Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1988, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1988, Blaðsíða 20
sólarhringinn meðan á ferðinni stóð. Farið var með hópinn Gullfoss- Geysishringinn með ýmsum uppákomum á leiðinni. Helsta skemmtiatriðið var að láta alla komast á hestbak sem var mjög vinsælt. Þátttakendum var skipt niður í bíla og klukkustund látin líða á milli þess sem hver bíll kom á áfangastað, til þess að hver og einn nyti staðarins sem best. Geysilegar öryggisráðstafanir voru viðhafðar, enda var fólkið dýrmætasta starfslið IBM og miklu búið að kosta til menntunar þess og sérhæfingar. Læknar, hjúk- runarlið og lögregla voru í við- bragðsstöðu. Eitt kvöldið var öllum hópnum skipt niður á veitingahús í Reykjavík. Stór hluti af veitinga- húsum borgarinnar nutu góðs af heimsókninni. Það er fastur liður lagðar allan sólarhringinn og séu óslitin veisluhöld og uppákomur. Þeir sem skipuleggja hvatninga- ferðir verða að snúa öllum hefð- bundnum dagskrám við og byija að hugsa upp á nýtt. Eflaust býr ísland yfir margvíslegum mögu- leikum á að skipuleggja óvenjuleg- ar ævintýraferðir. í þessum ferðaþjónustuþætti eins og mörg- um öðrum gildir að vera nógu hugmyndaríkur. SAMEIGINLEGUR NORÐ- URLANDABÆKLINGUR Norðurlöndin, að íslandi með- töldu, gáfu út sameiginlegan landkynningarbækling um hvatn- ingaferðir á síðasta ári fyrir Bandaríkjamarkað. Það er ómet- Óvenjulegt í hæsta máta. fyrir aukningu á þessum ferða- þjónustuþætti, til að hægt sé að skipuleggja ferðaþjónustu almennt í landinu með hliðsjón af hverskon- ar ferðamenn sækja okkur mest heim. Trúlega er líka orðið brýnt að gefa út sérstakt landkynningar- rit til að stuðla að hvatningaferð- um. Stærstu verðlaunahópar sem hafa komið til íslands eru hópar sem koma með Concord-þotum til Keflavíkur. Þeir dvelja héma einn dag og fara í stuttar skoðunarferð- ir. íslenskar ferðaskrifstofur hafa séð um móttökur og fjölbreytta dagskrá. Nokkrir slíkir hópar hafa komið til landsins. IBM-ráðstefnan í maí 1987 er stærsta ráðstefnan sem hér hefur verið haldin. Hún var að hluta hvatningaferð. Þá komu hingað um 1.400 manns í fjögurra daga ferð, frá Norðurlöndum, Portúgal, írlandi og ísrael. Ferðaskrifstofan Útsýn sá um móttöku á hópnum sem var tvískiptur. Að sögn starfs- manna Útsýnar gekk allt ljómandi vel, enda voru veðurguðimir mjög hjálplegir. Geysileg vinna lá í und- irbúningi og má segja að þeir sem vom ábyrgir fyrir móttökunum hafi varla unnt sér hvíldar allan / ævintýraferð um Noreg. í hvatningaferðum að skapa „sér- stakt kvöld fyrir sérstakt fólk“. Síðasta kvöldið var mikil veisla fyrir alla í veitinga- og skemmti- höllinni „Broadway". ÍSLAND SEM ÁFANGASTAÐUR Ferðablaðinu var tjáð að stórt vandamál við móttöku hvatninga- Finnskur fatnaður í hágæða- flokki. hópa á íslandi væri hvað fá hótel ná hágæðaflokki. Hótelin virðast mörg vera í 3-4 stjömu gapða- flokki, en spuming hvort einhver íslensk hótel ná 5 stjömum. ís- lensk hótel hafa aldrei verið gæðastimpluð eftir alþjóða mæli- kvarða svo erfitt er að segja til um þetta. Dagskrá í hvatningaferðum miðast yfírleitt aðeins við stuttar dagsferðir frá Reykjavík. Ef ein- hver hópur biður sérstaklega um áfangastað úti á landsbyggðinni verðúr að gera honum grein fyrir gistingu á staðnum. Skipulagning á dagskrá fer að sjálfsögðu eftir fjölda þátttakenda. Það er auðveld- ara að vera með meiri fjölbreytni. í fámennum hóp en f yfir 200 manna hóp. Hvatningaferðir eru yfírleitt stuttar. Fjórir dagar eru algengasta lengd, en ferðimar geta farið upp í vikudagskrá. Aðalinntak hvatningaferða er að fólk upplifi eitthvað í hveiju landi sem er ómögulegt að sjá og reyna annarstaðar. Ferðimar heimta nýja áfangastaði, nýja teg- und af veislum, nýja óvenjulega reynslu og alltaf aukast kröfiimar. Segja má að ferðimar séu skipu- Mesta aðdráttarafl Dana. anlegt fyrir okkur íslendinga að fá að vera með í sameiginlegri kynningu. Frændur okkar hafa eytt umtalsverðum fjármunum í landkynningu og við höfum ekki sambærilegt fjárhagslegt bol- magn. Fróðlegt er að fletta í gegnum ritið og athuga hvað er einstakt og óvenjulegt á Norður- löndum fyrir bandaríska ferða- mepn. I almennri kynningu er sagt um íslendinga að þeir baði sig, drekki og bursti tennur upp úr hveravatni — að ferðamenn þurfi að bera sól- gleraugu á kvöldin í miðnætursól- inni. Og meira um miðnætursólina. Þegar hún hellir sér yfir Norður- landabúa — fara Finnar í sjóðandi gufu- og ísköld vatnsböð til skipt- is, alla nóttina — en íslendingar o$r Svíar leika sér við að slá golf- kulur á meðan “dagsljósið" varir, það er að segja allan sólarhringinn. Á Norðurlöndum er hægt að beisla hreindýr í sleðaferð yfír heimskautabauginn — að sigla í langskipum, girtum víkingaskjöld- um, að fomum sið, eftir norsku flörðunum — að hlusta á bergmál kampavínsglasanna enduróma í fjallatindum — að velja spriklandi lax á útimarkaði í Bergen og láta matreiða hann að eigin ósk á staðnum. Matur er ljúffengur á Norðurlöndum, villt fyallabráð, reykt hreindýrakjöt og spriklandi lax og silungur, en ferðamaðurinn er varaður við íslensku lostæti sem líkist vel þroskuðum osti, en er í raun hrátt hákarlarengi og út- heimtir sterkan maga sem er tilbúinn að hætta sér í góðum leik. Talað er um litlu tröllin sem fela sig í sænsku og norsku skóg- unum, hvað þau séu hrekkjótt og búi yfír duldum krafti. En ferða- maðurinn er beðinn að gæta sín á ósýnilegu álfunum sem svífa yfir tunglkenndu landslagi á íslensku eldfjallaeyjunni. Skattfijáls versl- un er auglýst á öllum Norðurlönd- um að íslandi undanskildu. íslensk stjómvöld ættu að fara að taka til athugunar hvað hún hefur mikið auglýsingagildi fyrir ferðamanna- land. Lax dreginn á land fyrir fram- an sænsku konungshöllina. Hvatninga- bæklingarFrá Norðurlöndum Ferðamálaráð allra Norðurland- anna að íslandi undanskildu hafa gefið út sérstaka hvatninga- ferðabæklinga. Norðmenn auglýsa Noreg sem nýjan áfangastað fyrir hvatningaferðir. Þeir eru líka að byija að sérhæfa sig í hvatninga- ferðum. Finnar hafa sótt sig mikið í ferðamálum og hafa eytt umtals- verðum fjármunum til að kynna sig. Finnar nota auglýsingaslag- orðið — Finnland efst á hnettinum — í sínu riti. Danir virðast leggja mikið upp úr glaðværð þjóðarinn- ar. En að öllum hinum ólöstuðum virðist sænska landkynningarritið vera með sérstöðu hvað skemmti- lega hönnun varðar. Bandarísk auglýsingastofa hannar bækling- inn, sem er skrifaður sem fjörlegt og lifandi fréttabréf frá Stokk- hólmi. Hjón sem eru á ferðalagi um Stokkhólm draga lax á land fyrir framan konungshöllina, heimsækja að sjálfsögðu eitt glæsi- legasta veitingahús Stokkhólms, Óperukjallarann, snæða í miðalda- stíl í gamla bæjarhlutanum, og sigla í skeijagarðinum þar sem eru sagðar yfir 25.000 litlar eyjar. Frændur okkar Svíar fá ábyggi- lega margar hvatningaferðir út á Stokkhólmskynningaritið. AdeinsáÍslandi — geta sigurvegarar í hvatn- ingaferðum drukkið “Svarta dauða“ og greint frá þeirri óvenju- legu reynslu — heyrt tungumálið sem víkingar frá Englandi, ír- landi, Frakklandi og allt til rúss- nesku sléttanna töluðu — heimsótt Heklu, sem miðaldafólk óttaðist að væri anddyri helvítis — ávarpað alla með fomafni, jafnvel sjálfan forsetann — er sagt í sameiginlega Norðurlandabæklingnum. Ferðaskrifstofumar Útsýn og Saga hafa gefið út sérstaka kynn- ingarbæklinga um hvatningaferð- ir. Aðrar ferðaskrifstofur em yfirleitt með sérkafla um hvatn- ingaferðir í ritum sínum. Ferða- blaðið fletti í gegnum bæklingana til að sjá á hvað þeir leggja áherslu að sé æfíntýralegast á Islandi. Saga gefur sýnishom af hugs- anlegri átta daga dagskrá og gerir . víðreist í hvatningaferð um landið. Hún dregur upp ævintýralega ferð, Gullfoss og Geysishringinn, til nútíma „Pompei-bæjarins" á Heimaey, að Mývatni, til Akur- eyrar, fyrir Snæfellsjökul og inn í Þórsmörk. Útsýnarbæklingurinn er viða- meiri og gefur meiri alhliða mynd af þeim ótæmandi möguleikum sem Island býr yfír. Áhersla er lögð á heita vatnið í sundlaugunum og Bláa lóninu, íslensku hestana, jöklaferðir þar sem vínið er kælt við rétt hitastig, að feta í fótspor útlaga á öræfum og fleira. Tvennskonar dagskrá er í boði, bæði fyrir stærri og smærri hópa. Flogið er með smærri hópa í dags- ferð til Homafjarðar og farið í ævintýraleiðangur á Vatnajökul. Vetur í Portugal Hvernig væri að stinga af úrmyrkrinu, kuldanum ogslabbinu um tíma? 10vikur Lissabon Algarve Madeira Ferðaskrifstofan EVRÓPUFERÐIR býðurykkur uppá 1 0 vikna ferðir til Portúgal í vetur. Hægt er að velja um gistingu á Madeira, Algarve eða Lissabonströndinni. verð frá kr. 63.000. Einnigstandaykkurtilboða styttri ferðir(3-30dag- ar) með gistingu í íbúðum eða 3 til 5 stjörnu hótelum víðsvegar um Portúgal. Þið getið heimsótt heims- borgirnar Lissabon og London í einni ferð, spókað ykkur á strönd ALGARVE eða leikið golf á ein- hverjum bestu golfvöllum Evrópu. Þeir sem vilja hvílast og slappa af í fögru umhverfi býðst úrval af gististöðum á hinni margrómuðu eyju Madeira. Ef þig vantarferðafélaga, þá er hann e.t.v. á skrá hjá okkur. Allt flug fer ígegnum LONDON og þvígefst farþegum kostur á aö stoppa þar, hvort sem er á útleið eða heimleið. Nánari upplýsingar fúslega veittará skrifstofu okkar. evrópuferðir KLAPPARSTlG 25-27 101 REYKJAVÍK, SÍMI628181.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.