Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1987, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1987, Blaðsíða 15
Utan á húsinu var stórt skilti sem & var ritað með gylltum stöfum á Ijósbláum grunni: Kaffi- og matsöluhúsið Fjallkon- an. Hér á Laugavegi 23 var Fjallkonan á árunum 1910-1917. Húsið sem Steingrímur Guðmundsson, afi Steingríms Her- mannssonar forsætisráðherra, byggði stendur enn. Ljós- myndin er að því leyti fölsuð að nálæg hús hafa verið máð út af henni. Árið 1917 var Fjallkonan flutt á Laugaveg 20b, í hús sem enn stendur á horni Klapparstígs. Næstu ár stóð veitinga- reksturinn með mestum blóma og þá léku þarna hljómsveitir öll kvöld og sjálfspilandi píanó i eftirmiðdagskaffinu. ir langt að, svangir og kaldir eftir langt ferðalag. Þegar þannig stóð á, notaði ég hverja smugu, sem hægt var að troða mönn- um í, jafnvel inn í þessu eina herbergi, sem við ætluðum að hafa útaf fyrir okkur. Ef það ekki dugði að heldur, bar ég mönnunum mat, þar sem þeir sátu á hestvögnum eða jafnvel á baki hesta sinna." VEITINGASTAÐUR Með EVRÓPSKU SNIÐI Það var greinilega völlur á þessari harð- duglegu konu sem ekki varð samt nein hamingjukona í einkalífi sínu. Næst færðist hún það í fang að kaupa stórhýsið á Lauga- vegi 20b, á horninu á Klapparstíg, hús sem einnig stendur ennþá. Og þarna komu Kristín og maður hennar upp veitingastað með evrópsku sniði. Hún í .egir í endurminn- ingum: „... íétum við begar hefja umfangs- miklar breytingar á allri neðstu hæðinni og þar fékkst einn stór salur, er tók 220 manns f sæti. Stórt anddyri var útbúið Laugavegs- megin, og voru veggir þess að rnestu þaktir spegilgleri... Starfsliðið var sjaldnast færra en Á2—15 manns. Sex unnu í eld- húsunum. Fjórar stúlkur voru í salnum og tveir þjónar og var annar þeirra danskur. Þjónamir voru klæddir hvítum jökkum með gylltum hnöppum. Annar þeirra tók jafnan á móti'gestum í anddyrinu, hjálpaði þeim úr yfirhöfnunum og vísaði þeim á borð í salnum... Eg samdi við Þórarin Guð- mundsson fiðluleikara um að hann spilaði á Fjallkonunni öll kvöld milli kl. 9 og 11.30 með 5 manna hijómsveit sinni og jók það mjög aðsóknina. Var hvert kvöld svo þétt- setið í salnum, að margir urðu jafnan frá að hverfa." Kristín Dahlsted hefur greinilega haft auga fyrir því hver máttur auglýsingarinnar var því hún segir í framhaldi af þessu: „Eg fylgdist vandlega með öllum skipum, sem inn komu í hina nýju glæsilegu höfn, og fékk ég þá alltaf einhvem pilt til að fara um borð í skipin með spjöld frá Fjallkon- unni, er ég hafði látið prenta í auglýsinga- skyni, og höfðu þessar auglýsingar mínar þau áhrif, að jafnan komu heilu skipshafn- imar þrammandi upp Laugaveginn, þegar þær höfðu landgönguleyfi og sátu við veit- ingaborðin í Fjallkonunni langt fram á kvöld." „ÉG Heyrði Háværar RaddirInnanað** Þetta er í samræmi við það sem Þórarinn Guðmundsson fiðluleikari segir í endurminn- ingum sínum. Hann segir að á Pjallkonunni hafí verið minna um aristókrata og góð- templara en á Hótel íslandi en þangað hafí komið skipstjórar og aðrir sjómenn. Skemmtileg lýsing sem tengist Fjallkonunni er í bókinni Hér er kominn hoffinn eftir Guðmund Hagalín. Hann segir frá því þegar hann var nýkominn til bæjarins og fékk sér göngutúr: Og allt í einu greip mig löngun til að ijátla einn út í bæinn. Ég setti upp hattkúf- inn og lallaði ofan og út, fór niður Klapp- arstíginn og beygði ofan á Laugaveginn. Þar sá ég standa yfir húsdyrum: Café Fjall- konan. Þetta hlaut að vera ógurlega fínn veitingastaður — annars hefði hann ekki heitið svona nafni. Ég heyrði háværar radd- ir innan að og staldraði við. Var ekki talað á erlendu máli? Gaman hefði getað verið að fara þama inn.“ Guðmundur hættir samt við vegna klæða- burðar síns en segir: „Þegar ég var á leið að snúa frá dymnum opnuðust þær allt I einu og út komu tveir ungir menn og tvær stúlkur. Ungu mennim- ir vom Idæddir matrósafötum . .. Þetta vom filánalegir piltar, hölluðu undir flatt, ranghvolfdu augunum, vom með stóra vindla milli tannanna, og buldmðu eitthvað sem ég skildi ekki. Stúlkumar vom í rauðum kápum með gylltum hnöppum, vom frekju- legar og hreint ekki laglegar, önnur minnti mig rneira að segja á hálfvitlausa kvensu austur á Þingeyri, ’nanneskju sem hiaupið hafði með óhljóðum upp á herðamar á karl- mönnum. Sg stóð og glápti álíka iindrandi og ég hefði séð tröll koma út úr einhverjum álfa- steininum á Svalvoga- eða Bjargahlíð, stóð með ’nendur í vöxum og hef sjálfsagt verið ærið stóreygur . . . Allt í einu leit sú kvens- an, sem andstyggilegri var, á þennan staradi piltung, og það var eins og henni hnykkti við. Svo rétti hún úr sér, greip í handlegg- inn á dátanum, sem nær henni stóð, og benti á mig: „Se bare, Mads, hvordan han stirrer paa mig, den frække helvedes dóni!““ Já, það er auðséð að Guðmundur Hagalín hefur ekki notið þess að vera borinn og bamfæddur við lengsta borgarstræti á ís- landi eins og Halldór Laxness. En Lauga- vegur kom mjög við sögu listamanna, enda bjuggu við hann um 1920 ekki ómerkari skáld en t.d. Halldór, Tómas Guðmundsson og Sigurður Einarsson, sem seinna var kenndur við Holt. ■ í Traðarkotssundi 6, rétt fyrir neðan Laugaveginn, var um þetta leyti og lengi veitingahúsið Aldan á neðri hæðinni og þar réði ríkjum Gunna gamla veitingakona. Þar voru oft kátir karlar og mikið brennivín dmkkið. Við Laugaveg 6 var svo enn annar veitingastaður eða ölstofa á þriðja áratugn- um og hana sóttu bæði sjóarar og mennta- menn. Þar réði ríkjum Hannes nokkur Kristinsson og stofa hans var kölluð Litla kaffistofan eða bara Litla kaffi. í viðtali við Vilhjálm S. Vilhjálmsson sagðist Hannesi m.a. svo frá: Skáld Og Sjóarar „Borð vom ekki mörg, mig minnir að þau hafi verið tíu, steingólf var og stráði ég sagi á það, því að þegar blautt var úti sog- aði sagið bleytuna í sig, vaxdúkar vom á borðunum og tók því ekki langan tíma að skeina þau eftir strákana. Þama gengu öld- umar stundum mjög hátt og deildu menn um pólitík, heimspeki, bókmenntir og allan ijandann. Ég skipti mér lítið af deilum gest- anna, en þótti gaman að hlusta á. Menn sendu bitrar örvar um borðin og það skal ég segja þér, að oft vissu ómenntaðir sjóar- ar meira í þessum fræðum en hinir svoköll- uðu menntuðu menn. Þama komu mörg skáld . . . Þarna kom Om Amarson, Stefán frá Hvítadal, Kristmann Guðmundsson, Halldór Kiljan, Steindór Sigurðsson, ?áll á Hjálmstöðum ... Svokallaðir fínir menn komu mjög sjaldan, en þó kom það fyrir, en þá vom þeir alltaf hífaðir og’þóttust þá hvergi eiga heima nema hjá strákunum ... Þá var rtvinnuleysi og menn hrökkluðust um illa klæddir margir hveijir og áttu eigin- lega hvergi höfði sínu að halla. Einum man ég eftir, ágætum strák, sem ekkert átti annað að fara í en gulan vinnugalla og gúmmístígvél, f þessu var nann alla daga. Hann svaf á íröppunum á Laugavegi 18, en kom þegar opnað var hjá mér. Þá eldaði ég stundum súpu handa honum. Hann var alltaf vinsæll meðal strákanna, ekki drykk- felldur og lagði alltaf gott til mála. Hann varð síðar alþingismaður og er mjög framar- lega í flestum málum í sínu byggðarlagi. Örlög strákanna minna urðu mjög misjöfn, sumir drukknuðu með togurum, einn var stunginn til bana í Frakklandi, það gerði negri, annar var „beachcomber" á Spáni, var tekinn með valdi og settur í her Spán- veija til þess að beijast við Ab del Krim í Marokkó, og þar var hann drepinn, einn fannst dauður við dymar hjá mér á páska- dagsmorgun og þar fram eftir götunum ... Þá var lítið um götustelpur í Reykjavík. En það kom þó fyrir að þær litu inn, ein eða tvær til að ná í stráka, og strákamir vora góðir við þær, gáfu þeim eitthvað að borða og hlýja sér á. Þær vora ákaflega umkomu- lausar... Laugardagskvöldin vora stundum erfið. Þá var bann, en einhvem veginn gátu þeir, sem þótti gott í staupinu, náð sér í eldvatnið. Lögreglan raddist stundum inn til okkar, varð víst að hreinsa til, þá urðu átök og leikurinn barst út á götu og þar vora stórir og sterkir sjómenn handjámaðir og settir í steininn, en mannfjöldi safnaðist saman og horfði á. Þetta var verst á haust- in, sérstaklega þegar strákamir vora að koma úr síldinni." INGIMUNDUR FlÐLA OG Tobba Skemmtu Húsið á Laugavegi 6 stendur enn, þar er búsáhaldaverslun Bierings og þess skal líka getið að hús Guðrúnar í Oldunni við Traðarkotssund stendur líka með góðum blóma. Hannes í Litla kaffi rak reyndar stað sinn á fleiri stöðum við Laugaveginn svo sem eins og á Laugavegi 24c og 42, í bakhúsinu þar sem nú er tískuverslunin Company, og einnig var Litla kaffi um hríð á Bergstaðastræti 3. Á Laugavegi 49 er stórt myndarlegt hús með sérkennilegu tvöföldu risi. Þegar Kristín Dahlsted hætti á Laugavegi 20b fluttist hún í þetta nýbyggða stórhýsi sem kallað var Ljónið. Þaðan segir hún í senn átakanlega og broslega sögu af Ingimundi fiðlu, bróður Kjarvals listmálara: „Buðust margir til þess að leika á veit- ingahúsi mínu í Ljóninu, en mér leist þannig á, að Ingimundur Sveinsson — kallaður Ingi- mundur fiðla — myndi verða líklegastur til að skapa aðsókn. Samdi ég því við hann um að spila hjá mér, og það sem meira var: Tobbu konu hans réð ég einnig til að syngja. Kom það fljótt í ljós, að Ingimundur og Tobba gerðu mikla lukku og var slfk aðsókn að veitingahúsinu, þegar þau skemmtu, að ég varð að ráða sérstakan mann til að annast dyravörslu. Flest kvöld urðu margir frá að hverfa, vegna þess að við öll borð var fullsetið og fleira fólk en komst í sæti vildi ég ekki hafa inni. Ingimundur var frábær snillingur á fiðl- una sína og hafði slíkt undravald á strengj- um hennar, að hann gat leikið sér að því að framkalla hljóð flestra dýra, milli þess sem hann lék dægurlög af æsandi fjöri og söng þá Tobba texta, ef til vora við lögin, og lék um leið alls konar kúnstir, eins og þrautþjálfaður sirkusleikari. Þreyttist fólk seint á að hlusta og horfa á þessa grínfullu snillinga, og kom sama fólkið aftur og aftur og hló svo að það grét af hlátri á hveiju kvöldi." Það er gömul hefð fyrir því að konur reki veitingastaði i Reykjavík. Svo var um Hótel ísland um langa hríð, Hótel Reykjavík og Hotel Skjaldbreið. Hér hefur verið talað um Kristínu Dahlsted á Fjallkonunni, Guð- rúnu á Öldunni og Lilju Ólafsdóttur, en seinna gerði Helga Marteinsdóttir garðinn frægan á Laugaveginum. Hún byijaði með kaffístofu á Laugavegi 34 árið 1937 en flutti hana síðan á Laugaveg 28 og þar rak hún mjög lengi þekktan matstað. Síðast var hún með veitingahúsið Röðul og sat þar iafnan í miðasölunni í upphlut og afgreiddi fólk sem stundum var búið að fá sér of mikið neðan í því. SUKKSAMT Á Hvítu Stjörnunni I minni miðaldra fólks er Laugavegur 11 líklega eftirminnilegasti veitingastaðurinn við Laugaveg. í steinsteyptu viðbygging- unni, bar sem nú er Greifinn af Monte Christo, var títtnefnt kaffihús Fjallkonan oftir að það flutti úr Ljóninu. Um 1930 var þar gvo kaffihús sem nefnt var Kaffilindin en um svipað !éyti og lengi síðan var þar einnig biljarður sem mikið var róttur. Þá tók danskur maður, Olsen r.ð nafni, ttaðinn á leigu og hélt áfram veitingarekstri undir nafninu Hvíta stjaman eða „White Star“ eins og það var jafnan kallað, onda yar það nafti landsfrægt á skömmum tíma. Þangað sóttu mikið danskir dátar fyrir stríð og ensk- ir og amerískir í stríðinu. Þótti ærið sukksamt á „White Star". Upp úr stríðinu innréttuðu svo Silli og Valdi veitingastað í nýtískustíl sem einfald- lega var kallaður Laugavegur 11. Þessi staður varð mjög frægur í bókmenntasög- unni fyrir það að á 6. áratugnum héldu þar til ungir listamenn og menntamenn. Inn- viðir á Laugavegi 11 vora dökkir, speglar á veggjum; plasthúðuð borð með stálröndum og amerísk straumlína á afgreiðsluborði, hinn nýi stíll. Þarna vora tiðir gestir um 1950 Steingrímur Sigurðsson (Lif og list), Ásta Sigurðardóttir, Geir Kristjánsson, Thor Vilhjálmsson, Ólafur Jónsson, síðar nefndur gagnrýnandi, Þorvarður Helgason og Elías Mar. Seinna bættust í hópinn Jökull Jakobs- son, Dagur Sigurðarson, Þorsteinn frá Hamri, Ari Jósefsson, Ásdís Kvaran og Jón frá Pálmholti. Þama sátu líka löngum ung- ir stúdentar og menntskælingar og fengu sér kók eða spælt egg og beikon. Höfundur er sagnfræöingur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13. JÚNÍ 1987 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.