Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1988, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1988, Síða 12
„LEYNISKJÖL í LJÓSISÖGUNNAR afa verður hugfast, að „Trimble-skeytið“ sem reynt var að nota, þegar allt um þraut, til að sanna fullyrðingar Tangens, er aðeins agnarlítil arða í háum hrauki hinna margvís- legustu „sönnunargagna“, sem stjómmála- Eftirhreytur Tangen-málsins í fyrri hluta þessarar greinar lýsti höfundur viðbrögðum ýmissa manna við því, að Norðmaðurinn Dag Tangen og ríkisútvarpið íslenska reyndust engar heimildir hafa til að sanna þá staðhæfingu, að Stefán Jóhann Stefánsson hefði verið í tengslum við bandarísku leyniþjónustuna CIA í forsætisráðherratíð hans 1947-49. eftirÞÓR WHITEHEAD andstæðingar Stefáns Jóhanns hafa notað til að saka hann og aðra ráðamenn um land- ráð. Allt frá því að íslensk kommúnistasam- tök komust á legg á þriðja áratugnum undir opinberri yfirstjóm í Moskvu, hafa slíkar ásakanir verið hér landlægar. Ef marka mátti málflutning Kommúnistaflokksins og síðar Sósíalistafiokksins, var hver einasti forsætis- ráðherra ísiands frá 1918-70 auðsveipur lepp- ur erlendra ríkja og ýmist eða á víxl í þjón- ustu Dana, Breta, Þjóðveija og Bandaríkja- manna; „auðvald" ýmissa annarra ríkja kom raunar einnig við þessa endalausu landráða- og landsölusögu. Til sönnunar því að lands- feður hefðu ofurselt útlendingum frelsi þjóð- arinnar, einstök landréttindi, landið allt og miðin, bentu kommúnistar og sósíalistar m.a. á sjálfan fullveldissamninginn 1918, ýmsa viðskipta- og fjármálasamninga við Breta og Þjóðveija á fjórða áratugnum, samstarf við Bandamenn í tíð griðasáttmála Hitlers og Stalíns, Keflavíkursamninginn 1946, aðild að Marshall-aðstoðinni 1948, inngöngu í NATO 1949 og vamarsamninginn 1951. Inn á þess- ar víðáttur sextíu ára landráðaáróðurs var Tangen-málið flutt, þegar í harðbakkann sló, og rekið þaðan með hefðbundnum hætti m.a. með vísan tii „Trimble-skeytisins". En þannig var málið alls ekki vaxið í upphafi: það sner- ist um „vísindalegar" niðurstöður fræðimanns og tilteknar heimildir hans, sem ríkisútvarpið gerði að umræðuefni og þóttist hafa sann- reynt. Aldrei kom til greina, eins og ég sagði fréttamönnum á sínum tíma, að ég legði í álitsgerð minni mat á öll þau gögn, þ.á m. „Trimble-skeytið", sem aðrir menn hefðu notað í stjómmálabaráttu liðinna áratuga til að bera Stefán Jóh. Stefánsson landráðasök eftir hinni almennu formúlu, sem rekja má til íslandsdeildar Komintems, Alþjóðasam- taka kommúnista. BAKSVIÐ „Trimble- SKEYTISINS“ Moldviðrið í kringum „Trimble-skeytið" gefur tilefni til að ræða frekar um efni þess og ályktanir manna af því, þótt það snerti ekki Tangen-málið. Samtal Stefáns Jóh. Stef- ánssonar og bandaríska sendiherrans fór fram í skugga eins örlagaríkasta atburðar eftir- stríðssögunnar: valdatöku kommúnista í Tékkóslóvakíu. Þessi valdataka var flestum Vestur-Evrópumönnum mikið reiðarslag. Frá því að Stalín hóf landvinninga sína í félagi við Hitler 1939, höfðu íslendingar, eins og aðrar þjóðir í vesturhluta álfunnar, fengið tíðindi af morðum, fangelsun, pyndingum, þrælabúðavist og nauðungarflutningum á milljónum manna í þeim löndum, sem Rauði herinn hafði tekið á sitt vald. Enginn sóma- kær fræðimaður hvorki austan tjalds né vest- an þrætir lengur fyrir það að þessi tíðindi voru sönn. í mars 1948 var mánuður liðinn frá því að Gúlagkerfí Stalíns umlukti Tékkó- slóvakíu, og nákvæmlega sömu sorgartíðindi spurðust út frá þessu höfuðríki Iýðræðisins í austanverðri álftmni og nágrannalöndunum áður fyrr. Vitað var, að í öllum þessum ríkjum höfðu kommúnistar hrifsað til sín völd með því að búa um sig í stjómkerfum, heijum og lögreglu. Um allan vesturhluta álfunnar ótt- uðust menn, að valdaránið í Tékkóslóvakíu væri upphaf að nýrri sókn ráðstjórnarinnar vestur á bóginn. Þar yrði beitt jöfnum höndum sovéskum herstyrk og flokkum kommúnista, sem á þessum tíma lutu tvímælalaust forræði Stalíns og sovéska „bræðraflokksins". Sov- éskir sagnfræðingar, sem nú hafa fengið meira starfsfrelsi, segja, að Vesturlandamenn hafi fyllstu ástæðu haft til að tortryggja ut- anríkisstefnu Stalíns, og lýsa honum sem geðsjúkum alræðisherra, er hvað eftir annað hafi hrundið Evrópu fram á barm þriðju heimsstyijaldarinnar. Á þessum hættutímum vakti fortíð og af- staða margra forystumanna íslenska Sósíal- istaflokksins tortryggni í stjómmálaflokkun- um þremur, sem í ríkisstjóm sátu 1948. Að- eins 10 ár voru þá liðin frá því, að helstu forvígismenn sósíalista lögðu hér niður Kommúnistaflokkinn, íslandsdeild Komin- tems. En þetta hafði verið gert með sam- þykki ráðamanna deildarinnar í Moskvu, og í stefnuskrá Sósíalistaflokksins var ofbeldi sem fyrr talin líklegasta aðferð „alþýðunnar" til valdatöku á íslandi. Flokksforystan hvik- aði ekki frá Kremlarlínunni í utanríkismálum, lofaði Stalín og sovétkerfíð af engu minni trúarhita en 10 árum fyrr og fagnaði valda- ráninu í Tékkóslóvakíu sem lýðræðislegum stjómarskiptum „alþýðu" í vil. Andstæðingar flokksins óttuðust, að á bak við tal sósíalista um lýðræði leyndist skoðun, sem fram kom í leyniskýrsiu, er Hjörleifur Guttormsson og aðrir foiystumenn í deild Sósíalistaflokksins austan jámtjalds sendu Einari Olgeirssyni flokksformanni árið 1957: „Við álítum, að rétt sé og sjálfsagt að leyfa ekki umræður né gefa fólki kost á að velja um neitt nema á grundvelli sósíalismans". (Sjá Rauðu bók- ina. Leyniskýrslur SÍA, bls. 47.) Á „Trimbie-skeytið" verður að líta í þessu samhengi, og það átti sér fjölda hliðstæðna, eins og skjalaútgáfur Bandaríkjastjómar, Foreign Relations of the United States (FRUS), ieiða m.a. í ljós. Nokkur dæmi: Eft- ir valdaránið í Prag 1948 staðfesti varafor- sætisráðherra Ítalíu í samtali við bandaríska sendiherrann í Róm, „að flestum kommúnis- tanna, sem fengið hefðu embætti, þegar flokkur þeirra var í ríkisstjóm, hefði verið vikið frá, en þeim, sem ekki hefði verið vikið frá, hefðu verið fengin störf, þar sem þeir gætu engan skaða gert og væru einangrað- ir.“ Um sama leyti sagði utanríkisráðherra Frakka bandaríska sendiherranum í París, að lögregla og her hefðu nánar gætur á Kommúnistaflokknum. Talið var víst, að bæði ítalskir og franskir kommúnistar hefðu feng- ið stórfé frá Rússum til áróðurs og pólitískra verkfalla og réðu yfir vopnuðum sveitum frá því á styijaldarárunum. í nóvember 1948 skýrði forsætisráðherra Frakka bandaríska utanríkisráðherranum svo frá, að stjóm sín hefði byijað „hreinsanir" í frönskum ríkis- fyrirtækjum og ætlaði sér „að hreinsa á brott undirróðursmenn kommúnista úr öllum þeim ábyrgðarstörfum, sem þeir kynnu enn að gegna." (Heimildir: FRUS 1948, III, bls. 628-29, 661-62, 677-79.) Ekki hef ég kannað, hvort bandaríska ut- anríkisráðuneytið kom þessum upplýsingum frá frönskum og ítölskum ráðherrum í hendur CLA, en vísast er, að svo hafi verið. Vitanlega má um það deila, hvort kommún- istar hafi verið beittir valdníðslu í lýðræð- isríkjum Evrópu eða hvort þeir hafi sjálfír útilokað sig frá embættum með því að lúta stjóm í Moskvu og hafna leikreglum lýðræðis- ins. Það nær hins vegar engri átt að ætla að rekja allar ráðstafanir gegn þeim til íhlut- unar Bandaríkjamanna eftir heimsstyijöldina síðari. Frá því að deildir Komintems, þ.e. kommúnistaflokkamir, vom stofnaðir á þriðja áratugnum, hqfðu félagar þeirra verið taldir óhæfir til að gegna ýmsum embættum um alla Norður- og Vestur-Evrópu. Fjöldi njósna- mála, þar sem flokksbundnir kommúnistar vom uppvísir að því að hafa starfað fyrir ráðstjómina, ýttu að sjálfsögðu undir ráðstaf- anir gegn þeim um gervöll Vesturlönd. Til að úrskurða Stefán Jóh. Stefánsson erindreka Bandaríkjamanna, þarf því öllu meira til en hugleiðingar hans um að víkja bæri kommún- istum úr embættum eða skáka þeim til í stjómkerfinu. Því fór líka fjarri, að Stefán pukraði með þessa afstöðu sína. Ef starfs- menn CIA hefðu gægst í Alþingistíðindi 1940, hefðu þeir getað séð, að snemma það ár lagði Stefán til ásamt Jónasi frá Hriflu og Pétri Ottesen, að Alþingi ályktaði, að ekki væri „viðunandi, að þeir menn gegni trúnaðarstörf- um fyrir þjóðfélagið ... sem vitanlegt er um að vilja gerbreyta þjóðskipulaginu með of- beldi, koma íslandi undir erlend ríki, standa í hlýðnisaðstöðu um íslensk landsmál við valdamenn í öðrum þjóðlöndum eða vinna á annan hátt gegn fullveldi og hlutleysi ríkis- ins“. Með álíka rökum og þessum hafa komm- únistar verið úrskurðaðir óhæfir til ákveðinna embætta fram á þennan dag í hlutlausum Evrópuríkjum (eins og t.d. Sviss, Svíþjóð og Austurríki) ekki síður en í ríkjum, sem í bandalagi eru með Norður-Ameríkumönnum. Bandaríkjamenn höfðu raunar ekki stjóm- málasamband við íslendinga, þegar áðumefnd tiliaga Stefáns var flutt á Alþingi, þ.e. um átta ámm áður en „Trimble-skeytið“ var sent frá Reykjavík. Varla stóð því sá almáttugi Sámur frændi þar að baki? Orðræður, sem Stefán Jóhann og aðrir evrópskir ráðherrar, áttu við Bandaríkjamenn um aðgerðir gegn kommúnistum 1948, skýrast vitaskuld af þvf, að þeir treystu á stuðning Bandaríkja- manna gegn frekari landvinningum ráðstjórn- arinnar. Með því að mönnum stóð í senn stuggur af herveldi Stalíns og flokksveldi hans á Vesturlöndum, hlaut hvort tveggja að bera á góma, þegar evrópskir ráðamenn ræddu við bandarísk stjómvöld á þessum ör- lagadögum í sögu álfunnar. Valdstjórná VálegumTímum Þegar „Trimble-skeytið" er lesið, blasir það ennfremur við, að Stefán var að segja banda- ríska stjómarerindrekanum frá ráðstöfunum, sem annar ráðherra, Eysteinn Jónsson, hafði gert á valdsviði sínu. Sjálfur hefur Eysteinn sagt mér, að það sé gjörsamlega tilhæfu- iaust, að Bandaríkjamenn hafi skipt sér af máli Hendriks Ottóssonar eða haft áhrif á afstöðu sína til Erlings Ellingsens, flugmála- stjóra, og Teresiu Guðmundsson, sem Trimble hvatti Stefán Jóhann til að láta segja upp störfum hjá ríkinu. Eysteinn segir, að sér hafi ekki þótt við hæfi „að harðsoðinn komm- únisti sem Hendrik veldi fréttir eins og þá var ástatt í Tékkóslóvakíu". Hann hafi ekki viljað „láta útvarpið byggja á Moskvufréttum um það, hvemig þjóðir Austur-Evrópu væru innlimaðar í kerfi kommúnista". Þess vegna hafi hann beitt sér fyrir því í samráði við Jónas Þorbergssson, útvarpsstjóra, að Hend- rik væri færður til í starfi hjá stofnuninni, a.m.k. um stundarsakir. í æviskránni Sam- tíðarmenn segðist Hendrik raunar hafa unnið að fréttum hjá útvarpinu 1946-64. Það mun og rétt vera, að Hendrik hafi ekki setið lengj utan fréttastofunnar. Frétta- flutning hans 1948 hef ég ekki kynnt mér, en „Trimble-skeytið" bendir ótvírætt til að Bandaríkjamenn hafí fyrst frétt af máli hans frá Stefáni Jóhanni, eftir að Eysteinn greip til sinna ráða. Þá fyrst virðast þeir einnig hafa frétt, að Högna Torfasyni, sem vann við þýðingar í bandaríska sendiráðinu, hefði verið boðið starf á fréttastofunni. Bæði Högni og Hendrik höfðu þannig átt Bandaríkjamenn að vinnuveitendum, áður en þeir tóku til starfa á útvarpinu, því að á styijaldarárunum var Hendrik m.a. helsti aðstoðarmaður Count- er Intelligence Corps (CIC), öryggisdeildar Bandaríkjahers á íslandi, eins og hann lýsti í endurminningum sínum. Þegar hugað er að þessum atriðum, má ljóst vera hvílíkar blekkingar Hjörleifur Gutt- ormsson fór með í þingræðu, er hann vísaði í Helgarpóstinn og ýjaði að því, að Stefán Jóhann hefði staðið fyrir því, að Hendrik Ottósson hefði verið fluttur til í starfi að ósk Bandaríkjamanna: „Það er þá búið að ýta Hendrik til hliðar eins og sendimaðurinn [Trimble] hafði verið að óska eftir við forsæt- isráðherra Islands að gerð yrði gangskör að.“ í fyrsta lagi óskaði Trimble ekki eftir því að Hendrik yrði „ýtt til hliðar" (sjá „Trimble- skeytið" í fyrri hluta), enda öðrum hulið nema e.t.v. Hjörleifí Guttormssyni að sjá, hvers vegna hann hefði átt að gera það, er málið var um garð gengið. í öðru lagi liggur alls ekkert fyrir um afskipti Stefáns Jóhanns af flutningi Hendriks í annað starf hjá útvarp- inu, og ekkert minntist hann á að hafa skipt sér af þeirri ráðstöfun Eysteins Jónssonar, er hann ræddi við Trimble. í þriðja lagi getur Hjörleifur ekki skotið sér á bak við Helgar- póstinn til að afsaka þessar missagnir sínar, þar sem blaðið hélt því aldrei fram, að Stefán Jóhann hefði ýtt Hendrik til hliðar eða Banda- ríkjamenn borið upp ósk um það. Um mál Erlings Ellingsens segist Eysteini Jónssyni svo frá, að hann hafi verið ákveðinn í því, er hann varð flugmálaráðherra í árs- byijun 1947, að fá Agnari Kofoed-Hansen, lögreglustjóra og fyrrum flugmálaráðunauti, fullt embætti á þessum gamla starfsvettvangi hans. Flugmálin hafi þá verið orðin með mikil- vægustu viðfangsefnum íslenska ríkisins og vitað, að þar yrði mikiila tíðinda að vænta í framtíðinni. Eysteinn segist því hafa talið afarbrýnt, að flugmálastjómin fengi aftur notið yflrburðaþekkingar og reynslu Agnars Kofoeds, brautryðjandans í íslensku farþega- flugi. Þetta hafi ráðið mikiu um, að hann beitti sér fyrir því að lögum var breytt í maí 1947, þannig að stofnað var Flugráð og nýtt t sser 839ÖTXO 5S 3l/ll?.QA.J8l/IUf)90M 5IÓ833J 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.