Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1987, Side 12
Mælti að lokum enginn á móti. Var nú
staðið upp frá borðum ...
... Skeggi gengr út og hittir Svöfu Sig-
hvatsdóttur. Hún var ein heima. Skeggi
tekr í hönd henni og segir: „Má ég ekki
heilsa yðr með kossi, fröken? Það er svo
langt síðan ég hefí séð yðr,“ dregr hana
síðan hægt að sér, og kyssir hana fast. Síðan
setjast þau niðr og hjala.
Hann hallar sér að bijósti hennar og seg-
ir „Ég þori að segja, það er ekki skemmti-
legra hjá englunum en yðr.“
Svafa brosti og mælti: „Þér meinið ekk-
ert með þessu; þér eruð að gjöra að gamni
yðar.“
Skeggi svarar: „Er það mögulegt, að þér
getið haft þá meiningu um mig, að ég geti
sagt annað við yðr en ég meina?" Hann
hnýtir hnefana fyrir aftan bak sér og hleyp-
ir brúnum og vill upp standa.
Hún þrífr í hann og mælti: „Þér megið
ekki reiðast; ég hefí alltaf haft góða þanka
um yðr og álitið yðr eins og bróður minn.“
„Eins og bróður? Geta þá bróðir og syst-
ir elskast," segir Skeggi.
Svafa svarar: „Það þykist ég hafa reynt.“
„Má ég þá sitja kyrr?“ segir Skeggi.
Svafa brosti og mælti: „Ekki banna ég
yðr það.“
Hallar hann sér þá aftur að bijósti henn-
ar og sofnar þar. Hún ferr þá hægt undan
honum, lætur kodda undir höfuð honum og
breiðir ofan á hann. Síðan sest hún á stól
gagnvart honum og tók að sauma, og renn-
ir ótt til hans döpru auga. En er háttatími
var kominn fyrir hann, vekr hún hann.
Hann rís upp og segir. „Hverr andskot-
inn? Hvar er ég? Hvemig er ég hingað
kominn?"
Hún segir sem var.
Hann rekr þá upp hlátr mikinn, kveðr
hana síðan með handabandi, og fer síðan
upp í skóla, en hún sat eftir og felldi tár.
En er hann kom inn í svefhsalinn, voru
flestir til reklqu gengnir. Loki og Heimdallr
flugust á. Hákon sat á rúmi Sighvatar og
ræddi við hann. Hrafn var á gangi. Hann
var maðr meðalhár, en þrekvaxinn og stór-
beinóttr, dökkr yfírlits og hárið svart,
munnstórr og digmefjaðr, og liðr á nefí.
Hann var hljóðlyndr jafnan og myrkr í
skapi, einrænlegr og óráðþæginn, óþýðr og
óvæginn, er því var að skipta. Hann gekk
aftr og fram um gólfíð með knýttum hnef-
um, og beit á jaxlinn og raulaði fyrir sér:
„sator a repo“ o.s.frv.
Allir vom til rekkju gengnir að slökkmáli.
En er Hrappr hafði slokkið ræddi Ketill
til Bessa: „Hvar hefírðu verið seinni partinn
í dag?“
„Og á götunni mestmegnis," segir Bessi;
„við skmppum reyndar allra snöggvast inn
til hans Böðvars, til þess að fá okkr kalt
vatn og sígara."
Ketill segir: „Hveijir vom með þér?“
Bessi svarar: „Og við vomm nú ekki nema
ellefu í hópnum."
Þá tekr Tryggvi fram í og segir: „Mikil
andskotans kómedía var það sem við höfðum
í kvöld. Við mættum kerlingu og fómm að
tala við hana rétt upp á grín; en þegar við
ætluðum burt, brá helvítið hann Mörðr
henni, svo hún steyptist á grúfu ofan í fönn-
ina; svo skildum við hana eftir hljóðandi.
Svo mættum við pólitíunum, og Þórarinn
sagði þeim, að við væmm að leita að þeim
til þess að segja þeim til kerlingar, sem við
hefðum séð í fönninni."
Ketill segir: „Ætla að kerlingin hafi ekki
þekkt ykkr?“
Tryggvi svarar: „Hún hefír sjálfsagt
þekkt, að það vom skólapiltar, en líklega
ekki meir.“
Ketill segir: „Bölvaðr spillopmager er
hann Mörðr; var það ekki hann, sem meig
í flöskuna héma um daginn?"
„Sumir kalla svo,“ segir Hrafn.
„En veit enginn hver meig í stígvélin
Snakkarans í fyrra?" spurði Ketill.
Tryggvi mælti: „Þú hefír líklega gert það
sjálfr; ég trúi engum öðmm til að vera svo
dónalegum."
Hákon segir: „Veit ég þann sem veit; það
er ég sjálfr."
Ketill segir: „Æ, hverr var það, greyið
mitt? Segðu okkur það?“
Hákon mælti: „Hvem andskotann ætla
þig varði um það; þú hefír nóg að kjafta
um annað, ef þú þarft þess endilega með.“
Gyrgir segir: „Hann ætlar að gefa henni
madömu Signýju það í leiktoll."
Ketill segir: „Ég skal rota þig með massa
af eifrópeiskum fraser(?), ef þú slúttar ekki
á þér túlanum, andskotans gaglnefrinn
þinn!“
Gyrgir mælti: „Þetta er svo ósköp ómerki-
legt; það er svo trítum."
Ketill segir: „Enn þá trítari em andskot-
ans absúrdan, sem daglega emanéra úr
þínum dúmmkloðríanska kopfí.“ —
Þögnuðu þá allir og tóku að sofa.
L I F R I K I Ð
Votnin miklu
í Norður-Ameríku
Fyrstu landkönnuðir, sem fóru um vötnin, nefndu
þau ferskvatnshöfin. í þeim eru 20% af öllu
fersku vatni jarðarinnar og 80% af ferskvatni
Norður Ameríku. Vatnakerfið nær yfír hálfa
Ameríku og meðfram 1600 km af landamærum
Vötnin í Norður
Ameríku eru það stór,
að geimfari sér þau frá
tunglinu. Vatnasvæði
þeirra nær yfir 764 þús-
und ferkílómetra, þar
af eru sjálf vötnin 246
þúsund ferkm., eða^
eins og hálft þriðja ís-
land. Þessi vötn eru 5
og þau eru meðal 15
stærstu vatna heimsins.
EFTIR SIGURÐ
GREIPSSON
Kanada og Bandaríkjanna.
Vötnin hafa töluverð áhrif á veðurfar í
miðri Norður Ameríku. Þau kæla loftið á
vorin og sumrin en hita það á haustin.
Vötnin eru ung jarðfræðilega séð. Þau myn-
duðust fyrir 9 þúsund árum, þegar síðasti
ísaldaijökullinn hörfaði. Þau heita Superior,
Huron, Michigan, Erie og Ontario.
Superior er vatnanna stærst; það er einn-
ig nyrst og dýpst þeirra, dýptin mest 408
metrar. Þessi risastóru vötn eru samtengd
af fljótum sem hafa nokkuð jafnt rennsli.
Þannig tengir St. Maryá áin Superior-vatnið
við Huron-vatn. Hæðarmismunur þar á milli
er enginn. Það er síðan St. Clair áin, sem
tengið Huron við Erie-vatnið, en afrennsli
þess er Niagara-áin, sem rennur í Ontario-
vatn. Þar á milli er um 100 metra hæðar-
munur og þar verða hinir frægu Niagara-
fossar, 93 m á hæð.
Þetta mikla vatnsrennsli er að hluta til
undir stjóm; til dæmis er vatnsmagni í Niag-
ara-fossum stýrt og haft mest þann hluta
úr árinu, þegar ferðamannastraumur er
mestur, en þar fyrir utan er helmingur
vatnsmagnsins tekinn til raforkufram-
leiðslu. Þetta eru feykileg vatnsforðabúr;
öll eru þau það djúp, að botn þeirra nær
niður fyrir sjávarmal, nema Erie-vatnið, sem
er þeirra grynnst. Aftur á móti er Ontario-
vatnið minnst að flatarmáli, en næst dýpst.
Úr því rennur St. Lawrence-áin, um 500
km löng, og eina afrennsli vatnanna í úthöf-
in. Hún er mikilvæg skipaleið og nokkur
raforkuver nýta sér fallhæð hennar.
Raunar er hún vatnsmeiri en áður var.
Það helgast af því, að rennsli í vötnin hefur
verið breytt og tvö fljót, sem áður mnnu í
Hudson-flóa, renna nú í Superior-vatnið.
Það var á sínum tíma gert til þess að fá
aukið vatnsmagn til raforkuframleiðslu.
Einnig er tekið heilmikið vatn til ýmissa
þarfa; til dæmis er 90 rúmmetrum vatns
dælt á hverri sekúndu til Missisippi-fljótsins
og er þetta m.a. gert til þess að draga úr
mengun í Michigan-vatninu. Talsvert vatns-
magn þarf í alla þá skipaskurði, sem
tengjast vötnunum. Arið 1975 voru teknir
úr vötnunum 140 þús. lítrar á sekúndu til
aðskiljanlegra nota fyrir mannfólkið, m.a.
að hluta sem drykkjarvatn fyrir þær 37
milljónir manna, sem búa í nánd við vötnin.
Welland-skipaskurðurínn var grafinn
framhjá Niagara-fossunum ogskipti
sköpum fyrir flutninga með stórum
skipum. Hæðarmismunurþama er
99,5m
Eins og nærri má geta nota einnig land-
búnaðurinn og ekki sízt iðnaðurinn stóran
hiuta af þessu vatni. Og þörfín fyrir vatn
fer frekar vaxandi; áætlað er, að eftir um
það bil 50 ár verði teknir 880 þúsund sek-
úndulítrar til sömu nota, ef svo fer fram
sem horfír. Að sjálfsögðu verður að láta
neyzluvatn fara í gegnum hreinsistöðvar.
Stjórnun á vatnshæð og
mengnnarvandinn
Með stíflum við útrennslið úr vötnunum
Niagara-fossar eru milliErie og Ontariovatns, þar sem hæðarmunurinn er mestur milli vatnanna oglengst af var hér
aðalþröskuldurinn í sambandi við skipaferðir.
12