Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1989, Qupperneq 10
p E U G E O T 4 0 5 G R S K U T B M 1 L L
Peugeot 405 GR.
Þægilegur í umgengni
og duglegur í ófærð
Bílar frá Peugeot verksmiðjunum frönsku hafa
á síðari árum átt auknum vinsældum að fagna
og staðið sig vel í harðri samkeppni. Einkum
á það við um minnsta bílinn og millistærðina
og reyndar var 405 bíllinn, sá stærsti, kosinn
bíll ársins í Danmörku, Noregi og í Evrópu
þegar hann var fyrst kynntur á síðasta ári.
Jöfur tók við umboðinu á íslandi af Hafra-
felli fyrir fáum árum og fellur framleiðsla
Peugeot vel að öðrum bílum sem Jöfur býð-
ur og eykur breiddina. í dag skoðum við
gerðina 405 GR sem ér skutbfll með sjálf-
skiptingu en 405 gerðin er fáanleg sem
skutbfll frá og með árgerðinni 1989. Um-
sögnin markast að nokkru af aðstæðum sem
ríktu hér í lok janúar er furðumikil snjókoma
truflaði umferð og var því ekki farið eins
víða við fjölbreyttar aðstæður og eðlilegt
hefði verið.
í dag eru fáanlegar fjórar stærðir Peuge-
ot bfla hérlendis, gerðirnar 205, 309, 405
og 505. Sá síðastnefndi er þeirra stærstur
og vel kynntur í leigubflaakstri í Reykjavík
en hann þarf að panta sérstaklega. Hinar
gerðirnar eru yfirleitt til hjá umboðin. Tvær
þær fyrmefndu eru með framdrifi en ekki
stærri gerðimar. Verðið á 205 bílunum er
frá liðlega hálfri milljón króna upp í tæpar
950 þús. kr. og eram við þá að tala um
kraftmikinn sportbfl. Af 309 gerðinni era
einnig til margar gerðir sem kosta frá 630
þús. kr. upp í um 970 þús. kr.
Peugeot 405 er til sem fólksbfll, ijögurra
dyra, fimm gíra með 1580 eða 1905 rúms-
entimetra vélum og hann er líka fáanlegur
með sjálfskiptingu. Nú er einnig fáanlegur
skutbfll og er hann með stærri vélinni og
fáanlegur sjálfskiptur eða beinskiptur.
Fólksbfllinn kostar frá 840 þús. kr. upp í
um 1.100 og ódýrari skutbfllinn kostar tæp-
ar 1.100 þús. kr. en sá dýrari um 1.200
þús. kr.
Skutbfllinn 405 GR er með 1905 rúms-
entimetra vél sem er 110 hestöfl. Vélin er
búin rafeindakveikju, yfirliggjandi knastás
og era strokkstykki og lok úr álblöndu.
Eldsneytisdæling fer um tvöfaldan blöndung
með sjálfvirku innsogi. Sjálfskiptingin er
Qögurra þrepa, diskahemlar era að framan
en skálahemlar að aftan.
Þá nýjung má nefna hjá Peugeot að þver-
bitinn að framan er úr trefjaplasti og vegur
7,5 kg en iðulega er þessi biti fimm sinnum
þynjgri.
Utlit 405 bflsins er í raun mjög látlaust,
hér er á ferðinni stflhreinn bfll með mjúkum
línum og homum og hann er allur eins og
sléttur og felldur. Bfllinn er 4,398 m að
lengd, 1,714 m á breidd og 1,445 m á
hæð. Lengd milli hjóla er 2,669 m og breidd
milli hjóla 1,443 m og hæð undir lægsta
punkt er 14 cm.
Gott útsýni
Óhætt er að segja að vel fer um öku-
mann sem farþega í Peugeot. Það sem vek-
ur strax athygli er sérlega gott útsýni. Á
það við um alla glugga og þó að það eigi
eflaust við um fleiri bfla þá er eins og hér
fái menn meiri yfirsýn um það sem er að
gerast í umferðinni. (Gott fyrir þá sem sitja
aftur í og vilja hjálpa ökumanni við stjóm-
ina!) Menn 'sitja fremur hátt sem telja má
kost í bíl sem má búast,við að sé notaður
til ferðalaga.
Ökumannsætið er allgott en af einhveij-
um ástæðum tók nokkum tíma að finna
bestu stillingu sætisins. Þegar hún er feng-
in er ekki yfír neinu að kvarta og rétt er
að benda mönnum á að prófa sig rækilega
áfram með stillingar sem þessar. Gott er
að minna á ráð ökukennarans að sitja beinn
í baki og halla sér vel aftur í sætisbakið.
Með því ættu ökumenn helst að geta verið
afslappaðir við aksturinn. Hægt er að stilla
bakhallann og stuðning við mjóhrygg og
að sjálfsögðu að færa það fram og aftur.
Með veltistýrinu getur ökumaður enn frekar
komið sér vel fyrir.
Bfllinn er búinn dagljósabúnaði og má
segja að þar með þurfi ekki að hafa áhyggj-
ur af ljósanotkun - það er séð um þá hluti
fyrir menn. Beltið verður ökumaður hins
vegar að spenna sjálfur en það er líka auð-
lært. Alla venjulega mæla má finna í mæla-
borðinu og hér er ekki fyrir hendi hvimleið-
ur galli sem oft er í bflum að stýrið skyggi
á hluta mælanna. Þótt það sé í lægstu stöðu
skyggir það aldrei á mælaborðið. Bensín-
mælir sýnir ekki hið hefðbundna 1/1 - -
eða $$, heldur lítrana 70 - 35 - eða 0 og
það er auðvitað mjög þægilegt eftir að hafa
fyllt bflinn fyrir 2.600 krónur að sjá nálina
standa á 70 lítrum tilbúnum til eyðslu.
Eyðslan er Sögð verða 6 lítrar á hundraðið
miðað við 90 km hraðan akstur en vitanlega
talsvert meiri í borgarskakinu ekki síst nú
í ófærð og hálku. Nálin hafði þó engan
veginn nálgast 35 lítrana eftir liðlega 150
km akstur í borginni. í borgarakstri er hann
sagður eyða 9,5 lítram. Miðstöð er fljót að
vinna verk sitt á köldum degi og raftnagn
í framsætum hitar skrokkinn líka fljótt og
vel.
Duglegur í ófærð
Sjálfskiptur 405 GR er mjög lipur og
þægilegur í akstri. Bfllinn vegur eitt tonn
og er í góðu jafnvægi. í þriggja daga notk-
un í þeirri ófærð og hálku sem var á suð-
vesturhomi landsins á dögunum kom vera-
lega á óvart hversu vel bfllinn skilaði sér
áfram. Vissulega var hann á nýjum og góð-
um vetrarhjólbörðum en viðbragðið og heml-
un komu engu að síður á óvart.
Sjálf skiptingin virkaði vel á mann, stund-
um var eins og bíllinn skipti sér full fljótt
upp en hún svaraði fljótt og vel þegar kall-
að var eftir snöggu viðbragði. Hröðunin er
líka sögð vera 10,8 sekúndur í hundraðið
og hámarkshraðinn 187 km.
Sem fyrr segir er sérlega gott útsýni úr
bflnum ekki síst vegna þess að setið er frem-
ur hátt. Það kemur sér ætíð vel í umferð í
Reykjavík ekki síst þegar menn þurfa að
nota hvem sentimetra í bflastæðum. Þá er
gott að vera viss um hversu mikið pláss
þarf og útispeglar á báðum hliðum hjálpa
þar vel til.
Allur umgangur um bílinn er þægilegur.
Auðvelt er að renna sér í aftursæti sem
framsæti og gott að hlaða hann dóti aftur
í. Einn galla verður að nefna sem reyndar
kemur aðeins fram við íslenskt vetrarveður.
Sé þess ekki gætt að sópa snjó af þaki
bflsins við hurðimar getur hann hranið inn
í sæti. Þetta er hins vegar hlutur sem not-
endur bflsins læra eftir að hafa lent í þessu
einu sinni - þeir vara sig á þessu næst.
Alhliða bíll
Eigi að reyna að fá fram einhveija niður-
stöður má kannski draga saman helstu at-
riðin: Vandaður og rúmgóður alhliða bfll til
notkunar í borgarsnúningum jafnt sem á
sveitavegum. Sjálfskipting og vökvastýri
gera aksturinn gjörsamlega áhyggjulausan
jafnvel í hálku og bfllinn er í alla staði
þægilegur viðskiptis. Fyrir 1.200 þúsund
krónur fá menn því allnokkuð fyrir pening-
mn. Jóhannes Tómasson
Vel fer um ökumana jafht sem farþega í fram- og aftursætum.
Mælaborðið er í raun ósköp venjulegt og þægilegt.