Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1987, Blaðsíða 6
Húðstrýking. Til vinstri: Stuttsvipa með blýkúlum og beinflísum festum við leðurreimar. ímiðju: Hinn dæmdi bundinn
nakinn við hýðingarstaur. Hann hlaut yfirleitt djúp og sundurtætt sár, sem mikið blæddi úr. Hægra megin við miðju:
Vandsveinar séðir að ofan. Til hægri: Stefna hinna rákóttu sára á baki hins húðstrýkta.
Kross ogskiltimeðyfirskrift. Hinn dæmdiberþvertré tilþess staðar, þarsem stólparhafa verið reistir. Fyrir miðju er
lágur T-kross, sem Rómverjar voru vaniraðnota á dögum Krists. Tilhægri er skilti með nafni hins dæmda ogsökhans
— Jesús frá Nazaret, konungurgyðinga — á hebresku, latínu oggrísku. Fyrir neðan: Hugsanlegar aðferðir við að festa
skiltiðá T-krossinn og latneska krossinn (tilhægri).
sem á var ritað nafn hins dæmda og heiti
glæps hans. Síðar var skiltið fest efst á
krossinn. Rómversku verðirnir máttu ekki
fara burt frá hinum krossfesta, fyrr en þeir
voru vissir um, að hann væri dauður.
Fyrir utan borgarmúrana voru digrir
staurar staðsettir, og á þá voru þvertrén
fest. Ef um T-kross var að ræða, var hægt
að gera það með sportappasamskeytum og
þá ef til vill styrkja festinguna með bönd-
um. Til að lengja krossfestinguna var oft
komið fyrir láréttum viðarbút á miðjum
staurnum sem grófgerðu sæti. Hitt var
mjög sjaldgæft og þekktist sennilega ekki
fyrr en eftir tíma Krists, að viðarbút væri
bætt við neðar til að negla fæturna í.
A aftökustaðnum var hinum dæmda lög-
um samkvæmt gefinn beiskur drykkur, sem
var blanda af víni og mirru og átti að deyfa
sársauka. Síðan var honum varpað aftur á
bak á jörðina með útrétta handleggina á
þvertrénu. Hendumar voru negldar á þver-
tré eða bundnar við það, en augljóst er, að
Rómvetjar hafa heldur kosið að negla. Fom-
ar leifar af krossfestum líkama, sem fundust
í grafhýsi nálægt Jenisalem og em taldar
vera frá tímum Krists, sýna, að naglarnir
hafa verið oddmjóir 5 til 7 tommu gaurar
með eins sm þykkum haus. Ennfremur sýna
leifar úr gröfum sem og líkklæðið frá Tórínó,
að naglarnir hafi venjulega verið reknir
gegnum úlnliðina fremur en lófana.
Þegar búið var að festa báða handleggi
við þvertréð, var því lyft með hinum dauða-
dæmda upp á staurinn. Við lága krossinn
var þetta tiltölulega létt verk fyrir fjóra
hermenn, en við háa krossinn notuðu her-
mennirnir annað hvort trégaffla eða stiga.
Næst vom fætumir festir við staurinn,
annað hvort með nöglum eða böndum. Leif-
ar frá gröfum og líkklæðið frá Tórínó benda
til þess, að Rómverjar hafi yfirleitt notað
nagla. Þó að hægt hefði verið að festa fæt-
uma til hliðanna á staumnum eða við
fótskör úr tré, negldu Rómvetjar þá yfir-
leitt beint að framan. Til að það væri hægt,
hafa hnén orðið að vera talsvert beygð og
bognum fótunum kann að hafa verið snúið
til hliðar.
Þegar sjálfri krossfestingunni var lokið,
var skiltið fest upp rétt ofan við höfuð hins
krossfesta með nöglum eða snæri. Oft gerðu
hermennirnir og áhorfendur gys að hinum
dæmda, hæddu hann og spottuðu, og það
var venja, að hermennimir skiptu klæðum
hans á milli sín. Menn gátu lifað á krossin-
um þijá-§óra tíma og allt að þremur til
fjómm dögum, og það virðist mjög hafa
farið eftir hörku húðstrýkingarinnar. En
þótt hýðingin hafi verið tiltölulega væg,
gátu rómversku hermennirnir flýtt fyrir
dauða hins krossfesta með því að bijóta
fótleggina.
Það var ósjaldan, að skordýr settust að
opnum sárunum og skriðu og græfu sig inn
í þau eða augu, eyru og nef hins deyjandi
og varnarlausa manns, og ránfuglar flykkt-
ust að þessum stöðum. Það var ennfremur
venja að skilja líkið eftir á krossinum, svo
að rándýr gætu rifið það í sig. Samkvæmt
rómverskum lögum gat fjölskylda hins sak-
fellda tekið líkið til greftmnar að fengnu
leyfi hins rómverska dómara.
Þar sem enginn átti að lifa krossfestingu
af, var likið ekki látið af hendi við fjölskyld-
una, fyrr en hermennirnir vom vissir um,
að hinn krossfesti væri látinn. Venjan var
sú, að einn hinna rómversku hermanna lagði
hinn krossfesta sverði eða spjóti. Það hafði
verið reglan, að þetta væri lag með spjóti
í hjartastað gegnum hægri hluta bijóstkass-
ans. Líkklæðið frá Tórínó ber vott um þess
konar spjótsstungu. Venjulegt spjót fót-
gönguliða, sem var 1,5 til 1,8 m langt, gat
auðveldlega náð bijósti manns, sem var
krossfestur á lágum krossi.
Krossfesting Frá Læknis-
FRÆÐILEGU SJÓNARMIÐI
Með þekkingu í líffærafræði og vitneskju
um siði og venjur við krossfestingar til foma
geta menn gert sér grein fyrir hinum senni-
lega gangi mála frá læknisfræðilegu sjónar-
miði við þessa'hægu aftöku. Hveiju sári var
greinilega ætlað að valda miklum sársauka,
og orsakirnar, sem leiddu hinn krossfesta
til dauða, vom margar.
Húðstrýkingin fyrir krossfestingu átti að
buga hinn dæmda mann, draga úr honum
allan mátt. Þegar honum var síðan varpað
á jörðina á bakið til að negla hendur hans
við þvertréð, hafa sárin eftir húðstrýkinguna
sennilega rifnað upp og óhreinkazt. Við
hvern andardrátt hafa sárin síðan nuggazt.
við hijúfan staurinn. Þess vegna er líklegt,
að haldið hafí áfram að blæða úr bakinu
allan kvalatímann á krossinum.
Handleggimir hafa verið útréttir, en þó
ekki strengdir, þegar úlnliðirnir vom negld-
ir við þvertréð. Það hefur verið sýnt fram
á, að bönd og bein úlnliðanna geta borið
líkama, sem hangir á þeim, en til þess duga
lófarnir ekki. Þar af leiðandi hafa jámnagl-
amir sennilega verið reknir milli geislabeins
og hverfíleggjar eða milli úlnliðsbeinanna
annað hvort fast við eða í gegnum hið sterka
beygihaft og hin ýmsu úlnliðsbeinabönd.
Þó að nagli hefði á báðum stöðum farið
fram hjá beinunum og því ekki valdið brot-
um, er mjög líklegt, að um sköddun á
beinhimnu hefði verið að ræða. Ennfremur
gæti nagli hæglega rifið eða marið hina
fremur stóm miðtaug. Taugin myndi þá
valda hræðilegum sársauka í báðum hand-
leggjum.
Oftast nær vom fæturnir festir á staurinn
framanverðan með járnnagla, sem rekinn
var í gegnum framristamar. Líklegt er, að
hin djúpa dálkbeinstaug og greinar af iljar-
taugum hafi skaddazt af nöglunum. Þótt
húðstrýkingin geti hafa valdið vemlegum
blóðmissi, var krossfestingin sjálf tiltölulega
lítt blóðug aðferð, þar sem engar slagæðar
liggja um þá staði líkamans, þar sem nagl-
arnir fóm í gegn.
Helztu meinalífeðlisfræðilegu áhrif kross-
festingar, auk hins óbærilega sársauka,
vom fólgin í mikilli röskun á eðlilegri öndun
og þá sérstaklega útöndun. Þungi líkamans,
sem togaði í útrétta handleggina og axlirn-
ar, stuðlaði að því, að millirifjavöðvarnir
yrðu stöðugt eins og við innöndun og það
hindraði þannig óvirka útöndun. Þar af leið-
andi varð útöndun fyrst og fremst þindar-
öndun, og andardrátturinn var gmnnur.
Líklegt er, að slík öndun hafi ekki verið
nægileg og of mikill koltvísýringur orðið
eftir í blóðinu. Vöðvasamdráttur eða að-
kenning að stífkrampa vegna þreytu og of
mikils koltvísýrings gat hindrað öndunina
enn frekar.
Eðlileg útöndun krafðist þess, að líkaman-
um væri ýtt upp á fótunum, olnbogarnir