Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1988, Blaðsíða 23
Edda Björnsdóttir með tryggan fylginaut.
Sumarhúsin eru rúmgóð og hlýleg.
Halldórssonar, er mjög virk í
Ferðamálafélagi Héraðsins. Við
göngum með henni yfir sólbökuð
tún — framtíðargolfvöll — yfir í
hvammana er geyma sumarhúsin.
Uppi á bæjarhólnum stendur bál-
köstur til að brenna út Jónsmess-
una. — Við eigum að byggja meira
á fomum siðvenjum fyrir ferða-
menn og varðveita allt sem hefur
sögulegt gildi, segir Edda. Hvar
finnum við til dæmis veitingahús
á Islandi sem býður upp á sér-
staka íslenska rétti og hvar klæð-
ist þjónustufólk þjóðlegum bún-
ingum, nema í Árbæjarsafni?
Gamla gistihúsið hérna geymir
sögu Héraðsins. Okkar draumur
er að endumýja það og vera þar
með kaffiveitingar fyrir ferða-
menn, að sjálfsögðu í þjóðlegum
stíl.
Silfursjóður í bæjarstétt
Gamli og nýi tíminn tengjast
mikið með smíðunum, segir Edda,
og fornleifafundurinn varð ekki
til að minnka áhuga á fortíðinni.
Við hjónin vomm að grafa fyrir
bæjarstétt við nýja húsið okkar,
vorið 1980, þegar ég sé allt í einu
glitta í málm. Sáum við fljótt að
um kuml var að ræða og höfðum
samband við Þjóðminjasafnið. Svo
skemmtilega vildi til að Kristján
Eldjám var þá staddur á Egils-
stöðum og fljótur að koma til
okkar.
Alltaf nálægur!
Kristján var í mörg ár búinn
að hyggja á austurferð, en segir
upp úr þurm við konu sína: “Nú
fer ég austur.“ Hann var alltaf
Slegið og prýtt fyrir móttöku gesta.
nálægur, þegar merkar fornminj-
ar fundust á íslandi. Kumlið
reyndist vera gildur silfursjóður,
sá Qórði og stærsti, er fundist
hefur hér á landi. 41 skartgripur
leyndist við húshomið — háls-
hringar og armbaugar — talið frá
10. öld. Þetta var gjaldmiðill þess
tíma og jafnvirði 14 kýrverða og
er nú til sýnis á Þjóðminjasafni.
Gistiaðstaða
fyrir ferðamenn
Sumarhúsin í Miðhúsum em
sérlega fallega unnin og með arni
fyrir viðarsprek úr skóginum.
Edda segir að mjög vinsælt sé að
renna fyrir silung í Eyvindará, en
fallegar gönguleiðir em upp með
ánni og eins er sveppatínsla í
skóginum mikið stunduð. Þétt-
býlisafþreyingu vantar til 'að or-
lofsbúðir á Austurlandi gegni
stærra hlutverki, en Ferðamálafé-
lagið vinnur mikið að þvf að skapa
nýja möguleika. Samvinna er góð
innan félagsins, en þyrfti að vera
miklu meiri við ferðamálafélög
niðri á fjörðum.
Skortur á samstöðu
Það vantar skilning á nauðsyn
samstöðu milli fjarðar- og héraðs-
búa, segir Edda. Menn em að
beijast við að gefa út dýra
sérbæklinga, sem gefa lítið. Við
Skírnarfontur í Lundarkirkju.
þurfum að leggja meiri áherslu á
hvað firðimir geta gefið ferða-
mönnum, hið stórbrotna náttúm-
far þeirra. Austurland á að kynna
miklu meira náttúraskoðendum
og göngufólki. Sportveiðin er mun
ódýrari hérna en í námunda við
þéttbýlið sunnan lands og vatna-
svæði Lagar- og Selfljóts hefur
mikla veiðimöguleika.
Af skekkt og dýrt
En Austurland á ekki jafna
samkeppnismöguleika við aðra
landshluta. Flugferðir hingað em
dýrar og bflferðin tekur of langan
tíma. Ferðamenn gera miklar v
kröfur til tímans! Samgöngumát-
inn sem gleymst hefur em strand-
ferðaskipin. 0g við Edda emm
sammála um að samgöngur við
firðina hafí verið betri, þegar
strandferðaskipin vom með viku-
legar ferðir þangað.
Tíma- og streituleysi
Þar sem við sitjum og spjöllum
einkennist allt af friðsæld og feg-
urð. Héma nýtur þú þess að vera
til, ferð að sofa þegar þú ert
þreytt og borða þegar þú ert
svöng. Klukkan ræður ekki eins
yfír lífí þínu eins og þar sem allt
miðast við fastan vinnutíma, segir
Edda. Við fínnum haglega gert
þúfutittlingshreiður á bökkum
Eyvindarár og ég minnist fyrri
tíma, þegar þótti gæfumerki að
fínna hreiður að vori. Islendingar
sem ekki taka sumarfrí innan-
lands, þegar náttúran skartar sínu
fegursta, fara mikils á mis!
Slysatrygging
VISA
Ferðablaðið leit inn hjá Reykvískri endurtryggingn sem
er með VISA-tryggingakerfið og spurðist fyrir um stöðu
VISA-korthafa er yrðu fyrir slysum á ferðalögum.
Upp á síðkastið höfum við
mikið bætt sjúkrahúskostnað,
ferðalög með slasaða og uppi-
haldskostnað aðstandenda,
sagði Magnús Jónsson. Ég vil
ráðleggja öllum VISA-kort-
höfum að taka viðbótartrygg-
ingu í gegnum kortið, sem
tryggir endurgreiðslu á slíkum
kostnaði, svo framarlega sem
greidd em 50% af ferðakostn-
aði með VISA. Tryggingin
kostar frá 950 krónum til
2.635 krónum eftir því hvað
tryggingin er lengi í gildi. Og
hann nefnir okkur tvö dæmi,
bæði greidd af VISA.
Skíðamaðurinn
Skíðamaður í Austurríki
lenti í árekstri við annan í
brekku, slasaðist mikið og
lenti í sjúkrahúsi. Meiðslin
vom aðallega í baki, þannig
: ■
ssaisawa
að þurfti að flyrtja hann heim
á bömm. Bömrnar tóku sex
sæti í SAGA-farrými og aðeins
fargjaldið kostaði 231.000
krónur, fyrir utan sjúkrahús-
kostnað og fleira. Það kom sér
vel fyrir sjúklinginn að vera
vel tryggður.
Litli drengurinn
Lítill drengur var næstum
dmkknaður í sundiaug erlend-
is og þurfti að flytja hann
heim í öndunarvél. Til þess var
fengin sjúkraflugvél með hjúk-
mnarfólki. Slysið varð í ferða-
lok og við kostuðum hóteldvöl
aðstandenda erlendis á meðan
drengurinn var á sjúkrahúsi
þar. Sjúkraflugið eitt kostaði
um 600.000 krónur í fyrra,
er töluvert dýrara í ár.
Ástæða er til að vara ferða-
menn við mörgum sundlaug-
ar-samstæðum, sem em að
rísa víða erlendis, þar sem
fólk hópast saman í vatninu,
frekar til að busla en synda.
Þar er ómögulegt er að fylgj-
ast með ungum börnum, sem
geta næstum troðist undir í
fjöldanum. Nýlega dmkknaði
lítill drengur í Bretlandi í slíkri
sundlaugarsamstæðu, sem
hafði verið opnuð aðeins
nokkmm dögum áður. Það
virðist sem fjöldi sundlaugar-
gesta sé lítt takmarkaður ofan
í þessar stóm samstæður.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. JÚLÍ 1988 23