Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1989, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1989, Side 2
UBEBÍnIBEIb] Guðbrandur Siglaugsson tók saman Thomas Doktor Faustus Mann Roman Thomas Mann: Doktor Faustus. Fischer Taschenbuch Verlag. Þetta er löng bók og mikil. Hafsjór sem velsyntur á kannski ekki í miklum erfiðleikum með að yfirvinna, en útlend- ingur eins og ég verð að taka langar hvíldir, troða marvaðann eða láta reka undir þeim ómælishimni sem yfir þessu hafi máldýptar og skýrskotana í fram- andi þjóðarsál hvelfist. Já, það skal segja sem satt er, það er ekki auðhlaupið af Töfrafjallinu í sál þess manns sem gert hefur samning við skrattann. Meistari Mann í essi eins og alltaf vinnur hér með sögnina af Faustus sem vakir enn meðal manna í Þýskalandi og víðar. Jó- hannes nokkur eða þá Georg Faustus fæddist á ofanverðri sextándu öld í þorp- inu Knittlingen í suðurhluta Þýskalands. Hann var lærður maður og kunnur í hópi húmanista, talinn merkur náttúru- heimspekingur, stjömufræðingur, læknir og galdramaður. Af honum voru sagðar margskonar sögur en algengast var að skrattinn væri í myndinni og þannig varð úr kviksögunni festa sem skáld og rithöfundar geta sótt ótrauðir í. Langur er listinn yfir þá rithöfunda sem gert hafa Faustminninu skil, nægir að nefna svo þekkt nöfn sem Marlow hinn enski, Gotthold Ephraim Lessing, og svo sjálfan Goethe. Mann skrifaði þessa bók seint á lífsleiðinni og sagði hana sína villtustu ritsmíð. Pitigrilli: Kokain. rororo/Rowohlt. Þessi skáldsaga Pitigrillis hefur vakið miklar deilur allt frá því hún kom fyrst út í Mílanó árið 1922. Siðferðispostular hafa fundið henni flest til foráttu og er hún núna reyndar bönnuð börnum og unglingum í Þýskalandi og sjálfsagt víðar. Það verður að teljast undarlegt þegar til þess er litið að nútímaungling- ar sjá og heyra groddalegri boðskap en þann sem í bókinni er settur fram. Það sem kalla mætti klám er ekki annað en draumar, spillandi er ekkert nema ef vera skyldi ein og ein prentvilla, og sá sem telur bókina bull, hefur ekki lesið margt. Kokain er hin besta afþreying og segir það margt hversu langt er síðan hún var skrifuð. Kokain er ástarsaga. Ungur blaða- maður verður fómarlamb ástarsorgar og kveður heimkynni sín og sest um kyrrt í París. Þar kynnist hann ævintýr- um af mörgum toga, lendir í tygjum við konur og kókaín og rekur síðan sem rótiaust þangið um haf og höf. Söguhetj- an, Tito, verður háður eitrinu sem heldur honum gangandi og neyðir hann í óskap- legt þunglyndi eins og ástin á til að gera. Pitigrilli er dulnefndi ítalska rithöf- undarins Dino Segre sem fæddist í Tur- in 1893 og lést þar 1975. Á þriðja ára- tug þessarar aldar olli hann miklu uppn- ámi með ritum sínum og mátti hrekjast víða vegna skoðana sinna og uppruna. Segre var gyðingur og var allt annað en vinur hinna ítölsku fasista. Eftir stríð fluttist hann svo aftur til Ítalíu, tók ka- þólska trú og gjörðist móralisti. Þýzkalandspistill F ara hamförum við hreingerningarnar Imorgun þegar ég vaknaði, var mér litið út um gluggann til þess að gá til veðurs. Þetta geri ég á hverjum morgni. Reyndar læt ég mér ekki nægja að gera úttekt á veðrinu, því ósjálfrátt horfi ég yfir í hús nágrannans í næsta husi fyrir neðan. Téðan morgun sá ég hvar húsmóðirin þar rogaðist með gamlar gangstéttarhellur, tvær og tvær í senn, yfir götuna og staflaði þeim snyrti- lega upp við grindverk sem þar er. Þegar hún hafði lagt fargið frá sér, hljóp hún við fót yfir götuna aftur til þess að sækja fleiri. Það var eins og hún væri að keppa við tímann. Klukkan var hálf átta og eigin- maðurinn farinn til vinnu. Eins og fjölmarg- ar stallsystur hennar, er húsmóðirin í næsta húsi á fleygiferð frá morgni til kvölds. Að vísu heyrir helluburðurinn til undantekninga og /ellur ekki undir hin daglegu verkefni. Á hveijum morgni heyrir maður til þess- arar fyrirmyndarhúsmóður og verður þannig áþreifanlega var við iðjusemi hennar. Reyndar eru þær tvær í næsta húsi, því tengdamóðirin býr þar líka. Um áttaleytið heyrist fyrst hvinurinn í strákústinum sem rýfur morgunkyrrðina og ljúfan fuglasöng- inn. Hún er þá að sópa tröppumar, heim- keyrsluna og gangstéttina framan við hús- ið. Þegar því er lokið hefst hún handa við að sópa á bak við húsið, en þar eru nokk- urs konar svalir og síðan heljarmikil hellu- lögð verönd. Þegar maður verður vitni að slíkri iðjusemi, fer maður svei mér þá að efast um eigin hreinlætiskennd. Eiginkonan er ekki fyrr búin að sópa fyrir framan húsið, en tengdamóðirin kemur með annan kúst og fínhærðari og fer aftur yfír það sem sú yngri hafði nýlokið við. Þegar hvinurinn í kústunum hættir að heyr- ast er nokkuð víst að annar þáttur þessara morgunverka sé um það bil að hefjast. Það stendur líka heima. Nú er komið að skúring- unum. Ég segi og skrifa: Á meðan tengda- móðirin kastar mæðinni eftir sópið, tekur sú yngri sig til og skúrar allt utanstokks, tröppumar, heimreiðina, gangstéttina, sval- imar og veröndina. Og þetta gerir hún á hveijum morgni, þegar ekki er því meira frost eða snjór. Þegar litið er út um gluggann um níuleytið, má sjá hvar vatns- elgurinn eftir skúringamar hefur rannið í stríðum straumum yfir götuna og í ræsið hinum megin. Á laugardögum má oft sjá til þeirra tengdamæðgna þar sem þær teygja sig af veröndinni upp í þakrennuna, sem er úr Gægst fyrir hornið hjá þýzkri fyrirmyndarhúsmóður, sem komin er á fullt kl. 6 á morgnana og skúrar jafnvel utanhúss daglega. Eftir HJALTA JÓN SVEINSSON eir, og fægja hana vandlega með leðurklút- um. í sveitinni í gamla daga var talað um að skúra út á hlað, sem gert var gjaman fyrir stórhátíðir. Þá var hver einasta vistarvera hússins skúrað og ekki hætt fyrr en komið var að útidyrahum. í ofangreindu tilviki er ekki bara skúrað út á hlað, heldur út á götu, og það á hveijum degi. IÐNAR EEINS OG MAURAR I svefnrofunum klukkan hálf sjö á morgn- ana greini ég stundum alveg sérstök hljóð sem era orðin mér kunnugleg. Þá er hús- móðirín á hæðinni fyrir neðan að renna nið- ur stiganum upp á háaloft. Hún er að fara að hengja upp þvottinn sinn, sem hefur þá mallað í vélinni síðan um sexleytið. Það er ekki svo að þessi ágæta kona þurfi að hugsa um stórt heimili. Óðra nær, þau era bara tvö, hún og hann, sem er nýlega kominn á eftirlaun. Á meðan þvottavélin mallar situr frúin gjaman í kjallaraherberginu við að strauja eða sauma. Frá sex á morgnana fellur henni aldrei verk úr hendi. Fyrir kemur að ég er sestur við morgun- verðarboðið klukkan hálf átta. Er ég þá búinn að fara í sturtu og snyrta mig fyrir daginn og reiðubúinn til að takast á við verkefni hans. Ég þykist ansi góður þegar mér hefur tekist þetta allt saman og klukk- an ekki orðin meira. Sem ég sit og sötra kaffið mitt eða inn- byrði lýsið og vítamínin, er mér litið út um gluggann sem blasir við í borðstofunni. Ég horfi yfir ein hundrað hús í nágrenninu. A þessum tíma sólarhringsins eiga þau öll eitt sameiginlegt. Út um glugganna hanga sængur og rúmábreiður í öllum regnbogans litum. Mæður allra þessara ágætu hús era klukkan hálfátta ekki aðeins búnar að koma fjölskyldu sinni á fætur, bömunum í skólann og eiginmönnunum í vinnuna, þær eru líka famar að ræsa heimilið hátt og lágt og búnar að fieygja sængunum út um gluggann, jafnvel að taka utan af þeim og setja í þvottavélina. Oft sjást þær hálfar út um gluggana bankandi ábreiður eða ann- að sem hendi hefur verið næst. Það er komið vor og dagurinn er rétt að byrja. Börnin era í skólanum og karlinn í vinnunni. Nú þarf að sinna garðinum, tiján- um, blómabeðunum og huga að laukunum, plægja matjurtaskikann og þar fram eftir götunum. Garðurinn verður að bera með sér umhyggju og reglusemi eins og húsið að innan sem utan. Hreinsa þarf laufblöð frá liðnu hausti, svo ekki sé talað um illgresið sem farið er að stinga upp kollinum. Það er ekki langt liðið á daginn þegar maður fer að sjá til húsmæðranna skríðandi á fjórum fótum um garðana sína. Þær era iðnar sem maurar. Og nú duga engin vettl- ingatök. Mestum tímanum eyða þær í bar- áttuna við illgresið, sem skal svo sannarlega upprætt og kæft í fæðingu. Þær geta ekki látið það um sig spyijast að óæskilegur gróður sé í þeirra garði. Þegar börnin koma heim úr skólanum er þeim auðvitað gefíð að borða, svo og eiginmanninum þegar hann kemur úr vinnunni um fimmleytið. Fram að því era frúmar í garðinum, enda vora þær búnar að ganga frá öllu innanhúss fyr- ir klukkan níu um morguninn og þvotturinn kominn upp á snúra. Eftir síðdegismatinn fara þær aftur út í garð og eru þar fram eftir kvöldi. Vinnan göfgar „Arbeit macht frei“ (vinnan gerir mann frjálsan) hugsar eiginkonan í næsta húsi, sem var farin að rogast með hellurnar fyrir allar aldir um morguninn. Að Rækta Garðinn Sinn Hún kemur inn um níuleytið um kvöldið. Örþreytt og búin að fá útrás við iðju sína allan daginn. Þau hjónin virðast aldrei taka til hendinni saman úti í garði. Þess vegna horfði hann á sjónvarpið eftir að hann kom úr vinnunni og leit yfir síðdegisblöðin. Börn- in þeirra tvö eru að nálgast tvítugsaldurinn og eru því lítið heima við. Hjónin virðast ekki hafa um neitt sérstakt að ræða. Hann æfir fótbolta með gömlum félögum sínum tvisvar í viku. Hún fer ekkert út fyrir lóðina nema þegar hún fer gangandi til innkaupa niður í þorpið. Hún ræktar nefnilega garð- inn sinn og reynir að vera lýsandi dæmi um það hvemig þýsk húsmóðir á að vera. Þau ganga snemma til náða, það á líka að fara á fætur næsta dag upp úr sex. Það fer ekki margt á milli þeirra fyrir svefninn. Hún kveðst vera svo þreytt eftir daginn enda búin að hamast frá morgni til kvölds. Hann þorir ekki að gera neinar athugasemd- ir, enda húsið skínandi af hreinlæti, að inn- an sem utan og garðurinn eftir því. Höfundur býr í Þýskalandi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.