Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1989, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1989, Blaðsíða 6
I UÓÐ VIKUNNAR í SJÓNVARPINU 12. FEBRÚAR BORIS PASTERNAK Ljóð eftirJúrí Andrejevits Sívagó SKILNAÐUR Af þröskuldinum litast hann um og þekkir ekki heimilið. Brottför hennar var einsog flótti, og hvarvetna eru merki hervirkja. Öll herbergin í uppnámi, en hann sér ekki umfang spjallanna, afþví augu hans eru myrkvuð tárum og höfuð hans lostið þjáningum. Allan morguninn hafa öskrin dunið á hlustum hans. Er það vaka eða draumur? Hversvegna er hann ásóttur af hugrenningum um hafíð? Þegar frostrósir á glugganum fela viðáttu heimsins er vonleysið í harminum miklu líkara auðn hafsins. Hún var honum jafnnákomin og kær í hverjum andlitsdrætti og ströndin er hafinu í ólgandi brimróti. Einsog sefið sekkur í öldurót eftir stórviðrið, þannig er ímynd hennar sokkin í hjarta hans. Á árum reynslunnar þegar lífið var óbærilegt skolaðist hún uppá strönd hans af hafsbotni með straumi forlaganna. Tálmar voru ótölulegir, en hún barst með straumnum framhjá bráðum hættum uppá ströndina. Nú er hún horfn, kannski af ófúsum vilja. Skilnaðurinn mun tæra þau, ógæfan nísta þau í merg og bein. Hann litast um: þegar hún fór umtumaði hún öllu, hvolfdi úr hverri skúffu. Framá kvöld ráfar hann um herbergin, fyllir aftur skúffur með sundurleitum tætlum og sniðum sem hún notaði við sauma. Þá stingur hann sig á saumnál í hálfsaumuðu fati. Alltíeinu sér hann hana fyrir sér og grætur hljóðlega. Alein í haustkápu, berhöfðuð og skóhlífalaus, tyggur handfylli af snjó og berst við geðshræringu. Trén og grindverkin trýnast útí myrkrið. álein í hríðinni stendur þú á hominu. Af hálsklútnum seytlar vatn yfr ermarnar niðrí uppbrotin. Dropar af þánum snjó glitra í hári þínu. Og Ijós hárlokkur lýsir upp andlitið, hálsklútinn, vöxt þinn og þessa snjáðu kápu. MjöIIin þiðnar á augnhárunum, augun full af harmi, mynd þín er brennd í hjarta mitt með ætandi jámi. Og auðmýktin í svip þínum mun ævinlega búa með mér. Hvaða máli skiptir það þá, að veröldin er óvægin? Þessvegna klofnar hún, þessi nótt okkar í mjöllinni. Og ég get ekki dregið markalínu milli þín og mín. En hver emm við og hvaðan komin, þegar ekkert nema hégómahjal er eftir af öllum þessum ámm, og við emm ekki framar til? ENDURFUNDIR Bráðum þekur mjöll veginn og hrúgast upp á þökunum. Eg fer út til að liðka fætuma, og við dymar stendur þú. myndir og liggja skrif þessi og teikningar nú í kistli hans á Þjóðminjasafni íslands á því stigi sem hann skildi við þær. Hann safnaði jafnframt sögum, lagði Jóni Áma- syni til nokkrar ágætar og Óiafí Davíðssyni lagði hann til mikið efni. Sigurður barðist fýrir réttlæti og fyrir viðgangi fegurðartilfínningarinnar svo sem um hann hefur verið ritað. í þeim tilgangi lagði hann sig fram um að öðlast skipulega sýn yfír hið merkasta úr fortíð þjóðarinnar, leit hið næsta sér gagnrýnu tilliti og gerði tillögur um framtíðarskipulag Reykjavíkur. Hann gerði drög að sögu bæjarins, og tillög- ur hans um Reykjavík framtíðarinnar bera vitni mikilli framsýni. í Laugardal skyldi komið upp lystigarði og íþróttaleikvangi og sundlaug. Og þar vildi hann að reist yrði „ævintýrahöll". Setti inn á uppdrætti. Hann vildi að Tjömin yrði grafín upp og gerð úr höfn. A hæðunum í nágrenni hennar vildi hann að reist yrðu háhýsi og að gosbrunnar yrðu byggðir við aðalleiðir að þessari höfn. Hann teiknaði vatnsveitu, vatni yrði veitt úr Kringlumýri í tank á Skólavörðuholti og þaðan um bæinn, hann reiknaði út að vatns- veitan myndi spara bæjarbúum háar fjár- upphæðir sem þeir þurftu að gjalda fyrir vatnsburð. Hann barðist fyrir að reist yrði stytta af Ingólfí Amarsyni á Amarhóli, vildi hann að vita yrði komið fyrir í uppréttri hendi styttunnar og voru þá 15 ár til þess að fyrsti viti var reistur á landinu. Hann vildi að komið yrði upp þjóðleikhúsi, „nati- onalri senu“, gerði áætlanir um Ijáröflunar- ieiðir sem fylgt var að nokkru í Glasgó og Gildaskálanum, leikhúsum bæjarins. Hann taldi leiksvið kjörinn vettvang til að vinna að bættum smekk og upplýsingu og á því sviði var hann mikilvirkur. Var þegar orðinn lífið og sálin í leiklistarmálum bæjarins fáeinum árum eftir heimkomuna. Hann vann að skipulagi leikhúsrekstrar, málaði sviðsmyndir, sá um förðun, teiknaði búninga, sviðsetti myndir úr fomsögum eft- ir eigin höfði sem nutu mikilla vinsælda í bæjarlífínu, kyrrstæðar þrívíddarmyndir sem bæjarbúar komu til að skoða og dást að. Hann var hvatamaður að samningu leik- rita. Fyrir bein og óbein áhrif frá honum tóku menn að semja leikrit, Matthías Joch- umsson, Indriði Einarsson, Krislján Jónsson, Jón Ólafsson, Valdimar Briem. Fyrsta raun- vemlega leiklistarverkið, sem svo hefur ver- ið kallað, Útilegumenn Matthíasar Joch- umssonar, var ritað fyrir aðhald Sigurðar og í náinni samvinnu við hann og Jón Áma- son, að sögn Matthíasar sjálfs. Sigurður, sem var tveimur ámm eldri en hann, samdi meira að segja millispil í verkið sem fylgdi því framan af en Matthías sleppti síðar, „Draum Skugga-Sveins", mergjaða, einkar myndræna martraðarlýsingu sem er til þess fallin að vekja samúð með aðalpersónunni. Sigurður málaði leiktjöldin þegar Útilegu- mennimir vom færðir upp í fyrsta sinn, í Klúbbnum, næsta húsi við heimili þeirra þriggja, en þeir bjuggu um þetta leyti, á fyrstu áram hins sjötta tugar, allir í sama húsi (þar sem nú er herkastalinn). Þessi leiktjöld telur Bjöm Th. Bjömsson fyrstu íslensku landslagsmálverkin. Sigurður var um þetta ieyti sífellt að hvetja Matthías til landvinninga á sviði leikhúsmála, hélt að honum söguleikritum og Shakespeare, reyndar að Steingrími líka í bréfum. Þýddi þá Steingrímur Lear konung, en Matthías þýddi þrjú þeirra leikrita sem efst vom á óskalista Sigurðar. Sjálfur fékkst Sigurður við leikritagerð á ámnum 1861-63, og em til drög að þremur leikverkum eftir hann frá þessum tíma. Aðeins eitt þeirra náði að komast á loka- stig, fmmdrögin em frá þessu skeiði og hét þá verkið Hjörleifur en varð 1872 að Smala- stúlkunni, og er líklega unnið upp úr ástar- reynslu Sigurðar sjálfs. Hann lagði drögin til hliðar þegar hann hafði „uppgötvað" Indriða Einarsson sem orðið hefur einhver helstur leikhúsmaður þjóðarinnar til þessa. Sigurður álasaði skólapiltum í Latínuskól- anum fyrir framtaksleysi þeirra í leik- húsmálum, en til þessa hafði leikritun í landinu nærfellt verið á höndum nemenda latínuskólanna einna. Árið 1867 tóku piltar í Reykjavíkurskóla, eina latínuskóla í landinu, að leika eigin leikrit. Einn þeirra, Indriði Einarsson, ritar í Endurminningum sínum um árin þar á eftir: „Við lékum oft gleðileiki í skólanum . . . Sigurður Guð- mundsson var okkur til aðstoðar við það, og án hans gátum við það ekki, eða litum svo á.“ Sigurður gerði sér grein fyrir hæfí- leikum Indriða fyrr en aðrir, hvatti hann til verka og gagmýndi fyrsta leikrit hans, Nýjársnóttina, meðan það var í smíðum. Og þegar fram í sótti lagði hann Indriða lífsreglumar um hvemig hann skyldi haga námsdvöl sinni í Höfh svo að hún yrði hon- um sem bestur undirbúningstími tií leikrita- gerðar. Um sömu mundir sömdu leikrit auk Indriða skólapiltamir Kristján Jónsson skáld, Valdimar Briem og Jón Ólafsson. Það er vissulega merkilegt hvemig þess- um manni tókst að virkja náttúmgreind sína íslenskri þjóð allri til hagsbóta, óræðan þátt skaplyndis síns sem í raun réttri verður varla með orðum lýst og ekki með öðmm hætti en að verkin tali sínu máli. í augum nútímamanns virðast leikhús og þjóðminja- safn fjarskyld málefni, ef ekki allsendis óskyld. Og hvað er merkilegt við það að þaulvinna einhvers konar einkennisbúning á konur? Konum í samtíð Sigurðar var gildi framlags hans til þeirra a.m.k. ljóst — og þá þess yfirleitt að vekja þær til vitundar um útlitseinkenni sín og manngildi. Þjóð- minjasafnið hefur því miður aldrei orðið að lifandi þætti í þjóðarvitund okkar íslend- inga, en því verður alltént ekki um kennt að hið lífvænlega hafí misfarist fyrir tilstilli nýlendustjómar Dana, — og þar á Sigurður Guðmundsson stóran hlut að máli eins og nú hefur verið bent á. Leiklistarlíf hefur frá þeim tíma er hann var á dögum breytt svo um merkingu fyrir sjónum íslendings að metnaður Sigurðar og framlag til þeirra mála verður hvað torskildast. í millitíð hef- ur mælskulist nánast verið úthýst úr fundar- sölum en var þá talin ómissandi þáttur ræðumennsku og mörkin milli fundarhalda og Ieiklistar vora óljós ef þau geta þá yfír- leitt talist hafa verið nokkur. Menn léku í leikritum þótt þeir væm virðulegir embætt- ismenn dagsdaglega, fólk af ólíkum toga og stéttum stillti saman strengi sína á svið- inu. Og svo undarlegt sem það er í ljósi síðari tíma var áhrifaríkasta félag mennta- manna á Reykjavíkurámm Sigurðar Guð- mundssonar jafnframt félag áhugamanna um leiklist, félagsmenn höfðu flestir komið við á sviðinu og kynnst þar. Sigurður var meðlimur í því félagi. Þann rúma áratug, sem Leikhús andans starfaði, barst ekkert út um starfsemi þess og raun- ar lá leynifélagsskapur þessi í þagnargildi fram til þess að farið var að glugga í fundar- gerðarbækur félagsskaparins löngu eftir að hann hafði verið leystur upp, árið 1871, og úr honum mótað Stúdentafélag Reykjavík- ur. Af félagaskrá Leikhúss andans, síðar nefnt Kveldfélagið, má sjá að margir hinna helstu íslenskra lista- og menntamanna á 7. áratug síðustu aldar vom meðlimir í félag- inu og að með samstillingu sín í milli, sem minnir á erlendar leyniþjónustur samtí- mans, tókst félagsmönnum, nokkmm í senn, að stuðla að framgangi mikilsverðra þjóð- þrifamála, svo sem bókaútgáfu, fjárframlög- um til einstakra manna og málefna. Á fund- um vom ræddir hugmyndastraumar samtí- ðarinnar á breiðum gmndvelli og yfírleitt allt milli himins og jarðar — nema helsta þrætumál þessara ára, fíárkláðamálið, á það var bannað að minnast að viðlögðu fundar- rofí. Á fundum varð Sigurði tíðrætt um áhugamál sín, ekki síst um leikhúsmálin sem félagið tengdist með margvíslegu móti. Þeg- ar það var lagt niður 1871 tók formaður- inn, Helgi E. Helgesen bamaskólastjóri, að vinna við leikfélag bæjarins. Sigurður var ekki svo fáliðaður í baráttu sinni sem útlit var fyrir. Lærimeistari Sigurðar í skóla var einn helstur málsvari þjóðlegrar endurvakningar í myndlist í Danmörku og saman gekk .um metnað meistara og lærisveins og lagðist á eitt um að Sigurður veldi sér það viðfangs- efni sem hann gerði, sögumálverkið. En fór skrefí lengra en stefnan bauð, hætti að mála þegar honum var ljóst orðið, að eigin hyggju, að honum bar að leggja myndunum ekki neitt til frá eigin bijósti, að síngimi taldist ekki við hæfí. Slíkt var honum óger- legt. Myndir, þær sem Sigurður málaði, ein- kennir reglufesta sem var samtíðarháttur, en þrátt fyrir aðhaldið skín persóna hans alls staðar í gegn, svo máttug var hún og sjálfri sér samkvæm á þessum vettvangi. Arið 1873, eftir að Sigurður hafði varið manndómsámm sínum og heilsu í að mynda jarðveg fyrir sögulistamenn framtíðarinnar, sjálf þeirra og persónuleika, ritaði Jón Sig- urðsson forseti honum um málverk sem vömr: „Þeir em famir að kaupa málverk í Reykjavík. Getur það ekki verið atvinna, að fá sér eitthvað þess konar að mála og selja síðan? — Ef maður er fljótur og selur- billega nokkuð, mætti maður geta unnið sér dálítið inn... „Gildi þess að mála „mal- eriskt" umhverfí eða frá eigin bijósti var jafnt þessum frammámanni sem öðmm enn hulinn heimur þegar svo langt var liðið á öldina sem dæmið sannar. Sumarið 1874, fáeinum mánuðum áður en Sigurður lést, tók hann sjúkur þátt í undirbúningi þjóðhátíðarinnar á Þingvöllum. Hann sagði fyrir um hvemig skreyta skyldi konungstjaldið, binda blómsveiga og annað ámóta. Konungi þótti mikið til um þegar hann sá hve smekklega var frá öllu gengið og spurði hver hefði verið að verki og stakk hann upp á að slíkur maður yrði verðlaunað- ur. Þá svaraði landshöfðingi eftir því sem heimildir segja: „Hann á ekkert gott skil- ið!“ Sigurður dó á loftinu fyrir ofan leiksal- inn þar sem hann, fremur en nokkur ann- ar, efndi til þess sem síðar varð Borgarleik- hús Reykjavíkur. Húsinu, Klúbbnum, var skipt milli sjúkrastofa og leiksalar, svo mjótt var á mununum milli gamans og alvöru í þá daga. 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.