Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1987, Qupperneq 11
Ketill kvað svo vera. Hrappr var þá einn
á ganginum niðri. Ketill víkr að honum og
sagði:
„Heyrðu Hrappr minn! ég er ekki nærri
því vaknaðr enn þá; þú munt ekki geta
gefið mér hálfan núna?“
Hrappr svarar: „Eg á ekki eitt kvintin
af brennivíni núna, svei mér þá alla daga.“
„Jæja, það gjörir ekkert til,“ segir Ketill.
Hrafn gekk inn í lestrarstofu sína. Þar
var fyrir Gyrgir og sat að lestri. Hann var
maður hávaxinn og grannvaxinn, móleitr á
hörundslit, svarthærðr og stríðhærðr,
grannleitr og kinnbeinahár; engi var hann
afburðamaðr á afl né mannvit, en meinorðr
stundum.
Hrafn átti tal við hann og gekk út síðan.
Ketill spyrr, hvort nokkurr sé inni. Hrafn
játti því: „Hann Gyrgir er þar, og er að
læra utan að danska versíón yfír Livíus, og
skilr ekki nema rúmlega annað hvert orð.“
Hrappr hristir höfuðið, hlær og segir:
„Það er nú varla von, að hann skilji hana;
hún er víst glettilega þung.“ —
„Ég þurfti annars að ná bók,“ segir Ket-
ill og hljóp inn í bekk.
Þá lýtr Hrappr að Hrafni, og segir: „Það
er annars brennivínsveðr; viltu ekki fá þér
neðan í því, lagsmaðr?"
Þá hýmaði yfír Hrafni, og kvaðst hann
það þiggja vilja; ganga þeir síðan í stofu
báðir. Hrappr dregr upp flösku fulla, lýtr í
og segir: „Ogn hefír þó dregið sig saman í
henni síðan áðan.“ Síðan drekkr Hrafn eitt
staup. Þá bauð Hrappr annað.
„Gef mér í nefíð fyrst,“ segir Hrafn.
Hrappr gjörir svo, og þá þá Hrafn annað.
Þá setr Hrappr fíöskuna inn í skáp. Hrafn
hyggr á eftir flöskunni og segir:
„Hrappr! allt er, þegar þrennt er!“
Hrappr hlær og segir: „Viltu fá einn til?
Það er velkomið."
„Ekki spillir það,“ segir Hrafn, „því að
mér sýnist á gluggunum sem ekki veiti af
því, einkum af því ég er nú aldrei í neinu
utan yfír mér, hvort sem það nú er af nísku.
mikilmennsku, eða af hveiju sem það nú
er.“ —
Síðan rennir hann út hina þriðju og fer
svo heim.
En er Hrafn kom heim voru þeir þar fyr-
ir mötunautar hans, Skeggi, Styrr, Heim-
dallr, Njörvi og Loki. Bessi var þar og
kominn. Hrafn spurði um hvað þeir ræddu.
Bessi svarar: „Við ætlum að prótestera á
móti því að fara í kirkju í dag, af því að
messað var á dönsku á sunnudaginn var.“
Hrafn segir: „Ætlið þið þá ekkert guðs-
orð að hafa í dag?“ —
„Bænir, held ég,“ segir Bessi, „hann
Þrándr vill ekki gefa það eftir með öðru
móti, og er ég þó búinn að nudda við hann
lengi."
Hrafn spyrr, hverr yrði við bænir. —
„Sigurðr," segir Bessi, „hann átti líka að
fara í kirkju; hann má verða feginn að fríast
við það í þessum kulda." —
„Jæja, þetta er ekki svo óálitlegt,“ segir
Hrafn.
Síðan fór Bessi út, og ætlaði að gjöra
þeim vart að koma til bæna, er eigi vissu
áðr þessa ráðagerð. En er hann var útgeng-
inn, tekr Styrr til máls og segir: „Eigum
við ekki að fara að éta — hverr praktíserar
í dag?“
„Það skal ég gera,“ segir Skeggi og verpr
12 skildingum á borðið og segir: „Taktu
flösku í skápnum, Dalli, og biddu hana
Gunnu gotrauf að hlaupa eftir á hana."
Heimdallr segir: „Hvar er annars best
brennivín?"
„Hvergi best,“ segir Hrafti, „en það er
illskást hjá honum Einari ugga; það er ann-
ars hvergi ærlegt brennivín að fá, síðan
hann Jón heitinn fór til andskotans eða ég
veit ekki hvert.“
Heimdallr fór fram með flöskuna og skild-
ingana, en kom brátt aftr og mælti:
„Andskotans kerlingin kemst ekki til að
fara; hvemig eigum við nú að fara að?“
Skeggi svaran „Við skulum senda hann
Loka; þú hleypr fyrir okkur, greyið mitt!
Og vertu eldandi fljótr."
Loki stingr flöskunni í treyjuvasa sér og
hleypr út síðan.
Litlu síðar em barin 5 högg á dyr og
þrammar Hákon inn. Hann var maður lág-
vaxinn og gildvaxinn, þrýstinn og herði-
breiðr. Hann kastar kveðju á menn, og spyrr
síðan: „Hvort hafíð þið sent hann Loka
núna út af örkinni? Ég mætti honum héma
fyrir utan og stóð þá flöskustútr upp úr
vasa hans, og stiptamtmaðrinn og hann
Finnr kaupmaðr, helvítis kjaftagrindmar
þær, mættu honum rétt á eftir.“
„Já, já,“ segir Styrr; „það verðr þá ekki
lengi á leiðinni til andskotans, það vill segja,
hans Pusa.“
Skeggi segir: „Við skulum skamma strák-
inn, þegar hann kemr; andskoti er hann líka
lengi; það er öldungis ófært; við verðum að
beija hann, held ég.“
Heimdallr yrti á Hákon og mælti: „Ertu
kominn til þess að sníkja brennivín, skratt-
inn þinn?“
„0, nei,“ segir Hákon, „ég ætlaði að fá
mér í nefíð hjá helvítinu honum Kolbeini;
er hann ekki kominn á lappimar enn þá?“
„Líklega ekki, hann var blindr í gær-
kvöldi," segir Heimdallr. —
í því bili kemur Loki með flöskuna.
Skeggi stökkr upp og þrífr af honum flösk-
una og segir: „Við skulum fá okkur dramm;
það er annars of lítið í okkr svona marga
þetta, og so-gar hann Hákon með.“
Hrafn segir: „Ætla það verði ekki pass-
legt; ég vil reyndar ekki hafa í þessum
bölvuðum pínum, en ég vil heldr ekki nema
einn snafs almennilegan."
„Og ég ekki heldr," segir Hákon.
Skeggi svarar: „Því ætla þú viljir ekki
annan og þriðja? Aperíens í þig er ekki
nema rétt eins og einn dropi í sjóinn."
„Ég kemst ekki til meira; ég fer strax
út,“ segir Hákon.
„Og ferð út til að dufla; ég kem með,“
segir Hrafn.
Síðan fóra þeir á brott bráðum.
Er þeir vora út famir, mælti Hrafn:
„Veistu um, þessar bænir, sem þeir ætla
að halda í dag?“
Hákon segin „Nei, höfum við ekki
kirkju?"
Hrafn segin „Nei, þeir ætla að oppónéra
repúblíkanamir, Bessi og Styrr og fleiri."
Hákon segir: „Ætla það verði nokkuð úr
því? Skyldi hann Þrándr vilja það?“
Hrafn segin „Bölvað fari það, að það
verðr nokkuð úr því; þeir segja rejmdar, að
Þrándr ætli að gangast fyrir því; en hann
er viss með að svíkja þá; hann er soddan
andskotans selr; það gildir annars einu í
þessu efni.“
Hákon hlær við og segir: „Þeir vora ann-
ars rétt efnilegir þama inni, Skeggi nokkum
veginn plenus — hann hefr víst smakkað
einhvers staðar annars staðar í morgun —
og hinir nokkum veginn semíplení eða und-
ir það.“
Hrafn segin „Já, en Skeggi hefír nú samt
ekki smakkað nema einn og líklega engan,
þegar hann kemr upp eftir, ef rektor ferr
að tala um það; en hefír þú séð fleiri fulla
í dag?“
Hákon segir: „Ketill sýndist mér nokkum
veginn blindr áðan — ég mætti honum á
götu —, og ég gekk áðan fram hjá honum
Hróbjarti, og stóð Þórarinn þar fyrir utan
dymar og var að míga."
Hrafn segin „Sá hefír svei mér verið
búinn að hesthúsa nokkrar af ölinu; ætla
þeir hafi ekki sjálfsagt verið þar fleiri?"
Hákon svarar: „Og sjálfsagt; ég þóttist
sjá framan í hann Sighvat litla út um
gluggann; ég hefí máské forfært hann til
drykkjuskapar með kirsubeijabrennivíninu
í fyrra; honum þótti það svo ósköp gott.“
Hrafn segir. „Maðr vonar, að ekki sé
svo, en nótabene er ölið ekki spírítúósum?“
Hákon svarar: „Nei, nei; en það er oftast
eitthvað rauðleitt eða hvítleitt með því; það
er nú þessi andskotans drykkjuskapr; þó
við séum ekki bindindismenn, þá drekkum
við þó með anstand." — „Já, það er nú svo,“
segir Hákon, „ég í fyrra og þú á duggara-
bandsáranum þínum; þá fóram við nokkram
sinnum með flösku uppá vasann út á batt-
erí eða suðr á mela eða upp að Skólavörðu,
o.s.frv."
Hrafn svarar: „Já, þetta var ljóti lifnaðr-
inn reyndar; það var orðið að máltæki hjá
mér að kalla vinstri hliðina á mér flöskumeg-
in, t.a.m. að sitja flöskumegin við mig var
að sitja mér til vinstri handar."
Hákon segir: „Flaskan hefir þá verið ein,
og þín vinstri handar kona.“
Síðan lauk tali þeirra og gengu þeir upp
í skóla báðir . . .
... Nú er þar til máls að taka, að þeir
setjast að borðum Styrr og Skeggi, Hrafn,
Heimdallr og Njörvi. Þar var og fleira
manna. Ásdís Guðnadóttir gekk um beina.
Styrr var maðr vaxinn vel og viti borinn,
en ákafamaðr mikill og nokkuð uppivöðslu-
samr, orðhvatr og orðdjarfr. Hann tók til
máls og mælti: „Mikið andskotans hunda-
greni er þessi bær; enginn kotrass er svo
argr, þótt um víða veröld væri leitað, og
varla þótt farið sé til helvítis," og hlær við.
„Hvað er hér nýtt á ferðum?" segir
Heimdallr, „sástu nokkuð hundagrenislegt
í kirkjunni í dag?“
Styrr segir: „Ekki eiginlega, en hann
Bessi hvíslaði því að mér, að tvær dömur
hefðu nefnt mig í einhveiju hljóðskrafí í
gærkvöld sín í milli."
„Ertu svo heilagr að ekki megi nefna
þig?“ segir Heimdallr.
Styrr svarar: „Þær hafa sjálfsagt verið
að tala um mig einhveijar skammir."
Heimdallr segir: „Er ekki hægt að tala
annað en skammir um þig?“
Styrr segir: „O, það er misskilningr og
það í meira lagi; ertu virkilega svoddan
asni og idjót, að þú vitir ekki, að þær tala
aldrei neitt annað en tómar skammir og
lygar, dömumar héma f Vík?“
Heimdallr brosti og mælti: „Ég þykist
vita það mótsetta."
Þá rekr Skeggi hnefana í hlið honum, svo
að hann var nær fallinn af stólnum, og
mælti: „Viltu nokkuð vera að forsvara þau
helvítis skftt?“
„Ekki gengr nú lítið á,“ segir Ásdís hús-
freyja; „þær era líklega ekki þess verðar
að vera að beijast út af þeim. Hvað hafa
þær annars gert yðr, Skeggi?"
Skeggi svaran „Þær hafa logið upp á
mig fyllisögum og dufísögum, og ég veit
ekki hveiju; og þó þær hafí aldrei nema séð
mig kenndan, þá kemur þeim andskotann
ekkert við að kjafta um það.“
„Það er bágt að banna þeim að tala,“
segir Ásdís.
„Mér er iíka sama,“ segir Skeggi, „hvem
djöfulinn þær slúðra; ég tek ekki allra
minnsta nótise af því; ég ætla mér ekki að
setja loku fyrir bölvaðan kjaftinn á þeim.“
„Já, segjum tveir, þetta er mikið skyn-
samlega sagt,“ segir Styrr.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. APRÍL 1987 11