Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1988, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1988, Side 13
embætti flugvallastjóra, sem tók við hluta af fyrri starfsskyldum flugmálastjóra. Hann hafi síðan skipað Agnar í hið nýja embætti flugvallastjóra og formann Flugráðs, en end- urskipað Erlíng Ellingsen flugmálastjóra. Skiljanlegt er, að framsóknarmenn hafi að nýju viljað fela Agnari Kofoed-Hansen ábyrgðarstörf á sviði flugmála, þótt fleira hafi ráðið því en óumdeildir verðleikar hans. Ráðherrar litu svo á, að Erling Ellingsen hefði upphaflega verið skipaður flugmála- stjóri til að tryggja Sósíalistaflokknum varan- leg ítök í flugmálastjóminni. Erling var í for- ystusveit flokksins, en var einnig kunnur af því að hafa verið í þeim hópi „línumanna", sem tóku við stjóm Kommmúnistaflokks ís- lands með sérstöku valdboði frá Moskvu 1933. í „hreinsunum", sem þeir stóðu fyrir í flokkn- um og fram fóru samhliða hinum ægilegu ofsóknarherferðum Stalíns í Sovétn'kjunum, höfðu þeir nærri því gert sjálfan Einar 01- geirsson brottrækan fyrir frávik frá þrengsta rétttrúnaði Kremlarbóndans. Meðal þeirra, sem Erling rak úr flokksdeild sinni, „Vestur- bæjarsellunni" vegna „undirróðurs“ og „flokkssvika" vom engir aðrir en þeir bræður Hendrik og Jafet Ottóssynir og faðir þeirra, Ottó N. Þorláksson, fyrsti forseti Alþýðusam- bandsins. Ekki hefur það heldur aukið tiltrún- að sjálfstæðisráðherra til Erlings, að 1946 hafði hann beitt sér gegn samþykkt Keflavík- ursamningsins í embætti flugmálastjóra, enda töldu sósíalistar þá samningsgerð landráð og afsal fullveldisréttinda. Því hefði skotið nokk- uð skökku við, ef einum helsta forvígismanni Sósíalistaflokksins og hinna eindregnustu ráðstjómarvina hefði til frambúðar verið treyst fyrir' framkvæmd þessa „landráða- samnings", sem ráðamenn töldu að auki helstu vöm landsins fyrir ógn úr austri og tryggingu fyrir góðri sambúð við Vesturveld- in. í umræðum um tvískiptingu flugmála- stjóraembættisins 1947, sagði einn þing- manna Sósíalistaflokksins, að Eysteinn Jóns- son vildi með breytingu sinni útiloka, að „sá starfsmaður, sem í þessu tilfelli er sósíalisti [þ.e. Erling], gæti fylgst með og haft það „kontrol", sem hann annars hefði getað í sambandi við rekstur flugvallarins [í Keflavík]". í þessum orðum fólst óbein viður- kenning á því, að ótti ráðamanna við ítök Sósíalistaflokksins í flugmálastjóminni væri ekki með öllu ástæðulaus. Áðurnefnd^r Trimble, sendiherra, taldi sér og kunnugt um það vorið 1947, að bæði Bjami Benediktsson, utanríkisráðherra, og Eysteinn Jónsson, flug- málaráðherra, teldu „það mjög óæskilegt, að flokksbundinn kommúnisti gegndi svo áhrifa- miklu embætti" á þessum umbrotatímum í flugmálum. Þetta væri höfuðástæðan til þess, að ráðist hefði verið í að deila embættinu á milli Erlings og Agnars. (Heimild: Depart- ment of State Records, DSR 859A.00/4- 847.) Ef Trimble hefði einhver afskipti haft af þessu máli, hefði hann sannarlega haft ríka ástæðu til að láta þess getið. Það gerði hann ekki, heldur rakti skipulagsbreytinguna hiklaust til afstöðu ráðherranna tveggja til Erlings. Eflaust hafði hann líka mikið fyrir sér í því efni, þótt sósíalistar hafi tekið of djúpt í árinni, er þeir sögðu, að Eysteinn Jónsson ætlaði með öllu að útiloka Erling flokksbróður þeirra frá því að hafa „kontrol" yfir rekstri ríkisins og Bandaríkjamanna á Keflavíkurflugvelli. Með skipulagsbreytingu sinni 1947 rýrði Eysteinn völd Erlings, en eyddi þeim alls ekki að fullu. Varð það Jón- asi frá Hriflu tilefni til þess að veitast harð- lega að Eysteini á Alþingi og saka hann um að undirbúa stjómarsamvinnu með kommún- istum með því að endurskipa Erling flugmála- stjóra í stað þess að losa sig við þennan óhæfa mann úr embætti. Tekið skal fram, að eftir tvískiptingu flugmálastjóraembættisins 1947 varð engin frekari breyting á embætti Erlings í tíð ríkisstjómar Stefáns Jóhanns Stefánsson- ar. Nú er það verkefni fyrir Þorleif Friðriks- son, Hjörleif Guttormsson og félaga, að sýna fram á, hvemig uppástunga Trimbles, sendi- herra, í mars 1948 um að reka Erling Ellings- en úr embætti hafði áhrif á flugmálastjómar- frumvarp Eysteins Jónssonar, sem lagt var fram á Alþingi 28. mars 1947, þ.e. einu ári fyrir fund Trimbles og Stefáns Jóhanns. Ef rekja á breytingar á embætti Erlings til Trim- bles, Stefáns og CIA nægir ekki aðeins að skálda út frá heimildunum heldur verður enn að snúa við sjálfu tímatalinu. Það var ekki fyrr en í september 1950, að sjálfstæðismaðurinn Bjöm Ólafsson, flug- málaráðherra í ríkisstjóm Steingríms Stein- þórssonar, sagði Erling Ellingsen upp störfum og skipaði Agnar Kofoed flugmálastjóra í hans stað. Þá hafði Alþýðuflokkurinn og Stef- án Jóh. Stefánsson verið utan stjómar í nærri eitt ár, og Trimble hafði kvatt landið 1948. Nokkm áður, í ágúst 1948, hafði hann sér- staklega kvartað um það í skýrslu til Was- hington, að ríkisstjórn íslands óttaðist að verða „ásökuð um stjómmálaofsóknir og hneigðist því til að humma allt fram af sér í þessum málum“. (DSR 859a.00B/8-448.) Þetta er enn til marks um, að Stefán Jóhann CIA-NJOSNIRI REYKJAVIK Atkfmtmá. Uyni^ó..UM rt— 41 ’ ■' - A thmgasemJ: LcjniþjómuOa ulam- ríkisnUamejrtisÍMi, londhtr.floti ogflmghertrm inmmáU þtstari tkýrslm. Húm tr kyggt á mfpiýt- ingum ttm bírmit CIA þama27. ttpttmhtr 1949. Samantekt Alþinti (Uendmga v«i rofiö 12. í*ilu 1949. AttKÖurnu voru eink- um þ«r »ð hin veik* þriuj* Clokk* tt/órn tem telið hifði »ð vóldum fri 1947 »1 ckki komið Ur uman um kðterðir gegn vcrð66i(uiu»nduiu * nó komið i efnahapletum ttöðug- leika. Cjaldeyriifocði lílendinga er hitkalcga lilill og Hakiðnaðurinn «em ikapar meira en 90% af útflufn- inpafurðunum er að aligart undan miklum tilkotlnaði iem einkum itaf- ar af hium launum Framloðalu- vðruinar (eta einungis staðát eðli- lega samkeppni i hcimsmaikaðnum með hjilp mikilla rikisstyikja scm sctja þjóðarbúskapinn úr jafnvrgi. Eina raunhzfa lausnin i þcssu vandamili er fólgin I sl jómaraðgerð- um sem miðuðu að þvf að Uckka fiamleiðslukostnað f fukiðnaðinum og koma i lifshittum sem nuðuðust við cfnahagslcga getu landsins. Kosningai hafa verið boðaðar 23- 2S.okt.cn mjög ósennilegt er að þzt lciði til myndunar stjórnar scm vrrí nógu slerk til að framkvrma þrr Bandarísk leyniskýrsla fró íslandi haustið 1949 ■aaypuHjóm. aam CtA marv*aen varó ri vtnetif Ðjami Aagavaaon, Eyatainn Jó Núverandi óstand á Islandi Ajrrent situatioD-in lc€ Þ»f umraOur Mfti étt hala aér stafi und- ■nfarlö um bandarísk loyrvskjöl wftandl Is- land, halaummargt veriðftóölegar. Umraft- umar voru þó á vlllugótum og snertu varta þenn kjama milsins sem þessl mergum- ræddu leyniskjöl birta. heldur drukknuöu þasr I Uugalitringi út ef þvf hvorí nafntogaöir stjómmálemenn heföu staöiö I óeöiilegum tengslum viö bandarísku teyniþjónustuna eöa okkl. Kjami mfilslns er sfi aö CIA stund- aöi allmlklar njósnir t Islandi á firum fiöur og gerir llklega enn. A sióarl firum hafa njósn- askýrmlur fyrri tiöar veriö aö skjóta upp kollin- um I bandariskum skjalasöfnum efbr þvf sem leyndaibörtdum hefur veriö af þeim tétt. Þm sýna Ijósiega aö eftir striöiö hafa bandarfskir njósnarar veriö altathafnasamlr háriendis. Markmlö þessarar njósnastartsoml var aö finna leiöir Ul aö tryggja störvekfistök Banda- rlkjanna fi landinu og skapa efnahagsleg og póiitisk sambönd sem auöveklaö gaetu þeim þau 4f orm aö koma sár upp varanlegum her- siöövum hár. Efttr aö Islendingar höföu hafnaö beiönl “ ......... ir um herstöövar tii 99 ára leynlst meö mörmum, hvar f flokkl sem þek standa. Sú skýTsla sam hér eru þýddlr kaflar úr hefur mér vitanlega ekkl komiö fyrir almemv Sónlr fyrr. Hun ber nafnlö .Current Sltu- m lceiand" eöa .Núverandi ástand á i*. Hún er fengin frá Hany Trumann bókasafninu, en þaö er sama safnið oa nor- skl sagnfroöingurirm Dag Tangen haiöi aln skjöi frfi. A forslðuna er skrttaö .Eintak nr. 1 fyrtr torseta Bandarikjarma'. Skýrslan er skrituö fyrir bandarisku leynlþjónustuna CIA siösumars 1949 og gefln ut sem leyndarskjal 18. október sama fir. StimpiU * forsiöu sýnir aö 25 fira leynd hefur fitt aö vera fi hermi, en hún hetur veriö framlengd um 4 ár og veriö afléfl 13. júnl 1978 ef rétt er I rfiöiö. Geta mfi sér þess tll aö hún sé skrífuö af startsmannl CIAI sendlráöinu I Reykjavfk þvf hún ber vott um nána þekklngu á islenskum aöstnöum. Þessi skýrsla er skrtfuö I framhaldi af hinu ----------------k Þjóöarörygolsráöi Bartda- n lagt er á rfiöin um erienda á Islandi ef tii þess kaemi aó Sóslalistaftokkurinn taskl völdin. H rikjanna. þár eem lágt er i hemaöarfhlutun á Itlandi FelumyndT Þorleiíur Friðríksson og Ámi Hjartarson hafa átalið mig, þ.e. greinarhöfund, fyrir „óvandvirkni eða óheiðarleika“ vegna þess að í álitsgerð til menntamálaráðherra hafi ég sagt, að engin skjöl leyniþjónustunnar CIA „um starfsemi hennar á íslandi séu tiltæk í skjalasöfhum vestra". Til að reyna að hnekkkja þessu, hafa þeir vísað í CIA-skýrslu, sem lýsir ástandi mála á Islandi, en hennar aOaði Ámi Hjartarson úr Tmman-safninu og birti í aðalatríðum í Þjóðvifjanum (sjá mynd að ofan). Eins og lesendur geta sjálðr gengið úr skugga um, er hér ekki að Snna sneSI af upplýsingum um starfsemi leyniþjónustunnar á íslandi. Mér var auðvitað vel kunnugt um, að fyrir lægju almennar ástandsskýrslur af þessu tagi frá CIA. Vitnaði ég raunar í eina slíka í álitsgerð minni, enda kom hún við sögu Tangen-málsins í útvarpinu og því fáránlegt að segja, að ég haS ætlað að leyna fyrír mönnum, að heimildir þessa efnis væm tiltækar frá leyniþjónustunni. / í álitsgerð minni sagði ég einnig, að Bandaríkjastjóm hefði í eitt skipti, 1949, ætiað að reyna að ræða við Bjama Benediktsson (ut- anríkisráðherra í ríkisstjórn Stefáns Jóhanns) um hugmyndir sínar um vamir gegn hugsanlegrí valdaránstilraun íslenskra kommúnista, en ekkert orðið úr þessu. Á móti hafa Þoríeifur og félagar sagt, að hættan á slíku valdaráni haS oft borið ítalá milli íslenskra ráðamanna og bandarískra stjórnarerindreka og sakað mig um að hafa ætlað að breiða yBr það, þótt ég haS sjálfur birt gögn um slíkar samræður á prenti (sjá Skími 1976) og dreift lýsingum á öðmm til nokkur hundmð starfsbræðra (þ.á m. Þorleifs Friðrikssonar) á norrænu sagn- fræðingaþingi! Hér kunna eða vi(ja þeir félagar ekki gera greinarmun á því, að Bandaríkjastjórn haS beinlínis ætlað sér að bera upp til viðræðu ákveðið erindi um aðgerðir gegn hugsanlegu valdaráni kommúnista eins og Tangen talaði um, og hins, að hættan á slíku valdaráni haS borið á góma í tíðum samtölum íslenskra ráðherra við bandaríska stjómarerindreka. var að bregðast við atburðum í Tékkósló- vakíu, er hann sagðist ætla að beita sér fyrir aðgerðum gegn kommúnistum í ríkiskerfinu í mars 1948. Ekkert virðist sem betur fer hafa orðið úr því, þegar fram liðu stundir frá valdaráninu í Prag. Væringar sjálfstæðisráðherra og Erlings Ellingsens áttu sér allnokkra sögu. Aður hef- ur verið minnst á það, sem Trimble ritaði um afstöðu Bjarna Benediktssonar, utanríkisráð- herra, til hans vorið 1947. í október sama ár hafði Trimble frétt, að Bjami hefði kraflst þess, að Erling yrði vísað úr flugvallamefnd, sem sá um rekstur Keflavíkurflugvallar, vegna trúnaðarbrots, sem utanríkisráðuneytið taldi hann hafa framið. (DSR 859A.7962/10- 747.) Afstaða sjálfstæðismanna til Erlings var þannig mótuð löngu áður en Trimble hvatti Stefán Jóhann til að víkja honum úr embætti og nærri þremur ámm áður en Bjöm Ólafsson lét til skarar skríða gegn honum. Mætti vitna í ýmsar heimildir því til sönnun- ar, að Bjami Benediktsson treysti sér ekki til að eiga samstarf við Erling sem embættis- mann. Eysteinn Jónsson hafði sætt sig við setu hans í skertu embætti, en Bjöm Olafs- son vildi augsýnilega ekki búa við neitt „kont- rol“ af hálfu forystumanns í Sósíalistaflokkn- um, eftir að Kóreustyijöldin hófst sumarið 1950. Þá óttuðust menn, að ný heimsstyijöld væri að hefjast, eða væri jafnvel hafin, og töldu sig sjá fram á, að Keflavíkurflugvöllur yrði annað hvort falin vemd Atlantshafs- bandalagsins ellegar að hann yrði lendingar- staður eða skotmark sovésks herafla. Erling Ellingsen var hæfur og dugmikill maður, eins og hann átti kyn til, en þessar aðstæður gerðu honum ekki auðið að njóta trúnaðar ráð- herra, sem síðar var dæmdur til að greiða honum bætur fyrir uppsögnina. Engar vísbendingar hef ég fundið um það, að Bandaríkjamenn hafi slett sér fram í við- skipti Bjöms Ólafssonar við Erling fremur en áðurgreind skipti Eysteins Jónssonar við hann. Aftur á móti höfðu þeir fréttir af því, að stjómvöld ætluðu sér eða væm jafnvel byijuð að „hreinsa til“ í ríkis- og borgarkerf- inu veturinn 1950, þótt lítið yrði úr því sem fyrri daginn. En fréttin um þessar yfirvof- andi hreinsanir virðist síður en svo hafa vak- ið ánægju E.B. Lawsons, sem þá var sendi- herra Bandaríkjanna í Reykjavík og bar betra skynbragð á íslensk stjómmál en fyrirrennari hans, Trimble. í skýrslu til Washington, hafði Lawson það eitt um málið að segja, að hugs- anlegar uppsagnir á kommúnistum gætu vak- ið samúð almennings með þeim, gert þá að píslarvottum og knúið flokk þeirra til að starfa neðanjarðar. (DSR740B.001/11-650.) V EÐURSTOF AN OG HÖNDIN ÓSÝNILEGA Teresia Guðmundsson, veðurstofustjóri, sem Trimble stakk árangurslaust upp á að láta segja upp störfum, var eiginkona Barða Guðmundssonar, Alþýðuflokksþingmanns, og það mun alrangt að hún hafi haft „samúð með kommúnistum", eins og Trimble ímynd- aði sér. Hún var hins vegar meðal stofnenda Þjóðvamarfélagsins svonefnda 1946, en til- gangur þess var að beijast gegn Keflavíkur- samningnum. Meirihluti stofnendanna vom valinkunnir menn, einkum úr Alþýðu- og Framsóknarflokki, sem halda vildu fast við hlutleysi landsiris, þótt flestir væru þeir algjör- lega andvígir sovétkerfinu og útþenslu þess. Svo vill til, að í október 1947 hafði Trimble, sendiherra, kynnst af eigin raun afstöðu Ey- steins Jónssonar til þjóðvamarmanna. Hann hafði sem flugmálaráðherra beðið yfirlækni Bandaríkjamanna á Keflavíkurflugvelli að afhenda Vilmundi Jónssyni, landlækni, upp- lýsingar, er læknum hér á landi bar að senda landlæknisembættinu. Þótt furðulegt megi virðast, taldi Trimble, að með þessu ætlaði þjóðvamarmaðurinn Vilmundur að ganga á réttindi Bandaríkjamanna á flugvelljnum og vildi hann mótmæla því við Eystein. í skýrslu sendiherrans um viðtal þeirra, sagði m.a.: Flugmálaráðherrann [Eysteinn] sagði, að það væri misskilningur minn, að [Vilmund- ur] Jónsson, læknir, væri fjandsamlegur Bandaríkjamönnum. Ég væði einnig reyk, ef ég teldi marga íslendinga hafa fyllst andúð á Bandaríkjunum vegna stjóm- málaskoðana sinna. Afstaða þeirra til okk- ar væri ekki sprottin af neinni samúð með kommúnistum, heldur af því, sem þeim brynni sjálfum í bijósti, en það táknaði hann með því að benda sér á hjarta- stað ... Ráðherrann fullyrti þá, að flestir þeirra, sem sæktu fundi Þjóðvamarfélags- ins, væm hvorki kommúnistar né fólk, sem samúð hefði með þeim, heldur íslenskir föðurlandsvinir, sem væm óánægðir með framkvæmd Keflavíkursamningsins, eins og hann sjálfur og margir menn í flokki sínum. Ég bað hann þá um að skýra betur við hvað hann ætti, þar sem hér væri um að ræða ákaflega alvarlega fullyrðingu af hendi flugmálaráðherra. Þetta gerði Eysteinn og gekk sendiherrann mjög hnugginn af fundi hans sannfærður um það í einstrengingshætti sínum, að ráðherrann hefði látið blekkjast af áróðri þjóðvarnar- manna, sem væm kommúnistar í sauðar- gæm. (DSR 859A.7962/11-2547.) í Helgarpóstinum í desember sl. dróttuðu þeir Ólafur Hannibalsson og Halldór Halldórs- son því að Eysteini Jónssyni, að hann hefði ofsótt Teresiu Guðmundsson vegna skoðana hennar og vegna þess að ráðherra sósíalista hefði gengið framhjá kunnum framsóknar- manni við skipun hennar í embætti. Ofsóknir þessar hafi birst í því, að Eysteinn hafi óskað eftir því sem fjármálaráðherra 1952, að sam- göngumálaráðuneytið kannaði, hvort hægt væri að reka Veðurstofuna á hagkvæmari hátt. Hér hafi enn verið að koma fram vofeif- legar afleiðingar af samtali þeirra Stefáns Jóhanns og Trimbles, sendiherra, fjórum ámm fyrr. Eysteinn hafi gengið erinda þeirra, og þannig hafi hin langa og ósýnilega hönd Sáms frænda teygt sig um síðir inn á Veður- stofuna til höfuðs forstöðukonunni. Þannig spunnu rannsóknarblaðamennimir viðstöðu- laust út frá Trimble-skeytinu, þótt þeir gætu ekki sýnt fram á minnstu tengsl á milli fund- ar Stefáns Jóhanns með bandaríska sendi- herranum 1948 og könnunar samgöngumála- ráðuneytisins á rekstri veðurstofunnar 1952. Lesendum vil ég enn benda á frásögn Trim- bles af samtali hans við Eystein Jónsson í október 1947. Bið ég þá að hugleiða, hvaða líkur séu á því, að hann hafi ofsótt Teresiu Guðmundsson fyrir skoðanir, sem hann reyndi með réttu að sýna bandaríska sendiherranum fram á, að ættu sér rætur í íslenskri þjóðemis- hyggju, sem hann sjálfur aðhylltist einlæg- lega. HVAÐ STENDUR EFTIR AF Sakargiftunum? Þetta er orðið langt mál, en erfitt að gera því full skil með öðm móti. Sú niðurstaða mín, að Tangen og ríkisútvarpið hafi borið Stefán Jóh. Stefánsson ósönnum sökum um tengsl við CIA í embætti forsætisráðherra stendur óbreytt, og álitsgerð minni um málið hefur í engu verið hnekkt. Þær heimildir, sem síðar vom notaðar til að bera þá sök á Stef- án, að hann sjálfur eða aðrir ráðherrar að hans fyrirlagi hafí rekið úr störfum eða ofsótt íslenska embættismenn að kröfu Bandaríkja- manna, em hvort tveggja óskyldar fyrri ásök- unum og öldungis ósannar. Enginn þeirra þriggja embættismanna, sem hér um ræðir, glataði embætti sínu í tíð ríkisstjómar Stefáns Jóhanns. Breytingar á störfum tveggja þeirra 1947-48 vom um garð gengnar, er nöfn þeirra og skoðanir bámst í tal á milli forsætisráð- herra og bandaríska sendiherrans. Þessar breytingar vom að fmmkvæði og á ábyrgð annars ráðherra, Eysteins Jónssonar, sem fyrr- greindur sendiherra, höfundur „Trimble-skeyt- isins", taldi undir áhrifum kommúnista sökum afstöðu hans til starfsemi Bandaríkjamanna á Keflavíkurflugvelli. Uppsögn eins þessara manna ári eftir að ríkisstjóm Stefáns Jóhanns fór frá völdum og beiðni um hagkvæmnisat- hugun á stofnun, sem annar þeirra var í for- stöðu fyrir 1952, verða ekki raktar til Stef- áns, bandaríska sendiráðsins eða Central Int- elligence Agency í Washington. Ég hef aldrei efast um það eitt andartak, -að leyniþjónustur stórveldanna hafi starfað á íslandj í Kalda stríðinu, þótt sumir þingmenn hafi lagt þann furðulega skilning í álitsgerð mína. Upp hefur komist um njósnir ráðstjóm- arleyniþjónustunnar hér, ég hef heimildir um starfsemi leyniþjónustu Bandarilqahers á ís- landi og óljósar vísbendingar um atriði, sem varða CIA. Þessar vísbendingar em hins vegar ekki að finna í þeim gögnum, sem Tangen- málið snerist um eða átti að snúast um; ganga reyndar þvert á brottfallnar fullyrðingar Tang- ens eða tengjast öðmm og óskyldum efnum og höfðu ekkert erindi inn í álitsgerð mína til ráðherra. Ég hef áður birt á bókum einu fram- heimildimar, sem út hafa komið á íslandi um starfsemi bresku og þýsku leyniþjónustunnar á fyrri tíð, og væntanlega kemur að því að ég viðri eitthvað um þá bandarísku. Á ámnum 1947—49 var CLA í burðarliðnum, og trú mín er sú, að tími þessarar leyniþjónustu hérlendis hafi mnnið upp á sjötta áratugnum og standi eflaust enn. Lýkur þá að segja frá öðmm þætti Tangen- málsins, og má ljóst vera, að hann gefur hinum fyrri síst eftir. Höfundur er sagnfrseðingur og kennir við Hó- skóla Islands. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. OKTÓBER 1988 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.