Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1988, Síða 5
ÓlafurDavíðsson á fullorðinsaldri. - ígreininni
er ffallað um feimnismál sem gengið hefur í h vislingum meðal fræðimanna,
enda ernú litið öðruvísiá samkynhneigð en vará dögum Ólafs.
fljótt á og skaðabætumar, sem hann fékk,
voru góður koss.“
29. apríl. „Ég tók Áma með mér. Hann
sefur hjá mér I nótt. Mér hefur aldrei þótt
eins vænt Um neinn og Áma. Hvað það var
indælt að vefja hann að sér og leggja hann
undir vanga sinn og.kyssa hann svo. Loks-
ins varð ég þó skotinn. En hvað er það að
vera skotinn í karlmanni hjá því að vera
skotinn í meyju? Ekkert, segir náttúmvit
mitt mér. Er það annars ekki röng skoðun
að krossfesta holdið með gimdum þess og
tilhneigingum? Er ekki rétt að hafa svo
mikið upp úr lifínu sem auðið er fyrir góðan
og mannlegan mann? Það held ég.“
8. maí. „Ég fór upp til Hraunsbræðra og
lagðist þai' á stóla til þess að hvíla mfn lúin
bein eftir daginn, en nafni setti kodda und-
ir höfuðið á mér. Svo fór ég að ganga með
Áma. Við gengum upp í holt og lágum þar
lengi reykjandi og horfandi upp í himininn.
Veðrið var hlýtt, kyrrt og indælt. Það hefur
annars verið samilegt vorveður í tvo eða
þijá daga. Það var indælt að liggja þar upp
í holtunum. Við sungum líka nokkur blíðleg
lög sem stemmdu saman við náttúmna í
kringum okkur. Sjórinn var eins og ijóma-
trog. 24 skip lágu á höfninni. Himinninn
var hulinn gráleitum netaskýjum sem vom
svo þunn og laus f sér að himinbláminn sást
í gegnum þau. Það var ágæt fjallasýn. Við
sáum bæði Reykjanesfjöllin og Snæfellsjök-
ulinn. Elskan mín var hjá mér og við vomm
með ágæta vindla. Þannig hjálpuðust nátt-
úran og hagleikur mannanna að, að indæla
þessa stund.“
12. maí. „Ég gekk niður að sjó og sat
lengi á kletti fram í fjörunni. Það var flarska
mikið brim. Það spýttist upp eftir klettunum
hvítfyssandi og kletturinn skalf í faðmlögum
hafsins, en ég sat upp á honum reykjandi
vindil og syngjandi svensk lög. Það var
gaman. Ami kom heim til mín. Hann hafði
sofið hjá Boga í nótt er var. Það svaf heima-
maður hjá ólafí en ég kom svo seint heim
að ég gat ekki krækt í hann. Það var leiðin-
legt að sjá á að unnustan skyldi sofa hjá
öðmm. Ég get ekki neitað því að mér þótti
það leiðinlegt en það varð að vera og því
sem verður að vera verður að taka með
karlmennsku og stillingu. Ég hugga mig
við það að Áma þykir miklu vænna um
mig en Boga. Nú kemur Ámi til mín. Við
vorum með smáhrekki, í góðu náttúrlega.
Ég var að kenna Áma lagið Hopp, hopp,
hopp, hopp, hopp, hopp, etc. Honum gekk
illa að læra það enda er lagið vanda-
samt... Eftir átta lá ég lengst alltaf uppf
holtum með Áma Óskarssyni. Við sungum,
góndum upp í himininn, stukkum, reyktum
o.s.frv."
ENGINGÖGNUM
Framhaldið
Ámi Óskarsson var ekki fullra fímmtán
ára þessa vordaga, fæddur 1867. Engin
ástæða er til að ætla að þessi bemsku-
reynsla hans, samkvæmt lýsingu Ólafs Dav-
íðssonar, hafí verið neitt umfram aðlögun
að lifnaðarháttum sem voru stúdenta yfír-
leitt, ég trúi því þó að fæstir hafí gengið
svo langt sem Ólafur gerði í „sveinaást"
sinni sem hann svo kallar. í lærða skólanum
var siðvenja að piltar í efsta bekknum veittu
þeim í 1. bekk, busunum, vemd, en að allir
aðrir piltar í skólanum níddust á þeim, hver
um sig eða saman, og hver sem betur gat.
Svo sijómsamir sem þeir voru báðir Ólafur
og Gísli og raunar siðvandir er ekkert
lfklegra en að stofnast hafí til sambands
þeirra og Áma af þessu tilefni. Að loknu
prófi héldu þeir Ólafur og Gísli til Hafnar
til frekara náms, en Ámi fór í prestaskólann
f Reylg'avík þegar hann útskrifaðist og hann
varð prestur. Hann giftist, varð þriggja
bama faðir og komst til mikilla mannvirð-
inga.
Engin frekari dæmi hafa fyrirfundist
meðal gagna, sem frá ólafí eru komin, um
hvort framhald hafí orðið á sveinaást hans.
Víst er að varla nokkur íslendingur hefur
skrifað um kvenfólk af jafnmikilli fræði-
legri ástríðu og ólafur Davíðsson. En
jafnvíst er að hann átti ekki langar sam-
vistir við áþreifanlegar konur eftir sfðasta
vetur sinn í lærða skólanum. Hvað Gísla
varðar verður ekki séð að hann, maðurinn
sem mátti ekki vamm sitt vita, hafi togast
á við Ólaf um „unnustuna" eftir kvöldið 28.
apríl, slíkt sæist, tel ég, af dagbók Ólafs,
né að tilfinningar Gfsla til kvenna hafi farið
afvega. Hann dó í Danmörku einhleypur
1884, 25 ára gamall. Líklega var samband
þeirra félaga og skjólstæðingsins sfður en
svo einsdæmi í lærða skólanum fyrir alda-
mótin síðustu þótt ekki sé vitað til að fleiri
en Ólafur Davíðsson hafi á þeirri tíð haft
skaplyndi til að draga þvílíkar staðreyndir
fram f dagsins ljós.
Um sama leyti og ólafur samdi framan-
greinda lýsingu á sjálfum sér dró Gísli Guð-
mundsson upp mynd af þessum bekkjarfé-
laga sínum með sama hætti, — og hreinrit-
aði 1882 að hausti, fyrsta námsár þeirra f
Höfn. Lýsing Gísla á Olafí Davíðssyni þjóð-
sagnaritara er sú trúverðugasta sem er til,
og nýlega komin út úr myrkviði sögunnar
Ólaglegur Maður -
EnVandistVel
„ólafur Davfðsson var hár vexti; vöxtur-
inn var ekki fallegur og andlitið ekki held-
ur; hárið var skolgrátt og fór illa enda bar
hann litla umhyggju fyrir þvf og framan
af skólatfð sinni alls enga þvf hann var að
öllu leyti ipjög óþrifinn um sjálfan sig, en
fyrir umvandanir tók hann sér talsvert fram.
Ennið var allstórt og fremur fallegt; augun
dökk en veikluleg af miklum lestri; nefíð
flatt; munnurinn ekki ljótur; hakan lftil;
kinnamar slöptu niður.
Yfirhöfuð var ólafur n\jög ólagiegur
maður, en maður vandist honum allvel, eða
með öðrum orðum ófríðleikinn hvarf við
viðkynning eins og oft er með þá sem hafa
andans fegurð og ágæti til að bera; Ólafur
var stór og sterkur; hann hafði hraustan
líkama og „hestaheilsu" nema að því er
augun snerti, og hann var gríðarstór eftir
aldri; en hann var eigi aðeins Ifkamlega
stór og sterkur heldur hafði hann og mikinn
andlegan styrk; hann var fluggáfaður og las
afarmikið og er það víst að enginn í skóla
hafði lesið jafiimikið; og hann hafði gott
minni; var þvf allra pilta lærðastur og fróð-
astur, en aftur á móti var hann ekki mál-
fræðingur á við Jón Stefánsson [sfðar dokt-
or í bókmenntum] og enda fleiri því að
hann (Ólafur) las illa skólafögin og var
ekki meira en f meðallagi að sér f þeim.
Hann var manna fljótastur og þó að hann
hafi verið í hroðvirkara lagi þá stóð þó hroð-
virknin ekki f hlutfalli við flýtinn, eða með
öðrum orðum hann var miklu fljótari en
hann var hroðvirkur; hann var ákaflega
fljótur að lesa bækur; sagt var að hann
skrifaði jafnóðum upp nöfn þeirra og efni
og enda dóm um þær, en hann reit lfka
fleira, hann skrifaði margar ritgjörðir í
Bandamannafélagið; sumar góðar og vel
skrifaðar, þó að fljótvirknisbragð væri á
flestum þeirra að einhveiju leyti meir eða
minna; hann var einnig hagorður; þó orti
hann ekki mikið í bundnum stíl.
Hann var mjög eftirtektarsamur og færði
sér það, sem hann sá, í nyt á einhvem hátt,
en opinberlega talaði hann hér um bil aldr-
ei neitt, hann var einhvem veginn svo feim-
inn og uppburðarlftill og efast ég ekki um
að hugsanir hans, sem vom svo fljótar að
myndast á pappímum, hefðu einnig fengið
þolanlega mynd í framsögðum orðum, en
hann var ekki mælskur og gat heldur ekki
yfirbugað þetta vana-einurðarleysi sem svo
margir fjötrast af og sem menn að lokum
álfta óslftandi.
VILDIVERA LAUS VIÐ
Samkvæmi
Ekki var Ólafur mikill heimsmaður þó
að hann breyttist reyndar mikið í því efni
og ekki barst hann á í klæðaburði og átti
hirðuleysi hans í því tilliti rót sína að rekja
til sóðanáttúm hans; oft var hlegið að hon-
um fyrir það, en hann skeytti því ekki og
hló einatt með. Ekki var hann fímur maður
og lagði ekki stund á neinar líkamlegar
íþróttir og helst vildi hann vera laus við að
vera f samkvæmum, bæði vegna þess að
hann gaf sér ekki tfma til þess frá störfum
sínum og svo var hann ekki laus við ein-
þykkni.
Eins og ég sagði talaði hann ekki opin-
berlega margt, en í sinn hóp var hann kát-
ur og þægilegur; þó get ég ekki beinlfnis
sagt að gagn það sem ég hafði af samræð-
um við hann svaraði til lærdóms hans og
þekkingar og þótti mér það einatt leiðinlegt
því að þegar ég byijaði á einhveiju umræðu-
efni og ætlaði að fá fræðslu sem fávitrari
maður þá var það einatt að ég mátti punga
út með allan minn vísdóm án þess að fá mitt
í staðinn; en það getur skeð að ég hafí
ekki haft lag eða vit á að ausa úr hans fróð-
leiksiind; en ég fékk það lfka f staðinn að
hann sagði að ég væri ekki „uppbyggileg-
ur“, og það hef ég án efa ekki verið fyrir
hann því að það, sem ég vissi, það vissi
hann og meir; hvort sem það því er af
gremju yfir þessum vitnisburði eða af óvil-
hallri sannfæring þá gef ég honum þann
vitnisburð, að hann í tali var sjaldan fræð-
andi fyrir mig, því að ég minnist þess ekki
að hann nokkru sinni hafí byijað á vfsinda-
legu samtali eða farið að fyrra bragði að
ræða um nýjar steftiur, ný rit, nýja vísinda-
menn eða þess konar, ef maður byijaði sjálf-
ur þá fann maður að hann var hvarvetna
heima.
í flestum skólamálum kom hann ekkert
fram og mátti heita neutral f flestum sök-
um, hann var svo sem sjálfkjörinn centrums-
maður og þó var hann fijálslyndur og hugs-
aði frftt. Mörgum var vel til hans; flestir
urðu að kannast við yfirburði hans í bók-
menntum og drógust því að honum eins og
lýsandi stjömu og hann var hinn æsþetfska
leiðarstjama Bandamannafélagsins eða
jafnvel alls skólans tvö sfðustu árin. Ekki
held ég að mörgum hafi verið vel til hans
vegna hans persónulegu eiginleika sem
koma fi-am f sambúð og samlífi manna.
Hann var að vfsu þægilegur og kátur oft
en ekki gjörði hann öðmm lffið létt með
hluttakssemi og nákvæmni; hann var kald-
lyndur og hiyssingslegur og ónákvæmur
því að hann vantaði ffna kurteisi. Hann var
fremur nískur og ágengur og fór það sem
hann komst. Eins og ég sagði var hann
ákaflega heilsugóður, þoldi vfl og vos og
hvað sem vera skyldi; hita og kulda, sult
og seym, allt þetta þoldi ólafur manna
best, en þó hann þyldi sult manna best þá
gat hann og étið manna mest þegar því var
að skipta. Hann var yfírhöfuð nokkuð hörð
og óþýð náttúra en öflug og sterk. Ekki
átti hann kunningja svo að mér væri kunn-
ugt fyrir utan skóla enda var hann ekki
gefinn fyrir að vera f samkvæmum eins og
ég hef sagt og hann þekktist ekki heldur
mikið fyrir utan skólann.
Fæddur 25.2. 1862.“
LIFÐIÁMÓTUM
Tveggja Tíma
Enginn vandalaus maður varð ólafí svo
náinn sem höfundur þessarar lýsingar. ólaf-
ur varð Qórði f röðinni af þeim sem stúdents-
próf tóku vorið 1882 (Gfsli og Jón Stefáns-
son jafnir og efstir). Hann hóf nám í náttúm-
fræði við Hafnarháskóla en lauk ekki prófi,
fann tilfínningum sínum ekki annan stað
en heimahagana og á endanum flúði hann
frá Höfn 1897 heim vegna flensufaraldurs
eða ámóta eftir slarksama tíð. Á þeim ámm
öllum, sem hann dvaldi þar samfleytt tengd-
ist hann ekki náið neinum þegar Gfsla
sleppti, en um vináttubönd þeirra tveggja
tók að losast eftir fyrsta Hafnarárið. Sam-
starfsmenn dáðu Ólaf fyrir dugnað.
Bréf hans heim til föðurhúsanna frá Dan-
mörku hafa flest lítið upplýsingagildi um
eitt né neitt eftir fyrstu mánuði hans í Höfn,
þótt allmörg séu af þeim til föður hans er
ágreiningur milli þeirra feðga ljós þótt vænt-
umþykjan af beggja hálfu hafí verið æ hin
sama, að því er virðist helst; sú ramma taug,
sá sálarflötur, sem að lokum dró Olaf heim
í föðurtún aftur 1897 varð ekki leystur með
rökræðum milli prests og raunvísinda-
manns, rökræðum milli hugar og hjarta.
Ólafur lifði á mótum tveggja tíma og mörk-
in lágu um hjarta hans sjálfs; framan af
reyndi hann að bijótast yfir þau mörk til
móts við framtíðina, sem hann trúði á, en
þegar á leið tók fortíðin að skipa æ meira
rými í huga hans og starfi. Vanda sínum
kunni hann ekki að lýsa fyrir föður sínum,
og reyndar var Ólafí hvorki fyrr né síðar
lagið að eignast sálufélaga; þegar sem heit-
ast brann á honum sjálfum var honum
Skarphéðinsglottið eitt tiltækt
31. júlí 1884 fleygði Gísli Guðmundsson
sér fyrir borð af Árósafeijunni á leið til
Hafnar, drekkti sér til að sanna ást sína
og staðfestu fyrir þeim sem skilið gátu, og
það tókst honum. Ólafur var ekki einn þeirra
sem skilja áttu. Hann frétti lát þessa vinar
síns 2. ágúst. Daginn eftir reyndi hann að
komast að niðurstöðu um ástæður Gísla en
tókst ekki, ritar að endingu í dagbók sína
(varðveitt á Kgl. bókhl. í Kh., óbirt): „Við
Gísli vorum íjarskalegar perlur um tíma.
Það voru bara þrír skólabræður mínir sem
mér hefur þótt eins vænt um: „Ámi og
ólafur frá Hrauni og Guðmundur frændi,
en upp á síðkastið var vináttan farin að
kólna hjá okkur. Þó vorum við alltaf ftnir
vinir.“
ólafur bætir við: „Dauði hans fékk ekk-
ert á mig. Mér þótti allt saman miklu frem-
ur „sport“. Það hleypur einhver hundakæti
í mig þegar ég heyri að kunningjar mínir
hrökkva upp af. Veit ekki hvemig stendur
á því. Hef þó ekki illt hjarta að ég held.“
Gisli hafði sagt Ólaf kaldlyndan í lýsingu
sinni. Blauðlyndi hrærði alltént ekki við
Ólafi Davíðssyni.
Höfundur er rithöfundur f Reykjavík.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. OKTÓBER 1988 5