Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1989, Qupperneq 16

Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1989, Qupperneq 16
Helena í berjamó með börnin — úr graenni viðáttu flall- anna sést yfír bláan Eyjaflörð. Helena vildi kynnast er og lagði af stað „á puttanum" í hringferð um landið. Hér er hún stödd í Berufírði. Að auka ferðamannastraum r' á milli Islands og Júgóslavíu Margir íslenskir ferðamenn kannast við gistiheimilið á Pét- ursborg í Eyjafírði — starfrækt undir merkjum Ferðaþjónustu bænda. Húsfreyjan þar, Helena Dejak, var leiðsögumaður í sínu heimalandi, Júgóslavíu, áður en hún flutti tíl íslands og fór að taka á móti ferðamönnum hér. Helena hefur því hlustað á ólík sjónarhom ferðamanna — bæði í Júgóslavíu og á íslandi. Hún hefur mikinn áhuga á að efla þjónustu við ferðamenn í Eyja- firði, er meðal annars svæðis- stjóri Ferðaþjónustu bænda þar. En núna er hún að stiga stórt skref með því að opna nýja ferðaskrifstofu, sem ber nafíiið NONNI á Akureyri í samvinnu við Kompas, stærstu ferðaskrifstofu Júgóslavíu, og ferðaskrifstofuna Atlantik. „Ég vil gera heillandi náttúm Norðurlands aðgengilegri fyrir ferðamenn, með því að auka Qölbreytni í ferðavali út frá Akureyri — ætla líka að kynna Júgóslaviu betur fyrir íslend- ingum,“ segir Helena. Af hverju nafiiið Nonni? Nonni og ævintýralandið hans er þekkt í gegnum samnefndar bækur í flestum Evrópulöndum og margir koma til íslands eftir að hafa lesið Nonnabækumar. Akureyrarbær er eins og klipptur út úr ævintýrabókum Nonna, þessi fallegi bær umkringdur fjallahring og lognkyrmm fírði. Akureyri hefur varðveitt ímynd íslands eins og_ hún er í hugum útlendinga. í uppbyggingu Reylqavíkur hefur ekki verið hugsað um að varðveita „bæjar- sérkennin" eða „sveitabæinn Reykjavík" og útlendingar segja, að Reykjavík hafí breyst síðustu 10 árin í venjulega Evrópuborg eða borgin minni á úthverfí í bandarískri stórborg. Útlendingar fínna ekki lengur það ísland sem þeir eru að leita að í Reykjavík. Akureyri er lítið auglýst erlendis, en útlendir ferðamenn sem koma til mín segja oft: „Þetta er ævin- týralandið ísland, sem við erum að leita að — ósnortin víðátta í flöllum og fírði.“ „Ég á ekkert herbergi — bless“! íslendinga vantar þjónustulund — vantar að brosa til ferðamanns- ins og greiða götu hans, hvort sem hann er íslenskur eða erlendur, til að hann fínni, að hann er vel- kominn. Stundum vantar tungu- málakunnáttu til að fræða fólk meira um ísland eða aðstoða það Rabbað við jpígó- slavneska „Is- lendinginnu He- lenu Dejak við einhver smáatriði. í fyrra var hringt til mín frá Mývatni, hjón frá Astralíu, sem höfðu gist hjá mér nóttina áður. Konuna vantaiði „tampex" — gat ekki fengið það við Mývatn, enginn skildi hana! Afgreiðslufólk á gististöðum þarf stundum að svara: „Ég á ekkert herbergi," og álítur að með því sé það búið að afgreiða ferða- manninn. Á viðkomustöðum ferðamanna er svarið líka alltof oft: „Ég veit það ekki." Persónu- legt samband er mikilvægast í ferðamálum og þjónustufólk á aldrei að senda fólk frá sér í reiði- leysi — þá er hætta á að ferða- menn fari óánægðir heim og segi: „íslandsferðin eða hringferðin um landið var ömurleg!" Hvað er við að vera á Akureyri? Allir upplýsingabæklingar fyrir útlenda ferðamenn eru vel settir upp, en fólk á oft erfítt með að fara eftir þeim — þó vil ég taka fram að þetta hefur gjörbreyst, eftir að Upplýsingamiðstöð ferða- mála var opnuð. Samt hefur kom- ið fyrir, að útlendir ferðamenn séu þijá daga á leiðinni frá Reykjavík til Pétursborgar — leiðarmerking- ar eru svo óljósar! Eins hefur mér fundist, að ferðamenn viti ekki hvað þeir eiga af sér að gera á Akureyri — ferðamöguleikar út frá bænum eru ekki nógu fjöl- breyttir. Þessu langar okkur til að breyta og gefa ferðamönnum kost á mjög fjölbreyttum stuttum ferðum; bjóða göngu-, safari- og hestaferðir, á hveijum degi, út frá öðrum stærsta bæ á íslandi. Við stefnum að því að hafa opið til kl. 10 á kvöldin, til að greiða götu þess fjölda ferðamanna, sem eru að ráfa um í reiðileysi í míðbæ Akureyrar á sumrin. Hvar finnast íslenskar gjafevörur? „Hvar er það ísland, sem var hér fyrir 30 árum og er enn mik- ið auglýst?" Allir, sem vilja kaupa eitthvað „ósvikið íslenskt" hand- unnið, verða að ganga á milli Heródesar og Pílatusar. Vissulega er margt í búðum, sem er auglýst íslenskt, en þegar betur er að gáð — kannski „made in Denmark"! Allskonar innflutt dót er auglýst íslenskt, en það er mjög erfítt að finna ósvikinn íslenskan handiðn- að. Ég hef leitað til bænda, sem skera út í tré - leitað til fólks á elliheimilum — til að fínna þetta elsta íslenska. En hvemig er fyrir útlenda ferðamenn og íslenska að fínna upprunalegan íslenskan handiðnað? Það er til skammar fyrir íslendinga, sem ætla sér að Útlendingar líta gjaman til ís- lands eins og íslendingar líta til Grímseyjar — sjá fyrir sér ævintýraeyju, sem rís úr hafí, með örfáum húsum. byggja upp ferðaþjónustu, sem aftur byggist á öllu sérstöku og þjóðlegu — hvað þeir eru að fjar- lægjast uppruna sinn! Víðáttan úti í íslenskri náttúru Mér þykir svo vænt um ísland og vil svo gjaman að allir geti fundið hér það sem ég fínn — víðáttuna úti í náttúrunni — um- hverfí, þar sem ekkert truflar þig í að hugsa, til að þú getir fundið víðáttuna inni í sjálfum þér. Út- lendir ferðamenn fínna þetta margir, en íslendingar taka þetta oft sem sjálfsagðan hlut. En hreint loft, vatn og ósnortin víðátta er alls ekki sjálfsagður hlutur, þegar mengunin er víða að drepa niður gróður og heilsufar fólks — því miður líka héma. Við eigum að beijast með oddi og egg fyrir óspilltri og hreinni íslenskri náttúru, til að sem flestir geti notið hennar. Ættjörðin mín — Júgóslavía Árið 1975 fóm fyrstu íslensku ferðamennimir til Portoroz. Júgó- slavía getur vissulega gefíð íslenskum ferðamönnum mikið, með heitara loftslagi og ólíkri menningu. Hingað til hafa íslend- ingar mest sótt í sólina, en það er svo ótal margt annað sem hægt er að sækja þangað, sem mig langar til að kynna. Til dæm- is siglingar um Adríahaf — 1.100 eyjar við strendur Júgóslavíu; rolfferðir til Bled, sem er 7. besti rolfstaður í Evrópu að mati Eng- endinga; Kranjska Gora, mest >ekkti skíðastaðurinn í Slóveníu; íeilsuhælin með 300 ára hefð að >aki; öll litlu skemmtilegu þorpin; úgóslavneski handiðnaðurinn, lit- ikrúðugu teppin og dúkamir. í úgóslavíu er 300% verðbólga, em þýðir að landið er mjög ódýrt yrir útlendinga. Öll ferðaþjónusta g öll söluvara er miklu ódýrari n í flestum öðrum Evrópulönd- tm, sem íslendingar ferðast til. uandið er líka mjög miðsvæðis — 4 tímar frá Salzburg; 7 tímar frá Frankfurt; 6 tímar frá Milano. Minn draumur er að tengja Júgó- slavíu og ísland betur saman — segir júgóslavneski „íslendingur- inn“ Helena Dejak. O.Sv.B.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.