Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1987, Blaðsíða 2
Maðurinn kann að vera í hættu vegna yfirvofandi skyndibreytinga, sem hann ræður ekki við.
Ekkert er yfimáttúrlegt
við sálrænar lækningar
rátt fyrir gífurlegar framfarir á sviðum tækni
og læknavísinda herja margvíslegustu sjúk-
dómar á hinar svokölluðu háþróuðu þjóðir
Vesturlanda. í rannsóknastofum er þrotlaust
unnið að því að finna lyf og lækningaaðferðir
I bókinni FUTURE
SHOCK lýsir
höfundurinn þeim
hættum, sem manninum
getur stafað af hinum
skelfilega breytingahraða
í siðmenningu nútímans,
því hraðaaukningin fer
sívaxandi.
Eftir ÆVAR R.
KVARAN
við þessum sjúkdómum og oft með undra-
verðum árangri. En samt er bersýnilegt, að
þessi göfuga viðleitni hefur ekki undan. Ber
einkum tvennt til þess: margs konar sjúk-
dómar virðast skapa sér ónæmi fyrir nýjum
iyfjum, eða blátt áfram að nýir sjúkdómar
stinga upp kollinum. Ég hygg að í
læknavísindum eigi sú skoðun vaxandi fylgi
að fagna, að miklu fleiri sjúkdómar eigi
rætur sínar að rekja til andlegra orsaka en
áður hefur verið álitið. Það er að vísu æva-
fom kenning, sem lengi hefur ekki verið
sá gaumur gefínn, sem hún á skilið. Efnis-
hyggjan hefur verið þar sem annars staðar
Þrándur f götu. En samband hugsana og
sjúkdóma er nú orðið hveijum manni ijóst,
því enginn neitar því lengur til dæmis, að
maður geti fengið magasár af áhyggjum.
Þessi þróun á skilningnum á uppmna sjúk-
dóma og eðli þeirra hefur meðal annars leitt
til þess, að sálfræðin verður æ mikilvægari
þáttur í læknisfræðinni.
Hinn gífurlegi hraði tæknilegrar þróunar
á 20. öld hefur aukið mjög álagið á manns-
hugann. Árið 1970 kom út bók í Banda-
ríkjunum eftir rithöfundinn Alvin Toffler,
sem vakti gífuriega athygli. Hún ber nafnið
Future Shock, sem kalla mætti á íslensku
Ógnir framtíðar. Þar lýsir höfundur þeim
hættum sem manninum getur stafað af hin-
um skelfilega breytingahraða í siðmenningu
nútímans, því hraðaaukningin fer sívax-
andi. Höfundur sýnir fram á það með
sterkum rökum, að þessi ógnarhraði geti
haft stórhættuleg áhrif á vellíðan mannsins
og eðlilega þróun hans. í tiltölulega náinni
framtíð megi til dæmis eiga von á: Borgum
í hafínu, mannabústöðum í geimnum, vélum
til kynmaka, fæðingu bama án þess að
mæður gangi með þau, auknum hraða í
menntun með beitingu huglyfja, þjónum úr
dýraríkinu, hópgiftingum o.fl.
Það þarf ekki sérstaklega frumlegt eða
auðugt ímyndunarafl til þess að átta sig á
því, að svo byltingarkenndar hraðabreyting-
ar geti valdi alvarlegum sálrænum sjúk-
dómum.
En það er eins og mannkynið sé ósjálf-
rátt farið að skynja þessar yfírvofandi
skyndibreytingahættur, því um allan hinn
vestræna heim færist það stórlega í auk-
ana, að fólk snúi athygli sinni að þjálfun í
þvi að temja hugann og læra þannig að
taka örðugleikum nútíðar og framtíðar með
sálarró. Kemur þetta ljóslega fram í sívax-
andi áhuga á hugleiðslu og aðferðum þeim,
sem austrænir menn hafa beitt öldum .sam-
an, en hrokafull vísindi Vesturlanda til
skamms tíma hafa talið hjátrú eina og hind-
urvitni.
Svo mikill tími hefur farið í það að lækna
afleiðingar sjúkdóma að minna hefur farið
fyrir því að fínna orsakir þeirra. Hér blasir
við mikið verkefni fyrir sálfræðina, en þar
hefur alltof lítið áunnist sökum efnishyggju-
sjónarmiða margra sálfræðinga. Og er það
í sjálfu sér athyglisvert hvemig lærdómur,
sem byggist á þröngum sjónarmiðum getur
reynst fjötur í sókn til vaxandi þekkingar.
Þannig getur ólærður múgamaður verið
fljótari að átta sig á gildi fomrar visku,
heldur en hinn lærði sérfræðingur, sem hik-
laust vísar á bug öllu því, sem ekki
samræmist takmarkaðri þekkingu hans á
hinum miklu lögmálum lífsins.
En þetta er nú óðum að breytast, því
verkin tala og augum verður ekki lokað
fyrir sannreyndum nema takmarkaðan tíma.
Fyrir nokkmm ámm heyrði ég ungan
mann segja sorgarsögu hér í útvarp af bar-
áttu sinni við röð alvarlegra sjúkdóma, sem
leiddu til þess, að hann varð að gangast
undir hvem uppskurðinn á fætur öðram og
var nú orðinn öryrki. Var á honum að skilja,
að upptök hinnar langvinnu baráttu hans
væri að rekja til alvarlegra mistaka við
fyrsta uppskurðinn. Ekki skal lagður á það
neinn dómur hér. En kaldlyndur má sá
hlustandi vera, sem ekki fann til samúðar
með þessum veslings manni. Og vitanlega
geta mistök alls staðar átt sér stað, og ekki
síður í læknisfræði en annars staðar. En
þessi saga sýnir okkur hve gífúrleg ábyrgð
hlýtur að hvíla á herðum þeirra, sem velja
sér þetta starf. Samt megum við aldrei
gleyma því, að fyrir atbeina læknisfræðinn-
ar em milljónir manna nú lausar við þjáning-
ar, sem ella kynnu að vera jafnvel
óbærilegar. Ekkert er því eðlilegra en að
maður vitji læknis síns, þegar hann verður
veikur. En meðal annars vegna þess hve
margar læknisaðgerðir beinast að því að
lækna afleiðingar sjúkdóma, eins og t.d.
þjáningar, og ekki vinnst tími til að grafast
fyrir rætur meinsins, reynast sumar lækn-
ingar haldlitlar til langframa.
Þess vegna er svo ástatt um fjölda fólks,
að það hefur leitað allrar hjálpar sem
læknavísindin virðast geta boðið, án þess
að dugað hafí.
Þetta fólk leitar því í auknum mæli til
þeirra, sem fást við sálrænar lækningar og
fá sumir bót meina sinna með þeim hætti.
Þrátt fyrir ótrúlegan árangur í fjölda slíkra
tilfella vil ég eindregið ráðleggja fólki að
leita fyrst til venjulegs læknis þegar heilsan
bilar og reyna hitt ekki fyrr en útséð er um,
að allt annað hefur bmgðist. Skuld okkar
við læknavísindin er mikil og þau em mátt-
ug, þótt þeim séu takmörk sett, eins og
öllum vísindum. En hitt getur enginn láð
manni, sem fengið hefur þann dóm hjá lækn-
um, að hann gangi með ólæknandi sjúkdóm,
þótt hann reyni annað. Ekki síst þegar þess
er gætt, að það hefur dugað mörgum.
Óhrekjanlegir vitnisburðir um jákvæðan
árangur sálrænna lækninga hafa leitt til
þess, að flestir læknar fordæma ekki þessa
viðleitni, þótt þá bresti þekking til að skilja
hvemig slíkt getur átt sér stað.
Sálrænar lækningar hafa verið stundaðar
frá alda öðli meðal þjóða hinna fomu menn-
ingartímabila. Þannig vom þessi vísindi
stunduð í Kína til foma, en Indveijar eiga
heiðurinn af því, að hafa í bókmenntum
sínum varðveitt þessa fomu þekkingu. Frá
þeim barst hún síðan til Egyptalands, land-
anna við botn Miðjarðarhafs og Grikklands,
eins og bókmenntir þessara þjóða bera með
sér. Vesturlandabúar geta í sinni víðlesn-
ustu bók, Biblíunni, fundið ótal dæmi um
slíkt í báðum testamentum. Trúaðir menn,
sem ekkert botnuðu í þessu, fundu þá upp
orðið kraftaverk, sem þeir af einhveijum
undarlegum ástæðum telja að ekki hafí
getað gerst nema fyrir 2000 áram. En þau
em vitanlega alltaf að gerast. Með orðinu
kraftaverk er venjulega átt við, að eitthvað
yfimáttúralegt hafí átt sér stað og þá stund-
um talið að þakka heitri trú á kenningar
kirkjunnar. Þessi einokun á kraftaverkum
gerði rómversku kirkjuna að auðugasta og
voldugasta stórveldi miðalda á Vesturlönd-
um. En þessi dásamlegu fyrirbæri þurfa
ekki að standa í neinu sambandi við trúar-
brögð. Hér er aðeins að verki eitt hinna
miklu lögmála lífsins, sem við þurfum að
beita vitsmunum okkar til að skilja; með
sama hætti og við rannsökum náttúmlög-
málin.
Það er þannig ekkert yfímáttúmlegt við
sálrænar lækningar, þótt sumir sem við þær
fást tengi slíka hæfíleika trú sinni og lækni
jafnvel fólk, kirkjudeild sinni til dýrðar.
Þeir græðarar mannlegra meina, sem beitt
hafa sálrænum aðferðum með góðum ár-
angri hafa tilheyrt hinum ólíkustu trúar-
brögðum, eða jafnvel haft skoðanir, sem á
Vesturlöndum væm af mörgum daémdar
algjört trúleysi eða jafnvel guðlast.
Trúarbrögð em mannanna verk, en lög-
mál lífsins láta sig þau engu skipta.
Máttur til sálrænna lækninga býr í hveij-
um manni, sem til hefur að bera góðleik
og einlæga þrá til þess að geta dregið úr
þjáningum manna. Hann þarf með öðmm
orðum að vera kærleiksríkur, því kærleikur-
inn er sterkasta aflið í alheiminum. Þrátt
fyrir það sem hér að framan er sagt, má
enginn skilja orð mín svo, að ég sé andvíg-
ur trúarbrögðum. Þvert á móti. Ég tel
trúarbrögð nauðsynlegt stig á þroskabraut
ýmissa manna. Hins vegar er ég algjörlega
andvígur þeim hroka, sem lýsir sér í því að
halda, að einhver einstök trúarbrögð hafí
eins konar einkaumboð frá almættinu, og
séu því öllum öðmm æðri. Mönnum á að
vera fullkomlega fíjálst að velja þær braut-
ir á leiðinni löngu til föðurhúsanna sem
hveijum einum hentar. Sannleikurinn er
öllum trúarbrögðum æðri.
Höfundurinn er leikari og skrifar mánaðarlega
greinar í Lesbók.
2