Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1987, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1987, Blaðsíða 9
Höfundur er listfræöingur. Úr leirmótunardeild. Lisa K. Guðjónsdóttir grafiklistakona erein af kennurum skólans. Hérleið- beinir hún nemanda í teikningu. Skólastjóri Myndlistarskólans, Valgerður Bergsdóttir, lengst til vinstri, Hringur Jóhannesson listmálari ogeinn af kennurum skólans, Anna Ólafsdótir Bjömsson. Málverk eftir Huldu Hrönn Ágústsdóttur, sem hefur verið nemandi hjá Hring Jóhannessyni. Væri synd að segja, að afrakstur nemandsns minni á verkkennar- ans. unum fer í augnlýjandi sjónvarpsgláp að afloknum vinnudegi, er nýttur í Myndlista- skólanum til að skerpa sjónskynjun manna, svo þeir læri að þekkja sjálfa sig betur og umhverfi sitt. Það hefur nefnilega ætíð verið markmið stofnunarinnar að hlúa sem mest og best að myndmennt borgarbúa og landsmanna almennt. I því felst ekki einungis að nemend- um séu kennd undirstöðuatriði myndlistar, heldur einnig skilningur á öllu því, sem gert er af manna höndum. En svo vítt er svið myndlistarinnar, að ekkert, sem ekki er beinlínis skapað af sjáifri náttúrunni, er búið til án þess að lúta lögmálum hennar. I seinni tíð hefur það færst í vöxt að menn sæki undirbúningsnám undir Mynd- lista- og handíðaskóla íslands til Myndlista- skólans í Reykjavík. Þannig hefur hinn síðamefndi tekið við kvöldskóladeildum hins fyrri og bætt við sig ijölda ungra nemenda, sem síðar hyggjast sækja um skólavist í MHÍ. Markmið þeirra sem sækja skólann eru því afar mismunandi. Sumir hyggjast leggja hinar ýmsu tegundir myndlistar fyrir sig og hafa þær að ævistarfi, en aðrir krefj- ast ekki annars af náminu en þess þroska sem felst í uppbyggilegum tómstundum. Það skal þó ekki vanmetið, því þegar að því kemur að menn hverfa endanlega frá vinnu sinni fyrir aldurs sakir, er fátt eins hug- styrkjandi og ástundum myndlistar. ÓSKAÐ HEILLA OG ÚRBÓTA A tímum, þegar ýmis óáran steðjar að okkur Islendingum, sökum þess hve við höfum vanrækt að efla okkar innri mann, er nauðsynlegra en nokkru sinni fyrr að styrkja með öllum ráðum stofnun á borð við Myndlistaskólann í Reykjavík. Það ætti að vera keppikefli borgarbúa að bjóða hon- um nægilegt rekstrarfé og tryggt húsnæði, svo hann geti með sóma rækt áfram starf sitt sem þroskandi uppeldisstofnun fyrir all- ar kynslóðir. Reyndar er það undarlegt að svo kraft- mikill skóli skuli ekki fyrir löngu vera orðinn fyrirmynd að áþekkum stofnunum um allt land, á sama hátt og Tónlistarskólinn í Reykjavík, sem á sér afkvæmi um allt land. En til þess yrði að efla til muna fjárframlög til skólans og treysta stöðugan grundvöll hans. Á meðan við Reykvíkingar væntum svo sjálfsagðra lausna, óskum við skólanum frekari heilla um ókomna tíð. Grafíkvinnsla í unglingadeild skólans. Teiknað eftir módeli. . LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. MAI' 1987 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.