Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1989, Blaðsíða 3
I
IPgPáW
naansisfflEíAiatis®®
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.:
Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías
Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð-
arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.:
Gísli Sigurösson. Auglýsingar: Baldvin Jóns-
son. Ritstjórn: Aðalstrœti 6. Sími 691100.
Sigurður
málari, eða maðurinn sem orti Aldahroll, nefnist grein
eftir Þorstein Antonsson í röð hans „Úr glatkistunni".
I næsta blaði birtist síðan kvæði hans, Aldahrollur.
Sigurð þarf varla að kynna; þessi brautryðjandi í mynd-
list og hugsjónamaður um menningu íslendinga var
óþreytandi t viðleitni sinni að bæta úr hvorutveggju,
þó af engum efnum væri, nema hinum andlegu.
Forsíðan
Á myndinni er myndverk eftir Halldór Ásgeirsson, eitt
af þeim sem hann sýnir nú í austursal Kjarvalsstaða.
Sýningin hefur staðið í tvær vikur og lýkur henni á
sunnudagskvöld. Halldór er einn þeirra ungu lista-
manna, sem gera ekki skörp skil á milii málverks og
skúlptúrs. Hann sótti innblástur og áhrif í svokallaða
frumstæða list og gerir ennþá, en áhrif frá konsepti,
eða hugmyndalist, virðast einnig fyrir hendi. Þannig
sækja nútíma listamenn hugmyndir sínar til ýmissa
ólíkra átta.
Ferðablaðið
flallar að þessu sinni m.a. um ævintýraland skíða-
mannsins, Bandaríkin, og hina frægu skíðastaði
þar, svo sem Aspen, Squaw Valley, Mommouth og
Telluride.
%
\
TÓMAS GUÐMUNDSSON
Fljúgandi
blóm
Vel sé yður, ó, vængjaða blómskrúð drott-
ins,
vinirhimins ogjarðar, sem einhveiju sinni,
löngu áður en ártöl og sögur hófust,
uxuð til skínandi flugs upp afjörðinni minni.
Því fögnuður yðar fann sér ei lengur rætur
í faðmi hennar, og þó hafði jörðin borið
að sínu leyti umhyggju fyrir yður
engu minni en jafnvel sólin og vorið.
En þökkséyður, aðhversu háttsem þérleitið
mót himni og sól, þá komið þér ávallt til
baka
aðsyngja fyrirþau blómin, sem urðu eftir
og enn hafa hvorki lært að fljúga né kvaka.
Og seg þú mér, Ijóð mitt, hvort er ekld ein-
mitt þetta
hin eina gleði, sem sálir og kvæði varðar,
að mega í auðmýkt fara að dæmi fuglsins,
sem flýgur í erindum guðs milli himins ogjarð-
ar?
E E . E ■ S
Er agaleysið alveg
agalegt hjá okkur?
um daginn sá ég hluta
af sjónvarpsþætti um
aga eða agaleysi meðal
okkar íslendinga, og sé
ég, að einhver blaða-
skrif hafa orðið vegna
hans.
Nú er það svo, að
alhæfíngar um þjóðir og þjóðareinkenni, svo
að ekki sé minnzt á sjálft „þjóðareðlið", eru
mjög hæpnar. Að minnsta kosti verður þá
vart annað lesið út úr mannkynssögunni en
að þjóðir breyti oft um „eðli“ sitt og helztu
einkenni. Slíkir alhæfíngar-dómar eru
venjulega ekki annað en huglægir fordóm-
ar, grundvallaðir á tiifínningalegu mati og
einhvers konar nágranna-óvild, sem hver
étur upp eftir öðrum. Fyrst ég nefni for-
dóma, minnist ég þess reyndar, að hafa
fyrir nokkru lesið ummæli eftir einhvem
útlendan stjómmálamann, sem á að hafa
sagt, þegar hann var setztur í helgan stein
að ævilokum, að mest væri alltaf að marka
fordóma. Því mætti treysta, að þar kæmi
innsta hugsun einstakiingsins fram, órugluð
af vangaveltum fram og til baka og skoðun-
um annarra. Því ætti sannur sijómmálaref-
ur alltaf að hlusta vandlega eftir óundirbúnu
tali almennings, þar sem hin sanna skoðun
hans brytist fram í órökstuddum fordómum.
Hvað um það. Hver hefur ekki heyrt ís-
lendinga tala um, að Þjóðveijar séu frekir,
Englendingar stífir, Svíar hrokafullir, Norð-
menn leiðinlegir, Bandaríkjamenn bamaleg-
ir o.s.frv.? Allar aðrar þjóðir en við eiga að
vera nízkar eða a.m.k. naumar á fé, láta
sig muna um fímmeyringinn, spara rafmagn
til ljósa, horfa í hitunarkostnað íbúða sinna
og vinnustaða, taka sykurmola heim af
kaffístofum og þykja gott að láta aðra
greiða reikninga í veitingahúsum. Vegna
þess hve það er almennt álit íslendinga, að
útlendingar séu samhaldssamir, jafnvel
nirflar, gæti það bent til þess, að eitthvað
sé til í þessum sarrlanburði. E.t.v. er þetta
merki þess, að við kunnum ekki með fé að
fara, séum flottræflar. Ég get ekki neitað
því, að mér hefur löngum þótt útlendingar,
af hvaða þjóðemi sem er, umgangast §ár-
muni af sýnu meiri gætni en okkur íslend-
ingum er almennt tamt. „Fé græðist, fé
eyðist", hafa íslendingar oft sagt, eða á
seinni árum kannske fremur: „Þetta reddast
allt einhvem veginn á endanum" og „er á
meðan er“.
Raunar veit ég, að alls konar fordómar
um aðrar þjóðir em í gangi hjá öllum þjóð-
um. Ég held, að þeir séu aldrei alveg mein-
lausir, þótt oft séu þeir settir fram í skrítlu-
formi, og stundum em þeir blátt áfram
skaðsamlegir. Hástig þeirra er nefnt kyn-
þáttafordómar. Það er ein af mörgum sjálfs-
blekkingum, sem em í umferð hjá okkur,
þegar við ímyndum okkur, að við séum með
fullkomlega hreinan skjöld í þeim efnum.
Þessu höldum við samt fram, þó að við
höfum flest einhvem tíma orðið vör við hið
gagnstæða í tali manna. Eitt afbrigðið er
að hæðast að fólki af sömu þjóð, sem bú-
sett er í öðmm landsfjórðungum, sýslum
og hreppum en maður sjálfur. Það er gam-
ali siður hjá okkur að gefa fólki lyndisein-
kunnir eftir landshlutum, og má til dæmis
lesa um slíkt í safni Jóns Amasonar.
En hvemig fer, þegar þjóð fer að gefa
sjálfri sér einkunnir? Venjulega em þær
vitanlega mjög jákvæðar, þótt það, sem ég
heyrði af umræðum í áðumefndum sjón-
varpsþætti, hnigi í afar neikvæða átt. íslend-
ingar í þættinum virtust allir hafa veralegar
áhyggjur af ögunarleysi okkar, en eini út-
lendingurinn, sem ég heyrði í, taldi okkur
hins vegar mjög agaða. Mér heyrðist hann
taka dæmi af manni, sem biði eftir rauðu
ljósi við gatnamót Bankastrætis og Lækjar-
götu, þótt enginn bíll væri sjáanlegur. Hann
hlýtur þá að hafa séð mig á ferli þama, því
að oft hef ég beðið einn eftir rauða ljósinu,
eftir að aðrir gangandi vegfarendur hafa
ætt út á Lækjargötu miðja. Ég stend einn
eftir, ákaflega óþjóðlegur, meðan aðrir land-
ar mínir taka áhættuna.
Satt bezt að segja, emm við íslendingar
ákaflega gjamir á að fræða útlendinga, sem
á vegi okkar verða, um sjálfa okkur, land,
þjóð og sögu. Þetta hefur orðið nokkuð leiði-
gjamt með áranum. Ég var ekki bamanna
beztur í þessum efnum, því að eins og ég
hafði sjáifur áhuga á öðmm þjóðum, taldi
ég víst, að erlendir viðmælendur hefðu ekki
minni áhuga á okkur. Oft hitti ég fólk, sem
aldrei hafði séð íslending áður, og þar eð
ég taldi fullt eins líklegt, að það myndi
aldrei síðan hitta annan landa, taldi ég nauð-
syn á því að gusa jrfír vesalings fólkið öllum
jákvæðum fróðleik um okkur, sem ég hafði
á takteinum. Framan af gekk ég að þvf
gefnu, að menntað fólk í útlöndum vissi,
hvað eddur og sögur væm, hefði heyrt um
stórkostlega varðveizlu íslenzkrar tungu,
þekkti Laxness ogjafnvel Snorra Sturluson.
Smám saman komst ég að því, að örfáir
hafa heyrt um eddur og sögur, einna helzt
Þjóðveijar fyrir ofan miðjan aldur, aðeins
Skandínavar þekktu Laxness og eingöngu
Norðmenn Snorra Sturiuson. Verra var hitt,
að sárafáir höfðu áhuga á að hlusta á þessa
fræðslufyrirlestra mína, frumsamda á
staðnum með glampa þjóðarstolts í augum,
— sízt Frakkar, helzt Bandaríkjamenn. Á
seinni áram hef .ég reynt að stilla mig um
slíka fræðslustarfsemi óumbeðinn, en hitt
verð ég að játa, að fái ég minnsta tilefni,
verð ég óstöðvandi, unz ég sé á dofnandi
augnaráði viðmælenda, að nú er komið nóg.
Viðvömn: Ekki reyna að skýra íslenzka
nafnasiði fyrir útlendingum. Það er von-
laust. Þeir skilja þá aldrei til hlítar, en fá
bara á tilfinninguna, að þeir séu ósköp
skrítnir og asnalegir. Þegar þeir loks segj-
ast skilja, er það aðeins merki þess, að þeir
séu orðnir þreyttir á umræðuefninu.
Annars verð ég að segja, að þetta áhuga-
leysi útlendinga á högum annarra þjóða er
meira hjá ungu fólki en gömlu, og gæti það
haldizt í hendur við lélegri kennslu f landa-
fræði og mannkynssögu í flestum löndum
á síðari ámm.
En hvað um agaleysi íslendinga, sem kom
þessu rabbi mínu af stað? Ég held, að ég
verði að taka undir það, að þetta virðist
sannkallað þjóðareínkenni hjá okkur flest-
um. Bæði skortir sjálfsögun og agahlýðni í
skólum og vinnustöðum. Þetta finnst mér
koma í ljós, sé miðað við siði í öðmm lönd-
um. Við vitum alltaf sjálfir bezt og emm
ekki reiðubúnir að hlýða öðmm. Ekki þarf
þetta þó eingöngu að vera af hinu illa.
Skyldi þetta ekki ýta undir frumkvæði og
sjálfstæða hugsun? Eða er þetta bara
ómerkileg frekja og tillitsleysi við aðra?
Það er langt síðan útlendingar tóku eftir
þessu í fari íslendinga, eins og víða er
hægt að lesa um. Danskir embættismenn á
íslandi (og danskmenntaðir íslendingar)
kvörtuðu sáran undan því, sem þeir kölluðu
sjálfræði“, en það fannst þeim ljótt orð.
Ég vil ekki leggja annan dóm á þetta aga-
leysi en þann, sem miðað við aðrar þjóðir
stingur það í augu. Miklu veldur sjálfsagt,
að t.d. í Evrópu em böm og unglingar óum-
deilanlega mun lengur undir valdi foreldra
og skóla en hér tíðkast. Þar verður ungling-
urinn ekki fijáls, fyrr en hann er orðinn
sjálfstæður fjárhagslega og getur flutt að
heiman. Hér vilja unglingar fá fullt frelsi,
áður en þeir geta séð sér farborða og fram-
fleytt sér fullkomlega sjálfír. Á móti kem-
ur, að íslenzkir unglingar em mun „friari
af sér“ og hressilegri en venjulegt er um
jafnaldra þeirra í Evrópu. Skyldan til þess
að veija land sitt og þjóð og þarafleiðandi
herskylda á ungum aldri veldur líka ein-
hveiju um öðm vísi hugsunarhátt.
Eitt þekktasta dæmi um agaleysi okkar
er bréfletin. Langt er síðan útlendingar, sem
þurfa að eiga viðskipti við íslendinga, fóm
að kvarta undan því, að bréfum þeirra væri
helzt ekki svarað. Kannske fer það nú að
lagast með telexum og teleföxum.
Sjálfsagt er það gott fyrir okkur, að ger-
ast dálítið sjálfhverfir og hugsa um nei-
kvæðu hliðamar á okkur. Umhugsun og
umræður ættu að bæta okkur, sé þörf á.
Landkynning og sjálfsímjmd, sem byggist
á drýldni og sjálfsánægju, verkar öfugt á
útlendinga og er sjálfum okkur hættuleg.
Það hefur enginn gott af því að einblína á
fegraða mynd af sjálfum sér.
MAGNÚS ÞÓRÐARSON
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. FEBRÚAR 1989 3