Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1989, Page 8
Það þarf mikið til að
sýning veki reiði nú á
dögum. En það gerði
sýning
Bandaríkj amannsins
Jeffs Koons, sem lætur
verkstæði framleiða
afsteypur af dóti úr glys-
og gjafavörubúðum, og
selur síðan á geypiverði
í virtum og frægum
galleríum New
York-borgar.
Eftir
HALLGRÍM HELGASON
byijun desember síðastliðins var opnuð sýning ein
í New York sem vakið hefur eina þá mestu úlfúð
og uppistand sem þarlendur listheimur hefur séð.
Er hér um að ræða sýningu bandaríska huglista-
mannsins Jeffs Koons í Sonnabend-galleríinu. En
Jeff þessi hefur á undangengnum misserum
unnið sér inn frægt orð hjá listaspekúlönt-
um heimsins fyrir nýstárleg og umdeilan-
leg jafnt sem taugavirkandi verk í anda
hins ný-svokallaða simúlisma, sem bland-
inn er áhrifum aftan úr konsepti og fullum
sættum listarinnar við ólist samtímans eins
og fólk finnur hana og kaupir í glys- og
gjafavörubúðum. Það sem á útlensku nefn-
ist kitsch. Hinir hverdagslegustu hlutir
hafa gjarnan orðið Koons að yrkisefni, svo
sem körfuboltar, ryksugur og gúmbjörgun-
arbátar, sem hann steypir í nýtt samhengi
með því að steypa þá í brons-, stál- eða
vatnstanka. Fræg eru og ágæt verk hans
með körfubolta marandi í vatni glerbúrs
og uppblásna kanínudúkkan sem varð að
skínandi fagurri og ryðfirírri stálstyttu.
Þetta síðasttalda verk var eitt fyrsta skref-
ið í þá átt sem Koons hefur síðan haldið í,
til.meiri og meiri ögrunar með mótívavali
sínu. Hann siglir hröðum byri í suburbíska
úthverfamenningu og daðrar sífrekar við
lágsmekkinn.
Það átti því ef til vill ekki að koma
mönnum í þessa opnu skjöldu, sem raun
varð á, þegar Jeff Koons opnaði þessa
sýningu sína. Samtímis í þremur borgum,
New York, Chicago og Köln, gat að líta
stækkaðar útgáfur af ýmsum styttum og
ímyndum óskheimsins eins og maður á að
venjast úr stofuhillum og gluggum minja-
gripaverslana. Þegar gengið er inn úr lyftu
Amore, 1988.
„Björa og lögregtumaður", pólýkróm&ður viður, 1986.
Michael Jacksoa og Bubbles, postulín, 1988.
Sonnabend-gallerísins blasir við manni
höfuðverk sýningarinnar, gulli dýfð postu-
línsstytta af poppmeistara heimsins, sjálf-
um Michael Jackson, með einkavini sínu,
apanum Bubbles, í meira en líkamsstærð.
Og síðan taka við af henni fleiri stærðir
í líkum dúr, vinkandi Vetrarbimir úr út-
skomum viði, ástardúkka úr sykurgljáðu
postulíni, bleikur pardus að faðma bijósta-
konu, systkin tvö af Týróla-ættum með
bláhvolpa og vingjamlegur skógarbjöm á
tali við breska bobbylöggu.
Af þessari upptalningu að ráða og
myndum fylgjandi sést hví viðbrögð urðu
svo hörð sem raun bar vitni. Blöð borgar-
innar yfírfylltust af mótmælum gagnrýn-
enda sem rökkuðu sýninguna niður á það
sama plan og fyrirmyndir hennar fylla.
„Versta listsýning í New York“ sagði Vil-
lage Voice og New York Observer kvað á
forsíðu Jeff Koons hafa tekist að troða
myndlistina endanlega niður í svaðið. Af
krítískri varkámi maldaði New York Ti-
mes lítt í móinn og spurði aðeins gáfu-
legra efaspuminga. Fólki var nóg boðið,
mælirinn var fullur, í 50 ár hafa menn
vanið sig á það að þurfa að kyngja með
semingi og lítilli sannfæringu hinum nýrri
og sí-óvenjulegri straumum nútímalistar-
innar en harðneitaði nú loks að hafa sig
að blekkifífli. Abstraktið var ókei, popp-
listsin, já, já, konseptið athyglisvert,
skvettuverkin mátti venja sig við, en þetta:
Gullafsteypa af sjálfu tákni láglistarinnar,
Michael Jackson, nei, þá er okkur nóg
boðið.
Við grípum hér niður í umfjöllun Hiltons
Kramers í The New York Observer um
þessa sýningu: „En erum við ekki fyrir
löngu orðin ónæm fyrir listrusli af öllum
stærðum og gerðum? Höfum við ekki þeg-
ar séð alla þá tegund af ósmekk og spilltri
túlkun sem listheimurinn er ætíð svo dug-
legur og frumlegur að troða upp á okkur?
Svarið er: Nei. Með þessari sýningu er
nýjum botni náð. Þið hafið kannski haldið
að ástandið væri þegar orðið eins slæmt
og það gæti orðið, en hr. Koons sannar
með þessari sýningu sinni að þið hafíð
Vetrarbirnir, pólýkrómaður viður, 1988.
Nakin, postulín, 1988.
„Myndlistin endanlega
troðin niður í svaðið“