana hefur hann hlotið frægð mikla og með því borið heiður þjóðar sinnar vítt um lönd. Víða leitar hann fanga í list sinni, ekki sízt í fom þjóðkvæði, eins og Kalevala. Sibel- ius, sem Jámfáltamir, var mjög þjóðemis- sinnaður og hneigður til rómantíkur. Jámfáltamir vom fastir fyrir, er frelsi Finna var ógnað af Rússum og hættan var mest. Er spursmál, hvort nokkur annar Finni hafí þjappað þjóðinni betur saman en Sibelius. Það gerði hann með sígildum tónverkum sínum, sem borin vom uppi af fölskvalausri og heitri ættjarðarást. Sérhver landi hans fínnur hana í verkum eins og Finlandia, þar sem niður fmnskra skóga er undirtónninn. Eftir Sibelius liggur fjöldi verka sem hann hafði lokið við um sextugt, en þá hljóðnar hann um langt skeið, og engin stórvirki vann hann upp frá því samanborið við hin fyrri. Hvers konar maður var Sibelius að öðm leyti? Hann var bam náttúmnnar og fór einfömm um skógana í kring, hlustaði vel á raddir hennar og drakk þær í sig. Hann var glaður og reifur heim að sækja og var oft gamansamur, jafnvel glettinn. Annars manna kurteisastur og virðulegur. Sú saga er til, að forseti Finnlands, Juko Paasikivi, hafí heimsótt tónskáldið á níræð- isafmæli hans, 8. desember 1955, en með þessum merkilegu öldungum var góð vin- átta. Þar kom í samræðum þeirra, eins og / -

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.