Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1987, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1987, Blaðsíða 7
beygðir og axlirnar dregnar inn. En þeir tilburðir myndu færa allan þunga líkamans á ristarbeinin og valda miklum sársauka. Þegar olnbogarnir væru beygðir, myndu úlnliðimir snúast um járnnaglana og það myndi valda hræðileguin sársauka frá hin- um sködduðu miðtaugum. Þegar líkamanum væri ýtt upp á við, myndi sært bakið nudd- ast við grófan staurinn. Vöðvakrampar og stingir í útréttum og upplyftum handleggj- unum myndu auka enn á þjáningarnar. Sérhver áreynsla vegna öndunar myndi því valda sárum kvölum og þreytu og geta leitt til köfnunar. Hin raunverulega dánarorsök við kross- festingu var margþætt og mismunandi að nokkru leyti í hveiju tilfelli, en tvær hinar helztu vom sennilega lost vegna blóðþurrðar og köfnun við örmögnun. Aðrir samverk- andi þættir gætu verið vökvatap, sláttarglöp hjartans vegna taugaálags og hjartabilun vegna mikillar vökvasöfnunar í gollurshúsi og ef til vill bijósthimnu. Væru fæturnir brotnir fyrir neðan hné, leiddi það til köfnun- ardauða innan nokkurra mínútna. Dauði á krossi var kvalafullur í orðsins fyllstu merk- inu. Krossfesting Jesú Eftir húðstrýkinguna, háðið óg spottið, um níuleytið um morguninn, færðu róm- versku hermennirnir Jesúm í fötin aftur og héldu með hann og þjófana tvo til kross- festingar. Jesús var greiniléga orðinn svo máttfarinn eftir hýðinguna, að hann gat ekki borið þvertréð frá höllinni að kross- festingarstaðnum, en vegalengdin hefur verið 600-650 metrar. Símoni frá Kyrene var skipað að bera kross Krists og síðan hélt hersingin til Golgata, þar sem venjan var að krossfesta menn. Þar var Jesús færður úr fötum sínum að undanskilinni lendaskýlu, og við það hafa sárin eftir húðstrýkinguna verið rifin upp aftur. Síðan var honum boðið að drekka vín blandað mirru, en er hann hafði bragðað það, vildi hann ekki drekka. Loks voru þeir krossfestir Jesús og ræningjarnir tveir. Þó að í ritningunni sé sagt frá nöglum í hönd- um, stangast það ekki á við fornleifafundi, sem sýna naglaför í úlnliðum, þar sem forn- menn litu almennt á úlnliðinn sem hluta af hendinni. Skiltið var fest fyrir ofan höfuð Jesú. Það er ekki ljóst, hvort Jesús hafi verið krossfestur á T-krossi eða latneskum krossi. Fornleifafundir benda til hins fyrr- nefnda, en fornar hefðir til hins síðarnefnda. Það atriði, að Jesús hafi síðar verið boðið að drekka edik af njarðarvetti, sem settur var á stöngul af ísópsvendi (um 50 sm að lengd), bendir sterklega til þess, að Jesús hafi verið krossfestur á lægri gerðinni af krossi. Rómversku hermennirnir og almennir áhorfendur spottuðu Jesúm allan tímann, sem hann kvaldist á krossinum, og hermenn- irnir köstuðu hlutum um klæði hans. Kristur talaði sjö sinnum af krossinum. Þar sem tal Fætur negldir. Tii vinstri: Fæturnir negldir saman, hinn hægri á hinum vinstri. Efst til hægri: Staðsetning naglans á framrist. Fyrir neðan þverskurður af fæti sýnir leið naglans. f X < o* h höfuövendir rifjaléttir ■ ytri; millirifjavöðvar virk: eölileg öndun óvirk: hjá hinum krossfesta UTONDUN óvirk: eðlileg öndun virk: hjá hinum krossfesta Öndun á krossi. Til vinstri: Innöndun. Þegar olnbogarnir eru útréttir og axlirnar dregnar út, teygjast innöndunarvöðvarnir af sjálfu sér og brjóstkassinn þenst út. Til hægri: Utöndun. Þegar olnbogarnir eru bognir og axlirnar dregnar inn og þungilíkamans hvílirá negldum fótunum, fer útöndun framáöllu virkarihátt. Séu fótleggirnir brotnirneðan hnés, flyzt áreynslan við útöndun á axlar- og upparmsvöðvana eina ogþað veldur fljótt köfnun við örmögnun. bringubein \ vinstra fleiöruhol gollurshússhol gollurshússveggur Spjótssár í brjóstholi. Til vinstri: Sennileg leið spjóts. Til hægri: Þverskurður af brjóstkassa, sem sýnir leið þess spjóts. LA: Vinstrihjartahöll. LV: Vinstrislegill. RA:Hægrihjartahöll. RV:Hægrislegill. I gerist með útöndun, hljóta hin fáu orð, er hann mælti, að hafa kostað hann mikla kvöl og raun. Um þijúleytið þennan föstu- dag kallaði Jesús hárri röddu, hneigði höfuðið og gaf upp andann. Rómversku hermennirnir og áhorfendur urðu vitni að dauða Jesú. Þar sem gyðingarnir vildu ekki, að líkam- arnir yrðu áfram á krossunum, eftir að hvíldardagurinn var genginn í garð með sólsetri, báðu þeir Pílatus að skipa svo fyr- ir, að fætur hinna krossfestu yrðu brotnir til að flýta fyrir dauða þeirra. Hermennirnir brutu fótleggi ræningjanna tveggja, en þeg- ar þeir komu að Jesú og sáu, að hann var þegar andaður, hættu þeir við að beinbijóta hann. En einn af hermönnunum lagði spjóti í síðu hans og jafnskjótt kom út blóð og vatn. Seinna um daginn var líkami Jesú tekinn ofan af krossinum og settur í gráf- hvelfingu. Dauði Jesú Það er tvennt í sambandi við dauða Jesú, sem hefur valdið miklum deilum, það er eðli sársins í síðu hans og orsök dauða hans eftir aðeins nokkrar stundir á krossinum. í Jóhannesarguðspjalli er því lýst, er spjóti var lagt í síðu Jesú og lögð áherzla á, að jafnskjótt hafí komið út blóð og vatn. Sumir hafa skýrt það þannig, að þarna hafi verið um vatn í kviðarholi að ræða eða þvag frá stunginni blöðrunni. En gríska orðið, sem Jóhannes notar, pleura, merkti greinilega hliðarpart og náði oft einnig yfir rifin. Þess vegna er sennilegt, að sárið hafi verið í bijóstholinu og þess vegna fjarri kviðnum. Þótt Jóhannes greini ekki frá því, hvorum megin sárið hafi verið, hefur ávallt verið talið, að það hafi verið hægra megin. Það styður þá hefðbundnu skoðun, að mikið blóð- streymi er líklegra úr hægri slegli eða höll hjartans en frá vinstri slegli. Og þótt aldrei verði vitað með vissu, um hvora hlið hafi verið að ræða, virðist hin hægri líklegri en hin vinstri. Efasemdir manna varðandi þessa frásögn Jóhannesarguðspjalls hafa að nokkru leyti stafað af því, að erfitt er að skýra það með læknisfræðilegri nákvæmni, hvers vegna bæði blóð og vatn hafi runnið úr sárinu. Það hefur verið erfitt að hluta til vegna þess, að menn hafa gert ráð fyrir því, að fyrst hafi runnið blóð, en síðan vatn. En í forngrísku fór orðaröðin yfirleitt eftir mikil- væginu, en ekki eftir tímaröð. Þess vegna virðist líklegt, að Jóhannes hafi verið að leggja áherzlu á blóðið, fremur en að það hafi komið á undan vatninu. Þess vegna er sennilegt, að vatnið hafi verið bijósthimnu- og gollurshússvökvi, sem hafi komið á undan blóðinu og hafi verið minna að magni en blóðið. Við aðsteðjandi blóðþurrð og yfirvofandi bráða hjartabilun kann bijósthimnu- og gollurshússvökvi að hafa myndazt og bætzt við hið augsýnilega vatn. Blóðið hins vegar kann að hafa komið frá hægra slegli eða hægri höll hjartans eða verið gollurshússblóð. Dauði Jesú eftir aðeins þijár til sex stund- ir á krossinum kom jafnvel Pílatusi á óvænt. Það atriði, að Jesús kallaði hárri röddu og hneigði síðan höfuðið og gaf upp andann, bendir til skyndilegra endaloka. Samhengi er hugsanlegt milli húðstrýkingar og kross- festingar og bráðrar myndunar blóðtappa. En þó kann önnur skýring að vera senni- legri. Örmögnun Jesú, hin harkalega húðstrýking og afleiðingar hennar kunna einfaldlega að hafa flýtt fyrir dauða hans. Sú staðreynd, að hann gat ekki borið þver- tré sitt, styður þá skýringu. Hin eiginlega dánarorsök Jesú eins og annarra, sem kross- festir voru, kann að hafa verið margþætt og tengjast fyrst og fremst blóðþurrð, köfn- un við örmögnun og ef til vill hjartabilun. Banvæn hjartsláttarglöp kunna að hafa ráð- ið hinum að því er virðist bráðu endalokum. Hvað sem því líður, er það, sem máli skiptir, kannski ekki hvernig Jesús dó, heldur hvort hann dó. Það er augljóst, að söguleg og læknisfræðileg rök benda ein- dregið til þess, að Jesús hafi verið andaður, áður en hann var lagður spjóti í síðuna, og styðja þá hefð’iundnu skoðun, að spjótið, sem stungið hafi verið milli hægri rifbeina hans, hafí sennilega ekki aðeins farið í gegn- um hægra lungað, heldur einnig í gollurs- húsið og hjartað og þar með tryggt dauða hans. Útlistanir, sem byggjast á þeirri hug- mynd, að Jesús hafi ekki dáið á krossinum, virðast þar af leiðandi ekki koma heim við þekkingu manna í læknisfræði nú á dögum. Sveinn Ásgeirsson þýddi. Tveir höfundanna eru bandariskir læknar og sérfræðingar og starfa við Mayo Clinic i Roch- ester, Edwards við Department of Pathology og Hosmer við Department of Medical Graph- ics. Þriðji höfundurinn er prestur hjá Homeste- ad United Methodist Church. LESBÚK MORGUNBLAÐSINS 11.APRÍL 1987 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.