Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1987, Qupperneq 14

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1987, Qupperneq 14
 M M ■ ■ V 1 s 1 N D A S K A L D S O G U R Hann, vélmennið Isaac Asimov Asimov er fyrrum prófessor í lífefnafræði og höfundur yfir 340 bóka um allt milli himins og jarðar nema ef vera skyldi uppeldi hús- dýra, þótt ekki sé ólíklegt að jafnvel fyndist bók eftir hann um það efni. Þar má nefna Vísindasögur eru um þessar mundir ein vinsælasta og útbreiddasta grein bók- mennta íheiminum. Þær eru hátt á metsölulistum erlendis og eru margir rit- höfundar orðnir nafntogaðir. Nægir að nefna Arthur C. Clarke, Isaac Asiomov oghinn þekkta vísindamann, CarlSagan, sem nýverið sneri sér aðgerð vísinda- sagna. íStóra-Bretlandi ogsumum ríkjum Evrópu eru vísindasögur ekki aðeins viður- kenndar, sem hluti af alvarlega þenkjandi bókmenntum, heldurhafa einnigmargir virtir rithöfundar, þekktir á öðrum sviðum, lýst yfir mikilvægi vísindasagna ogritað sjálfir slíkar bækur. f þessum hópi er fólk á borð við Doris Lessing ogKurt Vonneg- utsem ekkiþarf að fjölyrða um. Útbreiðsla og áhrif vísindasagna koma líka skýrt fram þegar litið er á vinsælustu kvikmyndimar nú á tímum. Myndir á borð við Star Wars, ETog Aliens hafa slegið öll met. íslendingar hafa einnig verið mjög svo móttækilegir fyrir þessum kvikmyndum ogreyndar einnig vísinda- sögum íbókarformi. Þó að ekki hafi margar vísindasögur verið ritaðar eða þýddar á íslensku seljast þær stórvel í bókaverslunum í enskum og bandarískum útgáfum ogbjóða stærstu verslanirnar, Eymundsson ogMál ogmenning, upp á slíkt úrval ogslíkan fjölda visindasagna að ekki fer á milli mála að um er að ræða l almenn t lesnar bókmenn tir. Eins og áður sagði er markmið mitt að kynna vísindasögur ogjafnvel rithöf- unda lesendum Morgunblaðsins ogjafn- framt að leiðbeina þeim, sem þegarlesa vísindasögur, um hvað áhugaverðast sé að lesa hverju sinni. Einnigmá koma með greinar um vísindasögukvikmyndir og segja frá hvemig þær tengjast bókunum. Eins ogsjá má hefégkosið að nota orðið vísindasöguryfir „ science fiction “ í stað vísindaskáldsagna. Þaðerstyttra og þjálla ogskilarsömu merkingu. orðabækur, kennslubækur, sjálfsævisögu, sögu Norður-Ameríku í fjórum bindum, leið- beiningabók um Biblíuna, léttvægar kynlífs- bókmenntir, leynilögreglusögur, kímnisög- ur, bamasögur og fleiri greinar um vísindi en verða tölfestar að ógleymdum vísindasög- unum — margar hverjar metsölubækur — sem hafa átt hvað mestan þátt í velgengni hans og valdið því að hann er nú nafntogað- ur maður í Bandaríkjunum sem kemur fram í sjónvarpsauglýsingum og notar þekkingu sína og kunnáttu til að gera vísindin al- þýðleg. Brjálaður Vísindamaður? Isaac Asimov er 66 ára gamall, lítill og þybbinn gleraugnaglámur með einbeittan svip, mikið úfið hár sem farið er að grána og ógnvekjandi barta sem skaga út úr kinn- unum eins og ókennilegur gróður frá framandi reikistjömu. Hann minnir meira en lítið á brjálaðan vísindamann sem geng- ið hefur út úr gamalli og ódýrri svart/hvítri kvikmynd en er gagnstætt þeirri ímynd ávallt glaðbeittur, bjartsýnn og atorkusam- ur. Með þessa eiginleika í veganesti hefur honum tekist að öðlast frægð á mörgum sviðum, en fyrst og síðast er hann höfundur vísindasagna. Fyrirlitin Bókmennta- GREIN Edgar Allan Poe er af flestum talinn fað- ir vísindasagna. A eftir honum komu svo menn á borð við H.G. Wells og Jules Veme sem betrumbættu hina nýfæddu bók- menntagrein. í Bandaríkjunum náðu vísindasögur brátt þó nokkrum vinsældum meðal yngra fólks en þar sem gæðastaðall flestra þeirra var lágur leit fullorðið fólk þær homauga og bókmenntafræðingar fyr- irlitu þær. Þrátt fyrir það eignaðist þessi bókmenntagrein smám saman stóran aðdá- endahóp um Bandaríkin sem litu á vísinda- sögur annað og meira en bamalegar ævintýrasögur og var Isaac Asimov einn þeirra. Knúinn ódrepandi áhuga hóf hann að skrifa og árið 1941, þá 21 árs gamall, gaf hann út smásöguna „Nightfall" (Nætur- koma) sem varð óhemju vinsæl og er nú á dögum ekki aðeins talin af mörgum besta saga Asimovs heldur einnig ein besta vísindasaga sem skrifuð hefur verið. Eftir velgengni „Nightfall" blés byrlega og Asimov hóf að semja þær sögur og bækur sem hann hefur orðið þekktastur fyrir. Nefnilega vélmennasögumar. Ég, Vélmennið í þessum sögum og bókum ímyndaði Asimov sér að í framtíðinni yrði til nægileg tækni, kunnátta og þekking til að hanna vélmenni í mannsmynd sem hefði næstum því vitund. Slík vélmenni myndu auðvelda mönnum flest störf og létta þeim lífið. En vélmennin vom hundraðfalt sterkari en menn og hefðu hæglega getað drepið mann með selbita. Þess vegna vom þijú boðorð forrituð í heila þeirra: 1) Vélmenni má ekki slasa mann og verður að forða manni frá því að slasast. 2) Vélmenni verður að hlýða skipunum manna nema þegar þær skipanir stangast á við fyrsta boðorðið. 3) Vélmenni verður að standa vörð um eigin tilvem nema sú varsla stangist á við fyrsta og annað boðorðið. Flestar sögumar byggðust á þessum boð- orðum og lék Asimov sér að því að finna smugur í boðorðunum. Söguþráðurinn gekk síðan út á samband manna og hinna „gáf- uðu“ vélmenna og var oft um að ræða hálfgerðar leynilögreglusögur með heim- spekilegu ívafi. Þeirra þekktastar em líklega smásögusafnið „I, Robot“ (Ég, vélmen- nið), „The Caves of Steel“ (Stálhellamir), „The Naked Sun“ (í björtu sólskini) og „The Robots of Dawn“ (Vélmenni dag- renningar). Þessar fáguðu og margbrotnu bækur og smásögur urðu brátt frægar; aðr- ir rithöfundar tóku sér boðorðin þijú til fyrirmyndar í skáldsögum sínum og tvær vélmennabókanna, „The Robots of Dawn“ og „Robots and Empire“ (Vélmenni og heimsveldi) hafa náð efst á metsölulista í Bandaríkjunum og víða í Evrópu. Besta Bókaröð Allra Tíma Jafnframt því sem Asimov festi vél- mennasögur á blað ritaði hann röð þriggja bóka (sú fjórða kom út 1982) sem hann nefndi „Foundation“-röðina. í þeim lýsir hann hnignun heimsveldis mannkyns eftir mörg þúsund ár á mikilfenglegan hátt. Asimov veltir fyrir sér málefnum sem eru stór í sniðum, heimspekilegum jafnt sem stjamfræðilegum og sögulegum. Þótt þessar bækur séu ekki fullkomnar marka þær samt tímamót í þróun vísindasagna og voru kosn- ar árið 1966 besta bókaröð vísindasagna allra tíma. Þær voru metnaðarfyllsta verk Asimovs og má geta þess að nýlega stóð hann við gamalt loforð þess efnis að sam- eina vélmennaröðina og „Foundation“-röð- ina í eina heild þegar hann gaf út bókina „Robots and Empire“ (1985). Þannig hef- ur Asimov tekist að búa til sögu mannkyns næstu þúsund ár í þó nokkrum smáatriðum. Sú mannkynssaga er samt hvorki spádómur af neinu tagi né merkingarlaus hugarburður heldur er hún — eins og allar góðar vísinda- sögur — hugleiðing sem byggir á beisluðu ímyndunarafli; hugleiðing sem segir okkur kannski hvað beri að varast á komandi öld- EFTIR MARTEIN ÞÓRISSON Isaac Asimov um, sýnir okkur breyttan þankagang og ný viðhorf manna en skemmtir jafnframt le- sandanum. SÁ Besti Og Frægasti? Eitt vinsælasta og jafnframt fánýtasta deiluefni margra vísindasöguaðdáenda er að velta því fyrir sér hver sé besti rithöfund- urinn. Einkum koma þá þrír til greina; þeir þrír sem hafa átt hvað mestan þátt í að auka veg og virðingu vísindasagna og hafa margoft sýnt fram á að þessi bókmennta- grein hefur ekki aðeins skemmtanagildi heldur býður einnig upp á þroskaðar hug- myndir og alvarlegar vangaveltur um mennina og stöðu þeirra í alheiminum. Þess- ir þrír eru Robert A. Heinlein, Arthur C. Clarke og auðvitað Isaac Asimov. Hér verð- ur ekki lagður dómur á hver sé bestur. Allir höfundamir hafa sín sérkenni, sína kosti og galla. Enda þótt frægðarljómi Asimovs sé aldr- ei bjartari en nú eru ritverk hans ekki fullkomin frekar en hvað annað. Er honum helst fundið til foráttu að persónusköpunin risti ekki djúpt. Þennan afargamla galla sem loðað hefur lengi við vísindasögur er erfitt að hrista burt. Víst var persónusköpunin í fyrstu sögum Asimovs ekki upp á marga físka en batnandi mönnum er best að lifa og með síðustu skáldsögum sínum hefur hann skapað trúverðugar persónur, hvort sem um er að ræða menn eða vélmenni. En hvaðan kemur Asinmov? Hvaða aug- um lítur hann á sjálfan sig? Gefum honum orðið. Fæddur í Sovétríkjunum „Sér til mikillar furðu var Isaac Asimov fæddur í Sovétríkjunum. Til að bæta úr þessu flutti hann í hasti. Þegar foreldrar hans fluttust úr landi til Bandaríkjanna fór Isaac (þá þriggja ára) með sem laumufar- þegi í farangrinum. Hann hefur verið amerískur ríkisborgari frá átta ára aldri. Hann var alinn upp í Brooklyn-hverfí og lagði þar stund á nám í almenningsskólum. Hann rataði um síðir inn í Colombíu- háskóla og lánaðist, þrátt fyrir andstöðu skólastjórnarinnar, að safna að sér háskóla- gráðum, þar með talda doktorsgráðu. Því næst laumaðist hann inn í Boston-háskóla og kleif metorðastigann þar, án þess að hirða um mótmælahróp hneykslaðra, þang- að til hann var orðinn prófessor í lífefna- fræði. A unga aldri hafði hann fundið hina einu sönnu ólífrænu ást þegar hann uppgötvaði í fyrsta sinn vísindasögutímarit. Þegar hann var ellefu ára hóf hann að skrifa sögur og átján ára safnaði hann nægu hugrekki til að senda sögu til birtingar. Henni var hafn- að. Eftir fjögurra mánaða andstreymi og þjáningar seldi hann sína fyrstu sögu og uppfrá því leit hann aldrei um öxl... Eins og stendur hefur hann gefið út yfir 340 bækur um hin ijölbreyttustu efni og hann sýnir þess engin merki að hann fari að hægja á sér. Hann er alltaf jafn ungleg- ur, fjörlegur og indæll og verður myndar- legri með hveiju ári. Hér er ekki farið með fleipur þar sem hann skrifaði þetta greinar- korn sjálfur og hann er þekktur fyrir að hafa það sem sannara reynist.“ Höfundurinn stundar nám í bókmenntafræði í Há- skóla íslands. j»-4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.