Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1988, Qupperneq 22

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1988, Qupperneq 22
< /Evintýralegar vetrarferðir yfir Kjöl - með súrtunnu í skottinu og hákarlarengi á toppnum Undanfarin ár hefur það viljað brenna við að ferðaskrifstofur hafi boðið upp á svip- aðar dagskrár í hálendisferðum. Ferðaskrifstofan Útsýn bryddar nú upp á þeirri skemmtilegu nýjung að bjóða tveggja daga vetrarferðir yfír Kjöl og stefnir að því að vera með fjögurra daga Sprengisandsferð um páskana ef næg þátttaka fæst. Þaulvanir jeppaeigendur á vel búnum bílum, vanir hálendisakstri að vetrarlagi, taka að sér sam- gönguþáttinn. Þetta eru félagar úr björgunarsveitum og úr 4x4 jeppaklúbbnum. Amgrímur Her- Frá og með janúar 1988 Al/STRMAf A/RL/MJES Austurríska flugfélagið Umboðsaðilar okkar á íslandi eru Flugleiðir, Lækjargötu 2, 101 Reykjavík. Sími 690100. Farseðlapantanir og nánari upplýsingar á skrifstofu Flugleiða og á ferðaskrifstofunum. Á Goodyear Ultra Grip 2 dekkjunum verður bíllinn allur annar, hvort sem er vetur eða sumar. H HEKLAHF Laugavegi 170 -172 Simi 695500 Þú átt aðeins eftir nokkra kílómetra. Það er næstum engin umferð og hann er nýhættur að snjóa. Þú ekur greitt! Allt í einu! Hindrun framundan, — vegurinn lokaður! — athyglin snarvakin! — nauðhemlun! Bíllinn stöðvast, þú skynjar muninn, Goodyear Ultra Grip 2 dekkin svíkja ekki. Nú er að styttast heim, þú finnur til öryggiskenndar á Goodyear Ultra Grip 2. Þaö verður gott að koma heim. GOODYEAR ULTRAGRIP2 GOODfVEAR mannsson, sem er félagi úr flugbjörgunarsveitinni, verður leiðsögumaður í ferðunum, en bílstjóramir sem þekkja hvert kennileiti verða að sjálfsögðu líka til leiðsagnar. En við skulum gefa Amgrími orðið. SigltEftir Mælitækjum — Við munum keyra eftir punktum, ofan á snjónum eins og snjóbílar, eftir loran C-staðsetn- ingartækjum. Óveður á ekki að geta stöðvað okkur. Auðvitað er skemmtilegast að fara Kjöl í góðu veðri og skyggni, en vont veður gerir ferðina kannski ennþá meira spennandi. Fyllsta öryggis verður gætt og talstöðvar eru á milli bflanna sem leiðsögumennimir nota. Fjórir jeppar verða í ferðun- um, með 2-3 farþega. Lögð er áhersla á fámenna hópa, átta til tólf manns, til að veita hveijum og einum sem besta þjónustu. Og auðvitað hlýtur meira tillit að vera tekið til hvers farþega í 3-4 manna bfl, heldur en í ijölmennri rútu. — Við verðum með undirbún- ingsfund áður en við leggjum í hann. Það er mikið atriði áður en farið er í svona ferð að fólk hitt- ist, kynnist og geri sér grein fyrir hvemig best er að klæðast og fari saman yfír útbúnað. Ekki má gleyma myndavélinni, en margt myndrænt kemur örugg- lega fram á sjónarsviðið. „SKÍÐATOG“ Og Klifurtær Auðvitað geta allir komið með sín skíði og skíðaskó. En við verð- um líka með þann skíðabúnað sem er nauðsynlegur fyrir þátttakend- ur. Fjallaskíði eru sambærileg við svigskíði, aðeins styttri og breið- ari. A þau er hægt að setja svonefndar klifurklær. Þær em þannig gerðar að auðvelt er að klífa upp bratta á skíðunum. Þeg- ar stigið er í fótinn ganga klæmar niður, en líka auðvelt að renna sér. Sérstakur takki er á klifur- skíðaskóm sem gerir liðamót á skónum ýmist laus eða stíf. Við gefum líka kost á „skíðatogi" eða drátt á jeppunum. Útbúnaður okkar er það góður að í raun þarf hver og einn aðeins að koma með sjálfan sig, vel klæddan. — Lagt verður upp frá Reykjavík að morgni. Komið við í Hveragerði og horft á gróður og blóm, áður en ekið er að Geysi og Gullfossi í vetrarbúningi. Síðan er ekið sem leið liggur upp frá Gullfossi, yfír Bláfellsháls, Hvítá og Baldurshaga. Ef svengd sækir að einhveijum á leiðinni, þá er 22

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.