Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1988, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1988, Qupperneq 8
I tíska skáldið — og á það einkum við um j einstaklingshyggju hans og afstöðuna til i náttúrunnar. En það er ekki fyrr en með . Fjölnismönnum (um 1830) að rómantíkin i skýtur hér rótum, breiðir úr sér og blómstr- j ar. Hún ber líka sín fegurstu blóm hérlendis strax þá — í kvæðum Jónasar Hallgrímsson- ar (1807—45). Jónas var, eins og allir vita, mikill fagurkeri með rómantískt eðli; stór- brotinn listamaður, ofurnæmur hugsjóna- og tilfinningamaður sem undir áhrifum frá Heine (1797—1856) og síðrómantískri rót- tækni vann íslenskri menningu ómetanlegt gagn. Hafði þetta „óskabam gæfunnar" (eins og Jóhann Sigurjónsson nefnir Jónas frænda sinn í ljóði) gríðarleg áhrif með skáldskap sínum og lífshugsjónum — mörk- uðu kvæði hans tímamót f íslenskum bókmenntum. Frá og með Fjölnismönnum var rómantíkin hérlendis líka bundin óijúf- anlegum böndum við þjóðfrelsisbaráttuna og viðreisn andlegra verðmæta fornra. Samtímamenn Jónasar og þeirra Fjölnis- manna hér á íslandi tóku rómantíkinni fálega, en hún sigraði léttilega næstu skáldakynslóð, sem gaf henni þjóðlegri ein- kenni og tengdi haná enn frekar sjálfstæðis- baráttunni. Og öll þekkjum við helstu fulltrúana: Alþýðuskáldin Bólu-Hjálmar (1796—1875) og Sigurð Breiðfjörð (1798—1846), skáld- sagnahöfundinn Jón Thoroddsen (1818—68), karlmennið Grím Thomsen (1820—96), lífslistamanninn Benedikt Gröndal (1826—1907), tilfinningamanninn og frelsisunnandann Gísla Brynjólfsson (1827—88), bölsýnismanninn Kristján Jóns- son (1842—69), hagyrðinginn Pál Ólafsson (1827— 1905), lærdómsmanninn Steingrím Thorsteinsson (1831—1913), sálma- og þjóðskáldið Matthías Jochumsson (1835—1920) og leikskáldið Indriða Einars- son (1851-1939). Rómantísk mynd af elskendum eftir Anselm Feuerbach, byggð á Hinni guðdóm- legu kómedíu Dantes. I rómantíkinni voru ástir gjarnan óhamingjusamar, elskendum var stíað í sundur eða dauðinn aðskildi þá. V En hveijir eru þá mestir Byronistar (bær- onistar)? í íslenskum bókmenntum — hveijir eru helstu lærisveinar hans hérlendis og boðberar? Þá hlýtur að vera að finna meðal ofantalinna skálda! Jú, lærisveinamir eru helstir þeir Grímur, Gísli, Gröndal og Krist- ján Jónsson fjallaskáld, og þýðendur Byrons myndasögu og bókmenntum Evrópu allt frá lokum 18du aldar og fram yfir miðja þá nítjándu. Mótaði hún alla hugsun, menningu og listir þessa tímabils. Rómantíkin er ekki skýrt afmörkuð heild; hún ratar víða, á löngum tíma og rúmar margt misjafnt. Hún er einskonar samheiti yfir margar mismunandi-skyldar uppreisnir gegn eldri viðurkenndum og ríkjandi hug- myndum. Hún er andsvar við upplýsinga- stefnunni/fræðslustefnunni (og nýklassís- ismanum), sem á sínum tíma leiddi Evrópubúa út úr hindurvitni galdraaldar og boðaði trú á skynsemi mannsins og getu hans til að búa sér hinn albesta heim. Ró- mantíkin dró slíka jarðbundna bjartsýni í efa (sem Voltaire o.fl. höfðu raunar áður hafíst handa við); boðaði afturhvarf til nátt- úru, dýrkun skáldlegs ímyndunarafls, endurmat á sambandi náttúru og manns, boðaði notkun tákna oggoðsagna, frumleika og ójarðneska ímyndun, boðaði hetjudýrkun, snillingsdýrkun, einstaklingshyggju; æðri sannleika en bókstafí og mannvit, boðaði þjóðfræðidýrkun, miðaldadýrkun, lýðfrelsi, mannréttindi, tilfínningahita, tvísæi og „íde- alíseraða" ást. Rómantíkin var nátengd frelsishugsjónum 19du aldarinnar — þjóð- frelsisbaráttu hennar — og uppreisn borgarastéttarinnar gegn aðli, klerka- og lénsveldi Evrópu: „Listamenn rómantísku stefnunnar lögðu áherslu á tilfinningamar, boð- uðu gjaman ftjálsræði og uppreisn gegn ríkjandi reglum, dýrkuðu villta náttúru og framandi umhverfi, hneigðust að öllu óttalegu eða jafn- vel djöfullegu en voru þó að jafnaði vel kristnir og dáðu kristilega dul- fræði. Nóttin og dauðinn, grafir og rústir verða þeim að yrkisefnum, draumheimar eru þeim hugstæðir. Yrkisefni þeirra eru sótt til sögunn- ar. Hið rómantíska skáld dýrkar hetjuna og heimssýnin er byggð á sjálfinu og spennunni milli frelsis og nauðsynjar. Hugmyndaauðgin er sterkasta afl ofurmennisins og ílista- verki sem skapað er af ofurmenninu rís mannsandinn hæst." ... segir í formála Kristins Jóhannessonar að Kvæðasafni Benedikts Gröndals — eins merkasta fulltrúa stefnunnar hérlendis. Meðal áhrifamestu skálda rómantísku Þunglyndisleg rómantíkin í verkum Arnolds Böcklins hitti beint í mark á sínum tíma. Hér er ein af myndum Böcklins: Hús við hafið. Svartklædd mannvera er látin undirstrika dapurlega stemmninguna. stefnunnar í Evrópu er Goethe, Schiller og Heine í Þýskalandi, Rousseau og Victor Hugo (höfundur Vesalinganna) í Frakk- landi, Púsjkín í Rússlandi og þeir Words- worth, Coleridge, Shelley, Keats, Walter Scott og Byron á Englandi. Til Norðurlanda bárst rómantíkin snemma — einkum frá Þýskalandi — en Byron varð þó bráðlega meðal áhrifamestu utanaðkomandi hugmyndasmiða. Meðal helstu rómantíkera í bókmenntum Norður- landa eru Henrik Steffens heimspekingur (brautryðjandi), dönsku skáldin Oehlen- schláger, Grundtvig og H,C. Andersen, Svíinn Tegnér og Norðmaðurinn Henrik Wergeland. Á íslandi er Bjami Thorarensen (1786—1841) yfirleitt talinn fyrsta róman- á íslensku em einkum Steingrímur og Matt- hías. Byronískt þunglyndi og veraldarharmur orkuðu sterkt á Gísla og Kristján, svo og lífsleiðinn, treginn og tilfinningasemin. Frelsishugsjón, fegurðardýrkun og róman- tískt æði Byrons mótuðu einnig líf og skáldskap Gísla og Benedikts. Ahrifin á Grím eru svipuð. Vonbrigðin og ólundin mótuðu elst.a skáldskap hans — t.d. fyrsta lcvæði hans „Ólund“ sem hann samdi á af- mælisdegi sínum 1862. Grímur skrifaði líka fyrstur manna á Norðurlöndum ritgerð um Byron og skáldskap hans, sem hann fékk meistaranafnbót fyrir og síðar doktorsnafn- bót (1854) — og í framhaldi af því ríflegan styrk til ferðalaga um Evrópu. Tengsl Byr- ons við Grikki eiga einnig sinn þátt í áhuga Gríms á grískum bókmenntum og klassísk- um fræðum. Matthías Jochumsson þýddi m.a. hið mikla sagnakvæði Byrons, Manfred, á íslensku. Ekki er rúm hér til að birta þýðing- una, en um þann starfa að snúa Byroni á móðurmálið hefur Matthías sagt: „Þá og lengi síðan vantaði mig alla eirð og festu til alvarlegra andlegra starfa — nema stöku þýðinga og tækifæriskvæða, einungis ein afþýð- ingum, sem ég samdi þann vetur [1871—1872], bar langt af öðrum; ég meina þýðing Manfreds eftir Byron. Hún lýsir nokkuð mínum skapbrigðum þá, því að það rit hins geðstóra Bretaskálds var einmitt eft- ir mínu höfði og heilsufari, og aldrei hefur íslensk tunga eins leikið mér á vörum." Annar helsti þýðandi Byrons á íslensku er Steingrímur Thorsteinsson, og skulum við láta hér fylgja ummæli hans um skáld- skap Byrons: „Nær því allur skáldskapur Byrons ber á sér einhvern dimman og mikil- fenglegan sorgarsvip, eins og hann hafði skaplyndi til; Goethe sagði, að „hann væri innblásinn af anda sorg- arinnar". Sumt er að vísu í Ijóðmæl- um Byrons ekki áiður en lífi hans, sem fremur er undrunarvert en eftir- breytnisvert, og sumt vítavert, t.a.m. óánægjan með heiminn, mannhatrið, örvæntingin, guðlastið o.s.frv., en þó er fegurðin og andagiftin svo yfir- gnæfandi, að fátt mun mega fmna, er við þann skáldskap jafnast. Hug- myndirnar eru djarfar, tilfinningarn- ar næmar og brennandi, mælskan óþijótandi, orðavalið fagurt og óskeikult eins og hjá gullaldarskáld- um Grikkja og Rómverja. Um frelsi hefur Byron kveðið svo fagurt, að fátt mun vera í fornum eða nýjum kveðskap, sem þar við jafnist, enn ekkert, sem því tekur fram ..." Einnig má vel halda því fram að sögu- kvæði Byrons (einkum Don Juan) og frásagnartækni — einkum meinfyndi hans og beiting háðs, skop hans og kaldhæðni — hafí haft nokkur áhrif á Þorstein Erlingsson og Stephan G. og vissulega höfðu lífsmáti og lífsskoðanir Byrons mikil áhrif á mörg ný-rómantísku skáldin og fleiri ofvita á fýrstu tveimur áratugum þessarar aldar: t.d. Jónas Guðlaugsson, Jóhann Jónsson og Stefán frá Hvítadal — sem taldi sér til tekna að vera haltur „eins og Byron lávarður". VI Eins og ljóst má vera af því sem þegar hefur verið sagt, þá er Byron ekki það ótví- ræða stórskáld og andans mikilmenni sem fyrstu sporgöngumenn hans vildu vera láta. Lífshlaup Byrons og skáldleg örlög, sem rímuðu vel við tilfinningar tímans,, báru nafn hans og áhrif víðar en skáldskapurinn gaf tilefni til. Það skerpti og ímynd þessa tilfínningaríka uppreisnarmanns — og jók áhrifamáttinn — að hann var fæddur aðals- maður — aristókrat. Nú á dögum hefur margsinnis verið bent á að kvæði hans og leikbókmenntir eru engin kennileiti í bókmenntasögunni — verk hans ollu engum straumhvörfum. Skáld- skapur Byrons er fallegur og andríkur, en hann ristir sjaldnast mjög djúpt og er fátæk- ur á ný eða síung sannindi. Ahrif hans voru þó mikil — meiri en nokkurs annars skálds rómantísku stefnunnar á Bretlandseyjum. Og nú er algengt að sjá goðsögnina um Byron lávarð barða niður í nýskrifuðum enskum bókmenntasöguritum. Eg les til að mynda í víðlesinni bók um enskar 19du ald- ar bókmenntir (frá 1983) að Byron hafi — þrátt fyrir áhrif (til góðs eða ills) á Púskín, Disraeli, Dickens, Tennyson og Oscar Wilde — allt í senn verið „dólgrómantískur", sjálf- hverfur, hjátrúarfullur, illa þokkaður og haldinn óbifanlegri sjálfsblekkingu; hé- gómagjamt og sjálfselskt hirðfífl í höllu samtíðar sinnar, og skáld eftir því — of- metinn blekkingarmeistari. Nú er líka oft vitnað í fræg orð skáldsins T.S. Eliot (1888—1965), sem lítið álit hafði á lávarðinum: „Byron fómaði sjálfum sér í að skapa hlutverk fyrir sig sjálfan að leika“ — mun þetta sagt honum til háðungar. En þá skulum við hafa það í huga að dómur stórskálds um annað stórskáld segir yfir- leitt meira um þann sem mælir en þoland- ann. Var það ekki T.S. Eliot sem sagði að Hamlet væri „. . . listrænt séð, sannarlega axarskaft" („... most certainly an artistic failure“)? Hveiju má þá treysta? Höfundurinn er cand.mag. í Islenskum bók- menntum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.