Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1987, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1987, Blaðsíða 10
Alan Ayckboum eitt vinsælasta leikskáld samtímans Fyrir rúmum mánuÖi frumsýndi Leikfélag Reykjavíkur nýjan breskan gamanleik, ÓÁNÆGJUKÓRINN, eftir Alan Ayckbourn og er leikurinn nú sýndur í Iðnó. Greinin um höfundinn er rituð af því tilefni. EFTIR SIGURÐ HRÓÁRSSON Ymsir telja Alan Ayckbourn Moliére okkar tíma. Aðrir segja hann einungis afkastamikla leik- ritaverksmiðju. Enn aðrir álíta hann einhvers- konar samblöndu af þessu tvennu og telja þá hvort tveggja honum til tekna. Hvað sem slíkum nafngiftum líður virð- ast breskir leikhúsgestir og flestir þeir sem þar rýna í leiklist sammála um að Alan Ayckboum sé bæði hugmyndaríkasti og fýndnasti gamanleikjahöfundur þeirra um þessar mundir — vinsældimar eru og eftir því. Leikstýrir Eigin Verkum í „EIGIN“ Leikhúsi Alan Ayckboum er í senn afburða vinnu- samur og vinsæll höfundur. Þótt hann sé ungur að árum — fæddur í London 12. apríl 1939, hefur hann nú þegar skrifað á §órða tug leikrita og hafa þau nánast und- antekningarlaust fengið mjög góðar við- tökur. Lengst af hefur Ayckboum stýrt í „sínu eigin" leikhúsi — litlu leikhúsi í smá- bænum Scarborough á N-Englandi. Þar hafa öll leikrit hans utan eitt verið frum- sýnd — öll undir hans stjóm. í þessum litla bæ hefur Ayckboum dvalið lengst af sínum ferli, þar skrifar hann leik- ritin, rekur leikhúsið, leikstýrir, og þar steig hann sín fyrstu spor á sviði. Því hann er einnig leikari, en vanrækir raunar þann þátt listarinnar samviskusamlega; ritstörfín hafa alltaf setið í fyrirrúmi. Sjálfur segir Ayekboum um upphafíð: „Ég hef veríð sískrífandi frú bam- æsku. Ritvélin var hluti af uppeldi mínu. Ég var alltaf einn með móður minni og hún hafði ofan af fyrir okk- ur með því að skrifa í blöð og tímarit. Síðan gerðist það einn eftirminnileg- an föstudag þegar ég var á 18da ári að ég ákvað að flytja frá mömmu og láta_ leikhúsið fóstra mig í hennar stað. Ég var ekki merkilegur leikarí — skrífaði í það minnsta skár en ég lék, og því fór sem fór: Rúmu ári Höfundur Óánægjukórsins, Alan Ayck- bourne. síðar hafði ég samið mitt fyrsta stykki og skömmu síðar lá leiðin til Scarborough. " Hirðskáld Hjá Breska Þjóðleikhúsinu Síðan hefur margt gleðitárið flotið til sjáv- ar frá þessum lukkulega smábæ og það er fyrst nú á þessu leikári (1986—1987) að Ayckboum flyst um set og þjónar leiklistar- gyðjunni á nýjan leik í London. I haust var honum boðinn tveggja ára Úr Óánægjukórnum á sviðinu ílðnó. starfssamningur við breska Þjóðleikhúsið, sem höfundur og leikstjóri. Hann þáði boðið og stýrir þar nú sínum hópi. Á dagskrá eru nokkur verk í öllum þremur deildum Þjóð- leikhússins breska — bæði eftir hann og aðra höfunda. Alan Ayckboum er m.ö.o. eitt „hirðskáld- anna" í þessari háborg leiklistarinnar — heiður sem aðeins hlotnast fáum útvöldum. Þótt Alan Ayckboum hafí lengst af kosið að starfa fjarri fjölmenninu og stórborgar- frægðinni, hafa verk hans víða ratað. Frá litla sviðinu í Scarborough hafa flestöll leik- rit hans lagst í ferðalög vítt og breitt um heiminn — og oft dvalist lengi á háreistum fjölunum í London og New York. Hvarvetna hafa vinsældimar verið mikl- ar. i ótalmörgum löndum hafa fleiri leikrit verið sett upp eftir Ayckboum en aðra er- lenda höfunda — m.a. í Danmörku og eru það vissulega góð meðmæli. Harold Hobson, sem er mjög víðlesinn og virtur leikhúsgagnrýnandi á Bretlandi, segir Ayckboum vera „vinsælasta leikskáld samtímans" — og hefur á því sínar skýring- ar: „Ég held að almenningur falli fyrir Ayckboum vegna þess að í fyrsta lagi hefur hann sérstakt lag á því að koma áhorfendum til að hlæja, hann hefur afburðagóð tök á gaman- leiknum (kómedfunni), og í öðru lagi er hann fyrstu gráðu sjónhverfmga- maður: Leikhúsbrellumar, sviðs„tríx- in“, í sumum verka hans em í einu orði sagt frábærar. Þær em krafta- verk mannlegrar hugvitssemi." Látum þessi stóru orð Hobsons beina sjón- um okkar að leiknum sjálfum, ekki bara „forminu" sem Ayckbourn er svo frægur fyrir, heldur einnig efninu, sem sannarlega er ekki eins þunnfljótandi og ætla mætti við fyrstu sýn. Efnismiklir Gamanleikir Alan Ayckboum hefur ótvírætt fest sig í sessi sem fremsti gamanleikjahöfundur Breta, en hann er vissulega ekki bara skemmtikraftur. Það er engin tilviljun að honum hefur verið líkt við Moliére og fleiri meistara gamanleiksins. En auk þeirra hef- ur honum einnig verið líkt við Noél Coward og þykir sú samlíking að ýmsu ná lengra. Það á nefnilega við um Ayckboum, að þrátt fyrir miklar vinsældir hefur hinum marg- nefnda almenningi aldrei verið fyllilega ljóst hvað „maðurinn er eiginlega að meina" (eins og gjaman var sagt um Coward — og fleiri). Rót efans og óvissunnar er m.a. sú, að samtímis því að verða fyndnari og fyndnari verða gamanleikir Ayckboums sífellt efnis- meiri og „dekkri". Umfram allt eru kómedíur Ayckboums þó skemmtilegar — og því veldur bæði efni og form (sem vitaskuld er einföldun að að- skilja). Kitlandi húmor þeirra byggir m.a. á því að Ayckboum er óhræddur að nota þær eigindir ærslaleiksins (farsans) samtímis því að fylgja samviskusamlega þeirri vinsælu hefð sígildra gamanleikja að sameina þar siðaboðskap og háðsádeilu (satím). Á vissan hátt þykir hann hafa endurvakið og end- umýjað þá hefð. Síðast en ekki síst er Ayckboum mjög fundvís á ýmsar tæknileg- ar brellur og brögð sem vekja kátínu og koma hressilega á óvart. í þeim efnum er Ayckboum sannkallaður tilraunamaður. Hann á það til að stokka svo upp stað og stund í gamanleikjum sínum að við blasa ný og framandleg mynstur og alls kyns óhefðbundnar leikfléttur. Til að mynda læt- ur hann stundum atburði sem gerast á fleiri en einum stað og á mismunandi tímaskeið- um fara fram samtímis á sviðinu. Eða hann lætur hvert einstakt verk þróast á margan ólíkan máta — flæða eftir fleiri en einum farvegi: Hvað myndi gerast ef...? Margslungið Form Það er með þessa byggingarlist Ayck- bourns í huga sem Harold Hobson leyfir sér að tala um „kraftaverk mannlegrar hugvits- semi“ — og fyrr er til vitnað. Hobson heldur áfram: „I leikritinu HOW THE OTHER HALF LOVES heppnaðist honum (Ayckbourn) það, að því er virtist óvinnandi þrekvirki, að setja á svið samtímis tvö kvöldverðarboð, þar sem tvær óskyldar fjölskyldur sitja við sama borðið (í bókstaflegri merk- ingu) og eiga hvor um sig alveg aðgreindar samræður, án þess þó að önnur fjölskyldan viti nokkuð af hinni, eða að áhorfendur séu á nokk- urn hátt ráðvilltir, þótt allt fari fram samtímis og samræðurnar samofnar. Og í þríleiknum fræga THE NOR- MAN CONQUESTS kynnti Ayck- bourn okkur sigursælasta og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.