Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1987, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1987, Qupperneq 9
HRINGFORMIÐ TENGIST VON OG HAMINGJU - en einnig tómarúmi og söknuði Afyrri sýningum Braga Asgeirssonar hefur ein- att mátt sjá hringformið, sem hann virðist oftar hverfa til en flestir aðrir málarar hér og hefur jafnvel skapað sér sér- stöðu með kringlóttum myndum. Þannig notar hann hringformið til að marka útlínur myndar, en auk þess getur hringformið verið táknrænt eins og fram kemur hér hjá Braga. Hughrifin hafa BRAGIÁSGEIRSSON opnar í dag sýningu á Kjarvalsstöðum og skýrir í stuttu spjalli við Lesbók ýmislegt um HUGHRIF, en svo nefnir hann sýning- una borið hann víða og þau hafa skilið eftir myndir, sem sumar eru mjóar og háar í laginu og inntakið alveg abstrakt. Önnur hughrif leyna ekki uppruna sinum og eru reyndar fullkomlega figúratíf og nægir að vísa til myndanna, sem hér eru prentaðar. Svo sjóaður er Bragi í list sinni, að hann getur leyft sér að fjalla um sundurleitustu efni og í rauninni á mjög fjölbreytilegan máta, — og samt haldið skýrum og klárum höfundareinkennum. Slíkt er aðalsmerki góðra listamanna, en sá óreyndi, sem hætt- ir sér út í slíkt, týnir sjálfum sér og kemur fram sem brotabrot úr ýmsum áttum. Um það hefur mátt sjá nokkur átakanleg dæmi upp á síðkastið. Sumt sem þama getur að líta hefur ekki áður sést frá hendi Braga; til dæmis portret af manni, sem margir munu kannast við, ásamt konumynd, sem byggð er á teikningu eftir Picasso. Um þetta verk og tvö önnur á sýningunni, „Flautuleikarann“ og „Sjói íslands", segir Bragi: Málverkið, sem ég nefni „Hommage á Picasso" (Marie Laura de Noailles og Alfreð Guðmundsson), er málað eftir fjölmargar heimsóknir á Picasso-sýninguna á Kjar- valsstöðum sl. sumar. Eg hreifst mjög af léttleikanum í þessari teikningu, sem var einkenni listamannsins, þegar hann gerði sínar bestu myndir. Einmitt slík rannsókn línunnar fæddi af sér ný tímabil í list meist- arans, á sama hátt og Matisse var síteikn- andi í garði sínum og úti í náttúrunni og fékk svo hugmyndir að nýsköpun í list sinni út frá þessu rissi. Þannig hafa listamenn aldarinnar, er lengst náðu, aldrei vflað fyrir sér að leita til hlutveruleikans og næsta umhverfís að hugmyndum, og list þeirra vár alla tíð að rannsaka hlutveruleikann og nálgast hann frá stöðugt nýjum hliðum. Rífa fyrri gildi niður og byggja upp nýjan myndheim og oft fullkomlega hlutkenndan (konkret). Þeir umbreyttu honum í hrein flatarmálsform af mismunandi styrkleika — sem fólk al- mennt nefnir abstrakt. Það að skíra mynd „Hommage á...“ og bæta við nafni ein- hvers listamanns þýðir að viðkomandi er að tjá honum virðingu sína og hollustu, og í því skyni leita þeir í smiðju þeirra um útfærslu myndar eða m}mdraðar, umbreyta og bæta við sínum eigin stfl. Þetta er mjög algengt í myndlistarsögunni, og eru mörg nafnkennd verk til vitnis um það. Mynd mín, sem er yfírfærsla teikningar í málverk, var í vinnslu þegar ljósmyndar- ann bar að garði og átti nokkuð í að teljast Sjóir íslands Hommage a Picasso Flautuleikarinn fullgerð. — En þetta gefur einmitt tilefni til hugleiðinga um það, hvenær mynd sé fullgerð. Margur álítur, að mynd sé aldrei lokið, menn hætti einungis við hana á ákveðnu vinnslustigi — hafa kannski ekki meira að segja að sinni. Fijór listamaður finnur sífellt nýja möguleika við gerð mynd- ar og getur haldið endalaust áfram — hann hefur í sjónmáli tíu nýja möguleika, er ein- um áfanga er náð. Það eru einungis handverksmennimir í listinni er ljúka við myndir hveiju sinni, en hins vegar er það staðreynd, að menn gætu ekki hugsað sér fjölda myndlistarverka lista- sögunnar öðruvísi, þótt listamennimir sjálfír hafí allt eins verið á annarri skoðun. Þetta hefur verið skilgreint með framslættinum „Þegar maður telur sig hafa lokið við mynd og er þess fullviss að hún sé í sínu endan- lega formi, þá er tími kominn til að taka til við að mála hana..." í þekktu viðtali, sem listaverkakaupmaðurinn nafnkenndi, Daniel Henry Kahnweiler, átti við Picasso á gangi um götur Parísarborgar árið 1946, fór Picasso að tala um Juan Gris, sem mál- aði ýmsar af perlum kúbismans: „Gris var það ljóst, að til þess að mála eina mikla mynd hefði hann þurft þúsund ár, þúsund líf, svo að hún yrði einmitt þannig sem hann vildi hafa hana,“ og hann benti á trén á Av'nUe de Messine, „til þess að mála öll laufblöð peirVa yrði maður að fá alla Kín- veija þessa heims í vinnu — í þúsund ár. Veistu hvað við verðum að gera? Skilja það, að sá heimur, sem við sjáum með aug- unum, er ekkert...“ Málverkið „Flautuleikarinn", sem byggist á beinum hughrifum líkt og flestar myndim- ar á sýningunni, er eitt þeirra verka, sem eru í vinnslu í langan tíma, jafnvel fleiri ár. Maður málar þær í áföngum, leggur þær svo til hliðar, jafnvel í marga mánuði, áður en kannski aðeins örlitlu er bætt við. Mögu- leikamir em svo margir, að manni fallast hendur að skammri stund liðinni, því það er fullljóst, að ef haldið væri áfram enn um stund hefði það þær afleiðingar, að myndin gjörbreyttist. Þá væri maður að svíkja þá upprunalegu stemmningu, sem gengið var út frá að mála, þó svo að myndin yrði ef til vill betri í annarri gerð. Það að breyta myndum gera málarar iðulega, og hér er ég engin undantekning, en svo koma fram undantekningar frá reglunni, sem vekja upp í viðkomandi þijósku, og takmarkinu skal ná, hvað sem það kostar. Það sem fyrir mér vakti við gerð þessar- ar myndar var að ná fram síhvikulum litrænum blæbrigðum, er virka tónrænt á augað og eru í samræmi við innihald mynd- arinnar. Ég notaði mikið þunna, gagnsæja liti, sem ég málaði ofan í aftur og aftur til að auka á efniskennd litanna og til að ná fram innri dýpt. Fullyrt hefur verið, að hægt sé að umbreyta tónlist í liti, og hví skyldi þá ekki vera mögulegt að umbreyta litum í tónlist? Hugmyndin er sótt í ljós- mynd af Manuelu Wiesler, en í fijálslegri útfærslu. í fomum ritum og heimildum dulfræðinn- ar táknar allt kúlulaga og hringlaga sólina og tunglið, — tengist voninni og hamingj- unni. Hið hringlaga táknar einnig núllið, tómarúmið og söknuðinn, — áframhaldið, endalokin, miðjuna og valdið. Punkturinn er hringlaga líkt og kjaminn. í aldanna rás hefur hið hringlaga þannig verið sett í sam- band við ótal fyrirbæri þekkjanleg sem yfirskilvitleg. Hringurinn í málverki mínu „Sjóir íslands“ hefur og fjölþætta merk- ingu, sem nær einnig yfír tíma og lými, og má hver og einn spá í merkinguna, eins og honum þóknast, og allir munu að einhveiju leyti hafa rétt fyrir sér. Sjálfur velti ég því lengi fyrir mér, hvað ætti að koma á þennan flöt myndarinnar til mótvægis við fuglinn og veita um leið auknu rými inn í heildina, skapa byggingar- legt jafnvægi og um leið aukið margræði. Lengi hugsaði ég mér stflfært andlit karl- manns, en fannst það of algeng og einföld lausn. Hringurinn var svo lausnin, því að hann er að mínu mati í fullkomnu samræmi við aðra hluta myndarinnar og heldur hinu öfluga formi fuglsins í skefjum, auk þess sem táknrænt gildi hans fellur undir það, sem ég vildi sagt hafa, og þau heildarhug- hrif, sem ég stefndi að og vildi ná fram.“ GS LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. APRÍL 1987 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.