Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1987, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1987, Blaðsíða 13
1 nænngarfræða benda til að Omega-3 fítusýr- ur geti hamlað gegn hjarta- og æðasjúk- dómum á ýmsa vegu og þá mun öflugar en áður var þekkt um plöntuolíur. Mesta athygl- in hefur beinst að áðumefndum EPA og DHA fitusýrum úr Omega-3 hópnum sem eru þær fjölómettuðustu í fískfítunni. Rannsóknir sem nýlega hafa verið kynntar í ýmsum lækna- og vísindatímaritum benda til jákvæðrar verkunar fískfítu: a. Vegna lækkunar heildarblóðfítu í blóð- vökva. b) Vegna lækkunar heildarkólesterólsmagns í blóðvökva. c) Vegna lækkunar LDL*-kólesteróls í blóð- vökva (því minna, því betra). d) Vegna hækkunar HDL*-kólesterólsmagns í blóðvökva (því meira, því betra). e) Vegna minni samloðunar blóðflagna (því minni, því betra) og lengri blæðingartíma (því lengri, því betra upp að vissu marki). f) Vegna myndunar jákvæðra fítusýruhorm- óna eins og Prostaglandins-I3 og Thromboxans-A3 (því meir, því betra). g) Vegna lækkunar á neikvæðum fitusýru- hormónum eins og Thromboxan A2 (því minna, því betra). Ein fítusýra af Omega-3 gerð (linolenik- fítusýran) fínnst í litlum mæli í flestum plöntuolíum. Ekki verður rætt sérstaklega um hana hér þar sem hún fylgir að mestu leyti sömu efnaferlum og sérkennandi fítusýrur fískfítu af Omega-3 gerð en vegna þess hve lítið er af henni í ýmsum plöntuolíum er vægi hennar ekki eins mikið og t.d. línólfítusý- runnar sem getur orðið 50-70%. Vísindamenn hafa ekki einungis rannsakað áhrif fískfítu heldur einnig með hvaða hætti hún verkar á líkamsstarfssemina. Nýjar Kenningar Ýmsir vísindamenn telja að síðustu árin hafí þeir verið að fá niðurstöður úr rannsókn- um sínum sem útskýra með hvaða hætti umræddar fitusýrur úr Omega-3 og Omega-6 hópunum nýtast í efnaferlum líkamans. Svarið virðist fólgið í hormónlíkum efnas- amböndum, svonefndum fítusýruhormónum. Þessi efnasambönd nefnast Prostaglandin (PG), Leukotrien (LT) og Thromboxan (TX). Þessi efni gegna mikilvægum stjórnunar- hlutverkum í efnaskiptum mannslíkamans. Þau koma m.a. við sögu í stjómun blóðþrýst- ings, við samdrátt sumra vöðva, hafa áhrif á líkamshita, auka eða minnka samloðun blóð- flagna, hvetja eða minnka bólgumyndanir (erting), örva eða letja æðasamdrátt og valda samdrætti í lungnaberkju (asmi). Það er því talið að í hvert sinn sem líkam- inn þarf að hafa áhrif á stjómun áðumefndra þátta, þurfa frumumar að mynda slík sér- hæfð efnasambönd. Sérhver slíkur fitusýru- hormón úr flokki PG, LT eða TX verður að myndast í nákvæmlega réttu magni, á réttum tíma og á þeim stað sem hann á að verka á. Allar líkur benda því til þess að þetta séu mjög öflug og sérhæfð efnasambönd. Sífellt eru að koma fram nýjar rannsóknir sem sýna fram á fjölbreytta verkan þessara efnasambanda en það er tiltölulega stutt síðan byijað var að rannsaka þau. Hefur orðið all- vemleg aukning í flárframlögum til rann- sókna á þessum efnasamböndum hin síðustu ár, m.a. hjá lyfjaframleiðendum. En hver em þá tengsl þessara fítusým- hormóna og þeirrar fítu sem við neytum ? Talið er nokkuð víst að flestar fmmur líka- mans geti, með þeim lífefnafræðilegu ferlum sem þar em, búið til áðumefnd efnasambönd úr Omega-3 og Omega-6 fítusýmm. Sá mun- ur er þó á að mismunandi og jafnvel andstæð verkan fæst við myndun þessara efnasam- banda úr mismunandi fítusýmhópum. Það sem talið er að gerist er í stuttu máli að fítusýmr úr fæðufítu em teknar upp í fmmuhimnur líkamans. Þar em fítusýrumar geymdar og ef fruman þarf á þeim að halda til efnasmíða, taka ensím til við að umbreyta þeim í hin ýmsu efnasambönd. Mótast efn- asmíðin af því hvaða tegundir fítusýra er fyrir í frumuhimnunum. Þannig myndast áð- umefndir efnahópar eins og PG, LT og TX. Á mynd 1 er sýnt hvemig talið er að sérkenn- andi fitusýmr mismunandi fæðufítu umbreyt- ast endanlega í fitusýmhormóna. Til að jafnvægi haldist og rétt hlutfall mismunandi fítusýmhormóna myndist, svo röskun á efnaskiptum eigi sér sfður stað, hafa ýmsir vísindamenn fullyrt að almenning- ur ætti að neyta meira fískmetis. Telja margir rannsóknamenn að lýsi geri sama gagn. Mjög þekkt dæmi um verkan Omega-3 fitu- sým og hormón afleiðu hennar er EPA fítusýran úr fískfítu. Á mynd 1 er sýnt hvem- ig EPA er talin vera forveri fyrir efnasambönd eins og óvirkan blóðstorknunarþátt TX-A3 og einnig PG-I3 sem talin er að vinni gegn samloðun blóðflagna sín á milli og við æða- veggi (4,5,6,). Einnig er sýnt hvemig Omega-6 fítusýmr úr plöntuolíu mynda í meira mæli virkan *) LDL og HDL eru fítukimi sem hjúpuð eru próteini í meltingarvegi svo að fítan geti leyst í blóðvökvanum og flust um líkamann. LDL fítuprótein er talið bera kó- lesteról til fruma líkamans en HDL fítuprótein frá þeim. storknunarþátt TX-A2 ásamt PG-I2 sem ekki er talin vera eins virkur og áðumefnt PG-I3. Það var þvi áður en PG-I3 uppgötvaðist að miklar umræður fóm fran. um um lækkun TX-A2/PG-I2 hlutfallsins. Það var þá talið, að til að fyrirbyggja fítuútfellingar í kransæð- um, ætti að reyna að lækka TX-A2 en auka PG-I2 verkan. Stóra spumingin var hvemig. Það var þó eitt orðið ljóst á þessu stigLí umræðunni, menn vom famir að huga að öðm en áðumefndu F/M hlutfalli þ.e., T'X- A2/PG-I2 hlutfallinu. Rannsóknir á Lækkun TX-A2/PG-I2 HLUTFALLI Blóðflögur hafa þann eðlislæga eiginleika að geta festst innan á æðavegg við vissa ertingu. Ýmis önnur efnasambönd í blóði geta líka loðað við æðaveggi, eins og t.d. kólesteról. Þetta er m.a. talið vera eðlilegur þáttur í viðgerð á æðaveggjum. Þessari samloðun virðist m.a. vera stjómað með myndun TX-A2 úr blóðflögum eins og áður hefur verið minnst á. Efnaferlið er talið vera í grófum dráttum með þeim hætti að linólfitusýran myndi millistig í líkamanum, arakídonfítusýmna sem er forveri fyrir TX-A2 og PG-I2 (mynd 1). Ensím í frumuhimnum stjóma þessari efnasmíð. Ef TX-A2 myndun er mikil getur það vald- ið æðaþrengslum þar sem blóðflögumar kekkjast saman og mynda kransæðastíflu eða blóðtappa og valda þannig hjarta- eða heilaá- falli. Sem betur fer vinnur PG-I2 myndun í æðaþeli á móti þessu. Það er því ekki að ástæðulausu að samspil þessara fitusým- hormóna sé víða undir smásjánni. Þegar kenningar um efnaferli línólfítu- sýmnnar (mynd 1) lágu fyrir, studdar niður- stöðum ýmissa rannsókna (7) hvatti það ýmsa vísindamenn til dáða í nýjum rannsókn- um. Reynt var að hafa áhrif á lækkun TX-A2 og þar með TX-A2/PG-I2 hlutfallsins með breytingum á fítusamsetningu í fóðri tilrauna- dýra. Var talið að lækka mætti að sama skapi samloðun blóðflagna. Fæðutilraunir með dýr, þar sem magn plöntuolía (linólfitusým) er aukið miðað við aðrar fitusýmr, hafa sýnt takmörkuð áhrif þar sem bæði TX-A2 og PG-I2 lækkuðu svip- að, þ.e. hlutfallið hélst óbreytt. Virtust ekki eiga sér stað sérvirk áhrif til lækkunar TX-A2 í blóðflögum né til hækkunar PG-I2 í frumum í æðavegg (7,8). Aðrir vísindamenn telja hins vegar að of mikið Omega-6 fítusýra í fæðufítu leiði til ofgnóttar arakídonfítusým og þar með of- gnóttar TX-A2 og annarra neikvæðra fítu- sýmhormóna (9). Mun jákvæðari niðurstöður fengust með notkun fiskfítu eins og áður hefur verið bent á og kom í ljós að Omega-3 fítusýmmar virt- ust geta fylgt öðm efnaferli til myndunar annarra efnasambanda en TX-A2 eða PG-I2 (10). Einnig hafa aðrar niðurstöður fengist úr dýratilraunum en úr tilraunum á fólki sem neytt hefur fískfítu, t.d. hindraði EPA fítusýr- an myndun TX-A2 mun meira í blóðflögum manna en rotta (5). HVERNIG VERKAR HVAÐ ? Nokkrar deilur hafa staðið yfír milli vísindamanna um það hvemig fískfíta lækki á sérvirkan hátt TX-A2 virkni. Danskur vísindamaður að nafni Jöm Dyerberg sem er einn þeirra sem fyrstur hóf rannsóknir á blóðfítu eskimóa í Grænlandi, heldur því fram að jákvæð verkan EPA sé m.a. vegna mynd- unar PG-I2 líks efnasambands, PG-I3, sem er talið vinna öflugar gegn blóðtappa en PG-I2. Dyerberg telur að TX-A2 mjmdist í mun minna mæli við neyslu EPA og að einn- ig myndist annað Thromboxan, TX-A3, sem er óvirkt sem storknunar- eða samloðunar- þáttur. Tilraunir sem framkvæmdar hafa verið á framum og vefjasýnum úr fólki hafa sýnt fram á myndun PG-I3 (5,6). Ekki hefur tekist að sýna fram á þetta með ýmsum til- raunadýrum og virðist vera um að ræða mismun á efnaskiptaferlum í fólki og tilrauna- dýrunum (5). Mælingar á þvagi fólks sem neytt hefur mikils magns lýsis eða fískolíu (40 ml/dag eða 5 msk.) hafa leitt í ljós efnasambönd sem myndast hafa við niðurbrot PG-I3. í sömu einstaklingum hefur mælst minnkandi sam- loðun blóðflagna og aukinn blæðingartími. Sannanir fyrir myndun þessa kröftuga efnasambands PG-I3 sem verkar sem blóð- þynningarefni geta verið mikilvægar til að útskýra þau efnaferli sem minnka líkur á myndun blóðtappa við neyslu á Omega-3 ríku fæði eins og lýsi eða fiski, að ekki sé minnst á áhuga lyfjaframleiðenda á framleiðslu slíkra efnasambanda eða efna sem örva myndun þeirra. Sumir vísindamenn telja að PG-I3 sé ekki eins virkt og af er látið en telja að jákvæð áhrif fískfítu séu fyrst og fremst fólgin í lækkun á TX-A2 myndun blóðflagnanna (11). Hvað sem deilum vísindamanna líður eru nið- urstöðumar að öðru leyti nokkuð samhljóða (mynd 1): (A) Fitusýrur fískfítu virðast eiga greiðan aðgang að geymslustað í frumuhimnum líka- mans og keppa þar við Omega-6 fitusýrur úr plöntuolíum og hafa betur. (B) Ennfremur virðist vera samkeppni milli Omega-3 og Omega-6 fitusýra úr frumuhimn- um um ensímakerfin og hafa Omega-3 fítusýmr betur þar líka. (C) Að lokum eru það efnin sem eru búin til úr fitusýrunum. Fitusýruhormón efnasam- böndin sem myndast úr EPA og DHA fítusýr- unum eru önnur og jákvæðari en þau sem myndast úr plöntuolíum (6,9). Það eru því fleiri þættir í fæðufitunni en kólesteról og mettuð eða fljótandi fíta sem hafa áhrif á líkamsstarfssemima og ber að taka tillit til og er ljóst að málið er mun flókn- ara en fítukenningin gerir ráð fyrir, jafnvel flóknara en margir gagnrýnendur hennar töldu. * Þó kemst maður vart hjá því að hugsa til þess hve glæsileg fítukenningin væri ef hún hefði miðast meira við Omega-3 en Omega-6 fitusýrur, þ.e. fískfítu en ekki plöntuolíur - bæði m.t.t. virkni og hve mun minna magn fítu virðist þurfa af þeirri fyrrnefndu - ásamt íjölda annarra þátta sem hæfileg neysla á Omega-3 auðugri fítu virðist einnig hafa áhrif á ef trúa má niðurstöðum vísindamanna í fítu- efnafræðum. ÝMSAR RANNSÓKNIR Á ÁHRIFUM FITUEFNA Á LÍK- AMSSTARFSEMINA Athyglisvert dæmi hér um eru rannsóknir sem framkvæmdar hafa verið á efnafræði- stofu Raunvísindastofnunar Háskóla íslands (RHÍ). Þar hafa verið kannaðir ýmsir aðrir þættir en áður hefur verið minnst á, þ.e. áhrif streitu á hjörtu tilraunadýra. Það sem getur gerst við mikið streituálag er að hjartsláttartíðni breytist og verður fyrir truflunum. Hjartatitr- ingur (ventricular fíbrillation) er algeng dánarorsök vegna streituálags og verður oft- ast í neðri hjartahvolfum og leiðir oft til skyndidauða. Hér er ekki um að ræða lokun æða vegna blóðtappa eða ofgnóttar fítuefna í blóði heldur aukningu streituhormóna sem miðla boðum til fruma í líffærum eins og hjarta. Eins og flestir vita er hjartavöðvinn sem og önnur líffæri samsett m.a. úr frumum sem eru starfrænar einingar innan líffæris- ins. Það er því ekki óeðlilegt að rannsókn á starfsemi hjartavöðvans sé fólgin í því að rannsaka starfsemi frumanna. Rannsóknir sem hafa farið fram á RHI hafa m.a. beinst að himnum í frumum hjarta- vöðvans þar sem ytri áhrif eins og streita felast í því að streituhormónar lenda á frumu- himnunum og berast svo boð þaðan inn í frumuna og valda svörun.Talið er að svörun- in sé háð m.a. þvi hvemig fítusýrusamsetning er í frumuhimnunni. Því hafa rannsóknimar við RHÍ m.a. beinst að breytingum í samsetningu fítusýra í himn- um hjartavöðvans við streituálag hjá mismun- andi fæðuhópum tilraunadýra og þol þessara hópa gegn mismunandi streituálagi. I upphafí þessara rannsókna komu í ljós marktækar breytingar á fitusýmsamsetningu frumuhimnanna (12). Um tíma stóð mönnum ekki á sama og var jafnvel talið að lýsi gæti verið varasamt vegna svo veigamikilla breyt- inga. Nú er talið að um jákvæðar breytingar sé að ræða. Til að gera langt mál stutt má segja að helstu breytingamar sem verða á fítusýru- samsetningu himna hjartavöðvans í þeim fæðuhóp sem fékk Omega-3 ríkasta fóðrið (10% lýsi) séu þær að Omega-6 arakídonfitu- sýrunni er marktækt skipt út fyrir EPA og DHA. Til dæmis jókst DHA fítusýran um allt að helming í himnum í hjarta þeirra dýra sem lifðu af streituálag vegna noradrenalín gjafar í 15 daga (13). Þetta telja vísindamenn við RHÍ geta staf- að af því, að jákvæð aðlögun eigi sér stað með upptöku DHA í himnumar, umfram upp- töku á fítusýmm úr Omega-6 hópnum. TILGÁTUR VÍSINDAMANNA UM MYNDUN MISMUNANDI FITUSÝRUHORMÓNEFNASAM- BANDA ÚR FISKFITU OG PLÖNTUOLÍUM OG UM SAMKEPPNIFITUSÝRA í ÞEIM EFNAFERLUM. FÆÐUFITA; Omega-3 fitusýrur úr fiskmeti (EPA). Omega-6 fítusýrur úr plöntuolium (Llnólfitusýra). (A) Flytjast til frumuhimna i líkamanum. (samkeppni um geymslustað) Mynd 1 Fitu8ýrur í frumuhimnum: EPA úr fískmeti víkur burt Arakídonfítusýrunni sem myndast úr Línólfítu- sýrunni. Omega-3 og Omega-6 í frumuhimnum. (B) samkeppni um ----ensímakerfín - — (C) Fitusýruhormónar sem myndast úr EPA fítusýrunni: TX-A3 og PG-I3 (C) Fitusýruhormónar sem myndast úr Arakídón- fítusýrunni: TX-A2 og PG-I2 Thromboxan (TX) A2 gerðin hvetur samloðun blóðflagna. TX-A3 gerðin er talin vera allt að því óvirk sem samloðunarþáttur. Prostaglandin (PG) 12 gerðin vinnur gegn samloðun blóðflagna, PG-I3 er talin vera mun virkari. Arakídonfítusýran er mynduð úr Línólfítusýrunni sem mikið er af í ýmsum plöntuolí- um. Arakídonfítusýran er því eins konar millistig milli Línólfítusýrunnar og fítusýru- hormóna myndaða úr henni. Kornolía. Árleg sala á henni er um hálf niilljón tonna. Kornolía er notuð til steik- inga, í salöt, smjörlíki ofl. Skyldi salan minnka í kjölfar nýrra rannsókna? T LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13. JÚNl 1987 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.