Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1987, Blaðsíða 15
Mynd Pétur Halldórsson
AFSTÆÐI
Smásaga eftir
ÁGÚSTBORGÞÓR
SVERRISSON
Tvo fyrstu mánuðina í stór-
borginni var sú tilfínning
alltaf jafnsterk í undirvit-
und námsmannsins að
hann væri utangarðs í
þessu nýja umhverfi, væri
aðeins áhorfandi að
mannlífínu en ekki þátttakandi í því. Þessi
tilfínning var aðeins til í undirvitund hans,
hann hugsaði aldrei um hana og hafði í
raun ekki uppgötvað hana þótt hún endur-
speglaðist sí og æ í hugsunum hans og
afstöðu til umhverfísins. Oft var hún eins
og fyrirsögn á öllu sem prentaðist í kollinn,
þegar augun hvörfluðu milli syfjulegra sam-
farþega í neðanjarðarlestum og hugurinn
ferðaðist jafnhratt og lestin.
Útlendingur, ekki enn farinn að stunda
reglulegt skólanám heldur beið eftir inn-
tökuprófi og eyddi tímanum í aðgerðarleysi,
hann taldi sig ekki þekkja borgina nema
að takmörkuðu ieyti og hafði enn ekki góð
tök á tungumálinu: Utangarðsmaður! hróp-
aði undirvitundin. Honum fannst borgin
vera eitthvað sem hann gat endalaust skoð-
að án þess að þekkja, líkt og þegar maður
heyrir háværa músík hálfkæfða af öðrum
hávaða þannig að laglína greinist ekki, eða
horfir á flókna kvikmynd þar sem talið vant-
ar. Þess vegna voru allar hugsanir hans um
borgina og samband sitt við hana gegnsýrð-
ar af þessari utangarðstilfínningu: „Ég er
utangarðsmaður hér í borg, aðrir íbúar
mynda mannlífsheild sem ég er ekki hluti
af.“ Sem meðvituð hugsun fannst náms-
manninum þessi fullyrðing auðvitað út í
hött eftir að hann hafði uppgötvað hana,
afhjúpað leyndarmál undirvitundarinnar.
Eftir það fór sú vonleysislega hugsun að
sækja að honum, að í þessari stóru borg
væru allir einhvers konar utangarðsmenn.
Nokkrum sinnum í viku fer hann í sund:
Þögull kyrrlátur vetrarkuldinn smýgur
inn í líkamann á leiðinni að lestarstöðinni í
hverfínu hans. Nokkurra mínútna leiðinleg
ganga. Stundum byrjar hánn að hlaupa til
að stytta ferðatímann en hættir jafnskjótt
aftur því honum fínnst það alltaf hálf-
hlægilegt auk þess sem hann getur ekki
losnað við þá fáránlegu tilfínningu að hann
veki á sér ósækilega athygli með hlaupunum
þótt enginn virði hann nokkum tíma viðlits
á fáfarinni götunni.
Á steintröppum neðanjarðarstöðvarinnar
mætir námsmaðurinn ælandi róna, fúl-
skeggjuðum og skítugum. Hann undrar sig
oft á rónamergðinni í hverfínu, óteljandi
þögular fyllibyttur sem aldrei áreita hann
eða ávarpa, horfa undan honum eða stund-
um eins og í gegnum hann, og aldrei sömu
sjúskuðu andlitin.
Steingólf og tveir útstillingarkassar úr
gleri. Tvær stórar og glaðlegar sígarettu-
auglýsingar úr gleri. Tvær stórar og glaðleg-
ar sígarettuauglýsingar í myndrænni og
litrænni andstöðu við ljósgræna flísavegg-
ina. Dökkgrænir trébekkir. Stuttklippt
unglingsstelpa á öðrum enda eins bekkjar-
ins, klædd þykkri grárri nælonúlpu, svörtum
buxum og ullarlegghlífum fyrir ofan svarta
skóna. Hlustar á vasadiskó og vaggar höfð-
inu í vélrænum takti. Hann heyrir hávært
suð úr tækinu án þess að greina tónlistina,
þegar hann nálgast bekkinn og sest; á hin-
um endanum situr reykjandi maður á hans
aldri, feitlaginn, klæddur stuttum svörtum
leðuijakka. Þegar námsmaðurinn gýtur í
tilgangsleysi augunum til hans, horfír hann
kuldalega á móti og neyðir námsmanninn
til að líta undan.
Við enda steingólfsins þar sem jámbraut-
arteinamir taka við fyrir neðan, horfast
tvær ungar konur ástúðlega í augu þar til
andlitin mætast í löngum kossi. Þessi sýn
fyllir námsmanninn einkennilegri vellíðan,
hún myndar mótvægi við áhrifín af kulda-
legu umhverfínu og tómlætislegu fasi
sessunautanna á trébekknum. En eftir koss-
inn sendir önnur konan honum ögrandi
augnaráð sem hann getur ekki útskýrt fyr-
ir sjálfum sér og velllíðanin hverfíir.
Námsmaðurinn lítur undan.
Ógreinilegt vélarhljóð í fjarska sem brátt
verður að taktbundnu lestarhljóði og loks
slettist endalaus gul lengjan framhjá og
stöðvast eftir góða stund.
— Einsteigen bitte! Nach Rathaus Steg-
litz zuriickbleiben!
Námsmaðurinn veltir því stundum fyrir
sér, hvemig.það sé að hafa þann starfa að
segja sömu setninguna óteljandi sinnum.
Hálffullur vagninn og það er eins og flest-
ir farþegamir hafí setið tíu tíma í lestinni.
„Hvers vegna verður fólk svona sljótt af
nokkurra mínútna lestrarferð," hugsar
námsmaðurinn. „Það er ekki svona syfjulegt
útá götu eða í strætisvagni. Hvers vegna
breytist það í svefngengla um leið og það
stígur inní neðanjarðarlest?"
Að vísu stendur líflegt par í ástarvímu
við dymar og horfíst í augu, og fyllibytta
blístrar lag útí homi vagnsins og skimar
eftir aðdáendum þótt enginn virði hann við-
lits, vímulausir farþegar allir með andlits-
farva sljóleikans.
„Að hugsa sér, heilsu sætaraðimar þakt-
ar hímandi afturgöngum," hugsar náms-
maðurinn, sem ekki er með spegil á sér.
Farþegafjöldinn helst jafn þar til lestin
stoppar á Bahnhof Zoo, fjölfömustu lestar-
stöðinni, þá troðfyllist vagninn. Það þrengir
að námsmanninum og hann fyllist pirringi.
Óþolinmóður bíður hann frelsisins handan
nokkurra stöðva án þess samt að láta eftir-
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. SEPTEMBER 1987 15