Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1987, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1987, Blaðsíða 7
Eittaf fjórum steinsteypu virkjum sem byggð voru íRiagkebing. Virkin stóðu meðstuttu millibili, vestanvertíbænum. Iþeim voru vélbyssustæði ogtvöaf virkjunum voru búin öflugum loftvamabyssum. Aukþessa voru tværaðrarloft- vamabyssur íRingkoping, öilu veigaminni. Önnurþeirra var dulbúin sem mylla, en hin sem vatnstankur, en það var siður Þjóðverja að dylja hemaðartæki sín m.a. áþann hátt. Ein af ensku Lancaster sprengjuflugvélunum varskotin niðurfrá einni loftvarnabyssunni í Ringkobing oghafnaði flugvélin ífirðinum, aðeins eitt hundrað metra frá bænum. Enn má sjá margskonar áletranir á veggjum virkjanna. Sú áletrun sem þessum línum fylgir er í spítalanum og þýðir einfaldlega „Sjúkrastofa 1“. Fjögurra hreyfla Lancaster sprengjuflugvél úr hinum konunglega breska flugher. Vélar af þessari gerð vom hér á landi nefndar „fljúgandi virki“. Þær vom höfuðstyrkur breska sprengjuflugvélaflotans og ollu mestu tjóni í loftárásum banda- manna á þýskar borgir. Þessi loftvarnabyssa Þjóðverja bafði hlaupvídd 8,8 cm. Hún dró 12 km og gat því hitt flugvélar sem flugu mjög hátt á þeirra tíma mælikvarða. Hér sést ein af lúgunum sem em i mörgum virkjanna. Sjald- an var hægt að ganga beint inn í byrgin, heldur lá leiðin í vinkil skömmu eftir að komið var inn um útidyr. í innvegg gegnt útidyrum vom þessar lúgur og vélbyssa á bakvið. Með einu handtaki gat byssumaðurinn ýtt lúgulokinu til hlið- ar og mundað byssuna. Lúgan og umbúnaður hennar var úr sterkasta stáli. Eins og beinagrindur fornaldardýra II Vamarveggurinn átti að ná frá Noregi til Spánar Texti og teikningar: RAGNAR LÁR Síðari hluti Höfundur bókarinnar, sem hér er fjallað um, segir m.a. svo í formála: „Að skrifa um hernám- ið og þýsku hemaðar- mannvirkin á vestur- ströndinni, mun áreiðanlega vekja óþægilegar minningar hjá mörgum. Margir vilja helst að þessi liðni tími sé gleymdur og grafinn og sjáanlegar minjar fjarlægðar. En hemámið tilheyrir okkar tímum og okkar sögu og hefur þessi tími mikla þýðingu fyrir afstöðu okkar í dag. Yngri kynslóðin hefur ekki upplifað hernám og gerir sér ekki grein fyrir því hvað í því felst. Hún gerir sér ekki grein fyrir tilganginum með byggingu þessara mannvirkja, til hvers þau skyldu notuð, hveijir byggðu þau og hverjir borguðu þau. Þar til hernám Þjóðverja varð að köldum veruleika, var stefna okkar sú, að komast hjá því að blandast í alþjóða deilumál, halda hlutleysi í heiðri, eins og okkur hafði tekist í fyrri heimsstyijöldinni. Danir höfðu, eins og fleiri þjóðir, ákveðið hlutleysi gagnvart Þýskalandi nasismans, en þetta hlutleysi var gróflega brotið morguninn 9. apríl 1940, þegar Þjóðverjar hernámu Danmörku. Það hemám varði í fimm löng og sársaukafull ár. Fyrstu árin reyndi ríkisstjórnin og stór hluti þjóðarinnar að komast hjá árekstrum við hemámsliðið, en því lengur sem á stríðið leið, varð þungi hemámsins meiri og ágang- ur þýskra á dönsku landi. Eftir að uppúr „samskiptum" stjómvalda við Þjóðveija slitnaði endanlega þann 29. ágúst 1943, fylgdu því kröftug viðbrögð af hálfu Þjóðveija. Hart var gengið að and- spymuhreyfingunni. Það hafði aftur á móti í för með sér, að andspymuflokkum fjölg- aði, hið „hlutlausa" andóf jókst. En þess ber þó að geta, að andspyma við þýska hemámið var til komin löngu fyrir 29. ágúst árið 1943. Eftir að leifturstríð Þjóðveija hafði breyst í vamarstríð, reyndist þeim sífellt erfíðara að veija hemumdu löndin. í Berlín var því ákveðið að byggja „Atlantvolden" og skyldi hann ná frá Noregi að landamæmm Spán- ar. Þessi gífurlega framkvæmd skyldi vama bandamönnum innrás í Evrópu. í nágrenni Ringkobing var m.a. unnið að miklum hem- aðarmannvirkjum og um þau fjallar þessi bók.“ Þegar formálanum sleppir gefur höfundur væntanlegum ferðamönnum og þeim sem Það hefur ekki verið öfundsvert hlut- skipti fyrir þýsku hermennina að hírast í niðurgröfnum og gluggalaus- um steypuvirkjunum. En sköpunar- þörf mannsins er söm við sig. Víða er að finna „veggskreytingar" drátt- hagra hermanna, t.a.m. rómantískar landslagsmyndir frá heimahögum þeirra, en teikningin hér að ofan er dæmigerð fyrir „hermannalist" stríðsáranna og mátti finna hliðstæð- ur hennar á braggaveggjum hér á landi. vilja skoða mannvirkin góð ráð. Þar getur hann þeirra leiða sem fara má um svæðið. Hann segir m.a.: „Leifamar af þýsku mann- virkjunum eru flestar á landi sem er í einkaeign. Þess vegna verður fólk að fá leyfí til að ferðast um svæðið." „Ekki er leyfílegt að koma nær íbúðarhúsum en í 150 metra fjarlægð. Þess skulu menn minnast, að hemaðarmannvirkin og hemámið er í fersku minni heimamanna og skal því var- ast að vekja upp gamlar minningar að óþörfu. Munið að þið ferðist á eigin ábyrgð. Ef maður fer inn í mannvirkin er nauðsyn- legt að hafa með sér vasaljós, þar inni er dimmt og getur verið hættulegt að vera.“ Og höfundur segir: „Þegar maður ferðast í dag með jósku vesturströndinni, eru það tveir hlutir sem maður tekur sérstaklega eftir. Þ.e.a.s. hinir mörgu sumarbústaðir annars vegar og lejfar þýsku hemaðarmann- virkjanna hins vegar. Fyrir stríð var ekki mikið um sumarbústaði á þessu landsvæði, en þess í stað stóðu bændabýlin dreifð með ströndinni. Þýska hemámið hafði gífurlegar breytingar í för með sér. Eins og fyrr segir var vígbúnaður óhemju mikill og mestur á hemaðarlega mikilvægum stöðum. Þúsundir steinsteyptra mannvirkja risu á skömmum tíma. Háir vamargarðar vom reistir og braggar þutu upp eins og gorkúlur á mykju- haug. Á mörgum stöðum voru reist há radarmöstur. Steyptu mannvirkin vom síðan hulin jarðvegi og hafði það að sjálfsögðu gífurlegt jarðrask í för með sér. Síðan var þakið yfir með torfí og felunet vora einnig mikið notuð. Reynt var að láta mannvirkin hverfa sem mest undir jarðveginn svo óvin- urinn ætti erfiðara með að koma auga á þau. Víggirðingar vom umhverfís mann- virkin og jarðsprengjunet lágu víða. Á stríðsámnum vom margir sumarbústaðir eyðilagðir og mörg bændabýli vom brennd til grunna.“ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. SEPTEMBER 1987 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.