Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1987, Síða 8
HÚMORESKUR
í STEINLEIR
SÓLEY EIRÍKS-
DÓTTIR opnar skúlpt-
úrsýningu á Karvals-
stöðum í dag.
Efniviðurinn er stein-
leir og sérstaðan felst
ekki sízt í því, að þótt
verkin séu unnin eins
og hver önnur alvarleg
list, hafa þau yflr sér
eitthvað, sem kemur
manni í gott skap.
Idag eru merk áfangaskil hjá Sóleyju Eiríksdóttur,
því hún opnar á Kjarvalsstöðum sína fyrstu einka-
sýningu á skúlptúr, en áður hefur hún oft tekið þátt
í samsýningum, bæði hér og erlendis. Við sögðum
frá því hér í Lesbók fyrir um það bil þremur árum,
þegar hún og tvær listakonur aðrar slógu
sér á gamalt hús við Lindargötuna og settu
þar upp vinnustofu. Sóley hefur verið mjög
virk þótt hún hafí farið sér hægt í sýningar-
haldi og er óhætt að segja, að hún sé þekkt
meðal þeirra, sem eitthvað fylgjast með
myndlist.
Þótt Sóley stundaði sitt nám í keramik-
deild Myndlista- og handíðaskólans, tók hún
stefnuna fljótt á skúlptúr fremur en gerð
nytjahluta, enda var skúlptúrdeildin naum-
ast til, þegar hún var í skólanum. Af því
sem sést hefur hefur eftir Sóleyju hingað
til, er ljóst að hún hefur markað sér bás
með sérkennum, sem eru hennar eigin.
Á degi hveijum liggur leið hennar í vinnu-
stofuna á Lindargötunni, en þar að auki
kennir Sóley í keramikdeild og skúlptúrdeild
Myndlista- og handíðaskólans. En hún
stendur ekki í neinum átökum við leirinn
heima hjá sér. Þar teiknar hún samt heilmik-
ið og hefur þann hátt á, að teikna verkin
alltaf áður en til þess kemur að gefa þeim
form í þrívídd. En hún teiknar þau bara frá
einni hlið.
Nú er Sóley alveg hætt að forma nytja-
hluti, til dæmis skálar, „nema þegar ég er
í fýlu“ eins og hún segir, „þá geri ég eina
og eina skál, svona eins og þegar íþrótta-
maður hitar sig upp með því að hiaupa. En
ég hef ekki áhuga á þesskonar framleiðslu
sjálf, þótt ég hafí gaman af því að sjá nyta-
hluti eftir aðra og beri fulla virðingu fyrir
þeirri grein.“. Aftur á móti vildi hún geta
unnið stærri skúlptúra, en ofninn setur
henni takmörk á meðan hún heldur sig við
leirinn og brennsluna og leyfír ekki stærri
hluti en 80cm á hæð. Stundum hefur hún
þó formað stærri hluti og komizt með þá í
ofn annarsstaðar. Nú er svo komið, að hana
Skúlptúr eftir Sóleyju. Efni: Steinleir.
Nafn: „Tumi“.
langar til að fara að vinna í önnur efni til
þess að geta unnið stærri verk og þá um
leið fengið annarskonar útkomu. Helzt vildi
hún geta steypt í kopar og járn.
„Mér finnst annars engu máli skipta
hvaða efni eru notuð og hvemig skúlptúr
er unninn, eða hvort hann er til dæmis
málaður“, segir Sóley, „það eitt skiptir
máli, að hann sé góður. Þegar rætt er um
leirskúlptúr, þá er eins og sjálft verkið skipti
engu máli; allt lendir í tali um tækni. Það
er eins og það sé eitthvert tækniundur að
brenna leir. Að sjálfsögu þykir mér leirinn
mjög hrífandi efni. En mér fínnst um of
liggja í landi , að litið sé á það sem hand-
verk fyrst og fremst, þegar efniviðurinn er
leir.“
Meðal þess, sem hefur einkennt leirlist
Sóleyjar fram til þessa eru myndir af fólki
- stundum einnig af dýrum - framsett á
kátlegan máta, svo jafnvel mjög alvarlegum
áhorfanda verður á að brosa. Það mætti
kannski kalla þetta húmöreskur í leir og
sést þessi kátlegi eiginleiki Sóleyjar til dæm-
is á myndunum, sem hér fylgja með og eru
á Kjarvalsstaðasýningunni.
„Þetta er ekki neitt, sem er fyrirfram
ákveðið, heldur eitthvað sem gerist", segir
Sóley. „Ég fæ ekki allt í einu sprenghlægi-
lega hugmynd og ákveð að festa hana í
leirskúlptúr. En mér fínnst húmor engu
spilla og ég vil að lífíð sé skemmtilegt. En
þessi kátlegi svipur, sem þú minnist á, er
ekki alltaf fyrir hendi. Sumt er einungis
pínulítið ljóðrænt án þess að vera nokkuð
sérstaklega fyndið.
Ég hef aldrei reynt að mála mynd í al-
vöru; geri það kannski þegar ég verð komin
Skúlptúr eftir Sóleyju. Efni: Brenndur
steinleir. Nafn:„ Ha?“
á gamals aldur. Eins og er hef ég yndi af
þrívíðu formi; samt er það einhvemveginn
svo, að myndimar fá forhlið og bakhlið.
Formið verður þó að vera gott frá öllum
hliðum. Þetta em allt fígúratífar myndir og
oft er ég að segja einhveija sögu í leiðinni.
Annars er mér lítið gefíð að tala um þetta.
Það verður maður að vísu að gera í kennslu,
en þá er verið að tala um annarra manna
verk og það er miklu skárra."
GS.
Þetta er ekki maður með hrútshorn ogalls ekki sjálfsmynd.
Efni: Steinleir. Nafn:„ Hvað?“