Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1988, Side 10
Hvemig skyldu Japanir hugsa
og hvað ristír kiirteisiii djupt?
Alangri flugferð til Japans las ég að í ritmálinu
væru tæplega 47 þúsund tákn. Japanir nota
kínversku táknin, þó svo að þau henti ekki
alls kostar talmálinu sjálfu. Lengi vel höfðu
Japanir ekkert ritmál eða þar til þeim hug-
Japanir segja aldrei nei.
Hins vegar er ekki þar
með sagt að þeir segi
„hæ“ við öllu. En þeim
er næstum því
ógemingur að fá nei yfir
varir sér. Þetta gerir
ýmislegt mjög snúið í
samskiptum þeirra við
útlendinga.
Seinni hluti.
Eftir JÓHÖNNU
KRISTJÓNSDÓTTUR
kvæmdist þetta snjallræði að seilast til
kínversku táknanna. Hins vegar las ég líka
mér til nokkurs léttis, að maður kæmist af
með að kunna um tvö þúsund tákn til þess
að geta lesið blöðin og haldið uppi léttum
samraiðum. En þtjár vikur í Japan duga
ekki til að fara að geysast inn í tungumála-
nám; sannleikurinn er sá að það eitt að
reyna að kyngja þeim áhrifum sem hellast
yfir mann, að ekki sé nú talað um að reyna
að melta þau, er ærið verkefni, þó svo ekk-
ert annað væri gert.
Þegar ég fór heim hafði ég eitt orð í jap-
önsku á hraðbergi, „hæ, hæ“, sem er já,
eða allt í lagi. Það virðist eitt af fáum orð-
um sem er hægt að nota hvort sem er ver-
ið að tala við keisarann eða leigubílstjó-
rann. Þegar ég ætiaði síðan að færa mig
upp á skaftið kom babb í bátinn. Mér hafði
heyrst orðið takk fyrir vera borið fram or-
igado. Ég hugsaði spekingslega, að þetta
væri ekki ósvipað þakkarorðinu í portú-
gölsku og fannst það gæti komið heim.Ég
taldi heillaráð að vekja nú aðdáun japan-
skra kunningja þegar ég sýndi þakklæti
mitt. En svo einfalt er það ekki. Takk fyrir
er til í tugum tilbrigða; og notkun þess fer
eftir jafnmörgu: við hvern er verið að tala,
karl, konu eða barn og síðan hversu háttsett-
ur er sá sem talað er við. Maður segir ekki
sama takk við búðarstúlku eða götusala og
forstjórann. Ég gafst upp eftir klukkutíma
útskýringu á þessu, en fyrir næstu Japans-'
ferð væri kannski ráð að kynna sér það.
En Japan er ekki bara flókið tungumála-
lega séð. Hneigingamar eru ekki síður
margbrotnar. Það eru allir alltaf að hneigja
sig, en maður hneigir sig mismunandi djúpt,
það fer eins og með framburð á takki eftir
því fyrir hveijum þú ert að hneigja þig.
Fyrir fínu fólki — hvemig sem það er svo
aftur skilgreint — á að hneigja sig næstum
ofan í gólf. Aftur á móti rétt kinkar maður
kolli og helst kæruleysislega ef maður er
að þakka leigubflstjóranum. Yfirleitt fá karl-
menn dýpri hneigingar en konur enda jafn-
rétti kynjanna varla nema í lögunum. Það
er ekki aðeins vegna sögunnar og hefð-
anna, japanskar konur hafa sig ótrúlega
lítið í frammi, hvað sem menntun þeirra
líður.
Japönum er á móti skapi að taka í hönd-
ina á fólki, þeir eru ekki að upplagi haldnir
sérstakri snertiþörf og kannski væri þetta
rannsóknarverkefni handa fræðingum. Við
Midori Hanabusa, elskuleg stúlka í blaða-
mannamiðstöðinni, höfðum heilmikil sam-
skipti þessar þijár vikur, hún hjálpaði mér
að panta á gististöðum á flakki mínu, skrif-
Konur ganga víða uni í hinum forna japanska búningi en algengara er þó að
stúlkur klæðist að vestrænum hætti.
Vonandi gengur þessum snáða vel í skólanum.
Börn í samkeppnisþjóðfélagi.